Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 29
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 41 Morðið á James Bulger hefur vakið Breta upp af vondum draumi: Hér býr þjóð með sjúka sál - segja þeir sem vilja að gripið verði til aðgerða gegn vaxandi ofbeldi James Bulger gleymist ekki Bretum. Hann var tveggja ára þegar hann var myrtur. Fjölmörg hliöstæð mál er að finna í Bretlandi þótt almenningur hafi ekki tekið viö sér fyrr en nú. Símamynd Reuter „Morð á saklausum litlum dreng, sem á allt lífið fyrir sér, hefur opnað augu okkar fyrir því að í sál þessarar þjóðar býr mikil illgirni. Þetta er sjúk sál,“ segir George Carey, erkibiskup af Kantaraborg og trúarleiðtogi 70 milljóna manna sem fylgja ensku biskupakirkjunni að málum. Bömin ein heima í reiðileysi í Bretlandi er fólk enn slegið yfir þeim tíðindum að tveir tíu ára dreng- ir skuh velja sér tveggja ára fómar- lamb á abnannafæri - saklausan dreng sem týnt hefur móður sinni - og myrða hann eftir ólýsanlegar mis- þyrmingar. Margir verða til að taka undir með erkibiskupnum og efast um að breska þjóðarsálin sé í því ástandi sem hún ætti að vera. í blöðum hafa birst óteljandi sögur af illri meðferð á bömum og enn verri meðferð bama á jafnöldrum sinum. Þessar sögur vekja meiri athygb nú en áður því menn trúðu áður að um einangr- uð atvik væri að ræða. Nú spyija menn hvort æska landsins sé orðin sjúk af ibgimi og heift. Foreldrar em sakaðir um að van- rækja böm sín sem síðan leiðist út í glæpi eftir slæman félagsskap á göt- unni. Ótal dæmi em um að ung böm séu skibn eftir ein heima um lengri eða skemmri tíma og verði þá að bjarga sér sjálf. Slík meðferð leiði til að samband foreldra og bama rofnar fyrr en síðar og þá bggur braut of- beldis og glæpa bein fyrir. Hvatttilnjósna um nágrannana Bamavemdarfélög hafa gengið svo langt að gefa út sérstakar leiðbein- ingar til almennings um hvemig megi þekkja böm sem höfð em ein heima af háttalagi þeirra. Fólk er beðið aö hafa eftirbt með nágrönnunum svo að hægt sé að koma í veg fyrir vanrækslu á böm- um. Þetta ástand elur á tortryggni og hefur sviþ af persónunjósnum í einræðisríkjum. Bamavemdarfélög- in spyija á móti hvað annað sé til ráða. Ekkert hægt aö gera við unglingana Dómskerfið verður líka skotspónn þeirra sem vbja leita róta vandans. Bent er á að í flestum tbvikum fái ungbngar aö ganga sjáifala fram til fimmtán ára aldurs þótt þeir hafi ítr- ekað gerst sekir um gróf afbrot. Lögin heimba að vísu að böm abt niður í tíu ára aldur séu dæmd en það gerist aðeins í örfáum undan- tekningartbvikum. Þá er í Bretlandi eins og víöar ekkert hægt að gera við dæmda afbrotaungbnga. í Nottingham er sagt að 14 ára ungl- ingur hafi um sig glæpagengi sem fari um með ránum og ofbeldisverk- um þótt hann hafi verið dæmdur. Það er engin stofnun tb að vista hann fyrr en hann hefur náð 15 ára aldri. í sumum landshlutum hafa hús verið leigð tb að geyma afbrotaungl- ingana. Þau halda þó í mörgum tb- vikum fongunum iba og jafnvel sagt að frá sumum þessara heimba sé rekin umfangsmikb glæpastarfsemi með innbrotum í hús, vasaþjófnuð- um og ránum á götum úti. Glataða kynslóðin Þegar leitaö er orsakanna