Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 24
24
MIÐVÍKÚDAGUR 28. ÁPRÍL 1993
Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
Mjög vel með farinn Suzuki Swift, GL,
4x4, árg. ’91, ekinn 68 þús. km, sumar-
og vetrardekk, útvarp/segulband,
ásett verð 800.000, fæst á 700.000 stað-
greitt. Upplýsingar í síma 96-26690,
milli kl. 10 og 16 og eftir kl. 18 í síma
96-27267. Hlynur.
Skráning i Borgardekk-torfæruna
laugardaginn 8. maí ’93 fer fram í sím-
um 91-674811 og 91-674590 eða fax
91-674596 dagana 27. apríl til 4. maí
milli kl. 10 og 15 alla daga.
Jeppaklúbbur Reykjavíkur.
■ Tilkynningar
@1 Stillmg
SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 97
Bilamiölun, Borgartúni 1, s. 91-11090.
Ford F 350, 4x4, dísil, turíio ’89, 4 dyra,
m/öllu, Ford Econoline 150, 4x4 ’87,
44" dekk, allur læstur, innréttaður, 8
cyl. og Ford Econoline 250 ’91, 4x4,
innréttaður, ek. 6 þús., loftlæsingar,
loran, breyttur fyrir 2 millj., nýr bíll.
STÖÐVUM BÍLINN
eff viö þurffum aö
tala í ffarsímann!
nlx™
Porche 944, árg. ’88, til sölu, ekinn 63
þús. km, vínrauður, toppeintak. Til
sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur,
sími 91-678888.
Tfmarlt fyrlr alla
á nœsta sölustað • Askriftarsimi 63-27-00
1. Hringdu í síma 99 1993.
2. Þar velurðu 1 til að heyra upplýsingar um
DV, 2 til að heyra upplýsingar um Danska
og 3 til að taka þátt í leiknum.
3. Þú heyrir þrjár spurningar, sem tengjast
Danmörku, og við hverri þeirra eru gefnir þrír
svarmöguleikar. Spurningunum svarar þú með
því að ýta á 1, 2 eða 3 á símanum.
4. Svarir þú þremur spurningunum rétt lest þú
inn nafn, heimilisfang og símanúmer.
Nöfn þeirra sem svara spurningunum rétt
fara í sérstakan pott og í hverri viku er
dregið út nafn eins gáfumanns sem hlýtur
Danmerkurreisu fyrir tvo í verðlaun. Nafn
vinningshafa hverrar viku er birt í
Ferðablaði DV á mánudögum..
Verð aðeins 39,90 kr. mínútan.
Góða skemmtun!
DV efnir til skemmtilegs símaleiks sem hefst kl. 12 á
hádegi 21. apríl og lýkur kl. 12 á hádegi 7. maí. Þar átt þú
möguleika á að vinna fjögurra daga ferð fyrir tvo í
danska vorið.
•Tii d
Fréttir
Framkvæmdir í fjölskyldugarðinum í Laugardal eru i fullum gangi. Myndin
er tekin úr 11 metra útsýnisturni á svæðinu. Turninn er uppi á hól og sést
úr honum yffir allan Laugardalinn.
DV-mynd GVA
Fjólskyldugarðurinn
opnaður í júní
Nú styttist óðum í að Reykvíkingar
geti notið útiveru og skemmtunar í
fjölskyldugarðinum í Laugardal.
Framkvæmdir eru í fullum gangi og
er stefnt að því að garðurinn verði
opnaður almenningi seinni hluta
júnímánaðar.
Fjölskyldugarðurinn er hannaður
af Þórólíi Jónssyni landslagsarkitekt
sem kveðst hafa reynt að tengja hann
við þjóðlega arfmn. „Þarna verða
víkingavellir, þingstaður og naust.
Það verður líka hægt að bregða sér
í ýmsa leiki að fornmannasið," segir
Þórólfur.
Á stórri tjörn í garðinum verður
víkingaskip við festar. Eftir tjörninni
er um 100 metra löng bryggja. Oðrum
megin við hana verður höfn fyrir
fjarstýrða báta en hinum megin
verða hafðir litlir bátar sem hægt
verður að sigla á.
Ungir og aldnir gestir fjölskyldu-
garðsins geta einnig leikið sér með
fjarstýrða bíla, ekið um í rafmagns-
bílum og torfærubílum og hjólum og
auk þess notið umferðarfræðslu.
Yfirbyggð grillaðstaða verður fyrir
almenning og í lítilli verslun á svæð-
inu verður til sölu grillmatur.
Aðgangseyrir að fjölskyldugaröin-
um hefur ekki verið ákveðinn en
miðað er við að aðgöngumiðinn gildi
íölltækinásvæðinu. -IBS
Kratafundur á Akranesi:
Niðurfelling
krókaleyf a féll í
grýttan jarðveg
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi:
„Sjávarútvegurinn stendur
frammi fyrir miklum vandamálum á
þessum samdráttartímum og skulda-
staða sjávarútvegs á íslandi er hrika-
leg. Um næstsíðustu áramót var hún
um 93 milljarðar króna - núna er hún
110 milljarðar," sagði Þröstur Ólafs-
son, annar formaður tvíhöfðanefnd-
arinnar, þegar hann gerði grein fyrir
niðurstöðum nefndarinnar á fundi
flokksstjómar Alþýðuflokksins sem
haldinn var á Akranesi 24. apríl.
„Það er nauðsynlegt að stjórna
fiskveiðum vegna þess að frjálsar
veiðar leiða til óhagkvæmni og of-
veiði. Það verður að takmarka sókn-
ina í auðlindina á einn eða annan
hátt og niðurstaða nefndarinnar var
sú að af þeim aöferðum sem menn
hafa verið að nota er aflamarkskerfið
best. Aflamarkskerfið sjálft kemst
næst þeim markmiöum sem menn
hafa sett sér sem er að stjóma ágangi
í auðlindirnar og ná fram hag-
kvæmni í útgerð og vinnslu. Afla-
markskerfið er hagkvæmast hvað
það snertir og vegna þess að það veit-
ir sæmilega stöðuga vinnslu í landi.
Þá komum við að því að menn segja
að þetta kerfi flytji til svo miklar
eignir og það er jú hætta á því að
öflug fynrtæki eins og til dæmis
Grandi, ÚA, Fiskiöjan, Síldarvinnsl-
an og Haraldur Böðvarson safni að
sér veiðiheimildum. Við aiþýðu-
flokksmennimir í nefndinni vildum
taka inn í þetta eitthvert aflahlut-
deildarhámark en okkur tókst það
ekki. Ég sjálfur hef taliö að eitt fyrir-
Þröstur Ólafsson á fundinum á Akra-
nesi. DV-mynd Sigurgeir
tæki eigi ekki að eignast meiri afla-
hlutdeild en sem nemur 7-8%,“ sagði
Þröstur
Ein af niðurstöðum nefndarinnar
er að leggja niður krókaleyfi og er
óhætt að segja aö sú niðurstaða
nefndarinnar hafi fallið í grýttan
jarðveg á þessum fundi sem og marg-
ar aðrar niðurstöður nefndarinnar.
í viðtali sagði Össur Skarphéðins-
son, þingflokksformaður Alþýðu-
flokksins, að hann efaðist um að
þingmeirihluti væri fyrir tiilögum
tvíhöfðanefndarinnar.