Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL1993 Utlönd stöðvar Rússa Stjórnvöld í Eistlandi fórufram á þaö viö alþjóöastofhanir i gær að þrýsta á Rússa um að leyfa eistneskum umhverfissérfræö- ingum að skoöa rússneskar her- stöövar. Andred Tarand umhverfisráö- herra sagði á fundi meö frétta- mönnum að rússneskar hersveit- ir í Eystrasaltsiöndunum heföu ekki leyft að kanna hugsanlega mengun. Eistneskir embættis- menn hafa t.d. ekki fengið að kanna rússneskt kjarnorkuver í Paldiski á strönd Finnlandsflóa. Umhverflssérfræðingar segja að mlklu magni úrgangs hafi hugsanlega verið hent í sjóinn viö herstöðvarnar í Paldiski. Ciampaívand- ræðummeð sfjórnarmyndun Carlo Azeglio Ciampi, sem hefur verið til- nefndur for- sætisráöherra ftalíu, varö fyr- ir áfalli viö stjórnarraynd- unartilraunir sínar í gær þegar Mario Segni, einn helsti umbótasinni iandsins, hafnaöi ráöherrastól. Vandræöi Ciampis féllu þó nær alveg í skuggann fyrir þeirri ákvöröun nefndar öldungadeild- ar þingsins aö svipta Giulio Andreotti, fyrrum forsætisráð- herra, þinghelgi svo hægt verði að lögsækia hann fyrir meint tengsl við mafiuna. Andreotti ber af sér allar sakir og segir að mafían sé aö ná fram heíhdum. LikuráaðTex- asbúarfáiað berafalinvopn Þingmenn í fulltrúadeild fylkis- þingsins í Texas samþykktu í gær frumvarp sem heimilar Texasbú- um að bera falin vopn, 122 árum eftir aö slíkt var síöast bannað. Frumvarpiö gerir ráö fyrir aö þeir sem orðnir séu 21 árs og hafi ekki hlotið refsidóm síðast- liðin flmm ár megi hafa vopn inn- anklæða á ákveðnum stöðum, standíst þeir próf í meöferð skot- vopna. Frumvarpið hefur valdið mikl- um deflum í Texas sem hefur orö á sér fyrir aö vera uppfullt af byssum og tilsvarandi ofbeldi. Texas var þannig eina fylkið í Bandaríkíunum þar sem fleiri létust af skotsárum en í bíislysum árið 1991. Frumvarpið fer nú fyr- ir öldungadeild Texasþings en jafhvel þótt það veröi samþykkt þar mun Ann Richards fylkis- stjóri beita neitunarvaldi. Líf nóbelþegans íBurmaekki lengur í hæftu Líf Aung San Suu Kyi, leiö- toga sljómar- andstöðunnar í Burma og handhafa friö- arverðlauna nóbels fyrir ár- iö 1991, sem stjómvöld í heimalandi hennar halda i stofufangelsi er ekki Ieng- ur í hættu þar sem hún er farin að boröa eðiilega. Eiginmaður hennar, Michael Aris, sagði í nóvember að hún hafnaði öllum stuðningi stjóra- valda, meira aö segja mat. Reuter Díana prinsessa kom mjög á óvart i gær þegar hún lýsti skoðunum sínum á orsökum lystarstols og eru orð henn- ar túlkuð á þann veg að sambúðin með Karli prins hafi verið að leggja hana í gröfina. Prinsessan þjáðist af þessum sjúkdómi um árabil en hefur nú náð sér. Simamynd Reuter Díana prinsessa staöfestir sögur um lystarstol: Veiktist við að búa með Karli - talaði undir rós um „óbærilegar aöstæður í lifmu“ Bretar vilja vita hvað Díana prins- esa átti við þegar hún talaði um „óbærilegar aðstæöur í lífinu" á ráö- stefnu um lystarstol í Lundúnum í gær. Hún sagði aö sjúkdóminn mætti rekja til vítahrings sem fólk lenti í þegar það kæmist í slíkar aðstæður. Sjálf hefur hún þjáöst af lystarstoli þótt hún hafi ekki áður komist nær að viðurkenna þaö opinberlega. í Bretlandi hallast menn að því að Díana hafi verið að lýsa hjónaband- inu með Karli prins þegar hún valdi orð sín. Þau verði ekki túlkuð á ann- an veg en þann að sambúðin við prinsinn hafi verið svo óbærileg að hún hafi beinlínis veikst. Díana og Karl skildu að borði og sæng á síðasta ári. Eftir þaö hefur Díana verið öfl hin hressasta og til þess er tekið hvað hún er frískleg. Þetta styöur enn frekar grun manna Hlutur Karls prins er nú enn verri en áöur og öllum Ijóst að hann og Diana taka ekki saman á ný. um að hún hafi verið illa á vegi stödd andlega eftir tíu ára hjónband með ríkisarfa Breta. Lystarstol er flokkað með geðræn- um sjúkdómum og veldur því að sjúkhngurinn fær ógeð á öflum mat og veslast upp og deyr ef ekkert er að gert. í nýlegri bók um Díönu er fullyrt að hún hafi þjáðst af þessum sjúkdómi um árabil. Díana þótti óhæfilega grönn fyrir fáum árum. í máh sínu í gær sagði Díana að orsakanna fyrir sjúkdómnum væri einnig að leita í erfiðri