kemur Bretum mikið og langvarandi at- vinnuleysi fyrst í hug. Yfir landið abt hefur um 10% vinnufærra manna verið án atvinnu um langan tíma en ástandið er miklu verra víða í fátækrahverfum borganna. Þar hafa stórir hópar ungs fólks, sem jafnvel er komiö hátt á þrítugs- aldur, aldrei fengið vinnu og sér ekki fram á að úr rætist. Þetta unga fólk er nú kabað „glataða kynslóðin“ því það hefur verið utanveltu í samfélag- inu alla sína tíð. Þannig er ástandið t.d. í Bootle- hverfinu í Liverpool þar sem James btb Bulger átti heima og morðingjar hans einnig. Drengimir tveir, sem ákærðir eru fyrir morðið, koma úr fiölskyldum sem hafa flosnað upp vegna atvinnuleysis, fátæktar og drykkjuskapar. Drengirnir tveir tilheyra því þeim þjóðfélagshópi sem menn hafa mest- ar áhyggjur af. Bent er á að það geti ekki verið tbvbjun að þeir leiddust út í voðaverkið sem lögreglan telur sig hafa sannanir fyrir aö þeir hafi unnið. Aðgerðir sem koma ofseint? John Major forsætisráðherra lofar hertum aögerðum gegn glæpum en það kann að reynast álíka árangurs- ríkt og að senda slökkvibðið út til að kveða niður drauga því upplausn- in hefur þegar gegnsýrt þjóðfélagið. Bretar hafa ekki áður verið eins svartsýnir á framtíðina eins og í vet- ur. Meirihluti þjóðarinnar segist vfija flytja úr landi til að flýja örlögin heima. í skoðanakönnunum lýsir fólk vantrú á stofhanir samfélagsins. Fóbc treysti helst lögreglunni en hún kemur sjaldnast á vettvang fyrr en skaðinn er skeður. -GK ívellystingum eftir að hafa kveikt í konu Bretar hafa nú í vikunni . hneykslast mjög á fréttum af 13 ára gömlum strák sem fundinn var sekur um að hafa myrt konu með því að leggja eld að klæðum hennar. Strákurinn hefur verið í umsjá félagsmálastofnunar eftir að hann var dæmdur. Þar hefur hann gengið í gegnum endurhæf- ingu sem felst í útiveru og fjall- göngum. Hneykslaðir Bretar segja að hinn dæmdi sleppi viö refsingu vegna morðsins og bfi þess í stað í vehystingum sem kallaðar séu meðferð. Hann haldi tb í sumar- húsi og pjóti lífsins eins og hann hafi ekki unnið til annars. Nágrannarn- ir vísuðu á rangan dreng Nágrannar Jonathans Green, 12 ára drengs sem í fyrstu var grunaður um morðið á James Bulger, vísuðu lögreglunni á hann og sögðust vera vissir um aö þaö væri hann sem sæist á myndbandinu af ráninu á Bulger. Siðar kom í Ijós að þetta var á misskbningi byggt. Nágrannarn- ir sögöu að Jonathan væri oft á slaepingi í borginni og væri til alls líklegur. Saga hans hefður oröið tb að minna fólk á að dæma ekki of fljótt þótt grunur beinist að ungl- ingum vegna afbrota. Fjölskylda Jonathans varð íyrir núklu að- kasti meöan hann var í vörslu lögreglunnar. James Bulger jarðsunginn á mánudag Ákveðið er að útfor James btla Bulger fari fram í Liverpool á mánudaginn. Lögreglan hefur undirbúið sig aba vikuna fyrir útförina því búist er við að mikih mannfjöldi komi tb kirkju. Fá mál hafa hlotiö slíka umfjöbun í Bretlandi sem morðið á James. Þá óttast lögreglan að tb óeirða komi eins og þegar drengimir, sem ákærðir eru fyrir morðið á James, komu fyrst fyrir dómara. Margir eru fulbr haturs vegna þess sem gerðist og vbja að lög- reglan gangi hart fram í að