Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 28
40 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 / Merming „Langaði alltaf að skrifa um fólk í sjávarútvegi" - segir Ólafur Haukur Símonarson sem hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist Ólafur Haukur Símonarson fékk Menningarverðlaun DV fyrir leikritið Hafið. „Þessa dagana er ég að leggja drög að nýjum verkum en maður vill helst cddrei segja frá þeim. Ég er með hvort tveggja, bók og leik- rit í takinu," segir Ólafur Haukur Símonarson sem fékk Menningar- verðlaun DV fyrir leikritið Hafið sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhús- inu við góðar undirtektir. „Leikritið fjaUar um málefni sem er mjög í brennidepli í þjóðfélaginu. Ég hafði alltaf ætlað að skrifa um fólk sem tengist sjávarútveginum og landsbyggðinni. Það var loksins kominn tími til þess. Grunnurinn að verkinu er nokkurra ára gamall þannig að meðgöngutíminn var langur. Fyrir tveimur árum kynnti ég verkið síðan fyrir þjóðleikhús- stjóra. Þá var það komið í endan- legt horf,“ segir Ólafur Haukur. Hann segist tæpast geta sagt hvort erfiðara sé að skrifa leikrit eða skáldsögu. „Það er varla hægt að líkja þessu saman. Leikrit er ein aðalgreinin á sviði bókmenntanna og að sumu leyti er þetta sérhæft starf. .Það geta ekki allir skáld- sagnahöfundar skrifað leikrit. Góð leikskáld eru miklu færri en önnur skáld. Tæknilega er leikrit annars eðlis en ritun á skáldsögum enda þarf að læra sérstaklega til verka til að skrifa þau,“ segir Ólafur Haukur. „Ég reyndi t.d. að kynna mér leikhúsið eins vel og ég gat og er enn að læra.“ Ólafur Haukur hefur sent frá sér fjöldann allan af ljóðabókum, skáldsögum og leikritum á undan- förnum tuttugu árum. Á meðal bestu verka hans í leikhúsi eru Milli skinns og hörunds, Bílaverk- stæöi Badda og Kjöt. Verkin lýsa venjulegu fólki í hversdagslífi sam- tímans. Ólafur Haukur segist einu sinni hafa leikið í leikriti. „Það var af neyð þar sem engir aðrir voru til- tækir en þetta var á námsárum mínum í Kaupmannahöfn. Ég starfaði þar í leikflokki sem sýndi í Kaupmannahöfn og víðar. Leik- arastarfið heillaði mig þó ekki. Hins vegar hefur leikhúsið heillað mig frá því ég var barn. Það var þó ekki fyrr en ég kom heim og fór að starfa með Alþýðuleikhúsinu áriö 1978 að ég ákvað að taka þetta ákveðnum tökum. Fyrsta leikritið mitt í fullri lengd var einmitt sýnt hjá Alþýöuleikhúsinu en það hét Blómarósir. Síðan hef ég skrifað leikrit fyrir öll atvinnuleikhúsin," segir Ólafur Haukur. Hann hefur skrifað fimmtán leik- rit í gegnum tíðina. Þá skrifaði hann handrit að kvikmyndinni Ryð sem varð til úr leikritinu Bílaverk- stæði Badda. „Þaö er líka mjög sér- hæft starf að skrifa kvikmynda- handrit og ég tel mig nú ekki full- numa á því sviði," segir hann. „Það er þó aldrei aö vita nema þau verði fleiri. Ég er með eitt í salti í bili.“ Listmálari eða arkitekt Ólafur Haukur segist hafa gengið með margvíslega drauma í æsku og á tímabili hafði hann ákveðið að verða listmálari en á öðru arki- tekt. „Skriftimar urðu síðan ofan á enda voru mjög margir af mínum vinum og kunningjum sem voru að skrifa. Þessi árgangur, sem ég tilheyri, fékkst mikiö við bók- menntir og það var mjög smitandi." Vinnustaður Ólafs Hauks hefur verið á heimilinu en hann býr í miðbænum. Hann er þriggja barna faðir, yngsta bamið er aðeins fimm mánaða, og eiginkona hans er Guð- laug María Bjarnadóttir leikkona. „Það getur stundum verið óþægi- legt að vinna heima en oft er líka þægilegt að vera tiltækur. Ég reyni helst að vinna á daginn en það er freistandi að byrja á kvöldin þegar allt er komið í ró. Þá slitnar hins vegar í sundur fjölskyldulífið þannig að hitt er æskilegra." Ólafur Haukur segir að frístund- imar tengist yfirleitt vinnunni. „Ég hef mjög gaman af að fara út úr bænum og veiða. Öll útivist á vel við mig. Mér finnst líka skemmti- legt að ganga hér um miðbæinn," segir hann. - Hvemig leggst í þig að fá menn- ingarverðlaunin? „Það segir mér að þetta sé vel heppnuð sýning og leikritið gjald- gengt og ég er mjög ánægður með það. Ég hef verið heppinn að fá að vinna með góðu fólki í leikhúsinu. Við Þórhallur Sigurðsson höfum unnið mikið saman og það hefur verið mjög gaman að vinna með honum. Einnig hjálpar til hversu margir góðir leikarar eru í Þjóð- leikhúsinu," segir Ólafur