Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Side 18
18 Uppboð á óskilamunum Eftir beiðni lögreglustjórans í Reykjavík fer fram uppboð á ýmsum óskila- munum, m.a. reiðhjólum, úrum, fatnaði o.fl., laugardaginn 8. maí nk. og hefst það kl. 13.30 á athafnasvæði sýslumannsins í Reykjavík, að sunnan- verðu við Skógarhlíð 6 (baka til), næg bílastæði fyrir ofan húsið. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Félag járniðnaðarmanna Umsókn um orlofshús sumariö 1993 Umsóknarfrestur um orlofshús hjá Félagi járniönað- armanna rennur út 7. maí nk. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 91 -813011. Stjórnin Málmiðnaðarmenn Munið útihátíðarhöldin 1. maí. Tökum þátt í göngunni og útifundinum á Lækjar- torgi. Að loknum útifundinum er boðið upp á kaffiveiting- ar að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Málmiðnaðarmenn FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Jeltsín forseti ávarpar rikisstjórnina i Kreml á fimmtudag og skorar á þingið að virða stjórnarstefnuna, „ella er fólkinu beint að mæta“. Símamynd Reuter Jeltsín lætur sverfa til stáls Úrslitahrinan er hafin í viður- eign Borís Jeltsín, fyrsta þjóð- kjöma þjóðhöfðingja í sögu Rúss- lands, viö þingið sem hann tók í arf frá valdaskeiði kommúnista- flokksins. Forsetinn og menn hans hafa ákveðið að sniðganga þing þetta en efna til stjómlagaþings á grundvehi héraða og sjálfstjómar- svæða Rússlands til að setja land- inu nýja stjómarskrá og efna til kosningar nýs þings að því loknu. Með þessu hyggst Jeltsín fylgja eftir sigri sínum í þjóðaratkvæða- greiðslunni á sunnudag. Þar var lýst stuðningi við forsetann með ríflega því atkvæðahlutfahi sem hann fékk í forsetakosningunum 1991. Meira kom á óvart aö htlu rýrari meirihluti lýsti samþykki við efnahagsstefnu hans og stjóm- ar hans, þrátt fyrir almenna kjara- rýmun og þrengingar undanfarin misseri. Fomsta þingsins setti spuming- una um afstöðu til efnahagsstefn- unnar á atkvæðaseðilinn í því skyni að reyna að virkja almenna óánægju með ástandið gegn per- sónulegum vinsældum Jeltsíns. Niðurstaðan varð þveröfug, meiri- hlutafylgi bæði við forsetann sjálf- Góðgætifrá Góu... Umboösmenn um land allt: A.G. Guömundsson sf., Húsavik • Asbyrgi hf. Akureyri • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjélmsson, tsafirði • Reynir sf„ Blönduðsi • Sigbjöm Brynjúlfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rðsu Bachmann, Patreksfirði • 1 ni773 Frí 10 DIZ2d heim- ®með tveimur áleggstegundum i.„ nnn sending S. 64-36-44 * PIZZUR ,'1 1 S. 77066 Eddufelli & Hamraborg Opið til kl. 05 um helgar LfTTH Vinningstölur 00 miövikudaqinn: 28. apríl 1993) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 68,6 0 17.363.000 12.111 0 366.512 R1 5 af 6 8 35.996 Q 4af6 262 1.748 jra 3 af 6 C£+bónus 902 218 BÓNUSTÖLUR Heildampphæó þessa viku 18.672.092 áísi: 1.309.092 UPPLVSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO PVRIRVARA UM PRENTVILLUR Erlend tíðindi Magnús Torfi Oiafsson an og stefnu hans. Þar að auki lýsti meirihluti fylgi við nýjar þingkosn- ingar þótt þátttaka nægöi ekki til aö þau úrsht yrðu bindandi. Ekki fer milli mála að megin- markmið Rúslans Khasbúlatofs þingforseta og nánustu samstarfs- manna hans hefur verið að tor- velda framkvæmd efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar með öhu móti, svo öngþveitið sem af shku hlýst grafi sem mest undan henni. Eftir þjóðaratkvæðið lagði Khasbúlatof th að þingið setti á laggimar sína eigin ríkisstjóm sem tæki völdin af Jeltsín og stjóm hans. Jeltsín svaraði í fyrradag, að rússneska þjóðin hefði lýst yfir fylgi við forseta sinn og stefnu hans. Enginn hefði rétt til að ganga í berhögg við þjóðarviljann eftir að hann lægi fyrir. Umbótastefnan yrði að fá fram aö ganga. Forsetinn kvaðst hafa sent stjórnum héraða og sjálfstjómar- svæði Rússneska sambandslýð- veldisins drög að nýrri stjómar- skrá. Reynslan hefði sýnt að á henni væri brýn þörf. Þar væri kveðið á um skihn milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds, Tnilli verksviðs alríkisstjórnar og ríkishlutanna, og gert ráö fyrir kjöri nýs þings í tveim deildum. Leiðtogar landshlutanna em kvaddir saman til fundar í Kreml 20. maí til að bera fram athuga- semdir sínar við stjórnarskrár- drögin. Ætlast er til að þeir skipi hver tvo fuhtrúa sína til að afgreiða stjórnarskrána, svo hún hggi fyrir um mánaðamótin maí-júní. Ýmsir fylgismenn Jeltsíns hafa legið honum á hálsi fyrir að leysa ekki upp þing Rússlands og efna tíl nýrra kosninga eftir valdaránstil- raunina í hittifyrra, þegar Sovét- ríkin leystust upp. Hann kaus að reyna að vinna með gamla þinginu, sem að miklum hluta hafði staðið með honum gegn valdaránsmönn- um. En nú er ljóst að engar mála- miðlanir við meirihluta þess halda, og þá lætur Rússlandsforseti ten- ingunum kastaö. Hann snýr sér beint til stjórna landshlutanna, sem hafa orðið aö taka sér aukin völd og verksvið í ríkjandi stjórnarfarsöngþveiti. Fyrst eftir að Jeltsín ákvað að efna til þjóðaratkvæðis tóku margar landshlutastjórnir því þunglega, en snerust síðan flestallar á sveif með honum. Helstu undantekningamar eru Tatarstan, sem leitar sjálfstæö- is, og Tsétsenía hefur lýst yfir sjálf- stæði. Héraösstjómirnar og sérstaklega stjómir sjálfstjómarlýðveldanna, hafa frekar illan bifur á meirihluta núverandi þings. Hann skipa áhrifamenn úr gamla miðstýring- arkerfinu, sem em gmnaðir um að sækjast eftir að taka aftur upp ef færi gefst gamla hætti, stjórn út um alla afkima hins víðlenda ríkis með valdboði frá Moskvu. Þjóðirnar, sem ekki em af rússnesku bergi brotnar, líta þar aö auki svo á að í þessum hópi séu ríkjandi sjónarm- ið rússneskrar heimsveldisstefnu. Borís Jeltsín hefur í kjölfar sigurs við kjörborðið markað stefnu sína og sett tímamörk. Viðbrögð Rúsl- ans Khasbúlatofs og manna hans eru ókomin. Fyrir skömmu reyndu þeir aö setja forsetann af, en upp- skám svo ósigur í þjóðaratkvæði þar sem þeir fengu sjálfir að móta spumingamar. Magnús T. Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.