Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 21
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993 21 Menning Ekkidjass þátturinn Það eru ekki margir sem vita að stöku sinnum kemur fyrir að djass er leikinn í útvarpi. Hér er ekki átt við Rás 1 sem hefur sinn fasta djass- þátt, auk þess að kynna stundum djasstónlist í öörum dagskrárliðum. Hér er átt við Rás 2 og allar hinar útvarpsstöðvarnar. Já, það kemur virkilega fyrir að djasstónlist berst frá viðtækjunum þegar þau eru stillt á þessar stöðvar. Æth það sé ekki svona einu sinni á mánuði á einni stöð, einu sinni í viku á annarri og jafnvel einu sinni á dag á þeirri Djass Ingvi Þór Kormáksson þriðju. Einu sinni á dag gæti þýtt eitt lag af hverjum hundrað til tvö hundruð. Það er svo sem óþarfi að hafa það meira, enda vissa fyrir því að djassgeggjarar séu minnihluta- hópur miðaldra sérvitringa sem geta keypt sér sinn djass í hljómplötu- verslunum. Það er enginn sem bann- ar þeim það. Er ekki svo? Ella Fitzgerald er ekki eina djass- söngkonan í heiminum. Hvers vegna er þá verið að hafa tvöhundruðasta, fimmhundruðasta eða þúsundasta hvert lag með djass- sveiflu úr því að djassliðinu hefur óbeint verið sagt að éta það sem úti frýs. Er það til hvíldar fyrir dag- skrárgerðarfólkið sjálft? Hugsanlega er viss hvíld fólgin í því að skipta um takt og tónblæ á nokkurra daga fresti, þótt ekki sé nema í fimm mín- útur af hverjum fimm þúsund. Kannski er hreinlega bannað að spila þessa músík eins og svo marga aðra, að því er virðist. Hvað sem því líður er ljóst að lítill akkur er í því fyrir áhugafólk um djass að heyra þessa einu einustu djassplötu með Ellu Fitzgerald sem ætla mætti að til væri í heiminum. Að minnsta kosti virðist sem engin önnur djasssöngkona hafi verið til sé miðað við lagaval af djass- meiöi. Einstöku sinnum heyrist í Louis Armstrong, kannski af því að hann hefur svo fyndna rödd, eða Frank Sinatra sem er þá kannski nefndur „Frankie Boy“ eða „Blue Eyes“ og gefið í skyn að ef til vill megi finna einhverja kvenkyns aðdá- endur hans á elliheimilum landsins. En yfirleitt er leikin Ella. Nú veit ég ekki hvemig það er tií komið, að svo virðist sem íslenskt dagskrárgerðarfólk hafi ekki áttað sig á því að til eru fleiri djasssöng- konur en hún Ella. Kannski er þetta bara einhver bilun í beinni eða svo- leiðis. En mig langar til aö gera um- ræddum snúðum platna smágreiða í mestu vinsemd og birta hér lista yfir nokkrar ágætar söngkonur sem hafa orðið uppvísar að því að syngja djass. Þetta eru bara örfáar, að vestan eins og sagt er, og álíka lista væri hægt að gera yfir karlsöngvarana. Þar sem instrumental-djass, líkt og önnur ós- ungin músík, virðist því sem næst bannaður á þessum útvarpsstöðvum, gæti þessi listi kannski orðið til þess að fyrmefnd Ella, með fullri virðingu fyrir henni (og Frank og Louis), fengi hvildina þegar næsta djasslag vik- unnar eða ársins verður valiö. Hér er svo þessi listi: Abbey Linc- oln, Anita O’Day, Betty Carter, Billie Holliday, Carmen Bradford, Carmen Lundy, Carmen McRae, Dee Dee Bridgewater, Diane Schuur, Dinah Washington, Ernestine Anderson, Etta Jones, Flora Purim, Helen Merr- Ul, Madelaine Eastman, Nancy Harrow, Nancy King, Nona Hendryx, Peggy Lee, Sarah Waughan, Shirley Hom, SheUa Jordan, Tania Maria, Vanessa Rubin. - Og þær eru miklu fleiri. HAÞRYSTISLONGUR Pressum tengi á háþrýstislöngur. Ryðfrí og húðuð rör og tengi. Ráðgjöf, framleiðsla, uppsetning nýlagna og viðgerðir. Áratuga reynsla tryggir þér góða þjónustu. Qú . LANDVElAfíHF SMIÐJUVEGI66 KOPAVOGI SIMI91-76600 BAKVAKT985-22424 FAX91-78500 Miðjan! LANDFRÆÐILEG MIÐJA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS. Miðjan í Smárahvammslandi er á höfuðborgar- svæðinu miðju. Þaðan tekur örskamma stund að aka eftir hraðbrautum Reykjanesbrautar, Arnar- nesvegar og Hafnarfjarðarvegar til miðbæjar- kjarna sveitarfélaganna á svæðinu. Þannig tekur aðeins um 10 mínútur að aka að Lækjartorgi, 3 mínútur að Garðatorgi og 5 mínútur að Strand- götu í Hafnarfirði. Enn styttra er í fjölmennar íbúabyggðir Breið- holtshverfa,Kópavogs, Garðabæjar og norðurbæjar Hafnarfjarðar. í MIÐJUNNI hefur verið skipulagt nýtt hverfi skrifstofu-, þjónustu- og verslunarhúsa með hag- kvæmni, gæði og fjölþætta nýtingu að leiðarljósi. Fyrsta húsið er nú fullbyggt og sala húsnæðis þar hafin. Það býðst fyrirtækjum og stofnunum, stór- um sem smáum á afar hagkvæmu verði. FRAMTÍÐARSVÆÐI FYRIR NÚTÍMA FJÁRFESTA mt nn n * istr m SMARAHVAMMUR Leitið frekari upplýsinga. Frjálst framtak ÁRMÚLA 18, SÍMI 81 23 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.