Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 14
14
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, urr.brot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr.
Tveggja ára ríkisstjórn
Ríkisstjómin heldur upp á tveggja ára afmæli sitt um
þessar mundir. Ekki er þó líklegt aö efnt veröi til hátíðar-
halda af því tilefni. Allra síst af afmælisbaminu sjálfu.
Æviskeið ríkisstj ómarinnar hefur veriö ein samfelld
hörmungarganga þar sem áföllin hafa dunið yfir.
Vonbrigðin em mörg. Samningar um evrópska efha-
hagssvæðið hafa dregist og dregist og era enn ekki komn-
ir til framkvæmda. Alver var í augsýn þegar stjómin tók
við en nú er það nánast úr sögunni og menn þakka fyrir
meðan álverinu í Straumsvík er ekki lokað. Ríkisstjómin
ætlaði sér að koma skikki á ríkisfjármálin. Það hefur
allt mistekist og ekkert hefur dregið úr fjárlagahalla.
Skattar hafa verið lagðir á, þrátt fyrir loforð um annað.
Frá því þessi ríkisstjóm tók við hafa erfiðleikar í efha-
hagsmálum magnast. Samdráttur í þjóðartekjmn, minnk-
un afla, verðlækkanir á erlendum mörkuðum, geigvæn-
leg gjaldþrot og vaxandi atvinnuleysi hafa verið megin-
einkenni síðustu tveggja ára. Það er með hreinum ólík-
indum hversu áföllin hafa dunið yfir hvert öðm alvar-
legra og erfiðara. Ríkissljómin hefur reynt að skipu-
leggja flóttann, treysta vamir og hörfa úr hverju víginu
á fætur öðra. En allt hefur komið fyrir ekki. Vandamál-
in taka engan enda.
Allt hefur þetta orðið til þess að ríkisstjómin hefur í
rauninni aldrei fengið neitt sóknarfæri. Hvorki Davíð
Oddsson forsætisráðherra né aðrir ráðherrar hafa notið
sín. Þjóðin var á sínum tíma tiltölulega sátt við samstarf
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og batt vonir við um-
talsverðar breytingar á starfsháttum og stefnu ríkisvalds-
ins. Einkum vora þær vonir bundnar við Davið, enda
sýndi hann af sér snerpu og stjómsemi sem borgar-
stjóri.Það verður að virða forsætisráðherra það til vor-
kunnar að hann hefin’ aldrei fengið tækifæri til að sýna
hvað í honum býr. Ástandið í þjóðfélaginu hefur verið
honum þrándur í götu og stjóm landsins hefur áreiðan-
lega verið honum flóknari og þyngri en stjóm borgarinn-
ar.
Ríkisstjómin hefur haft sig nokkuð í frammi varðandi
fækkun ríkisstofhana og niðurskurð í opinbera geiranum
en þar sér samt ekki högg á vatni og þröng staða hefur
gert ráðherrum erfiðara fyrir í þeim breytingum sem
hugur þeirra hefur staðið til. Þó má þakka fyrir aö ríkis-
stjóminni var hleypt af stokkunum meö þann hugsunar-
hátt ríkjandi að draga þyrfti saman seglin í opinberum
afskiptum, skattheimtu og ríkisútgjöldum. Hvar værum
við á vegi staddir, íslendingar, ef hér hefði setið vinstri
stjóm við völd við þær aðstæður sem nú ríkja?
Átak var gert til að leggja niður hjálparsjóði hins opin-
bera og glórulausa björgunarstarfsemi í krafti almanna-
fiár og óumflýjanlegur skellur margra fyrirtækja hefur
orðið að veruleika vegna þess að ríkisstjómin hefur neit-
að að lengja í hengingarólinm.
