Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
25
Fress tapaðist
úr Skipasundi og er eymamerkt. Ef einhver hefur séð
Gulbröndótt fress tapaðist frá Skipasundi kisa eða veit hvar hann er niðurkominn,
47 fyrir ca mánuði. Það var með hálsól Þá vmsamlegast hringið í síma 814863.
Tilkyimingar
Fornsala Fornleifs í
nýtt húsnæði
Fomsala Fomleifs, sem hefur verið að
Hverfisgötu 84 til nokkurra ára, flutti
nýlega að Laugavegi 20b í stærra og betra
húsnæði. Fomsalan flytur inn breskar
antikvörur og leggur áherslu á failega
gamla muni á góðu verði. Eigendur versl-
unarinnar em Guðrún María Finnboga-
dóttir og Óskar Þórisson.
Ferðaráðgjafar útskrifast
Ferðamálaskóla íslands var slitið í annað
sinn 2. apríl sl. Að þessu sinni útskrifuð-
ust 16 nemendur frá skólanum sem ferða-
ráðgjafar. Námið er alls 600 stundir og
er viðurkennt af Félagi ísl. feröaskrifstfa
sem markviss og raunhæfur undirbún-
ingur til starfa á ferðaskrifstofum. í lok
skólaárs gengust nemendur undir alþjóð-
legt 1ATA/UFTAA próf sem er viður-
kennt af flugfélögum og ferðaskrifstofum
um allan heim, og veitir alþjóðleg rétt-
indi. Aðalkennarar við skólann em þau
Pétur Bjömsson og Inga Erlingsdóttir. í
maí mun skólinn bjóða fólki utan höfuð-
borgársvæðisins upp á nám í innlendri
ferðaþjónustu og auk þess verður boðið
upp á 3 kvölda námskeið fyrir þá sem
hafa hug á að ferðast erlendis á eigin
vegum, svokailað „Flug og bíll“.
Ársrit Flugmódel-
félagsins Þyts
Ársrit Flugmódelfélagsins Þyts er komið
út. í blaðinu er umfjöllun um flugmódel
og ailt sem viðkemur þvi sporti. Útgef-
andi blaðsins er Flugmódelfélagið Þytur
og ritstjóri Ingólfúr Jónsson. Blaðið ligg-
ur frammi í Tómstundahúsinu og RC
módel.
O.A. samtökin
Eigir þú við ofátsvanda að stríða þá em
upplýsingar um fundi O.A. samtakanna
í síma 91-25533.
Markaðsdagur Lions
á Lækjartorgi
Lionsklúbburinn Víðarr heldur mark-
aðsdag á Lækjartorgi sunnudaginn 13.
júni 1993. Tilgangurinn er að afla Qár til
styrktar starfsemi Stfgamóta, en það em
samtök sen aðstoða fómarlömb kynferð-
isofbeldis. Tekið verður á móti munum
milli ki. 13 og 17 alla laugardaga á ann-
arri hæð í Hafnarhúsinu og svarað í síma
627777 á sama tíma. Einnig verða hlutir
sóttir.
Heilsunudd í Laugardalslaug
Tekið hefur til starfa heilsunuddstofa í
Laugardalslaug í ábyrgð og umsjón
Tryggva Hákonarsonar. Tryggvi hefur
áður starfað við Suvretta Hause í St.
Moritz. Opið á sama tima og sundlaugin.
Pantanasími 34039.
Leiðbeiningastöð heimilanna
Kvenfélagasamband íslands rekur Leið-
beiningastöð heimilanna þar sem gefnar
em upplýsingar um gæðakannanir á
heimilistækjum og ýmsum þeim áhöld-
um er nota þarf við heimilishald. Enn-
fremur em gefnar upplýsingar um þrif,
þvotta, hreinsun efna og allt sem lýtur
að manneldi og matargerð. Leiðbeminga-
stöðin er til húsa í Kvennaheimilmu
Hallveigarstöðum og er opin alla daga
kl. 9-17.
Listhúsið í Laugardal:
Lifandi útivera
Jöklaferðir, stangaveiði, siglingar,
heilsuferöir, bændagisting og aðrir
skemmtilegir ferðamöguleikar um
ísland verða á ferðakynningunni Lif-
andi útivera í Listhúsinu í Laugardal
helgina 24. tíg 25. aprti. Á ferðakynn-
ingunni gefst íbúum höfuðborgar-
svæðisins tækifæri til að kanna þá
fjölbreytni sem býðst í ferðum um
landið, allt frá Hafnarfirði til Vest-
fjarða. Meðal annars verða kynntar
sigbngar á gúmmíbátum niður
Hvítá, útreiðartúrar, feijusigbngar,
sérstæðir gistimöguleikar og skoð-
unarferðir. Ferðakynningin verður
opin frá kl. 10-20 á laugardag og frá
kl. 10-18 á sunnudag.
\(IB )í
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stórasviðiðkl. 20.00.
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon.
Þýðing og staðfærsla: Þórarinn Eldjárn.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikmynd og búningar: Hlin Gunnars-
dóttir.
Leikstjórn: Asko Sarkola.
