Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 • 27 stúlknanna í fyrra. Hún tók viö starf- inu af Gróu Asgeirsdóttur sem hafði gegnt því um nokkurra ára skeið. Esther hefur starfaö lengi með Mód- elsamtökunum, bæöi sem sýningar- stúlka og kennari. „Ég sé um skipu- lagningu keppninnar, bæði aðal- keppninnar og fegurðarsamkeppni Reykjavíkur en einnig hef ég yfirum- sjón með keppninni úti á landsbyggð- inni,“ segir hún. María Rún fjarri góðu gamni Esther segir að hún hafi ekkert hikað við að taka þetta starf að sér þegar henni bauðst það. „Ég hef mjög gaman af skipulagsvinnu og sam- starfinu við stúlkumar. Þetta er fullt starf í tvo mánuöi á ári en það er alitaf einhver vinna allt árið. Eg fylgi stúlkunum eftir og kem þeim í keppni erlendis. Einnig sé ég um allt samstarf við þá aðila sem halda hin- ar ýmsu fegurðarsamkeppnir í heim- inum,“ segir Esther. Þess má geta að María Rún Hafliðadóttir, fegurðar- drottning íslands 1992, er nú stödd erlendis þar sem hún tekur þátt í keppninni Miss Universe. Hún getur því ekki krýnt arftaka sinn í kvöld. Þess í staö mun Heiðrún Anna Björnsdóttir, sem varð í öðru sæti í fyrra, krýna hina nýkjörnu fegurð- ardrottningu. Heiðrún Anna vann einmitt keppnina Miss Young Inter- national sl. haust. Esther segir að starfið geti verið mjög erfitt. „Ég er stundum í móður- hlutverkinu þó ég sé ekki mikið eldri en stúlkumar sjálfar," segir hún. „Auk þess er maður í vinnunni lang- mestan hluta sólarhringsins þessa síðustu daga. Það em mjög margir styrktaraöilar sem koma nálægt keppninni og margir sem gefa stúlk- unum gjafir. Mikill tími fer í að safna gjöfunum saman og gera alla þessa aöila ánægða. Það er líklegast erfið- asti hluti starfsins." Dómnefndin hefur fylgst með í mánuð Dómnefnd Fegurðarsamkeppni ís- lands á erfitt verk fyrir höndum í kvöld er hún kynnir hverjar hinar fimm útvöldu stúlkur em. Dóm- nefndin hefur starfaö með stúlkun- um allan mánuðinn og fylgt þeim eftir á æfingum. Hanaskipa að þessu sinni: Ólafur Laufdal, sem er formað- ur nefndarinnar, Sigtryggur Sig- tryggsson, Kristjana Geirsdóttir, Rúnar Júlíusson, Bryndís Ólafsdótt- ir, Gróa Ásgeirsdóttir og Ari Singh. Stúlkumar hafa æft öll kvöld vik- unnar að koma fram á sundbol en þaö er eitt erfiðasta verk margra þeirra. Þá em sumar hverjar að stíga á háhælaða skó í fyrsta skipti. Allar hafa þær lagt mikið upp úr síðkjólum sem þær munu vera í við krýning- una. Það var ekki laust við að kvíða væri farið að gæta meðal stúlknanna þegar blaðamaður leit inn á æfingu eitt kvöldið í vikunni enda styttist í hið spennandi augnablik. Esther seg- ist ekki hafa fundið út sigurvegara úr þessum hópi enda séu margar hk- legar til sigurs. „Þetta er mjög jafn og góður hópur,“ segir hún. Leitað í grísku goða- fræðinni Mikill áhugi virðist vera á fegurð- arsamkeppninni að þessu sinni og þeir em margir sem ætla aö fylgjast með í kvöld. „Við ætlum að gera þetta á svolítið grískan hátt, jafnt í matar- gerðinni sem í sviðsmynd, og leitum að hugmyndum í goðafræðinni enda em grísku guðirnir tákn um fegurö- ina,“ segir Esther. Gestir