Andstreymi hefur haft þau áhrif að ríkisstjómin er
óvinsæl um þessar mundir. En þar ráða ekki eingöngu
ytri aðstæður. Ráðherramir sjálfir, einstakar athafnir
þeirra og framkoma, hefur og grafið undan trausti á
henni. Meint afskipti ráðherranna af svokölluðu Hrafns-
máli er lýsandi dæmi um „umhverfisfirrta ríkisstjóm".
Hún skynjar ekki andrúmsloftiö og almenningsáhtið og
storkar því með valdsmennsku og hroka. Það kann ekki
góðri lukku að stýra og hjálpar að minnsta kosti ekki
upp á samúöina.
Samúð og samstaða er þó það hugarfar sem hver og
ein ríkisstjóm þarf á að halda, ef hún vill að þjóðin sé
samstiga sér og hún samstiga þjóðinni.
Ellert B. Schram
upphafi lyfjaátsins var súkkulaðihúö á pillunum
segir Guðbergur m.a. í grein sinni.
Rétturinn til
lyfjaneyslu
Nú þegar versta holskeflan um
rétt allra til ókeypis lyíjaneyslu er
gengin yfir og flestir hafa afsalaö
sér þeim munaði, að verða næstum
dauðans matur af og til á sjúkra-
húsi en læknast á síðustu stundu,
ekki vegna lyfja og lækna heldur
rándýru pfllanna sem maður kaup-
ir sjálfur í ótal Heflsuhúsum, þá er
ekki úr vegi að leiða hugann að því
hvað var að gerast þegar lætin voru
mest.
f
Að velta á vömbinni
Flestar þjóðir eiga ímynd sem
þær dekra við og gera af sér eða
aörir búa hana tfl fyrir þær. Bretar
voru fyndnir og kurteisir þangað
til þeir hættu að vera heimsveldi
og Frakkar voru mikiir tfl ásta uns
þeir misstu nýlendumar, en Þjóð-
verjar hafa alltaf verið duglegir í
augum fólks hvort sem þeir ganga
í gegnum súrt eða sætt, lýðfijálsir
eða undir einræði, í friði eða stríði,
enda eru stríö æðsta tegund dugn-
aðar.
Að sjáifsögðu gera útlendingar
sér ekki miklar hugmyndir um
okkur íslendinga, en ef þær eru
einhveijar flýgur helst að þeim, að
við séum hraustir, landið er harð-
býlt, og löngun og geta tfl að lifa
hljóti að vera sérkenni okkar. Þetta
kann að vera rétt. Orka okkar tfl
hugar og handar fór löngum í það
eitt aö lifa af og tóra, en núna í það
að velta okkur á vömbinni, oft með
vægast sagt undarlegum hætti.
Við höfum líka þá hugmynd um
okkur, aö viö séum fram úr hófi
hraust og dugmikil, þótt dugnaður-
inn hafi kannski verið helst í því
fólginn að lúta útlendu valdi um
aldir, en það gera hvorki hraustar
né harögerðar þjóöir í evrópskum
skilningi: þær láta sér ekki nægja
að „lifa það af‘, þær beijast fyrir
sjálfstæði, menningu og lifi sínu.
Kjallarinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
höfum við ruglað þessu saman, því
í upphafi lyfjaátsins var súkkulaði-
húð á pillunum, annars hefði þessi
heflbrigða þjóð ekki fengist til að
láta þær í sig. Aflir sem eru fæddir
fyrir stríð muna aö afi sagði: Nú,
ef súkkulaöibragð er af pilludrasl-
inu, þá skal ég éta það.