Leikendur: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
ðrn Árnason, Tinna Gunnlaugsdóttir,
Pálmi Gestsson, Ólafia Hrönn Jónsdóttlr,
Sigurður Sigurjónsson, Ingvar E. Sig-
urösson, Halldóra Björnsdóttir, Randver
Þorláksson og Þórey Slgþórsdóttir.
Frumsýnlng fös. 30. april kl. 20.00., fáein
sæti laus.
2. sýn. sun. 215,3. sýn. fös. 7/5,4. sýn.
fim. 13/5,5. sýn. sun. 16/5.
MY FAIR LADY söngleikur
eftir Lerner og Loeve.
Lau. 1/5, nokkur sæti laus, lau., 8/5, fáeln
sæt) laus, fös. 14/5, lau. 15/5.
Ath. Sýningum lýkur i vor.
MENNINGARVERÐLAUNDV 1993
HAFIÐ eftir Ólaf Hauk
Símonarson.
Aukasýnlngar sun. 9/5 og mlðvd. 12/5.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir
Thorbjörn Egner.
Sun. 9/5 kl. 14.00, uppselt, sun. 16/5 kl.
13.00, örfá sæti laus (ath. breyttan sýn-
ingartima), fimmtud. 20/5 kl. 14.00.
Litlasviðiðkl. 20.30.
STUND GAUPUNNAR eftir
Per Oiov Enquist.
Lau. 8/5, sun. 9/5, miðvd. 12/5.
Síðustu sýningar.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn
eftir að sýning hefst.
Smíðaverkstæðið kl. 20.00.
STRÆTI eftir Jim Cartwright.
Sun. 2/5 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningar-
tíma), þrl. 4/5 kl. 20.00, mið. 5/5 kl. 20.00,
fim.6/5 kl. 20.00.
Allra síðustu sýningar.
Ath. að sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning hefst.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Aðgöngumiðar greiöist viku fyrir sýningu
ellaseldiröðrum.
Miðasala Þjóðlelkhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13-18 og fram
að sýningu sýnlngardaga.
Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i sima
11200.
Greiðslukortaþj. - Græna línan 996160.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Þjóðleikhúsið -góða skemmtun.
LEIKFELÁG
REYKJAVÍKUR
Aí
Stóra sviðið:
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren
Tónlist: Sebastian.
Lau. 1/5, sun. 2/5, næstsiðasta sýning, fáein
sæti laus, sun. 9/5, siðasta sýning, fáein
sæti laus.
Miðaverð kr. 1.100, sama verðfyrir börn
og fullorðna.
Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort,
Ronju-bolir o.fl.
Stórasviðkl. 20.00.
TARTUFFE ensk leikgerð á verki
Moliére.
Fáar sýningar eftir.
Lau. 1/5, lau. 8/5.
Coppelía
íslenski dansflokkurinn.
Uppsetning:
Eva Evdokimova.
Sunnud. 2/5 kl. 20.00.
Laugard. 8/5 kl. 14.00.
Siðustu sýningar.
Litlasvlð kl. 20.00.
DAUÐINN OG STÚLKAN eftir
Ariel Dorfman
Fimmtud. 29/4, föstud. 30/4, laugard. 115.
GJAFAKORT, GJAFAKORT
ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF!
Miðasalan er opin aila daga frá kl.
14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir i sima 680680 alla virka
dagafrá ki. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta -
Faxnúmer 680383.
Leikhúslínan, sími 991015.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem
dögum fyrir sýn.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús.
leikLi’starskóli íslands
Nemenda
leikhúsið
'.INDARBÆ simi 21971
PELIKANINN
eftir A.Strindberg.
Leikstjóri: Kaisa Korhonen. Aðstoö-
arleikstjóri: Bára Lyngdal Magnús-
dóttir.
Leikmynda- og búningahönnuður:
Sari Salmela.
Ljósahönnuður: Esa Kyllönen.
Frumsýning 1/5 kl. 20.00, uppseit.
2. sýn. 3/5 kl. 20.00, uppselt.
3. sýn. 6/5 kl. 20.00.
Hótel Loftleiðir:
Hver á - hver má?
Ráðstefna um landnýtingu og al-
mannarétt verður haldin á laugar-
daginn á Hótel Loftieiðum. Yfirskrift
hennar er Hver á - hver má? og þeir
sem standa aö ráðstefnunni eru
Landvemd, Skotveiðifélag íslands,
Landssamband stangaveiðifélaga,
Ferðafélag íslands og Stéttarsam-
band bænda. Ráðstefnan hefst kl. 9
með setningu og ávarpi umhverfis-
ráðherra. Að því búnu verður fjallað
um þróun laga og ný viðhorf tti al-
mannaréttar, kröfur til landnota -
árekstra og hvað sé til ráða.