upp- ræta glæpi í borginni. Foreldrum James hafa borist gjafir síðustu daga frá fóbti sem vib votta þeim samúð sína. Leikkona svipt forræði yfir dóttur sinni Breska le-ikkonan Yasmin Gib- son vakti athygb fyrr í mánuðin- ura fyrir að skijja ebefu ára dótt- ur sína eftir eina heima eftirbts- lausa meðan hún skrapp í þriggja vboia frí tb Spánar. Gibson var handtekin og flutt nauðug heim vegna meðferðar- innar á dótturinni Gemmu. Hennar biðu sviðsijós flölmiðl- anna við komuna tb landsins og fólk krafðist þess að hun yrði svipt forræði yfir dóttur sinni, Þaö hefur nú verið gert og verð- ur Gemma hjá fósturforeldum undir eftirbti yfirvalda. Lebtkon- an er orðin þjóðfræg fyrir tiltæki sitt þótt hún vbdi nú hafa unniö sér flest annað til frægöar. Fangavist fyrirað svelta bam tilbana Maureen Monagham, 42 ára, einstæð móðir í Lundúnum, fékk fimmtán mánaða fangavist fyrir að sinna ekki um tveggja ára tví- bura sem hún átti. Fyrir rétti þótti sannað að annar tviburinn, Keby, hefði látist úr þorsta og hungri. Cindy, hinn tviburinn, lifði af. Þegar lögreglan kom í íbúð þeirra mæðgna voru systurnar einar heima. Móðirin birtist skömmu síðar og sagðist hafa verið úti að skemmta sér með vörubbstjóra sem hún hitti oft. Hún viðurkenndi við yfir-. heyrslur að hafa oft áður skibð dætumar eftir einar heima. Létustmeð- anfaðirinn varútiað drekka Michael Burcher, 38 ára gamall faðir í Cardifl', var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vanrækslu eftir að tvö ung böm hans, Ben og Aimee, létust í baði. Burcher átti að gæta barnanna en skbdi þau ein eftir í baðinu. Þau náðu í hárþurrku, misstu hana í baði og létust basði af raf- losti. Við yfirheyrslur játaði Burcher að hafa farið út tb aö hitta félag- ana á kránni tb að fá sér í glas ! með þeim. Móðirin var að vinna og sagði hún aö Burcher hefði oft vanrækt börnin þegar hann átti að gæta þeirra. Burcher var atvinnuiaus og afþlánar nú dóm sinn. Lokaði son- inn inni í kústaskáp ogfórút Rúmlega tvítug móðir í Man- field á Englandi verður næstu tvö árin undir eftirbti vegna þess að hún lokaði tveggja ára son sinn inni í köldum kústaskáp og fór út að skemmta sér. Skápurinn var harðlokaður og fannst drengurinn þar mjög skelfdur eftir að nágrannamir höfðu kabaö á lögregluna. Hann hafði eina brauðsneið tb að nær- ast á þar tb móðirin kæmi heim að morgni. Þegar lögreglan kom aö ná í móðurina tb yfirheyrslu bað hún um að vera sótt síðar því ekkert lægi á. Hún sagöist auk þess vera með timburmenn og iba fyrir köbuð. Særður hættulega með hníf í skólanum Litlu munaði að Stefan Beck, 13 ára strákur í Whittlesey í Cam- bridgeskíri á Englandi, léti lífið nú á dögunum þegar skólabróðir hans stakk hann í bakið með hníf. Þefr vora þá staddir í kennslustund. Læknum tókst aö bjarga lífi Stefans en sögðu aö btlu hefði mátt rauna. Tbræðismaðurinn fór í yfirheyslu hjá lögreglunni en var sleppt sama daginn gegn tryggingu. Þó var viðurkennt að hann ætti við veruleg sálræn vandamál að striöa. Lögreglan sagðist ekkert geta gert því farið hefði veriö að lög- um. Lögreglumennimir lýstu þó óánæa u sinni með niðurstððuna.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.