Heilbrigðisára um höfuð
Mér segir svo hugur um, að það
hafi ekki verið ætlun háttvirts hefl-
brigðismálaráðherra að taka piflur
frá píndri þjóð, svipta hana því
meðlæti sem hún fékk á tímum
kalda stríðsins og átakanna á milli
austurs og vesturs, heldur hafi
undirvitund hans vfljað vekja upp
glataöa ímynd og gera okkur aftur
aö gaflharðri þjóð sem liggur ekki
á sjúkrahúsum mestan hluta
„ ... um leið og við komumst á pillu-
bragðið vildum við ekki nærast á öðru
- að súkkulaðinu frátöldu. Hér hefur
löngum fylgst að súkkulaði- og lyíja-
át...“
Heimsstyrjöld markar þátta-
skil
Látum það liggja á mifli hluta,
hvort við höfum gert slíkt eða ekki
1 sögu okkar. Hitt er víst, að hvort
sem hugmyndir okkar um hreysti
eru réttar eða rangar, þá byijuðum
við ekki að leita tfl læknis og hakka
í okkur pfllur fyrr en eftir heims-
styijöldina síðustu. Það er með
okkur eins og marga sem ráða ekki
sjálfir lífi sínu með ákvörðim og
lífsstefnu: um leið og við komumst
á pfllubragðið vfldum við ekki nær-
ast á öðru - að súkkulaðinu frá-
töldu. Hér hefur löngum fylgst að
súkkulaði- og lyfjaát, og trúlega
ævinnar.
Ég veit ekkert um hinn ágæta
ráðherra, en einhvem veginn held
ég af svipnum, að hann þekki af
eigin reynslu hvað leiðsögn lyfja
getur verið slæm í Ufsbaráttunni
og að hann hafi hrist af sér hósta-
mixtúrur og kreosot, enda er
stundum eins og yfir honum hafi
verið „kvefljómi" í æsku; nú ber
hann heUbrigðisáru um höfuðiö.
Gott væri ef hann gæti komið
henni á alla íslendinga áður en
kjörtímabfli hans lýkur.
Guðbergur Bergsson
Skoðanir annarra
Ný kynslóð - ný stef na
„Komin er fram ný kynslóð sem neyðist til að
velja aðra stefnu í efnahagsmálum en fylgt hefur
verið undanfarin tuttugu ár. Þetta er kynslóðin, sem
er á aldrinum 25 til 44 ára, og mikið mun mæða á í
efnahagslífinu næstu tuttugu árin. Hún þekkir Utið
annað en verðtryggingu og raunvexti lána og hefur
því smám saman gert sér grein fyrir að fjárfestingar
verða að skfla arði svo hægt sé að greiða lánin í
banka. Það markar hugsun hennar."
Jón G. Hauksson, rítstjóri Fijálsrar verslunar
Er þá engin kreppa?
„Langvararidi samdráttur hérlendis ætti að valda
því að einstaklingar og fyrirtæki væru farin að halda
að sér höndum, enda þröngt í búi. Það má sjá mörg
merki þess að brugðist hafi verið við samdrætti....
Hagtölumar halda hins vegar sífeUt áfram
að koma á óvart og sannfæra menn um aö íslending-
ar eru ekki hannaðir eftir lögmálum hagfræðinnar.
Nýlega kom í ljós að enginn samdráttur hefur orðið
í innflutningi nýrra bíla fyrstu þijá mánuði.ársins.
... Og er þá nokkuð að undra þótt menn spyiji sem
svo: Hvers vegna? Er engin kreppa?
Ámi Páll Árnason lögfræðingur í Pressunni 29. apríl
Réttarstaða borgaranna
„Frumvarp tfl stjómsýsluiaga hefur verið lögfest
á Alþingi. Þetta var þriðja frumvarpið þessa efnis,
sem komið hefur fram á þingi síðastiiðin sex ár....
Það er því full ástæða tfl að fagna lögfestingu stjórn-
sýslulaganna. Hins vegar þarf að tryggja að þau verði
ekki aðeins birt í Stjómartíðindum, heldur gangist
forsætisráðuneytið fyrir rækflegri kynningu á þeim
meðal almennings. Þekkingu borgaranna á réttar-
stöðu sinni gagnvart hinu opinbera er ábótavant, og
brýnt er að úr þvi verði bætt um leið og réttarstaða
aimennings styrkist." Úr forystugrein Mbl. 30. apríl