Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 31
ú LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 „Við ætlum okkur að skilja," sagði hann dapurlega. „Það er svo mikið að hjá okkur. Við getum ekki talað saman. Kynlífið er í molum. Það er eins og múr eða veggur hafi verið reistur á milli okkar.“ Múrar milli manna Þau sátu hjá lækninum sínum þennan morgun á miðjum þorra. „Við ætlum okkur að skilja," sagði hann dapurlega. „Það er svo mikið að hjá okkur. Við getum ekki talað saman. Kynlífið er í molum. Það er eins og múr eða veggur hafi ver- ið reistur á milli okkar.“ Hún sam- sinnti með þögninni og dustaði ósýnilegt kusk af annarri öxlinni og hnykkti til höfðinu. Læknirinn horfði á þau til skiptis og velti því fyrir sér úr hverj u þessi veggur á milli þeirra hefði verið steyptur. Samkvæmt íslenskri byggingar- hefð eru múrar gerðir úr sementi, vatni og sandi í ákveðnum hlutfoÚ- um. Sama blanda er notuð til að byggja brýr svo að enginn munur er á því byggingarefni sem annars vegar Scuneinar fólk og hins vegar heldur því aðskildu. í manniegum samskiptum er þögn eða orð notuð til að byggja og rífa niður brýr og múra. Með orðum er hægt að halda öðrum fjarri eigin ranni en orðin má líka nota til aö sætta, hugga og bræða frosin hjörtu. Orð geta brú- að gjár og skilið fólk í sundur. Ekki einnveggur heldurtveir í fjölmörgum hjónaviðtölum hafði læknirinn heyrt fólk tala um vegg á milli sín eða djúpa gjá sem skildi það í sundur. „Konan mín skilur mig ekki.“ „Það er veggur á milii okkar.“ „Maðurinn minn er bæði mállaus og heymarlaus!" Norskur fjölskylduráðgjafi skrifaði eitt sinn um þetta. Hann sagði þó að múrinn rniili fólks stæði aldrei einn saman; þeir væru tveir. Slíkir múrar eru eins og ákveðin tegund spegla; hægt er að horfa í gegnum þá úr annarri áttinni en ekki hinni. Fólk sérekki sinn eigin múr en rekur augun í þann vegg sem mót- aðilinn hefur reist í kringum sig. í hjónaerjum hafa báðir aðilar reist sér hallarmúra í kringum kastal- ann sinn enda ólíklegt að fólk berj- ist innan sömu víggirðinga. Oft er Álaeknavaktinrd gott að átta sig á þessum múrum áður en lagt er til atlögu við þau vandamál sem við er að etja. Stund- um hefur konan byggt sinn múr úr endalausum vonbrigðum, ótta, kvíða og beiskju. Hann hefur ein- angrað sig hak við þögn, þumbara- gang, hégómleika, sært stolt, sár- indi og reiði. Á þennan hátt tekst þeim að einangra sig hvort frá öðru og eigin tilfinningum. Hún sér múrana hans, hann sér múrinn sem umlykur hana en hvorugt ger- ir sér grein fyrir eigin mannvirkj- um. Allir múrbyggjendur verða einhvem tíma að ákveða hvort þeir vilja uppgötva það sem falið er bak við eigin virkisveggi. Era menn til- búnir að takast á viö vandamál sem standa djúpum rótum í sálartötr- inu? Era menn tilbúnir að taka til í eigin hallargarði? Rífum niður múra Múrar eiga að gera manninn ósæranlegan. Ekkert getur unnið honum mein. Orð, grátur, sorg, rifrildi og deilur komast ekki yfir múrinn. En veggurinn gerir meira. Hann múrar eiganda sinn inni í eigin heimi. Hann verður einangr- aður, þögull, einmana, fullur af sjálfsvorkunn og beiskju. Þegar rætt er um veggi sem rífa þarf nið- ur í samskiptum fólks verður hver og einn að átta sig á eigin múr og ákveða framtíð hans. Hægt er að rífa hann niður og fjarlægja eða láta hann standa um alla framtíð og bæta stöðugt í hann byggingar- efni. Meðan eigandinn sér