Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 Fréttir Fiskiðjan og Skagfirðingur á Sauðárkróki: Dæmi um hvað næst með sameiningu og hagræðingu - fyrirtækið skilaði 46 milljóna króna hagnaði á síðasta ári mmj?'Þar sem krePPunni er gefið langt nef — Fiskiðjan/ Skagfirðingur, Sauðárkróki— Allar tölur eru í milljónum króna 2000 1600 1200 800 400 o Heildarvelta og hagnaður | Heildarvelta mms Hagnaður s ™ Heildareignir og eigið fé □ Heildareignir e=a Eigið fé 1990 1991 1992 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Ég held að það sé óhætt að segja að sú sameining fyrirtækja sem átt hefur sér stað hjá okkur hafi tekist mjög vel og sé í rauninni mjög gott dæmi um það hvað hægt er að gera með því að sameina fyrirtæki og hag- ræða í rekstri," segir Ingimar Jóns- son, fjármálastjóri Fiskiðjunnar og Skagfirðings á Sauðárkróki. Fyrirtækiö er eitt fárra í sjávarút- vegi sem skiluðu hagnaöi á s.l. ári og hefur verið á góöri uppleið síðustu árin. Fiskiðja Sauðárkróks var stofn- uð árið 1955 og Skagfirðingur árið 1989. Skagfirðingur keypti þá togar- ana Hegranes SK 2 og Skafta SK 3 af Útgerðarfélagi Skagfirðinga sem var komið í greiösluþrot. Jafnframt keypti Skagfirðingur hf. togarann Skagfirðing SK 4 af Fiskiðjunni. Þannig rekur Skagfirðingur hf. 3 ís- fisktogara. Fiskiðjan rekur frystihús á Hofsósi og frystihús, saltfisk- og skreiðarverkun á Sauðárkróki, og fyrirtækin eru rekin sem ein heild. Hagræðing og sparnaður Fiskiðjan er alfarið í eigu Kaupfé- lags Skagfiröinga og hún á um 50% í Skagfiröingi hf. Félögin eru rekin sem um eitt félag væri að ræða, með nánast sömu stjórn og framkvæmda- stjóm. Á þann hátt hefur náðst fram veruleg hagræðing og spamaður. Framkvæmdastj óri frá árinu 1988 er Einar Svansson og fjármálastjóri frá sama tíma Ingimar Jónsson. í yfir- stjóm fyrirtækisins em 7-8 manns eða um helmingur þess sem áður var. Heildar starfsmannafiöldi er um 280 manns og launakostnaður um 400 milljónir. Á síðasta ári var heildarvelta fyrir- tækjanna tæplega 1,7 milljarður króna. Rekstrartekjur vom rúmlega 1,5 milljarður, framlegö 306 milfiónir og hagnaður tæplega 46 milfiónir. Veltufé frá rekstri var 190 milljónir. Heildareignir eru rúmlega 1,8 millj- arður og eigið fé nemur um 617,5 milfiónum króna. Nettóskuldir fyrir- tækjanna em um 8oo milfiónir króna. Hver eining beri sig „Við lítum á þetta sem eitt félag og rekum þau þannig, þótt í rauninni sé um tvö hlutafélög að ræða. Það hefur sína kosti og útgerðin verður þá að spjara sig. Við höfum lagt á þaö mikla áherslu að ná viðunandi fram- legð í útgerðinni og aö hver eining innan fyrirtækjanna beri sig og sé hver annarri óháö.“ - Er gert nógu mikið að því í sjáv- arútveginum að hagræða og sameina fyrirtæki? „Það hefur verið gert mjög mikið í því að hagræða á síðustu áratugum en þaö virðist því miður ekki skila sér til fyrirtækjanna. Þar em ýmsar ástæður s.s. vaxtamálin, en við búum við hæstu raunvexti sem þekkjast. Og öllum er kunnugt um hrun þorsk- stofnsins undanfarin ár.“ - Og er ekki einn hluturinn sá að fyrirtækjunum er mjög misvel stjórnað? „Ég held aö lykilatriðið í góðum rekstri sé mjög mikið aðhald og spar- semi og við höfum beitt okkur í þeim hlutum án þess að hefta skynsamleg- ar fiárfestingar og breytingar sem skila árangri. Fjárfestingamar verða að skila sér nyög hratt til baka til þess að þær séu réttlætanlegar. Við tefium að það sé ekki forsvaranlegt að fiárfesta í sjávarútvegi án þess að fiárfestingin skili sér t.d. á innan við 5 ámm.“ Eigiðféum 33% Eiginfiárstaða Fiskiðjunnar Skag- firðings er rúmlega 30% sem telst gott í sjávarútvegi. Ingimar segir að efnahagsleg staða fyrirtækisins sé þokkalega viðunandi miðað við að- stæður í sjávarútveginum og það hvemig ástandiö var fyrir um þrem- ur ámm í Skagafirði. „En það er ekki spuming að rekstr- araðstæður frá áramótum hafa versnað mikið. Afurðaverð hefur verið að lækka á öllum mörkuðum og við finnum fyrir því eins og aðrir. Tiðarfar hefur líka verið mjög erfitt og aflabrögð léleg. Reksturinn hefur því verið erfiður og við stefnum í taprekstur miöað við þijá fyrstu mánuði ársins. Því miður virðist það staðreynd að þau fyrirtæki sem voru að sýna einhvem hagnað á síðasta ári em komin í tap núna, a.m.k. á það viö um okkur,“ segir Ingimar. Frumvarp um skaðabótalög fljót- lega til annavrar umræðu „Frumvarp til nýrra laga um varaformaður allsheijarnefndar. ar umræðu. Það er góð samstaða skaðabætur vegna slysa er í loka- „Ég reikna með aö vinnslunni fiúki um fmmvarpið