Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 18
18 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993 Memúng Listamiöstöð á Korpúlfsstöðum kynnt: Ekki eingöngu Erró-saf n heldur alhliða listamiðstöð Teikningar hafa veriö lagðar fram að listamiðstöð að Korpúlfsstöðum. Um er að ræða frumteikningar sem eiga eftir að fara fyrir skipulags- nefnd. Á þessum teikningum má sjá að gert er ráð fyrir glæsilegri lista- miðstöð sem mun hýsa hið mikla Errósafn, Listbókasafn, Myndbanda- safn, Listasafn Reykjavíkur, Minja- safn Thors Jensen og Korpúlfsstaða og Fjölnotasal. Hugmyndir að menningarmiðstöð á Korpúlfsstöðum eru ekki nýjar af nálinni. í mörg ár hefur verið reikn- að með að nýtt hlutverk Korpúlfs- staða yrði á einhvern hátt bundið menningarstarfsemi. Það var hins vegar hin veglega listaverkagjöf Errós á árinu 1989 er hann gaf Reykjavíkurborg rúmlega 2000 hsta- verk sem varð til þess að borgar- stjóm Reykjavíkur ákvað að Korp- úífsstaðir skuli í framtíðinni verða hstamiðstöð þar sem hstasafn Errós skipaöi heiðurssess. Markmiðið með hstasafni að Korp- úlfsstöðum er að þar verði starfrækt Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt skýrir út fyrir blaöamönnum hvernig veröa mun innandyra i hinni nýju listamiðstöð á Korpúlfsstöðum. DV-mynd ÞÖK alhiiða hstamiðstöð þar sem Reyk- víkingar og aðrir gestir fá notið myndhstar, tónhstar, leiklistar og annarra hstgreina, auk þess að fá aðgang að ýmiss konar fræðsluefni um hstir og menningu. Jafnframt þjónar hstamiöstöðin hinum ört vax- andi borgarhluta í Gufunesi. Auk þess verður lögð rík áhersla á tengsl Korpúlfsstaða við umhverfi og nátt- úru svo og varðveislu hússins að ut- an í réttu umhverfi. Gerð hefur verið fmmkostnaðará- ætlun vegna framkvæmda við hsta- miðstöðina, samkvæmt þeirri áætl- un verður kostnaðurinn 1.400 millj- ónir á verðlagi í mars 1993 og er þá ótalinn kostnaður vegna búnaðar og lóðar. Á þessu ári er fyrirhugað að leggja 150 milijónir í verkið. Margir hafa látið í ljós efasemdir um þessa kostnaðaráætlun og það kom fram á blaðamannafundi, sem haldinn var til kynningar á Listamiðstöðinni, að tölur ættu sjálfsagt eftir að breytast eitthvað. Norrænu hljómsveitinni hleypt af stokkunum: Átta íslendingar valdir í hljómsveitina - 415 umsóknir bárust alls frá Norðurlöndunum, 66 valdir í sumar verður hleypt af stokkun- um norrænu verkefni á sviði æsku- lýösmála undir heitinu Orkester Norden. Markmiðið með norrænu hljómsveitinni er aö treysta sam- heldni norræns æskufólks. Ungu tónhstarfólki á aldrinum 15-25 ára var í vetur boðið að sækja um þátttöku og ahs bárust 415 um- sóknir frá sex löndum. 66 aðilar frá öllum löndunum hafa verið valdir til þess að taka þátt í tíu daga nám- skeiði í Ingesunds tónhstarháskólan- um í Arvika í Svíþjóö og lýkur því með 4 daga tónleikaferð um Svíþjóð og Noreg. Á næsta ári er gert ráð fyrir aö hópurinn verði stækkaður í hundrað manna sinfóníuhljómsveit og verður námskeiðið endurtekið sumarið 1994 og lýkur það ár með tónleikaferð um Finnland og Dan- mörku. Þeir íslensku tónhstarmenn sem valdir hafa verið í hljómsveitina að þesu sinni eru: Katarína Óladóttir, fiðla, Haha Steinunn Stefánsdóttir, fiðla, Eydís Sigríður Úlfarsdóttir, vi- óla, Vigdís Másdóttir, víóla, Hrafn- kell Orri Eghsson, sehó, Ólöf Sigur- sveinsdóttir, sehó, Stefán Ragnar Höskuldsson, þverílauta, Hahdór Gylfason, fagott. Hlutur íslands er stór í þessari hljómsveit ef miðað er við íbúafjölda hvers lands. Til dæmis má nefna þaö aö ef hlutur Svía hefði átt að vera jafn stór og hlutur íslendinga þá hefðu þeir átt að eiga 150 manns í hljómsveitinni en frá Svíþjóð koma þrettán hljóðfæraleikarar. Flestir koma frá Finnlandi, nitján. Fagleg ábyrgð á efnisvah og tónhst- arflutningi er í höndum Esa-Pekka Salonen sem er einn af fremstu hljómsveitarstjórum af yngri kyn- slóðinni í heiminum í dag. -HK JÖdýrar suwartðskur Þú gleymir aldrei íslandi eftir að hafa lesið Ólaf Jóhann Sigurðsson - segir í gagnrýni um enska útgáfu af sagnaúrvali hans Nýlega var gefið út í Bandaríkjun- um úrval sagna eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. I bókinni, sem nefhist The Stars of Constantinople, er að finna tíu smásögur og auk þess tvær lengri sögur, Bréf séra Böðvars og Litbrigði jarðarinnar. Bókinni hefur verið vel tekið eins og dómar bera vitni