Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Sóknarkonum sagt upp á Landakoti:
Spítalinn hef ur
verið ofræstur
- segir nýr rekstrarstjóri sem ætlar að spara milljónir á uppsögnunum
„Það er ekki endanlega komið í ljós
hversu mörgum konum verður sagt
upp á Landakoti. Það gætu orðið um
10-11 stöður sem hverfa, annars er
um aö ræða tilfærslur. Uppsagnirnar
munu leiða til mikils spamaðar fyrir
spítalann. Það er um að ræða margra
milljóna króna spamað. Miðað við
þá þjónustu sem á sér stað á Landa-
koti í dag þá em of miklir fjármunir
veittir þangað en pólitíkusamir ráða
því hversu mikla þjónustu á að veita
á Landakoti. Auðvitað gætum við
þjónað miklu fleirum ef viö hefðum
peninga. Það er okkar stjórnendanna
að ná sem mestu út úr þeim fjárveit-
ingum sem við fáum,“ segir Bjami
Arthúrssón, nýráðinn rekstrarstjóri
Landakots.
Um er að ræða töluverðar tilfærsl-
ur, sumar kvennana, sem hætta í
ræstingu, fá starf í eldhúsinu í stað-
inn. Á spítalanum er verið að taka
upp svokallað bakkakerfi í fæðisút-
hlutun og ræstingaþörfin á spítalan-
um hefur verið endurmetin. Niður-
staðan var sú að spítalinn hefur ver-
ið ofræstur að sögn Bjama. Megnið
af þessum uppsögnum á sér stað
vegna þess að verið er að flytja út-
skömmtunina á matnum niður í eld-
húsið.
„Sóknarkonur hafa starfað í svo-
kölluðum býtibúmm en þau störf
leggjast af við þetta. Ég tel ekki að
fækkun í ræstingum komi fram í
hreiniæti á spítalanum þar sem við
höfum veriö að ofræsta fram til
þessa. Það er búið að gera mikla út-
tekt á því með tilliti til staöhátta. Við
höfum bent konunum á leiðir til úr-
bóta og hvert þær gætu snúið sér.
Viö höfum lagt okkur fram um áð
reyna að finna þeim vinnu. Sumar
kvennanna eru í 100% vinnu en
missa einungis aukavinnu við ræst-
ingar,“ segir Bjarni.
-em
Ekkert framund-
an hjá konunum
„Nokkram konum var sagt upp aö
hluta til en þær sem missa alveg störf
sín era sextán. Sjúkrahúsið var
mælt upp að nýju og sérfræðingar
mátu ræstiþörf sjúkrahússins. Hún
á að vera öðravísi en breytingar í
eldhúsi era einnig fyrirhugaðar. Það
mun leiða af sér breytingu á deildun-
um. Uppsagnimar era á allan hátt
löglegar," segir Þórunn Sveinbjöms-
dóttir, formaður starfsmannafélags-
ins Sóknar.
Vegna endurmats á ræstiþörf
Landakots var sextán konum sagt
upp störfum þar og var þeim tjáð að
fjármagn til rekstursins fengist ekki
hjá ríkinu. Sóknarkonur unnu við,
ræstingar, í býtibúri og við eldhús-
störf en uppsagnimar snúa að ræst-
ingum og býtibúri.
„Það er náttúrlega leiðinlegt að
sama stófnunin skuli þurfa að lenda
í slíku ár eftir ár. Sami fjárhagsvand-
inn og í fyrra steðjar greinilega að
Landakoti. Á þessu stigi málsins er
ekki ljóst hvað verður um konumar
en uppsagnarfresturinn er þrír mán-
uðir þannig að þær hætta væntan-
lega störfum síðla sumars," segir
Þórann.
Fyrirhugað er að taka upp aukið
samstarf Landakots og Borgarspítal-
ans. Það þýðir að konurnar sextán
gætu mögulega hugað að vinnu á
Borgarspítalanum ef eitthvað losnar
þar. Fyrir konumar sextán er ekkert
í augsýn í dag að sögn Þórunnar.
-em
Nyi rekstrarstjori Landakots:
Á tvöföldum
launum
Nýr rekstrarsljóri hóf störf fyrir
mánuði á Landakoti, Bjarni Arthúrs-
son, sem var framkvæmdastjóri
Kristnesspítala þangað til staða hans
var lögð niður þann fyrsta febrúar.
Bjarni hlýtur tvöfaldar launagreiðsl-
ur í eitt ár frá því er hann hætti störf-
um í febrúar.