í þingnefndinni. vinnslu í allsherjamefnd Alþing- á fundinum á fimmtudag og fmm- -GHS is,“ segir Sigbjöm Gunnarsson, varpið fari þá inn á þing til annarr- Lagadeild: Þrír sækja um prófessorsstöðu Þrír umsækjendur em um prófess- og Sigurður Gizurarson, sýslumaður orsstöðu í fiármunarétti í lagadeild á Akranesi. Háskóla íslands. Umsækjendumir Niðurstöðu er aö vænta með haust- em Þorgeir Örlygsson, settur pró- inu. fessor, doktor Gunnar Jónsson hdl. -IBS í dag mælir Dagfari Verkalýðshreyfingin er farin að sjá eftir því að hafa ekki samþykkt til- lögur ríkissfiómarinnar um kjara- samninga. Að vísu hefur Guð- mundur jaki fyrirvara og segist ekki semja neitt en aðrir verkalýðs- foringjar hafa lagt að jakanum að semja og segja að ef hann semji ekki verði ekki samiö neitt og það sé betra fyrir hann aö hafa samn- inga heldur en enga samninga, jafnvel þótt ekkert standi í þeim samningum. Hættan er sem sagt sú að verka- lýðsforingjamir segi við ríkis- stjómina að verkalýðshreyfingin vifii senfia eins og ríkisstjómin lagði til. Þetta er hættulegt fyrir ríkisstjómina vegna þess að þaö er haft fyrir satt að ríkisstjómin hafi spilaö út tillögum sínum einfald- lega vegna þess að hún var nokkuð viss um að verkalýðshreyfingin myndi ekki samþykkja þær. Ríkis- stjómin telur tiUögur sínar of dýr- ar og ganga of langt og hefði senni- lega aldrei samþykkt aö leggja þær til nema vera viss um að verkalýðs- hreyfingin biti ekki á agnið. Nú er sem sagt sú hætta fyrir hendi að verkalýðshreyfingunni snúist hugur. Þess vegna hefur Davíð forsætisráðherra haft þann Samið eða ekki samið fyrirvara að tillögurnar sem verka- lýðshreyfingin hafnaði séu ekki lengur tillögur ríkisstjómarinnar ef ske kynni aö verkalýðshreyfing- in færi að asnast til aö vera með því sem hún var á móti í upphafi og taka ríkisstjómina á oröinu. Sú staða getur með öðrum orðum komið upp að verkalýðshreyfingin vUji samþykkja tillögur ríkis- stjórnarinnar sem ríkisstjórnin getur ekki samþykkt vegna þess aö hennar tiUögur em ekki lengur hennar tiUögur. Þar með verða tiUögur ríkis- stjórnarinnar þær tiUögur sem rík- isstjórnin getur ekki samþykkt og þannig munu hugsanlega kjara- samningar fara út um þúfur vegna þess að ríkisstjómin getur ekki samþykkt sínar eigin tiUögur. Hinsvegar mun verkalýðshreyf- ingin leggja áherslu á að þær tiUög- ur sem hún hafnaði veröi sam- þykktar. Mun þá verkalýðshreyf- ingin leggja kapp á að tiUögur sem hún var á móti verði samþykktar og þannig verði hún með því sem hún var á móti og ríkisstjórnin á móti því sem hún var með. AUt getur þetta auvðitað endað með því að verkalýðshreyfingin blási til verkfaUa til að knýja fram lausn á kjaradeUu á þeirri forsendu að tiUögur sem hún hafnaði verði samþykktar og ríkisstjómin gangi að sínum eigin tíllögum. Guömundur jaki er eina von rík- isstjómarinnar. Ef Gumundur J. Guömundsson situr við sinn keip verður ekkert samið og ríkisstjóm- in getur andað léttar yfir því að verkalýðshreyfingin samþykkti ekki þær tiUögur sem hún var á móti og ríkisstjómin hafði lagt fram. Nú era haldnir leynifundir á bak við tjöldin þar sem verkalýðs- foringjar leggja hart að Guðmundi að vera með tiUögunum sem verka- lýðshreyfingin var á móti og ráð- herrar senda sína menn á Guð- mund tU að vera með því að vera á móti því sem þeir voru með. Þeir ráöleggja honum aö standa fast á sínu til að ríkisstjómin þurfi ekki að standa við tiUögur sínar. Guðmundur J er á móti þessari ríkisstjóm. Dagsbrúnarmenn vilja fá meira fyrir sinn snúð. Sameigin- lega hafa þeir komist að þeirri nið- urstöðu að ríkisstjómin þurfi að fara frá. Guðmundur og Dagsbrún skilja hinsvegar ekki að ríkis- stjórnin hefur mestu vandræði af því að hennar eigin tUlögur verði samþykktar og þess vegna er Dags- brún að hjálpa ríkisstjóminni með því aö vera á móti sínum eigin til- lögum. Ríkisstjómin lifir sem sagt á því að verkalýðshreyfingin verði ekki nógu skynsöm til að sam- þykkja tiUögur sem hún var á móti af því hún var með tiUögum sem hún í rauninni var andvíg í trausti þess að þær tillögur yrðu felldar. Slagurinn stendur um þetta. Ráð- herrarnir era logandi hræddir. Verkalýösforingjamir eru logandi hræddir. Guðmundur jaki er log- andi hræddur og allir era þeir hræddir við að tUlögumar verði afgreiddar eins og þeir sjálfir höfðu lagt til. Samningsstaðan hefur versnað að því leyti að þeir vijja ekki lengur það sem þeir vUdu fyrst með því að vera með því sem þeir vora á móti. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.