Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL1993
Fréttir_________________________________________________
Kartöflubændur losna viö úreltan matssjóð:
Töldum að sjóðurinn
væri tímaskekkja
- segirHalldórBlöndallandbúnaöarráöherra
„Ráöuneytiö er búið aö taka
ákvörðun um að leggja þennan mats-
sjóð niður og hætta innheimtu í
hann. Við töldum aö hann væri tíma-
skekkja og ég á von á því að það verði
formlega frá því gengið nú í vik-
unni,“ segir Halldór Blöndal land-
búnaðarráðherra.
DV greindi frá því í gær að Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins væri gert
að innheimta 1 prósent af afurða-
verði kartöflubænda í svokallaðan
matssjóö. Sjóðnum var upphaflega
ætlað að standa undir launum yfir-
matsmanns garðávaxta en hefur í
raun verið notaður til að fjármagna
lífeyrisgreiðslur ekkju fyrrum mats-
manns og matsmanns sem látið hef-
ur af störfum.
Þrátt fyrir að ekkert kartöflumat
hafi átt sér stað undanfarin ár hafa
kartöflubændur orðið að greiöa allt
að 9 miRjónir á ári í sjóðinn. Þetta
hefur framleiðendum gramist og síð-
astliðið haust óskaði Framleiðsluráð
eftir því að sjóðurinn yrði lagður nið-
ur. Engin hreyfmg varð hins vegar á
málinu í landbúnaöarráðuneytinu
fyrr en nú.
Aðspuröur vék Halldór sér undan
því að svara spurningunni um hvort
til greina komi að endurgreiða kart-
öflubændum úr sjóönum. Hann
kvaðst ekki þekkja fjárreiður sjóðs-
ins. Eðlilegast væri að Rikisendur-
skoðun kannaði þau mál.
„Það eru miklir peningar sem hið
opinbera og ýmsir aðilar taka til sín.
Það eru miklir pinklar á öllum at-
vinnurekstri í landinu," segir Hall-
dór.
-kaa
Bílvelta:
Áfengiogtóbak
úfi um alltíTröll-
konudal
Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavílc
Flutningabifreið með tengivagn á
leið til Isafjarðar valt á hliðina
skammt innan Hólmavíkur á tíunda
tímanum í gærmorgun, þriðjudag, á
stað sem heitir Tröllkonudalur. Ekki
urðu slys á fólki.
Bifreiðin, sem er að sjá ný, er mik-
ið skemmd og vagninn nær ónýtur.
Innihald hans, fiskumbúðir, en þó
aðallega vörur frá Áfengisverslun
ríkisins, áfengi og tóbak, dreifðist um
nágrennið.
Þetta gerðist skammt frá vatnsinn-
taki Hólmvíkinga og höfðu sumir
viðstaddir á orði að ekki væri útilok-
að að á sumum heimilum á Hólma-
vík myndi notkun vatns til drykkjar
eitthvað aukast á næstu dögum.
Slysagildra
Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík;
Á þeim slóðum sem vöruflutninga-
bifreið með tengivagn frá Ármanni
Leifssyni valt í gær, skammt innan
við Hólmavík, hafa meiri háttar
umferðaróhöpp og slys verið nær
árviss nú um nokkum tíma.
Vegur er þarna bugðóttur, brekkur
og blindhæðir, en á langri leið að
sunnanverðu frá Heydalsá í Kirkju-
bólshreppi er vegurinn beinn, breið-
ur og lagður bundnu slitlagi. Áætlað
var að byggja upp veginn frá Fella-
bökum nú á þessu ári en lokið var
við áfanga á þessari leið í nóvember
sl. að veginum í Kálfanesflóa.
Bifreiðin er mikið skemmd og vagninn nær ónýtur. Innihald hans, fiskumbúðir, en þó aðallega vörur frá Afengis-
verslun ríkisins, áfengi og tóbak, dreifðist um nágrennið. DV-mynd Guðfinnur
Útflutnlngur á íslensku hugviti:
Smíða færanlegt frysti-
hús fyrir Rússa
Rússneskt útgerðarfyrirtæki á
Kamtsjatka hefur samið við íslenska
fyrirtækið Icemac um kaup á frysti-
húsi fyrir mn 200 milljónir króna.
„Stefnt er að því að bygging frysti-
hússins hefjist innan mánaðar hér í
Reykjavík og það verður byggt al-
gjörlega frá A til Ö. Frystihúsið verð-
ur með öllum þeim tækjum sem eru
til staðar í frystihúsi en framleiðslu-
kerfið verður í gámum sem verða
um borð í stórum verksmiðjutogara
sem heitir Novaya Kakhovka," sagði
Reynir Amþórsson, stjómarformað-
ur fyrirtækisins Icemac í Reykjavík,
í samtali við DV.
„Vinnslukerfið er byggt upp þann-
ig að mögulegt verður að taka kerfið
niður á skömmum tíma og færa það
í land ef eigendunum sýnist svo.
