Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 13 Neytendur Sviðsljós A meðal þess sem finna má á tilboði hjá stórverslununum er kjöt, kaffi, kex, þvottaefni, sjampó og servíettur, svo eitthvað sé nefnt. lTi;! r M»-:r:Kc — i. 11, i m ii i--w»wyTS3i T Nemendurnir sungu strumpasöngva fyrir bæjarbúa. DV-mynd Sigurgeir Sveinsson Strumpar á Akranesi Sértilboð og afsláttur: Kjöt og hrein- lætisvörur Stórverslanimar bjóða upp á mik- ið og íjölbreytt vöruúrval á tilboðs- verði að þessu sinni. Bónus Sértilboðin hjá Bónusi gilda frá fimmtudegi til laugardags. A tilboðs- verði er Ariel Color þvottaefni, 2,8 kíló, á 799 krónur, Arow videospólur, 5 stk., á 1477 krónur, spagettí, 1 kíló, á 75 krónur og Eldorado tómatar á 27 krónur. Þá er Viscount kex á 87 krónur og Ömmu pitsa á 279 krónur. Kjöt og fiskur Á helgartilboði hjá Kjöti og fiski í Mjódd er svínabógur á 569 krónur kílóið, kafii, 500 g, á 165 krónur, Frón matarkex á 115 krónur og Nova sjampó og næring á 79 krónur. Lítr- inn af Sun glory appelsínusafa er á 85 krónur og Sun glory eplasafi er á 89 krónur. Þá eru níu rúllur af kló- settpappír á 224 krónur og fjórar rúll- ur á 99 krónur. Fjarðarkaup Tilboðin í Fjarðarkaupum gilda þar til um miðja næstu viku og ef til vill lengur. Á tilboðinu er að finna Brillo baðhreinsi á 287 krónur, Brillo ofna- hreinsi á 172 krónur, Brillo stálull, 5 stk., á 59 krónur en 10 stk., á 106 krónur. Þá er !4 lítri af Vírex salem- ishreinsi á 157 krónur, Neskafii, 100 g, á 225 krónur en 200 g á 429 krón- ur. Sértilboð er á fimmtudag og föstu- dag á nautalundum eða 1794 krónur kílóið. Mikligarður Hamborgarar era á sértilboði hjá Miklagarði en þar fást 4 stk. með brauði á 246 krónur. Þá er kattasand- ur, 11,3 kíló, á 247 krónur, servíettur, 300 stk., á 146 krónur og þvottaefni, 1,4 kíló, á 165 krónurf I Miklagarði er veittur 3% staðgreiðsluafsláttur. Sigurgeir Sveinasan, DV, Akranesi: Sá siöur virðist vera í flestum fram- haldsskólum landsins að útskriftar- nemar dimiteri á síðustu kennslu- dögum. Útskriftamemar Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi gerðu einmitt þetta á dögunum en þeir Landsmót íslenskra bamakóra Landsmót íslenskra barnakóra var haldið i Laugardalshöll fyrir skömmu. Kórarnir komu víða að en langflestir voru þó frá höfuðborgarsvæðinu. DV-mynd GVA buðu starfsfólki skólans og kennur- um upp á morgunverð kl. 6 og þrem- ur klukkustundum seinna gengu nemendumir í gegnum allan bæinn í stmmpalíki og sungu strumpa- söngva áður en hinn formlegi skóla- dagur hófst. Góð ráð varð- andi matseld Hér á eftir fara nokkur góð ráð varðandi matseld. Dæmin era fengin úr handbókinni 500 hollráð, handbók heimilisins, sem hefur að geyma snjallar lausnir á ýmsum hversdags- legum vandamálum. Egg Ef smágat er gert á báða enda eggs- ins gegnum skum og himnu er engin hætta á að það springi í suðunni. Við þetta má nota títupijón eða eggjanál úr plasti. Mun auðveldara er að taka skumina af harðsoðnu eggi ef því er stungið í kalt vatn eða haldið undir köldu rennandi vatni. Svo ekki sjóði upp úr Þegar soðið er spagettí, mjólk o.þ.h., sem gjaman sýður upp úr, er smurt svolitlu smjöri eða matarolíu innan á barm skaftpottsins, u.þ.b. 1 cm niður. Þá er engin hætta á að upp úr sjóði. Blómkál Blómkálið soðnar fyrr ef djúpur kross er skorinn í stilkinn. Suðutími á heilt kálhöfuð er 10-15 mínútur en aðeins 5-10 mínútur sé það sundur- skorið. Gúrkur Gúrkur verða mjög óspennandi þegar þær linast en auðvelt er að komast hjá því vandamáli. Skerið annan endann af gúrkunni og stingið henni niður í vatn. Áöur en langt um líður verður hún aftur stinn og ásjá- leg. Topp 40 á morgun Á hverjum fimmtudegi er listi yfir 40 vinsælustu lög íslands birtur í DV. Um kvöldið kl. 20-23 kynnir Jón Axel Ölafsson stöðu lagana á Bylgjunni. Topp 40 vinnsla Islenski listinn er unninn í samvinnu DV, Bylgjunnar og Coca-Cola á Islandi. Mikill fjöldi fólks tekur þátt í að velja íslenska listann í hverri' viku. Yfirumsjón og handrit eru í höndum Ágústs Héðinssonar, framkvæmd í höndum starfsfólks DV og tæknivinnsla fyrir útvarp er unnin af Þorsteini Ás- geirssyni. Topp 40 hverri viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.