æsku. Enn þykir mönnum sem hún hafi talað út frá eigin reynslu því foreldrar hennar skildu þegar hún var ungl- ingur og eftir það ólst hún upp hjá fóður sínum, Spencer heitnum jarh, og stjúpu. Mjög grunnt var á hinu góða milli stjúpunnar og Díönu. Reuter Breytingar í vændum hjá knattspymulandsliöi Færeyja: Þjálf arinn hættir vegna ósigra Jems Dalsgaard, DV, Færeyjum; íslendingurinn Páll Guðlaugsson hefur ákveðið að hætta að þjálfa landslið Færeyja í knattspymu. Ástæðan fyrir þessu er slakt gengi liðsins í siðustu leikjum og raunar allt frá sigrinum góöa yfir Austurrík- ismönnum í Svíþjóö. Þá var efnt til þjóðhátíðar í Færeyj- um og ákveðið að leggja í dýrar fram- kvæmdir við aö koma upp gjaldgeng- um knattspymuvelli fyrir landsleiki enda ófært aö leika heimaleikina í útlöndum. Nú síðast biðu Færeyingar lægri hlut fyrir Kýpurbúum en skoruðu þó eina markið til þessa í Evrópu- keppni landshða. Liðið hefur fengiö á sig 22 mörk. Sagt er aö Færeyingar séu manna Páll Guðlaugsson, landsliðsþjálfari í Færeyjum, fagnar sigrinum yfir Austurrikismönnum. Nú vill hann hætta meö liðið vegna tiðra ósigra. vinsælastir á Kýpur því landslið þar- lendra hefur ekki átt sigrum að fagna gegn öðrum þjóðum síðustu misser- in. Færeyingum er nú aö verða ljóst að þeir eiga vart mannval til að halda úti landsliði sem getur att kappi við lið stórþjóðanna. Ekki eru þó uppi áform um að leggja landshðið niður þótt nokkuð hafi dregiö úr trú manna á glæsta sigra. Framganga landshðsins varð til þess að auka trú Færeyinga á sjálfa sig og menn voru almennt bjartsýnni á framtíðina eftir aö stórveldi urðu að lúta í lægra haldi fyrir smáþjóð- inni á kanttspumuveliinum. Páli Guðlaugssyni er m.a. þakkað- ur þessi árangur þótt ævintýrið end- ist ekki eins lengi og vonir stóðu til í fyrstu. Japanskurráð- herravararvið hvalamergð Masami Tanabu, sjávarútvegs- ráöherra Japans, var greinilega ergilegur vegna vaxandi þrýst- ings á Japani um að hætta hval- veiðum þegar hann sagði í gær aö menn ættu ekki að leggja of mikía áherslu á hvalavemd. — >3f við verndum þá of mikið verða höfin að lokum full af hvöl- um,“ sagði Tanabu við frétta- menn. Ársfundur Alþjóða hvalveiði- ráðsins hefst í Ky oto í Japan þann 10. maí næstkomandi og þar kann að verða lagt hart að Japönum að leggja niður hvalveiðar sínar. Evrð-Disney leit- arnýsfjáreftir sfórtapívetur Mikið tap varð á rekstri skemmtigarðs Disneyfélags- ins i Frakk- landi í vetur, fyrsta veturinn sem hann starfaði. Fyrir- tækið leitar nú nýs fjármagns til að styrkja stöðu sina. Búist er við umtalsverðu tapi á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur 30. sept- ernber. Tapiö þrjá síðustu mánuði fyrra árs og þrjá fyrstu mánuöi þessa árs nam um tólf milljörðum ís- lenskra króna. Fyrirtækið kennir lélegri nýt- ingu gistihúsa sinna í og við skemmtigarðinn um tapið. Nýt- ingin var aðeins 37 prósent á áð- uraefndu sex mánaða tímabili. Mannætum stungið í stein- inníAfríku Þrjár konur í Afríkuríkinu Ffla- beinsströndinni sem viöur- kenndu að vera bæði mannætur og galdrakerlingar voru nýlega dæmdar til fimm ára betrunar- húsvistar. Dagblaðið Ivoir Soir hefur það eftir dómskjölum að konumar hafi lagt fjórar manneskjur sér til munns, þar á meðal son einnar þeirra. Konurnar koma frá afskekktu þorpi 600 kflómetra fyrir norðan höfuðborgina Abifljan. Þær voru handteknar eftir að unglingur í þorpinu varð sóttdauöur. Tvær kvennanna voru þá sakaðar um að hafa banað honum með göldr- um. Önnur þeirra kvartaöi und- an rógburðmum við lögregluna en játaði um leið að hafa borðað lík piltsins. Útlendur matur verðursenná borðum Dana Björa Westh, landbúnaðar- ráðherra Dan- merkur, reikn- ar meðaðbrátt verði útlendur matur á borð- um danskra neytenda vegna vinnudeilunnar í slátur- húsum landsins. „Vinnudeilan hefur afleiðingar og það verða deiluaðilar að taka með í reikninginn,“ sagði ráö- herrann í Lúxemborg í gær. „Við búum við innri markaðinn þar sem innflutningur matvæla írá útlöndum er leyfilegur." Danskar verslanakeðjur eiga vörabirgðir til flórtán daga og Danir munu því ekki svelta. Reuter og Ritzuu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.