Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 30
42 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993 Iþróttir Titillinn loksins á Old Trafford? -möguleikar ManchesterUnited á aö vinna enska meistaratitilinn sjaldan betri Fjölmargir fylgismenn Manchest- er United hér á landi sem annars staðar eru nú bjartsýnni en oftast áður á að liðinu takist loksins að vinna Englandsmeistaratitilinn í knattspymu. Sem stendur er liðið í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinn- ar og hefur verið í efstu sætum deild- arinnar síðustu vikurnar. Rúmur aldarfjórðungur, 26 ár, er liðinn síð- an Manchester United varð síðast meistari í Englandi og titilsins er beðið á Old Trafford með mikilli eftirvæntingu. Er þá vægt til orða tekið. Þeir menn sem gegnt hafa starfi framkvæmdastjóra hjá United síð- ustu áratugina, frá því að Sir Matt Busby hætti með hðið árið 1969, hafa haft rýmri fjárráð en margir kollegar þeirra í ensku knattspyrnunni. Mikl- um peningum hefur verið varið til kaupa á leikmönnum síðustu 26 árin, samtals rúmum þremur milljörðum króna fyrir 81 leikmann. Síðustu fimm framkvæmdastjórar hafa verið iðnir við að kaupa leikmenn en orðið misjafníega vel ágengt. Síðasta tækifærið hjá Alex Ferguson? Eins og fram kemur annars staðar á síðunni hefur enginn fram- kvæmdastjóri hjá Man Utd eytt meiri peningum til kaupa á leikmönnum en Alex Ferguson. Margir eru þeirr- ar skoðunar að Ferguson fái ekki annað tækifæri til að vinna enska meistaratitilinn ef hann gengur Man Utd úr greipum í vor, Ef liðið vinnur hins vegar titilinn hefur Ferguson fest sig rækilega í sessi sem fram- kvæmdastjóri liðsins mörg næstu árin, enda hefur Ferguson náð við- unandi árangri með liðið ef deildar- keppnin er undanskilin. Möguleikamir sjaldan verið betri Margir eru þeirrar skoðunar að möguleikar Man Utd á meistaratitli hafi sjaldan eða aldrei verið betri. Liðiö á að vísu nokkuð erfiða leiki fyrir höndum en bent er á að ekkert hinna stóru liöanna sé í alvarlegri toppbaráttu nú og eigi reyndar frek- ar í alvarlegum vandræðum. Nægir þar að nefna Liverpool, Arsenal og meistarana frá í fyrra, Leeds United. Leikirnir sem eftir eru hjá Man Utd í úrvalsdeildinni eftir þessa helgi eru eftirfarandi: Liverpool (úti), Oldham (úti), Aston Villa (heima), Man City (úti), Arsenal (heima), Norwich (úti), Sheffield Wednesday (heima), Co- ventry (úti), Chelsea (heima), Black- burn (heima) og Wimbledon (liti). -SK í 3. RON ATKINSON 19 leikmenn fyrir 717,220 millj. 1981-1986 DAVE SEXTON 10 leikmenn fyrir 343,194 millj. 1979-1981 ALEX FERGUSON 25 leikmenn fyrir 1.798,220 millj. frá 1986-1993 TOMMY DOCHERTY 20 leikmenn FRANK O'FARRELL 5 leikmenn f. 113,740 millj. f. 59,690 millj. 1972-1977 1971-1972 o o ■o 1971-1972: Frank OFarrell Frank O’FarrelI keypti fimm leikraenn og þeir kostuðu tæpar 60 milljónir króna. Bestu kaup: Án nokkurs efa varnarmaðurinn Martin Buchan sem var fyrsti leikmaðurinn sem O’Farrell keypti. Buchan kostaöi um 12 milljónir króna og var keyptur frá skoska liöinu Aberdeen. Buchan lék mjög vel fyrir Man. Utd í áratug og lengst af sem fyrirliði. Þrívegis stýrði Buchan liöi United í úrslitaieik ensku bikarkeppninnar á Wemb- iey og árið 1977 hampaði hann bikamum. Martin Buchan er eini fyrirhöinn sem hampað hefur sigurlaunum í bikarkeppni, bæði i Englandi og Skotiandi. Verstu kaup: Þar nefna sér- fræðingar Ted MacDaugall sem keyptur var frá Bournemouth fyrir metfé, 220 þúsund pund. Hann haföi skorað 103 mörk fyrir Boumemouth í 146 leikjum með Boumemouth en skoraði aöeins 5 mörk í 18 leikjum með United og var að sex mánuðum liönum seldurtilWestHam. -SK 1972-1977: Tommy Docherty Tommy Docherty keypti 20 leikmenn og borgaði um 114 millj- ónir króna fyrir þá. Bestu kaup: Lou Macari keypti Docherty frá Celtic og borgaði fyr- ir um 19 millj. kr. Docherty þótti einkar lánsamur er hann keypti nýja leikmenn og nægir þar að nefna leikmenn eins og Stuart Pearson, Steve Coppell, Gordon Hill og Jimmy Greenhoff. Lou Macari stóð sig mjög vel í mörg ár með United og stendur fyllilega undir því þegar menn tala um hann sem bestu kaup Dochertys. Verstu kaup: Núverandi fram- kvæmdastjóri Arsenal, George Graham, er þar efstur á listanum. Graham hafði skömmu áður en hann var keyptur til United, verið ein aðal drifljöðrin í tvöfóldum sigri Arsenal í ensku knattspyrn- unni 1971. Menn