Haukur Símonarson. -ELA ,, Spennandi verk sem útheimti skipulagningu" - segir Snorri Þórisson sem fékk menningarverðlaun fyrir kvikmyndina Svo á jöröu sem á himni „Ég er í allra handa þróunarverk- efnum þessa dagana. Fyrir nokkru gerði ég samning við Ármann Kr. Einarsson um kvikmynda- og sjón- varpsrétt að bókunum um Áma í Hraunkoti. Ég er nú að þróa sjón- varpsseríu eftir þessum bókum og til liös við mig hef ég fengið þá Jón Ásgeir Hreinsson og Bjöm G. Bjöms- son. Þessir þættir em hugsaðir fyrir innlendan sem erlendan markað, enda mjög dýrt verkefni í fram- kvæmd. Minn tími fer að miklum hluta í samskipti við erlenda aðila til aö fjármagna þættina. Það þarf að vinna gífurlega vel að undirbúningi fyrir svona stórt verk. Ef vel gengur getur þetta orðið að veruleika árið 1995,“ segir Snorri Þórisson kvik- myndatökumaður sem hlaut Menn- ingarverölaun DV fyrir kvikmyndun á Svo á jöröu sem á himni. Snorri er um þessar mundir að fá sjónvarpsstöðvar úti í heimi til að vera með í kostnaði við þættina um Árna í Hraunkoti en þeir munu verða sex að tölu. Erlendar sjón- varpsstöðvar skipuleggja fjármál sín. mörg ár fram í tímann. „Ég hef verið í sambandi við ZTF sjónvarpsstöðina í Þýskalandi og þar eru menn já- kvaeðir. Einnig hafa stöðvar á Norð- urlöndum sýnt áhuga þannig að þetta gæti orðið samvinnuverkefni milli Norðurlandanna og Þýska- lands." MyndumAgnesi Hann er einnig aö vinna að fjár- mögnun á mynd sem þeir Jón Ásgeir Snorri Þórisson fékk Menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndatöku á mynd- inni Svo á jöröu sem á himni. Hann segir myndina hafa veriö spennandi verkefni. DV-mynd GVA hafa skrifað og heitir Agnes. Snorri fékk lán úr Evrópska handritasjóðn- um til að fullgera handritið en 10% af þeim sem sækja um lán úr sjóðn- um fá fyrirgreiðslu. Hann er kominn með loforð upp á 60 milljónir frá þýskum framleiðanda en Kvik- myndasjóður íslands sá sér ekki fært að styrkja þetta verk við síðustu út- hlutun. „En lykillinn að þessu fjármagni er styrkur frá Kvikmyndasjóði ís- lands,“ útskýrir hann. „Kvikmyndin mun fjalla um örlög Agnesar Magnúsdóttur en hún drap elskhuga sinn, Natan Ketilsson, og varð síðasta manneskjan sem tekin var af lífi hér á landi. Þetta er kvik- mynd með spennu, ást og hatri eða öllu því sem þarf til að gera góða mynd.“ Snorri vinnur einnig að gerð sjón- varpsauglýsinga en fleira er í far- vatninu. Seinna á árinu ætlar hann að vinna við kvikmynd sem heitir Garðastríð sem Ralph Christians hjá Magmafilm mun framleiða fyrir N- þýska sjónvarpið. Myndin verður að öllu leyti tekin í Þýskalandi. Þijár aðrar kvikmyndir eru í umræðunni; tvær hér heima og ein í Ameríku. Snorri Þórisson starfaði um árabil sem kvikmyndatökumaður hjá Sjón- varpinu og var með fyrstu starfs- mönnum sem þar hófu störf. Hann stofnsetti síðan fyrirtækið Saga Film ásamt Jóni Þór Hannessyni. Þeir hafa aö mestu leyti unnið viö gerð auglýsinga. Snorri seldi sinn hlut í fyrirtækinu á síðasta ári og stofnaöi kvikmyndafélagið Pegasus hf. Aðeins þrjár kvik- myndir aö baki Þrátt fyrir langan feril sem kvik- myndatökumaður hefur hann aðeins tekið þrjár kvikmyndir, Óðal feðr- anna, Húsið og Svo á jörðu. „Ég hef verið beðinn að taka þó nokkuð margar af þeim kvikmyndum sem gerðar hafa verið hér á landi en aldr- ei gefið mér tíma. Ég sá um stjórnun- arstörfin hjá Saga Film og fannst ég ekki hafa efni á að fara og „leika mér“,“ segir hann. „Maður lítur að minnsta kosti þannig á meðan maður stjórnar stóru fyrirtæki." Snorri segist vera þakklátur fyrir að Svo á jörðu hafi verið valið það markverðasta sem var að gerast á seinasta ári. „Mér fannst óskaplega gaman að vinna við þessa mynd. Fyrir kvikmyndatökumann var fleira í henni en gerist og gengur, t.d. þessi mismunandi tímabil. Það var ipjög spennandi að mynda skipið og sjóslysið. Þetta var meiri fram- kvæmd en ég hef staöiö í áður og útheimti meiri skipulagningu, m.a. tengingu milli tímabila. Áferðin á myndinni er fnismunandi eftir því hvort atburðurinn á sér stað árið 1936 eða á fjórtándu öld. Það er allt önnur lýsing á þessum tveimur tíma- bilum," segir Snorri. „Ég er tiltölu- lega sáttur við myndina þó maður sjái alltaf að maður hefði getað gert betur einhvers staðar. En ég er ánægður með útkomuna í heild." -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.