fegurðarsamkeppninnar fá í forrétt sjávargull Póseidons, Ástríð- usorbett kemur síðan á undan lambahryggvöðva að hætta Díonýs- osar í perlulauksósu og í eftirrétt er ostaterta Afródítu. Drengir úr fimleikafélaginu Ár- manni eiga stóran þátt í kvöldinu en þeir koma fram í dansinum Tilbrigði við fegurð og einnig munu þeir leiða fegurðardísirnar fram á sviðið. Þá mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja nokkur lög og ungt par frá dansskóla Hermanns Ragnars sýnir suður- ameríska dansa. Rúsínan í pylsuend- anum er tískusýning þar sem fegurð- ardrottningar undanfarinna tíu ára munu sýna fatnað. Kynnir kvöldsins er Sigursteinn Másson. Gjafir fyrir milljón Valdar verða fimm stúlkur í úrslit en auk þess verður í fyrsta skipti vahn sú stúlka sem hefur fallegustu fótleggina. Hún mun fá auglýsinga- samning við sokkabuxnainnflytj- anda. Einnig verður vahn besta ljós- myndafyrirsætan og stúlkumar velja sjálfar vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi. Stöð 2 verður með beina útsendingu frá krýningunni sem verður um miðnætti. Loks má geta þess að fegurðardrottning íslands fær margt fagurra gripa og má þar nefna loðfeld, Majorica perluskart- gripasett aö verömæti eitt hundrað þúsund krónur, samkvæmiskjól frá Maríu Lovisu, Dragt frá CM verslun- inni, úrval hársnyrtivara frá Weha, skó frá Skæði, Reymond Wehl úr, Delsey ferðatöskusett frá Pennanum, undirfatasett og sundbol frá verslun- inni Konný og Oroblu sokkabuxur út árið auk ýmiss konar boða á snyrtistofum. -ELA Dómnefndin á ekki auðvelt starf framundan að velja á milli allra þessara glæsilegu stúlkna. Hún hefur fylgst með stúlkunum undanfarið á æfingum. Ný og endurbætt formúla. 25% öflugri en sú fyrri. Bio- spot-brúsanum fylgir úðadæla sem nota má aftur og aft- ur. Áfyllingartutfnn er 30% ódýrari en brúsi með dælu svo það ersjálfsájtað nota sömu dæluna mörgum sinnum. Umboðsmenn um land allt: Á.G. Guðmundsson sf., Húsavik • Ásbyrgi hf., Akureyri • Asgeir Bjömsson, Siglufirði • Guðrún sf., Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, isafirði • Reynir sf., Blönduðsi • Sigbjörn Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf., Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði • 3 Góðir saman nmtilegs símaleiks sem hefst kl. 12 á og lýkur kl. 12 á hádegi 7. maí. Þar átt þú l að vinna fjögurra daga ferð fyrir tvo í n/iriTI 1. Hringdu í síma 99 1993. 2. Þar velurðu 1 til að heyra upplýsingar um DV, 2 til að heyra upplýsingar um Danska vorið og 3 til að taka þátt í leiknum. 3. Þú heyrir þijár spurningar, sem tengjast Danmörku, og við hverri þeirra eru gefnir þrír svarmöguleikar. Spurningunum svarar þú með því að ýta á 1, 2 eða 3 á símanum. 4. Svarir þú þremur spurningunum rétt lest þú inn nafn, heimilisfang og símanúmer. Nöfn þeirra sem svara spurningunum rétt fara í sérstakan pott og í hverri viku er dregið út nafn eins gáfumanns sem hlýtur Danmerkurreisu fyrir tvo í verðlaun. Nafn vinningshafa hverrar viku er birt í Ferðablaði DV á mánudögum.. Verð aðeins 39,90 kr. mínútan. Góða skemmtun!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.