Hugmynd um verkefni af þessu
tagi hefur komið fram áður. Jens
Valdimarsson, sem var kunnugt um
hana, var á ferö úti á Kamtsjatka-
skaga á vegum Útflutningsráðs ís-
lands fyrir skömmu. Þarlend fyrir-
tæki höfðu átt í verulegum vandræð-
um með að byggja upp slíkt kerfi
sjálf. Það sem stóð í veginum hjá
þeim var hversu erfitt var með alla
aðdrætti. Framkvæmdir höfðu dreg-
ist í það óendanlega og í vandræðum
sínum sneru þeir sér að okkur. Mörg
önnur lönd höfðu reynt að næla í
þetta verkefni en við getum gert þetta
ódýrar en aðrir og buðum þar að
auki mjög stuttan afgreiðslutíma.
Við ætlum að klára þetta verkefni á
um það bil sex mánuðum.
Ein meginástæðan fyrir því að okk-
ur tekst að halda verðinu niðri er að
við erum með þetta í gámum sem
hlýtur að teljast ódýr kostur. Tilboð
okkar hljóðar upp á um 200 milljónir
og ef okkur tekst vel upp er það mik-
il auglýsing fyrir ísland. Við gætum
verið að markaðssetja þarna íslensk-
ar vörur sem er gott mál. Þessir
markaöir eru að opnast og það er um
að gera fyrir okkur íslendinga að
verða fyrstir á staðinn því annars
kemur einhver annar í okkar stað,“
sagði Reynir.
-ÍS
Stuttar fréttir dv
listirá
**--.
ivorpuirssiooum
Framkværadir munu hefiast
viö Listamiðstöðina á Korpúlfs
stöðum í ár. í ár veröur varið 150
milljónum til verksins en áætlað
er að heildarkostnaöurinn verði
um 1,4 milljarðar.
R’amkvæmdár stöðvaðar
Framkvæmdir við brúargerð í
Elliðaárdal verða stöðvaðar í dag
að kröfu Bygginganofndar
Reykjavíkur. Halldór Blöndal
samgönguráöherra segir þetta
sæta furðu því brúargerð sé ekki
byggingaframkvæmd heldur
vegagerð. Ríkislögmaður vinnur |
að álitsgerð um máiið.
Dýrírtollar
Aukist ekki salan á saltfiski i
Evrópu gæti það valdið íslensk-
um framleiðendum allt að þriggja
milljarða tekjutapi. Mbl. hefur
eftir Magnúsi Gunnarssyni,
stjórnarmanni SÍF, að hinir háu
tollar i Evrópu muni kosta fram-
leiðendur um 1,2 milljaröa.
Rekstrarkostnaður íslenskra
innlánsstofnana er mun hærri en
í nágrannalöndunum. Starfs-
maimakostnaðurinn hefur vcrið
um helmingí hærri enn annars
staðar. Að mati Hagfræðistofn-
unar Háskólans gæti einkavæð-
ing ríkisbanka skilað meiri hag-
ræðingu en erlend samkeppni.
Vinnandi makar
Um 58% atvinnulausra eru í
hjúskap og 75% þeirra eiga maka
sem stundar Jaunaða vinnu. Um
10% þeirra eiga maka sem einnig
er atvinnulaus. Þetta kemur fram
í nýrri könnun Félagsvísinda-
stofnunar Háskólans.
Afgangur af skiptum
Um 1,3 milljarða afgangur varð
af vöruskiptum viö útlönd fyrstu
tvo mánuði ársins. Út voru fluttar
vörur fyrir 11,9 milljarða en inn
fyrir io,6 milljafða.
Kristilegurflokkur
Stofnun nýs kristilegs stjórn-
málaflokks veröur kjmnt á morg-
un. Alþýðublaðið hefur eftir
Árna Birni Guðjónssyni aö bibl-
ían segi til um hvernig leysa megi
ýmis dægurmál.
ustu í heimi að mati lesenda
fransks frímerkjatímarits. Póst-
og símamálastjóri tekm- við verð-
launum í París í dag vegna þessa.
RÚV greindi ffá þessu.
OferfiðKinareið
Daninn Steen Gees Christensen
hefur hætt þátttöku i Kinareið-
inni miklu á íslenskum hestum.
Ástæðan mun hafa verið hversu
erfið reiðin er en hestarnir eru
nú komnir til Þýskalands. Einn
af lifvörðum dönsku drottningar-
innar mun setjast í hnakk Steens.
Mbl. greinir frá þessu.
Launalækkun samþykkt
BæjarfulJtrúar á Sauöárkróki
hafa ákveðið að lækka nefndar-
Jaun hjá bænum um 10%. Talið
er að það spari bæjarsjóði um 800
þúsund krónur á árinu. Þá mun
húsaleiga hjá starfsmönnum bæj-
arins hækka um 25%. Alþýðu-
blaðið greinir frá þessu.
Verðhækkun á skinnum
Svört minkaskimi seldust á
20% hærra verðí á uppboði í
Kaupmannahöfn í gær en á upp-
boði i febrúar. í boði voru 800
þúsund skinn. Samkvæmt frétt
RÚV mn málið var þetta meiri
hækkun en búist var við.
-kaa