Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 Útlönd gegn Noregi Ákveöiö er að leggja fram fram- varp í bandaríska fulltróaþing- inu um viðskiptaþvinganir gegn Noregi vegna hvalveiða þeirra á þessu vori. Frumvarpíð kemur fram eftir mánaðamótin. Þaö er þingmaöurinn Peter DeFazio írá Oregon sem vill að allar þjóöir sem ekki fara að sam- þykktum Alþjóöahvalveiðiráös- ins sæti refsingum. Svíarviljafrið Svíar vilja fa frið til að skjóta bimi eftir inngöngu í Evrópu- bandalagið. Þar vilja friðunar- sinnar vernda bimina og leggja lif þeirra aö jöfiiu viö líf hvala. Norðmenn segja aö þetta sé hvalamál Svia og best fýrir þáað hætta gagnrýni á hvalveiðar. NTB Stuttarfréttir Viðrædureftir40ár Sijómvöld í Kína og á Tævan hafa tekið upp viöræöur um bætta sambúð og efnahagssam- vinnu. Kalt hefur veriö milli ríkj- anna í rúm 40 ár. Rabin, forsætisráðherra ísra- els, segir reiöubúinn að gefa eftir í viöræöunum við araba ef þeir gera það líka. ísraelskir hermenn særöu 57 palestínumenn skotsámm á Gazasvæöinu i gær. írakarrannsakaðir Bandaríkjastjórn vill aö stofn- uö verði sérstök rannsóknar- nefnd til að kanna glæpi í írak. Flugmenn kaerðir Flugraenn indversku farþega- þotunnar, sem fórst í fyrradag, veröa kærðir fyrir aö valda dauða 56 manna. Biðja um vaxtalækkun Stjóm Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins biöur Þjóöverja aö lækka þjá sér vextina. Kreppir að hjá Könum Samdráttur varð í efnahagslifi í Bandarikjunum á fyrsta fjórð- ungi þessa árs eftir hagvöxt á síð- asta ári. Jeltsínhefursókn Aðstoöarmenn Borís Jeltsíns segja aö hann sé nú i sókn gegn gömlu kommúnistunum. FÍeirliíffundiitíWaeo Lögreglan í Waco i Texas hefur fundið enn fleiri lik á búgarði Davids Koresh. Lögganvillmeirivöld Breska lögreglan vill meiri völd til að berjast við IRA. Annaðlrf bankastjóra Attali, bankastjóri h)á Evr- ópska þróunarbankanum, fær annað tækifærí til að koma reglu á stjórn bankans. uronreKsiri mounæR Um 90 Norðmenn mótmæltu 1 Björgvin í gær hugmyndum um aö vfsa fólki frá Kosovo úr landi. Beuter og NTB Hart deilt á Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, í nýrri bók: Gro Harlem grét til að ræna völdunum - segir flokksbróðir hennar og fnQyrðir að hún hafi notað sér dauða sonar síns „Gro vissi hvað hún var að gera. Hún hafði skipulagt allt nákvæmlega og henni tókst þaö sem hún ætlaði sér. Hún náði öllum völdum í flokkn- um og knésetti Rune Gerhardsen, helsta keppinaut sinn,“ segir Inge Staldvik, þingmaður verkamanna- flokksins norska, í nýrri bók um valdabaráttuna í flokknum. í bókinni er fullyrt að Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hafi grátið í ræðustól á landsfundi Verka- mannaflokksins um áramótin í þeim tilgangi að kæfa alla andstöðu við Gro Harlem i þung á brún. sig, sérstaklega hvað varöaði inn- gönguna í Evrópubandalagið, og slá vopnin úr höndum andstæðinga sinna. Staldvik kallar þetta valdarán og hefur sagt sig úr flokknum. í frægri ræðu á fundinum sagði Gro af sér formennsku í flokknum og bar við að hún hefði orðiö fyrir alvarlegu áfalli þegar sonur hennar framdi sjálfsmorð. Gro flutti þessi orð sín grátandi og norska þjóðin stóð á öndinni. Enginn andmælti henni á fundinum eftir ræðuna. Þingmenn Verkamannaflokkins hafa brugðist ókvæða við fullyrðing- um Staldvik og þar fer Rune Ger- hardsen, sonur Einars Gerhcirdsen, fremstur í flokki. Hann er almennt talinn líklegasti arftaki Gro Harlem. Gerhardsen segir að hann hafl ekki orðið var við yfirgang og segir