Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Blaðsíða 32
F R É.T T A S K O >5 • T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá.í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskri ft - Dreifing: Sími 632700 MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1993. Kvótaftnmvarpið: Ágreiningur í stjórnarflokk* unum stöðvar frumvarpið Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráöherra ákvað í gærkvöldi að fresta eða jafnvel hætta við að leggja frum- varpið um stjómun fiskveiða fyrir Alþingi að þessu sinni. Hann segir að fyrirvarar Össurar Skarphéðins- sonar, formanns þingflokks Alþýðu- flokksins, séu ástæðan. „Þetta er fyrirsláttur í Þorsteini. Hann hefur lengi vitað um mína af- stöðu og fyrirvara viö skerðingu á krókaveiðunum sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Sannleikurinn er sá að það eru miklu fleirl stjómarþing- k menn úr báðum flokkunum með fyr- irvara við frumvarpið," sagði Össur Skarphéðinsson. Til stóð að leggja þetta framvarp fram á næstu dögum, gera þinghlé í næstu viku en að Alþingi kæmi svo saman í lok maí og afgreiddi frum- varpið. Nú er búist við að þinglok verði í næstu viku. -S.dór Kj arasamningar: Óskað ef tir samningum án þátttöku Dagsbrúnar Benedikt Davíðsson ræddi í gær við Davíð Oddsson forsætisráðherra um möguleika á að semja um ríkisstjórn- arpakkann án þátttöku Dagsbrúnar sem hefur alfarið hafnað honum. Þá ræddu samningamenn ASÍ einnig við samningamenn Vinnuveitendasam- bandsins um það sama. „ Á hvorugum staðnum var hug- myndinni hafnað, en þunglega tekið, einkum hjá atvinnurekendum. „Við segjum engum fyrir verkum í kjarasamningum en það segir held- ur enginn okkur fyrir verkum í þeim efnum,“ sagöi Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, um þetta mál. „Ég vona að Dagsbrúnarmenn verði ekki merktir gulri stjörnu og fái ekki afgreiðslu í matarbúðum þótt einhver félög semji um lækkun á matarskatti," sagði Halldór Bjöms- son, varaformaður Dagsbrúnar. í dag verður fundur í stóru samn- inganefndinni hjá ASÍ þar sem ákvörðun verður tekin um framhald málsins. -S.dór LOKI Er Guðmundur ekki frekar skriðjökull en jaki? Ftmmbátar, Netabátur fórst í Faxa f lóa - tveggja saknað Þremur mönnum var bjargað og tveggja er enn saknað eftir að lítill 10 torrna netabátur, Sæberg AK frá Akranesi, sökk norðvestur af Hraunhólum á Faxaílóa rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Sam- kvæmt upplýsingum DV í morgun er talið að skipverjar hafi verið að draga inn net og sjór komist inn um netalúgu meö þeim afleiðingum að báturinn hafl sokkið snögglega. 6 vindstig og mjög slæmt skyggni var þegar slysið varð. Það var um klukkan 10 sem neyö- armerki bárust á telex Slysavarna- félagsins gegnum gervitungl. Send- ingar sem þessar em ónákvæmar og var fyrst talið að neyðarmerkið bærist frá Keflavikurflugvelh og farið að athuga í flugskýlum þar. Fljótlega var þvi hætt þegar ljóst var, skömmu eför kl. 22, aö allir bátar netna Sæbergið höfðu haft samband við Tilkynningaskyldu- na. Landhelgisgæslu og Flugmála- stjórn var strax tilkynnt um það og hófust lianda, ásamt flugvél varnarliösins, við að reyna að staö- setja neyðarmerkið. Það var svo klukkan 0.50 að flugvél Flugmála- stjómar flaug yfir neyðarsendinn Faxaflói Slysstaður | Reykjavík Njarðvik tSSSm og staðsetti boðin. Þá höíðu flski- bátamir Frcyja og Amþór hafið leit og björgunarbátar Slysavarna- félagsins, Hannes Hafstein og Henry A. Hálfdansson. Um klukkan 2 sáu skipverjar af Freyju neyðarblys og 15 mínútum síðar sigldu þeir fram á gúmmíbát með skipverjunum þremur um borð. Báðir björgunarbátar Slysa- vamafélagsins era við leit á svæð- Saaberg AK sem fórst út af Reykjanesi í gærkvöldi. Báturinn hét áður Faxafell III. inu og þrír fiskibátar. Þá er ein þyrla varnarliðsins við leit en SIF, þyrla landhelgisgæslunnar, er í skoðun. Freyja GK kom með skipvctjana sem bjargað var til hafnar í Njarð- vík klukkan 8.30 í morgun og var strax farið með þá til skýrslutöku. Eitthvert brak hafði fundist úr bátnum í morgun og verður leit haldiö áfram. -PP íslendingur skotinn til bana Grásleppubáturinn Árni RE 158 fékk net í skrúfuna í gær sex milur austur af Gróttu. Henry A. Hálfdansson, björg- unarbátur SVFÍ, og Ásgeir M., björgunarbátur björgunarsveitar SVFÍ á Seltjarnarnesi, fóru út um hádegisbilið i gær til að aðstoða Árna. Skipverjar á Ásgeiri M. fundu bátinn, skáru dræsuna frá en gátu ekki gert við öxulinn vegna sjógangs og var Árna því komið til hafnar. -GHS/DV-mynd ÞÖK Veðrið á morgun: Skúrir á Suður- og Vesturlandi Á morgun verður suðvestlæg átt ríkjandi á landinu, þurrt um austanvert landið en skúrir eða él sunnanlands og vestan. Hiti verður á bihnu frá frostmarki og upp í 8 stiga hita, hlýjast á Aust- urlandi en kaldast á Vestfjörðum. Veðrið 1 dag er á bls. 28 ÖRYGGI - FAGMENNSKA I.ANDSSAMBAND ÍSL RAFVERKTAKA 34 ára íslendingur, Gunnar Péturs- son, var skotinn til bana í S-Afríku þegar blökkumenn vora að ræna bensínstöð í Jóhannesarborg á mánudag. Gunnar var staddur við bensínstöðina á mjög óheppilegum tíma og virðist sem ræningjarnir hafi orðið hræddir þegar þeir voru að yfirgefa ránsstaðinn og hleypt af byssu á íslendinginn. Samkvæmt upplýsingum DV í morgun hefur sænska sendiráðið í Jóhannesarborg mihigöngu um að kanna tildrög málsins til hhtar. Gunnar hafði verið búsettur í S- Afríku um árabil og var kvæntur þarlendri konu. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.