ekki sinn eigin múr getur hann einungis beint athygh sinni að múrnum sem umlykur hinn aðilann. Hann getur talað um hann, bölvað honum, njósnað um hann og lýst honum í smáatriðum. En það hrekkur skammt því aö mótaðilinn sér ekki múrinn sinn en fylgist af athygli með þeim veggjum sem umlykja hinn. Best er að byija á því aðrífa niður eigin múr. Við það verða menn auðsæranlegir og opnir fyrir árásum og atlögum. En á sama tíma minnkar einangranin og frelsisþrá vaknar. Menn koma auga á lífið og þær tilfinningar sem bæði eru utan og innan múranna. Einungis dæmdir menn eiga að lifa bak viö múra. En þeir eiga rétt á að komast út eftir einhvem ákveð- inn tíma. Þeir sem dæma sjálfa sig til að lifa bak við eigin múra geta orðið þar innlyksa allt sitt líf og misst af öllu sem gerist utan þeirra. 43 Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn mánudaginn 8. mars kl. 20.30 á Hótel Holiday Inn. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavikur Önfirðingar Árshátíð Önfirðingafélagsins verður haldin laugardaginn 13. mars nk. í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegí 109-111, Reykjavík. Borðhald - skemmtidagskrá - hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Nánar í fréttabréfi. Stjórnin Reykjavík Sumarstarfsmenn óskast til starfa á slökkvistöðinni í Reykjavík. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-28 ára, hafa meirapróf til aksturs og iðnmenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu slökkvistöðvar- innar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 12. mars nk. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Fasteignir til sölu á Akranesi, Vestmannaeyjum og lóð í Keflavík Kauptilboð óskast í eftirtaldar eignir: HAFNARGATA 91, KEFLAVÍK, 3200 m2 lóð með litlum vigtar- skúr á lóðinni. ÞJÓÐBRAUT 1, AKRANESI. Atvinnuhúsnæði, stærð húsnæðis- ins er 187,1 m2. Brunabótamat er kr. 6.536.000. Húsnæðið verð- ur til sýnis í samráði við Svein Garðarsson, sími 93-13244. KIRKJUVEGUR 22, VESTMANNAEVJUM, (Samkomuhús Vest- mannaeyja á mótum Kirkjuvegar og Vestmannabrautar), stærð hússins er 9.275 m3. Brunabótamat er kr. 103.169.000. Húsið verður til sýnis í samráði við Ingvar Sverrisson, fulltrúa sýslu- manns, sími 98-11066. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðilum og á skrif- stofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. 8. mars 1993 í viður- vist viðstaddra bjóðenda. IIUIMKAUPASTOFNUIM RÍKISINS ________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Fasteignir til sölu á Stórólfsvöllum, Hvolhreppi Kauptilboð óskast í eftirtaldar húseignir á Stórólfsvöllum í Hvol- hreppi. Heimilt erað bjóða í hverja eign fyrir sig eða allar saman. Birgðaskemma og verksmiðja, 1688,5 m2, brunabótamat 64.301.000. Timbureiningahús, 130,2 m2, brunabótamat 10.579.000 Verkstæðishús, 306,3 m2, brunabótamat 9.514.000 Vélageymsla, 147,8 m2, brunabótamat 2.890.000 Vörugeymsla, 300,9 m2, brunabótamat 6.883.000 Eignirnar eru til sýnis í samráði við Bergþór Guðjónsson, Hvols- velli, vinnusími 98-78392, heimasími kl. 19-20 98-78243. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og á skrif- stofu vorri. # Tilboðum sé skilað á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þann 10. mars '93 þar sem þau verða opnuð í viður- vist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 1115 Rl YKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.