Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 16
16
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993
Varnarliðið - Slökkviliðsmenn
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
óskar að ráða fólk til sumarafleysinga
Umsækjendur séu á aldrinum 20-28 ára og hafi iðn-
menntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða
sambærilega menntun og reynslu. Meirapróf bif-
reiðastjóra skilyrði. Umsækjendur skulu vera heilsu-
hraustir og reglusamir. Mjög góðrar enskukunnáttu
er krafist. Umsóknum fylgi sveinsbréf eða staðfesting
á annarri menntun eða reynslu.
Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar varnar-
málaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, í síðasta lagi
10. maí nk. Nánari upplýsingar veittar í síma
92-11973. Umsóknareyðublöð fást á sama stað.
FAGOR
FAGOR UC2380
• Tvöfalt HITACHI kælikerfi
• Rúmmál 300 Itr
• Kælir 200 Itr
• Frystir 100 Itr
• Hraðfrysting Htaaai
• Sjálfvirk afþíðing á kæli
• Hljóðlátur 37 dB
• Umhverfisvænn
•MálHxBxD 170x60x60
GERC UC2380 - STAÐGREITT KR.
53900
KR. 5 89 00 -MEÐAFBORGUNUM
RÖNNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
-fyrir norðlœgar slóðir
Verð frá:
687.000
kr. á götuna.
ITALSKIR BILAR HF.
Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620
Neytendur
Verö á kartöflum hækkar til muna ef kvóti verður settur á innflutninginn, samkvæmt því sem kartöflusalar segja.
Erlendar kartöflur á markaðinn:
Verður kvóti settur
á innflutnmginn?
- þýðir hærra verð fyrir neytendur
íslenskar kartöflur eru að klárast
á markaðnum og því á að hefja inn-
flutning á erlendum kartöflum innan
tíðar. Ymsir kartöflusalar hafa haft
af því spurnir að kvóti verði settur á
hvem söluaðila og að þeir stærstu,
eins og Ágæti hf., fái stærri kvóta en
aðrir. Kartöflusalarnir em mjög
ósáttir við þetta og segja að með
þessu sé verið að koma í veg fyrir
alla samkeppni á markaðnum sem
þýðir síðan hærra verð fyrir neyt-
endur.
„Þetta er siðleysi því þetta er frjáls
markaður með frjálsa vöm,“ sagði
Heimir Hafsteinsson, kartöflubóndi
í Þykkvabæ. „Það er neytendum í
hag að við kartöflusalar getum verið
að keppa til þess að tryggja neytend-
um sem hagstæðast verð. En þegar
verið er að gefa einhveijum ákveðn-
um stærri aðilum sinn hluta af kök-
unni, bardagalaust, þá selja þeir bara
kartöflumar með 200-300% álagn-
ingu.“
Ollum kartöflusölum var sent bréf
í síðustu viku frá landbúnaðarráðu-
neytinu þar sem þeir eru beðnir um
að tiltaka það magn sem þeir óska
eftir að flytja inn. Samkvæmt upplýs-
ingum Heimis var svona bréf einnig
sent út þegar kvóti var settur á inn-
fluttar kartöflur árið 1990. Af bréflnu
að dæma telur Heimir víst að kvótinn
verði settur á.
„Það hefur ekkert verið ákveðið í
sambandi við það magn sem hver
söluaöili á að fá en það verður líklega
ákveðið á næstunni," sagði Ragn-
heiður Ámadóttir, deildarstjóri í
landbúnaðarráöuneytinu, aðspurð
um þetta mál.
Ragnheiður sagði að samkvæmt
lögum yrði að sjá til þess aö ekki
yrði hér allt fullt af erlendum kartöfl-
um þegar íslensku kartöflurnar
komaafturámarkaðinn. -KMH
Verð á sumum tegundum grænmetis fer nú að lækka í verslunum ettir því sem framboðið eykst.
- tómatar lækka einnig bráðlega
Mesta framboðið á grænmeti í dag
er á íslenskum gúrkum en verðið á
þeim hefur lækkað úr 300 krónum í
um 90 krónur fyrir hvert kíló.
Neytendur geta einnig átt von á að
verð á tómötum lækki á næstu vik-
um þar sem íslenskir tómatar eru
að koma í auknum mæh á markað-
inn, samkvæmt upplýsingum frá
Sölufélagi garðyrkjumanna.
„íslenska grænmetið er svona viku
seinna en í meðalári vegna þess að
febrúar var einn dimmasti mánuður
í manna minnum" sagöi Kolbeinn
Ágústsson, sölustjóri hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna. „Þetta hefur auð-
vitað allt áhrif á plönturnar og fram-
leiðslu þeirra."
Aðspurður um gæði þess grænmet-
is sem er á markaðnum í dag sagði
Kolbeinn það mjög misjafnt. „Sumar
búðir eru alltaf með I. flokks græn-
meti en aðrar eru bara í því að kaupa
ódýrt burtséð frá gæðum.“ -KMH