Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 52
Frjálst,óháð dagblað Veðrið á sunnudag og mánudag: Suðvestan stinningskaldi Á sunnudag verður suðvestankaldi eða stinningskaldi og þokusúld um sunnan og vestanvert landið en annars heldur hægari og þurrt að mestu. Á mánudaginn verður suövestan stinningskaldi eða allhvasst og slydduél um vestanvert landið en annars heldur hægari og þurrt að mestu. Veðrið í dag er á bls. 61 LOKI Ætli þeir séu að undirbúa verðið á bifreiða- tryggingunum? Eignatjónið er metið á fjórða tug milljóna A flmm dögum eða frá sunnudegi til fimmtudags skemmdust á fiórða hundrað bila í umferðaróhöppum á landinu öliu og er fión á þessum bílum metið á fiórða tug milijóna. Þetta kemur fram í tölum sem Samband íslenskra tryggingafé- laga hefur tekið saman en það hef- ur í sainvinnu við Umferðarráð tekið upp þá nýbreytni að birta daglega tölur um alla skemmda bila í umferðinni og það áætlaða fión sem tryggingafélögin þurfa að bera sökum þessa. „Þetta eru auðvitað háar tölur, sérstaklega þegar miðað er við töl- ur sem Umferöarráð hefur hingað til birt yfir umferðaróhöpp. Þær tölur hafa fyrst og fremst byggst á afskiptum lögreglunnar af umferð- ai-óhöppum en þaö segir ekki alla söguna vegna þess aö lögregla hef- ur ekki afskipti af nema broti af árekstrum í umferðinni. Margir gera fiónin upp sín á milli með því að útfylla fiónstilkynningar sem eiga aö vera í öllum bílum. I raun hafa því tölur Umferðar- ráðs sagt ákaflega lítið um þann stórfellda vanda sem við er að efia. Þær tölur, sem við birtum núna frá degi til dags, eru hins vegar raun- veruleg speglun á ástandinu í um- ferðarmálum ísiendinga,“ segir Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdasfióri Sambands íslenskra tryggingaíélaga. Algengast er aö tveir bilar lendi saman í árekstri og því lætur nærri að á þessum fimm dögum liafi orð- ið um 150 árekstrar eða um 30 árekstrar á dag. Þrátt fyrir að þessi tala sé há segir Sigmar að svipaðar tölur og hærri þekkist hjá trygg- ingafélögunum i gegnum tíðina. „Janúarmánuður var mun verri í ár en í fyrra sökum umhleypinga. Það má líka segja að óhöpp síðustu viku hafi verið svona mörg sökum veðurs og hálku enda hafa svona hveliir alltaf áhrif," segir Sigmar. Tryggingafélögin hafa í huga að halda áfram að birta tölur um umferðaróhöpp og fión en aö sögn Sigmars er síðan stefnt að því að Umferöarráð taki við því hlutverki að koma þessum upplýsingum á framfæri. -ból Hallgrímskirkja: Mál verki stolið Stórri vatnslitamynd eftir Karó- línu Lárusdóttur var stolið úr Hall- grímskirkju í morgun. Myndin er metin á 80-100 þúsund krónur. Að sögn Karls Sigurbjömssonar, sóknarprests í Haligrímskirkju, hékk myndin eftir Karólínu í and- dyri kirkjunnar. Myndin sýnir Krist og lærisveinana í grasagarðinum Getsemane. „Þetta er ákaflega faileg mynd og mikill missir fyrir kirkjuna. Það er ömurlegt að vita til þess að svona geti gerst. Maður finnur þó fyrst og fremst til með þeim sem verknaðinn vann,“ sagði Karl. -ból LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1993. Fátt er börnum kærkomnara en skaplegt veður til leikja úti við. Krakkarnir í Hlíðaskóla nýttu sér því góða veðrið í gær til útiveru. DV-mynd Brynjar Gauti Gæsluvarð- 4 haldvegna ofsókna # Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði 35 ára karlmann í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær.að kröfu RLR vegna margvíslegs ónæðis sem hann hefur valdið fiölskyldu einni í langan tíma. Manninum var einnig gert að sæta geðrannsókn. Maður- inn, sem var handtekinn síöasta fimmtudagskvöld, hefur áreitt tvær konur úr fiölskyldunni í alls 18 ár. Hann þekkir konumar ekkert en hefur aöallega ónáðað þær með síma- hótunum. Ónæðið hefur færst í auk- ana undanfamar vikur. Steininn tók úr fyrir skömmu þeg- ar maðurinn réðst inn á heimili full- oröinna hjóna í fiölskyldunni og lagði hendur á þau. í kjölfarið var hann handtekinn og vistaður á geð- deild. Honum var sleppt á fimmtu- daginn og hélt þá áfram uppteknum hætti sem leiddi til handtöku hans á nýjan leik. RLR hefur undir höndum aÚs fimm kæmr frá fiölskyldunni vegna ónæðis sem hún hefur orðið fyrirvegnamannsins. -ból FR ETTA S K O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00 Flexello Vagn- og húsgagnahjól Sudurlandsbraut 10. S. 086499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.