Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 dv Fjölmiðlar Ætti bet- urheima í útvarpi Sjónvarpsþáttur Kristínar Á. Ólafsdóttur, „Hvað viltu vita?“ lauk vetrargöngu sinni I gær- kvöldi. Að þessu sinni var tekin fyrir ekki minni spurning en hvað tæki við eftir dauðann. KaU- aðir voru til leiks lærðir menn og leitór til þess að fjalla um þetta efni. Aðallega þó laerðir. Það vill verða einkenni á þátt- um sem þessum að menn verða feikilega háfleygir og vilja koma því til skiia að þeir sé nú vel lesn- ir í fræðunum. Þar með gleymist að þátturinn er ætlaður venju- legu fóltó, en ektó „fræðingum". Þetta var helsti ljóðurinn á þætt- inum í gær. Ektó fékkst neinn stóri sann- leikur staðfestur þar enda ekki við því að búast. En víst brennur þessi spuming á mörgun og um- fjöilun því af hinu góða svo fremi sem hún er heiðarleg. Stjórnandinn komst vel frá sinu. Honum hefur tekist aö láta þessa þætti renna vel í vetur og það er ágætlega af sér vikiö, þeg- ar svo margir þátttakendur eiga í hlut hverju sinni. Hins vegar er þeirri spurningu ósvarað, hvers vegna þættir af þessu tagi séu í sjónvarpi en ektó útvarpi. Þama gerist ekkert sem kæmist ekki til stóla í útvarpi. Brestó sakamálamyndaflokk- urinn, „Hver kyssti dóttur skytt- unnar?“ rann eínnig sitt skeið á enda í gær. Þetta var spennandi flétta sem endaöi auðvitað á allt annan hátt en grandalausir áhorfendur höfðu gert ráð fyrir. Þannig eiga þættir af jtessu tagi að vera. Jóhanna S. Sigþórsdóttir Andlát Halldóra Ásmundsdóttir, áður til heimilis á Lindargötu 52, Reykjavík, lést á dvalarheimih aldraðra í Selja- hlið, Reykjavik, mánudaginn 26. apríl. Margrét Stefánsdóttir frá Kleyfum, Gilsfirði, Grandavegi 47, Reykjavík, lést í Landspítalanum að kvöldi dags, 26. apríl. Gunnar Pétursson lést af slysforum í Jóhannesarborg þann 26. apríl. Ólafur Eiríksson, Yrsufelli 11, andað- ist í Borgarspítalanum mánudaginn 26. apríl. Jarðarfarir Bjöm Guðmundsson, kaupmaður í versluninni Brynju, Hverfisgötu 46, verður jarðsunginn frá Dómtórkj- unni fimmtudaginn 29. apríl tó. 13.30. Áslaug Þórólfsdóttir, Blönduhlíð 4, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fóstudaginn 30. apríl tó. 13.30. Guðrún Alda Sigmundsdóttir, Hjalla- vegi 42, Reykjavík, sem lést 20. apríl sL, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 29. apríl kl. 13.30. Ingibjörg Jónsdóttir, Stónstad, Fjeld, Nord-Odal, Noregi, er látin. Jarðar- forin fer fram frá Mo kirkju í Noregi fimmtudaginn 29. apríl tó. 13 að norskum tíma. Arthur L. Rose lést þann 20. apríl í sjúkrahúsi í Jacksonville. Jarðarfor- in fór fram 23. apríl. Fjóla Kristjánsdóttir, Tómasarhaga 28, sem lést 21. aríl, verður jarðsung- in frá Fossvogskapellu fimmtudag- inn 29. apríl kl. 15. Gísli Ármann Einarsson, Engjavegi 3, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 25. apríl. Jarðarfórin fer fram fóstudaginn 30. aprfi í Fossvogs- kirkju tó. 15. 27 Ol992 bv Kiofl Fealures Syndcal«!TK^vöfídTighín«servIí7 ©KFS/Distr. BULLS Ég sagði ekki að þau væru óaðskiljanleg . __________heldur óþolandi. ________________ Lalli og Lína Spakmæli Þar sem Ijósið er skærast er skugginn dýpstur. Goethe. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 23. apríl til 29. apríl 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Ar- bæjarapóteki, Hraunbæ 102b, sími 674200. Auk þess verður varsla í Laugar- nesapóteki, Kirkjuteigi 21, sími 38331, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12, Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aöra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, HafnarQörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki-til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt íækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæöingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaöasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn tslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn tslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavik, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. \ Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavik, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál aö stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Liflinan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Vísir fyrir 50 árum Miðvikudagur 28. apríl: Vertíðin í lakasta lagi víðast hvar. Gæftaleysi sjaldan meira. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 29. april. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Láttu það ekki koma þér á óvart að þú hafir verið notaður. Þú mátt ekki vera of eftilátssamur. Sinntu eigin hagsmunum þínum. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Láttu ekki blekkja þig með hálfsannleik eða skýringum sem stand- ast ekki. Þú skalt kreQast staðreyna og að farið verði að óskum þínum. Þú eignast nýja vini. Hrúturinn (21. mars-19. april): Þaö má búast við einhverjum átökum í dag. Leystu þó þau vanda- mál áður en þú gengur til náða. Elia eykst vandinn. Þú færð frétt- ir sem vekja siðferðilegar spurningar. Nautið (20. april-20. mai): Þú hefur meiri áhuga á því sem er að gerast núna en því sem gerast mun í fr amtíðinni. Þú frestar því ákvörðunum. Happatölur eru 2,13 og 35. Tviburarnir (21. mai-21. júní): Góð framkoma þín skapar traust og gerir þig að sjálfkjömum sáttasemjara. Vertu viðbúinn því að þurfa að hughreysta aðra. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Óraunsæi gagnvart öðm fólki er ríkjandi. Því er erfitt að komast að niðurstöðu. Náist ekki samkomulag skaltu vera viðbúinn að taka á málum einn. Ljónið (23. júlí-22. ágúst); Ýmislegt er misvisandi. Reyndu sjálfúr að komast að kjama máls- ins. Líklegt er að þú fáir hrós fyrir aðgerðir þínar. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ert í einhverjum vafa um afstöðu þína. Hikaðu ekki við að ræða málin við þann sem þú treystir. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þér gengur vel að eiga við fólk sem er ólíkt þér í skapi, lífsafstöðu og trú. Gættu þess að halda því leyndu sem þú vilt ekki að aðrir komist í. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Gerðu upp hug þinn. Einhver er að reyna að hafa áhrif á þig, e.t.v. í gegnum þriðja aðila. Segðu öðrum meiningu þína. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Gættu orða þinna. Ummæli þín kunna að vera hermd upp á þig síðar. Það kann aö reynast óþægilegt. Þú færð aðstoð ákveöins aðila. Happatölur era 6,17 og 32. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú heyrir eitthvað óvænt. Undrastu þó ekki það sem kann að viröast óvenjulegt. Málin fara aftur í eðlilegt horf í kvöld. St]öm \ý stjömuspá á hverjum degi. Hringdu! 39.90 u. mínúuin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.