að skoðun Staldvik sé í hæsta máta ó- smekkleg. Staldvik segir aö Gro Harlem stjórni flokknum eins og einræðis- herra og hafi um sig hirð jábræðra sem einir fái að segja skoöun sína. NTB „Ég vil að ykkur líði eins og mér,“ kallar tékklenska listakonan Jane Sterback þetta listaverk sem nú er til sýnis í Barcelona á Spáni. Verkið er kjóll búinn til úr kjöti og má því segja að fyrirsætan, sem verður að bera herleg- heitin, sé holdi klædd. Hún er ekki i holdinu nema meðan sýningin er opin. Simamynd Reuter Króatar þurrkuðu út heilar fjölskyldur íslamstrúarmanna Þrír léttir breskir skriðdrekar æddu upp bratta fjallshlið í Bosníu í gær í leit að leyniskyttu sem hóf skot- hríð á hermenn sem voru að fjar- lægja brenndar líkamsleifar ísl- amskrar fjölskyldu sem hafði verið myrt á heimili sínu í þorpinu Ahmici. „Viö skulum jafna um þessa þijóta," sagði Bob Stewart ofursti, yfirmaður bresku friðargæslulið- anna í í bænum Vitez, þegar hann skiaði skriðdrekunum að ráðast til atlögu. Hann sagöi síðar að sést hefði til leyniskyttunnar en hún hefði trúlega komist undan í skóglendinu. Bresku hermennirnir hleyptu ekki af skoti. Útvarp íslamstrúarmanna í Bosníu sagði að sveitir Króata hefðu þurrk- aö út heilu fjölskyldumar í Ahmici íslamskar konur horfa upp á þorp sitt brenna í átökum Króata og ísl- amstrúarmanna. Sfmamynd Reuter í síðustu viku. Bosniu-Serbar létu sér ekki segjast í gær og hófu árás í norðvesturhluta Bosníu þar sem íslamstrúarmenn ráða ríkjum, daginn eftir að þeir höfnuðu friðaráætlunum SÞ og hert- ar refsiaðgerðir gegn júgóslavneska sambandsríkinu gengu í gildi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ráð- færði sig við leiðtoga demókrata og repúblikana í þinginu um hvað Bandaríkin gætu tekið til bragðs í Bosníu. Warren Christopher utanríkisráð- herra hafði áður sagt að Bandaríkin mundu aðeins beita flughemum og þá með þeim skilyrðum að almenn- ingur styddi aðgerðirnar og líklegt væriaðþærbæmárangur. Reuter Gafstuppáað róa aleinn yfir Kyrrahafið Breski ræðarinn Peter Bird sem ætlar sér að verða fyrstur til að róa fram og til baka yfir Kyrra- hafið varð aö lcggja árar i bát þegar hann haföi farið aðeins sjö mílur. Að sögn talsmanns hans var um aö kenna miklum mót- vincLi. Bird er nú í Vladivostok í Rúss- landi þaöan sem hann ætlar að róa til San Francisco. Hann mun reyna aí'tur þegar vindar verða hagstæðir. írakarætluðuað myrða George BushíKúveit Stjórnvöld í Kúveit skýrðu frá því í gær að útsendarar íraks- stjóraar heföu ætlað aö myrða George Bush, fyrrum Banda- ríkjaforseta, þegar hann var á ferð um Persaflóaríkin fyrr í mánuðin- um. Bush sagði að honum hefði aldrei fundist sér vera ógnað. Vamarmálaráðherra Kúveit sagði að bíll hlaðinn sprengiefni hefði fúndist hjá sautján manna hópi. Fjórtán þeirra vora hand- teknir áður en Bush kom til Kú- veit. kjósasjálfstæði fráEþíópíu Eritrea hlaut sjálfstæði frá Eþí- ópíu í gær eftir aö landsmenn greiddu nær allir atkvæði með sjálfstæði landsíns í kosningum undir yfirstjóm Sameinuðu þjóð- anna. Yfirmaöur eftirlitsnefndar SÞ í Erítreu lýsti því yfir að kosning- amar hefðu verið frjálsar og að hann féllist á niðurstöðuna, Upplýsingaraálaráðherra Eþí- ópíu sem var í Asmara, höfuð- borg Erítreu, þegar úrslitin voru kynnt í gær sagði að stjóm sin féllist á og myndi virða ákvörðun erítreísku þjóðarinnar um sjálf- stæði. Formleg yfirlýsing um sjálf- stæði Erítreu verður gefin út þann 24. maí. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.