„Ég er á biðlaunum frá því í febrú-
ar og þangað til í febrúar á næsta
ítæptár
ári. Þetta er fullkomlega löglegt og
samkvæmt lögum um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins. Þeir
sem hafa starfaö skemur en 18 ár hjá
ríkinu fá sex mánaða biðlaun en þeir
sem hafa starfað lengur en 18 ár fá
eitt ár. Ég hef starfað í 20 ár hjá rík-
inu,“ segir Bjarni „þannig að ég fæ
biðlaun í eitt ár.“
-em
Egkemaftur
sagöi Bryan Grayson sem er farinn úr landi
„Ég mun gera allt til að fá dóttur
mína aftur. Tilgangurinn með komu
minni var fyrst og fremst að tryggja
henni öryggi," sagði Bryan Grayson
í samtali við DV en hann losnaði úr
fangelsi á laugardagsmorguninn og
hélt til Bandaríkjanna síðar um dag-
inn.
Grayson fékk að hitta dóttur sína
í tvær klukkustundir á fostudeginum
en það var í þriöja sinn á einu ári
sem hann sá hana.
„Það var mjög erfitt að kveðja hana
því égtnun sennilega ekki sjá hana
aftur fyrr en eftir flóra til fimm mán-
uði,“ sagði Grayson sem hyggst
koma hingað aftur næsta vetur.
Hann sagðist ekki vera reiður við
neinn eða svekktur en hafa vissar
skoðanir á réttarkerfinu hér á landi.
Hann sagði íslendinga hafa tekið sér
ipjög vel og aö margir hefðu hjálpað
sér.
„Fólkið veit hvað er rétt og hvað
er rangt. Það veit aö ég er aö gera
rétt.“ -Ægir Már/-ingo
Brian Grayson við brottförina til Bandarikjanna.
DV-mynd Ægir Már
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993
Kjarasamningar:
Norðlendingar
viija samning
til áramóta
Gyffi. Kriatjánsson, DV, Akureyit
Alþýðusamband Norðurlands
mun í dag óska eftir fundi með
samtökum atvinnurekenda en
einhugur er um þaö meðal Norð-
lendinga að óska eftir samning-
um sem gildi til næstu áramóta.
Á fundi sambandsstjómar Al-
þýðusambands Noröurlands á
Akureyri i gær var samþykkt að
leita samninga með það i huga
fyrst og fremst að tryggja félögum
orlofs- og láglaunabætur sem
kæmu til greiðslu á árinu.
Róieg helgi
Mjög litið var um útköll vegna
afbrota og ölvunar þessa helgi hjá
lögreglu í stærri kaupstöðum
landsins.
Lögregluvaröstjóri, sem DV
ræddi við i morgun, sagði að
sennilega væri peningaskortur
farinn að segja tO sín hjá skemmt-
anafíklunum. Leiðinlegt tíðarfar
heföi sennilega eitthvað að segja
og próf væru ýmist hafin eða
væra að hefjast í skólum. -pp
Brotistinná
videoleigu
Lögreglunni í Hafnarfirði barst
tilkynning um brothljóð frá ný-
opnaðri videoleigu á Strandgöt-
unni aðfaranótt laugardagsins.
Við eftirgrennslan kom í ljós að
brotin hafði veriö rúða í Spó-
avídeói og einhver farið inn. Inn-
brotsþjófurinn náði aó róta eitt-
hvað til en einskis er saknað.
-ingo
Stuttar fréttir
Veðurglöggar mýs
í Kelduhverfi telja menn aö mýs
hafi spáö fyrir um að suðaustan-
átt yrði ríkjandi vindátt i vetur
með þvi aö grafa sér holur vest-
norðvestanvert í þúfur. RÚV
greindi frá þessari músarholu-
kenningu Ama Óskarssonar,
bónda á Meiðavöllum.
Alls 368 einstaklingar fengu 400
þúsund krónur eða meira i dag-
peninga hjá ríkinu á síðasta ári,
þar af 149 í samgönguráðuneyt-
inu og stofnunum þess.
Iðnnemar án sveinspróf s
Fjölmargir iðnnemar komast
ekki í sveinspróf og eru því rétt-
indalausir eftir nokkurra ára
verknám. Sjónvarpið hafði í gær
eftir skólameistara Iðnskólans aö
þetta væri vaxandi vandamál.
Jökullmeðheimild
Stjóm verkalýðsfélagsins Jök-
uls á Höfn í Hornafirði hefur afl-
að sér heimíldar til verkfallsboð-
unar.
Skotum i nöp við gæsir
Skoskir bændur hafa látið í Ijós
áhuga á aö fá hjálp íslendinga við
að fækka grágæsum. Mbl. segir
bænduma rekja búsifjar, sem
þeir hafa orðið fyrir, til gæsanna.
Gott upphaf hjá Granda
Hreinn hagnaður Granda
fyrstu þrjá mánuði ársins nam
97 milljónum króna. Á síðasta ári
tapaði félagiö sjálft hins vegar 98
milljónum og dótturfyrirtækið
Faxamjöl 58 milljónum aö auki.
-kaa