Tónleikar
Burtfarartónleikar
Burtfarartónleikar Magneu Tómasdóttur
verða haldnir í Norræna húsinu fimmtu-
daginn 29. apríl kl. 20.30. Magnea er nem-
andi í Tóniistarskólanum á Seltjamar-
nesi og er kennari hennar Unnur Jens-
dóttir. Magnea hefur þegar hlotið inn-
töku í Trinity Collage of Music í London
og mun hefja þar nám næsta haust. Á
efnisskránni eru aríur og ljóð frá ýmsum
löndum og ýmsum tímum tónlistarsög-
unnar auk nokkurra af perlum íslenskra
söngbókmennta. Viihelmina Ólafsdóttir
píanóleikari er meðleikari Magneu. Að-
gangur er ókeypis.
Drengjakór Laugarneskirkju
Fimmtudaginn 29. apríl mun Drengjakór
Laugameskirkju halda lokatónleika
starfsársins í Laugameskirkju og hefjast
þeir kl. 20. Á hveiju ári lýkur kórinn
formlegu vetrarstarfi sínu á þennan hátt.
Kórinn mun flytja ýmis verk, bæði and-
leg og veraldleg, þeirra á meðal negra-
sálma. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill. Þann 1. mai mun kórinn fara í
skemmti- og söngferð til Vestmannaeyja.
Þar mun kórinn syngja við messu í
Landakirkju sunnudaginn 2. mai og að
auki endurflytja lokatónleika sína kl.
14.30. Drengjakór Laugameskirkju er
eini starfandi drengjakórinn á íslandi.
Ráðstefnur
Konur og reykingar
Krabbameinsfélag Reykjavíkur stendur
fyrir opinni ráðstefnu um konur og reyk-
ingar á reyklausa daginn, fimmtudaginn
29. apríl nk., kl. 14-17. Ráðstefnan verður
haldin í Gyllta salnum á Hótel Borg. Ráð-
stefnugjald er kr. 900 og greiðist við inn-
ganginn. Ráðstefnugögn og veitingar em
innifalin. Skráning þátttakenda fer fram
hjá Krabbameinsfélaginu, s. 621414.
Leikhús
Leikfélag Akureyrar
^ít&uvbhxkzcxx
Óperetta
Tónlist
Johann Strauss
Föstud. 30.4. kl. 20.30. Uppselt.
Laugard. 1.5. kl. 20.30. Uppselt.
Sunnud. 2.5. kl. 20.30.
Föstud. 7.5. kl. 20.30. Örfá sæti laus.
Laugard. 8.5. kl. 20.30. Uppselt.
Föstud. 14.5. kl. 20.30.
Laugard. 15.5. kl. 20.30.
Miðvlkud. 19.5. kl. 20.30.
Miðasala er í Samkomuhúsinu,
Hafnarstræti 57, alla virka daga kl.
14 til 18 og sýningardaga fram að sýn-
ingu.
Símsvari fyrir miðapantanir allan
sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Simi i miðasölu:
(96) 24073.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__liiii
cSardasfurst/íijan
eftir Emmerich Kálmán.
Föstudaginn 30. april kl. 20.00.,
örfá sæti laus.
Laugardaginn 1. mai kl. 20.00.,
örfá sæti laus.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Miöasalan er opin frá kl.
15.00-19.00 daglega en til kl.
20.00 sýningardaga. SÍM111475.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
LEIKHÚSLÍNAN 99-1015.
Pyrirlestrar
Umhirða garða
Nú, þegar sumarið er í nánd, fara garð-
eigendur væntanlega að huga að görðum
sínum. Fimmtudagskvöldið 29. apríl kl.
20 mun félagsmiðstöðin Hólmasel í Selja-
hverfi standa fyrir fyrirlestri í umhirðu
garöa fyrir íbúa Seljahverfis. Fyrirlesari
verður garöyrkjumeistarinn Jón Júlíus
Einarsson og mun hann fjalla um um-
hirðu grasflata og trjáa. Effir fyrirlestur-
inn gefst þátttakendum kostur á að koma
með fyrirspumir og í samvinnu við Selja-
safn Borgarbókasafnsins munu bækur
og tímarit um garða liggja frammi. Að-
gangseyrir kr. 200. Fyrirlesturinn er öll-
um opinn.
Fundir
Digranesprestakall
Kirkjufélagsfundur verður í safnaöar-
heimilinu, Bjamhólastig 26, fimmtudag-
inn 29. apríl kl. 20.30. Sr. Þorvaldur Karl
Helgason kemur á fundinn og segir frá
fj ölsky lduþj ónustu kirkjunnar. Rætt
verður um sumarferðalagið. Kafiiveit-
ingar og að lokum helgistund.
Fræðslufundur um
barnaliðagikt
Giktarfélag íslands heldur fræðslufund
um bamaliðagikt fimmtudagskvöldið 29.
apríl kl. 20.30 í A-sal Hótel Sögu (gengið
inn að norðanverðu). Fundurinn er eink-
um hugsaður fyrir ungt fólk með gikt og
aðstandendur þess, sem og bama. Erindi
flytja Helgi Jónsson giktlæknir og Jón
Kristinsson bamalæknir. Fyrirspumir
og umræður á eftir. Allir velkomnir með-
an húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Vinafélag Blindrabóka-
safns íslands
Stofnfundur miövikudaginn 28. apríl kl.
20.30 í Gyllta salnum á Hótel Borg, suður-
dyr. AUt áhugafólk velkomiö.