vonuöust eftir því að Graham myndi hressa verulega upp á miðjuna hjá Un- ited en Graham stóð ekki undir nafni og var seldur til Ports- mouth eftir tvö ár hjá United og aðeins411eik. -SK 1977-1981: Dave Sexton var frekar lítil eyðslukló og keypti 10 leikmenn fyrir um 343 milljónir króna á þremur og hálfu ári sem fram- kvæmdastjóri Bestu kaup: Sexton keypti varnarjaxlinn Kevin Moran árið 1978 frá írska liöinu Pegasus og kaupverðið var aðeins um 560 þúsund krónur. Ótrúlega góö kaup og kaupverð Morans var fljótt að raargfaldast. Moran lék í 9 ár með United og lék alls 231 deildarleik með liöinu og var lengstum með betri leikmönnum liðsins. Leikimir hefðu orðið mun fleiri ef Moran heföi ekki verið mjög óheppinn hvað meiðsli varðar. Verstu kaup: Þar er Gary Birtl- es nefndur til sögunnar en Sexton keypti hann frá Nottingham For- est fyrir um 118 mUljónir króna. Eftir aö hafa skoraö 11 mörk í 57 leikjum íýár United var Bitles seldur aftur til Forest á um 26 milljónir króna og tapaði United því um 92 milljónum króna á kaupunum. -SK 1981-1986: Ron Atkinson Hinn umdeildi Ron Atkinson, sem í dag stýrir liði Aston Villa í úrvalsdeildinni og berst harðri baráttu við United um meistara- titilinn, eyddi um 717 milljónum króna í kaup á 19 leikmönnum á fjórum og hálfu ári sem fram- kvæmdastjóri Man Utd. Bestu kaup: Atkinson keypti vamarmanninn Paul McGrath frá St. Patrick í apríl 1982 á aðeins 2,8 milljónir króna. Undir stjórn Atkinsons varð McGrath einn besti varnarleikmaður Englands. í dag nýtur Atkinson krafta hans hjá Aston Villa. Verstu kaup: Ron Atkinson keypti Alan Brazil frá Tottenham fyrir 66 millj. kr. árið 1984. Hann hafði áður gert góða hluti hjá Ipswich en náöi sér aldrei á strik hjá Tottenham. Brazil átti jafnvel enn dapurlegri daga á Old Trafford og var langt frá því að vera milljón- anna virði. Atkinson gerði nokkrar örvæntingafullar tilraunir til að kaupa leikmenn til United þegar hann fann lykt af meistaratitlinum enþærmistókustflestar. -SK 1986-????: Alex Ferguson Alex Ferguson tók við stjórn- inni hjá Man Utd árið 1986 og hefur vægast sagt verið umdeild- ur yfirmaður á Old Trafford. Eng- inn framkvæmdastjóri hefur haft úr meiri aurum að moða og enn vantar meistaratitilinn á Old Trafford. Ferguson hefur keypt 25 leikmenn frá 1986 og fjárútlátin nálgast tvo milljarða. Bestu kaup: Enginn vafi er á því að Ferguson og United duttu í lukkupottinn er danski niark- vöröurinn Peter Schmeichel var keyptur til félagsins í júlí frá danska hðínu Bröndby á aðeins 52 milljónir króna. Betri kaup er vart hægt að gera í ensku knatt- spyrnunni. Verstu kaup: Alex Ferguson hefur lika_ fest kaup á köttum í sekkjum. í júní 1989 snaraðihann 141 milljón króna á borðið fyrir Neil Webb frá Nottingham For- est. Webb meíddist illa fljÓtlega eftír kaupin og náði aldrei að sýna sitt rétta andht og var ný- verið seldur aftur til ForesL -Sk Framarar hafa ekki efni á að leika í 1. deild Erfið fjárhagsleg staða íþróttafé- laga er alþekkt hér á landi en hitt er sjaldgæfara að peningaskortur- inn sé svo mikill að félag megi helst ekki vinna góða sigra og ná góðum árangri. Þessi staða kann að blasa við leikmönnum í 2. deildarhði Fram í blaki karla þegar nær dreg- ur vori. „Við erum nokkurn veginn ör- uggir með að komast í úrshta- keppnina í 2. deild en alls ekki ör- yggir með að komast upp í 1. deild. Sú staðreynd blasir hins vegar við okkur að ef við komumst í 1. deild höfum við ahs ekki efni á að taka sæti þar,“ sagöi Kristján Már Unn- arsson, einn leikmanna í blakhði Fram, í samtali við DV í gær. „Við höfum ekki verið með þjálf- ara á launum í mörg ár, búningam- ir em orðnir sjö eöa átta ára gaml- ir og sömu sögu er að segja um boltana. Ef við förum upp þá þurf- um við að ráða þjálfara á launum, verða okkur úti um fleiri æfinga- tíma í íþróttahúsum og margt fleira. Við höfum einfaldlega ekki efni á þessu. Það hefur ahtaf verið stefnan hjá okkur að gera ekki meira en við ráðum við og því yrði það mjög óábyrgt fjárhagslega að taka sæti í 1. dehd ef árangur okkar býður upp á það í vor,“ sagði Krist- ján Már. Forráðamenn blakdeildar Fram gera ráð fyrir því að þátttaka í 1. dehd muni kosta um 100-200 þús- und krónur á hvem leikmann hðs- ins og að sögn Kristjáns Más er víðs fjarri að leikmenn ráði við slík útgjöld. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.