um. Þannig sagði Alan Cheuse, prófessor viö George Mason háskólann, í umfjöhun sinni á útvarpsstöðinni WNYC í New York: „Þú gleymir aldrei íslandi eftir aö Nemendaleikhúsið frumsýndi á laugardaginn Pelíkanann eftir August Strindberg, leikrit sem fjallar í grófum dráttum um sam- band móður, sonar, dóttur og tengdasonar fjölskyldunnar. Leikstjóri er Kaisa Korhonen en hún er í hópi virtustu leikstjóra á Norðurlöndum. Myndin er úr einu atriði leikritsins. DV-mynd ÞÖK hafa lesið Ólaf Jóhann Sigurðsson, vegna þess að þú gleymir aldrei sum- um hrífandi sögum hans... Úr skap- festu ungra sögupersóna Ólafs Jó- hanns og hrikalegri fegurð landsins, sem þær setja mark sitt á, er ofinn ljóðrænn og ákaflega vandaður skáldskapur.“ í Library Joumal segir meðal ann- ars: „Sigurðsson dregur upp mynd af lífsins sorgum og harðri og óvæg- inni náttúru sem réttlætir þýðinguna fyllilega og verðskuldar athygli enskra lesenda. Fleiri góðir dómar um bók Ólafs Jóhanns hafa birst, meðal annars í Publishers Weekly og í Choice. Þess má geta að langt er um hðið síðan jafn stór bók eftir íslenskan höfund hefur veriö gefin út vestanhafs. Hér á landi hafa rit Ólafs Jóhanns Sigurðssonar einnig fengið nýjar umbúðir, en fyrir stuttu gaf Mál og menning úr Stórbók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar með úrvah sem er um margt svipað því bandaríska. Þar er að finna smásögumar Píus páfi yfir- gefur Vatíkanið, Stjörnurnar í Konstantínópel, Reistir pýramídar, Hengilásinn, Kerið gyhta, Bruni, Gömul frásaga og Myndin í speglin- um og Níunda hljómkviðan, auk þess lengri sögur tvær, Litbrigði jarðan- innar og Bréf séra Böðvars líkt og í ameríska úrvalinu, en umfram það er skáldsagan Gangvirkið í heilu lagi í stórbókinni. Gangvirkið er upp- hafsbindi bálksins um Pál Jónsson blaðamann og kom út fyrst 1955, það var endurútgefið síðast 1979 en hefur verið ófáanlegt um nokkurt skeið. Sigurður, Herdís og Örn með blóm eftir sýningu á Dýrunum i Hálsaskógi. Sigurður,Örn ogHerdísfengu viðurkenningu Að lokinni 50. sýningu á Dýrun- um í Hálsaskógi var leikumnum Sigurði Sigurjónssyni, ■ Emi Ámasyni og Herdísi Þorvalds- dóttur veitt viöurkenning úr Egn- ersjóðnum sem stofnaður var á 25 ára afmæh Þjóðleikliússins með gjöf frá Thorbjörn Egner til Þjóðleikhússins. Gaf hann leik- húsinu sýningarrétt oghöfundar- laun allra verka sinna á íslandi. Stofnframlagið var höfundarlaun vegna sýninga leikhússins á Kardimommubænum leikárið 1974-1975. Síðan hefur verið veitt sjö sinnum úr sjóðnum til þrettán einstaklinga. Veitingin í ár er sú áttunda í röðinni. Handbókumís- lenskanframburð Nýlega kom út Handbók um íslenskan framburð eftir prófess- orana Höskuld Þráinsson og índriða Gíslason. Er hér um að ræða viðamesta yfirlit sem gert hefur verið tun framburö ís- lensks nútimamáls. Mestur hluti bókarinnar er ítarleg lýsing á ís- lenskum málhljóðum og er birtur framburður einstakra hljóða og mjög margra hljóðsambanda þar sem lögð er áhersla á að skýra samhengi milli stafsetningar og framburöar. Þá er í bókinni gerð stutt grein fyrir rannsóknum á íslenskum framburði og fjallað um þá málræktarstefhu sem mót- uð hefur verið I framburöarmál- um. Það er Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands sem gef- ur bókina út. ÞjóðMkhúsið: Tvöíslensk leikritfrestast til næsta leikárs Tvö ný íslensk verk, sem átti að taka til sýningar á þessu leik- ári í Þjóðleikhúsinu, verða ekki sýnd fyrr en á næsta leikári. Eru það leikritin Feröalok eftir Stein- unni Jóhannesdóttur, sem sýna átti á Smíðaverkstæðinu, og Þrettánda krossferðin sem sýna átti á stóra sviðinu. Ástæðan fyr- ir frestun leikritanna er góð að- sókn en á Smíðaverkstæðinuhef- ur Stræti gengið fyrir fullu húsi í allan vetur og þaö sama má segja um Hafiö sem er búið að vera í gangi frá því leikárið byrj- aði 25 þúsund hafa séd Stuttan Frakka Aðsókn á nýjustu íslensku kvikmyndina Stuttan Frakka hefur verið mjög góð. Að sögn annars framleiðandans, Kristins Þórðarsonar, voru 25.000 manns búnir að sjá myndina fyrir helgi en þá voru liðnar rúmar þrjár vikur frá frumsýningu. Um miðj- an maí fer myndin til sýningar úti á landi. Verður byrjað á Akur- eyri. Kristinn sagöi aö verið væri að undii-búa sýningu á myndinni í Cannes þar sem hún verður sýnd á kvikmyndamarkaðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.