Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993 5 Fréttir Mál konu sem sökuð er um að hafa deytt nýfætt bam sitt: Héraðsdómari taki fyrir ákæru á hendur móður Hæstiréttur fellst ekki á frávísun héraðsdóms og sendir það til baka ar. Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávís- un Más Péturssonar, héraðsdómara á Reykjanesi, í máh ríkissaksóknara á hendur konu sem geflð er að sök að hafa fyrirkomið nýfæddu barni sínu á Suðumesjum í ársbyrjun 1992. Máhð hefur tafist talsvert vegna ýmissa heldur óvenjulegra formsatr- iða. Á síðasta ári sendi ríkissaksóknari dómsmálaráðuneytinu erindi þar sem það var borið upp hvort efni væri til að leggja til niðurfeliingu saksóknar á hendur framangreindri konu. Vísað var til heimildar þess efnis sem borin er undir forseta ís- lands. Þar er skhyrt að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi ef máls- höfðun í sakamáli er felld niður. Frá þessu var síðan horfið hjá rík- issaksóknara og var gefin út ákæra á hendur konunni. Ágreiningur varð síðan um það fyrir héraðsdómi hvort ósk ríkissaksóknara hjá ráðuneytinu væri ennþá th meðferðar í ráðuneyt- inu. Héraðsdómur taldi erindið í raun hggja fyrir ennþá hjá ráðuneyt- inu - það heíði ekki gefið skýr svör og vísaði hann málinu því frá og byggði niðurstöðu sína á vanreifun hvað þetta snerh. Þessu mótmælti ríkissaksóknari, ákæra hefði verið gefin út og opin- bert mál höfðað - ríkissaksóknari liti ekki svo á að ósk hans th dómsmála- ráðuneytisins væri þar enn til með- feröar. Frávísun héraðsdóms var síð- an kærö th Hæstaréttar og krafðist ríkissaksóknari þess að héraðsdóm- ur tæki málið til efnislegrar meðferð- Niðurstaða Hæstaréttar var á þá leið að héraðsdómaranum hefði ver- iö skylt að leita eftir skýrri yfirlýs- ingu ríkissaksóknara um að ósk hans th ráðuneytisins um niðurfellingu saksóknar væri þar enn tU meðferð- ar. Úrskurður héraðsdóms var af þessari ástæðu felldur úr gildi og máhnu vísað aftur heim tU efnislegr- ar dómsmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. -ÓTT Jóhann Már ífótspor bróðurins Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég sagði Kidda bróður frá þessu og hann hváði bara. Málið var þá ekki frágengið en nú er ákveðið að við Sólveig Einarsdóttir undirleikari minn förum tU New Jersey í Banda- ríkjunum í júní og ég syngi fyrir þennan bandaríska mann á því sem hann kaUaöi sumarhátíð, en mun víst vera veisla í tengslum við ferða- kaupstefnu," segir Jóhann Már Jó- hannsson, bóndi í Skagafirði. Jóhann Már er bróðir stórsöngvar- ans Kristjáns Jóhannssonar og þekktur söngvari norðanlands. Eftir ferðakaupstefnu sem haldin var á Akureyri í haust söng Jóhann í eins konar lokahófi og þessi bandaríski maður, sem á og rekur ferðaskrif- stofur, heyrði tU hans. Hann vildi ólmur fá Jóhann tU að syngja fyrir sig í sumar og það mál er nú frágeng- iö. „Nei, ég reikna ekki með að þetta sé mUljónafyrirtæki og ég muni krefjast sömu upphæðar fyrir að syngja og Kiddi bróðir fær fyrir sinn söng. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem heiður og veit að við fáum allt frítt, ferðir og aUt uppUiald. Það hef- ur ekkert verið rætt um greiðslur," segir Jóhann. Og hann segir að á efn- isskránni veröi einungis rammís- lensk lög eins og jafnan á söngdag- skránni þar sem hann kemur fram. Jóhann Már Jóhannsson syngur fyr- ir bandarískan feróaskrifstofueig- anda. Öflug litaiölva fyrir þig! Macintosh Colour Classic er öflug tölva sem hentar öllum, hvort sem er á heimilinu, í skólanum eða á vinnustaðnum. Hún er með 4 Mb vinnsluminni og 40 Mb harðdisk, Trinitron-1 itaskjá með hágæðaupplausn, hnappaborði og mús og að sjálfsögðu íslenskt stýrikerfi með handbókum á íslensku. Colour Classic-tölvunni fylgja ýmis forrit, svo sem ritvinnsluforritið öfluga MacWrite II og margir skemmtilegir leikir. Samanburbur á vinnsluhraba Macintosh Plus og SE Macintosh Classic Macintosh LC Macintosh Colour Classic Macintosh SE/30 Verðið er óviðjafnanlegt, aðeins 103.579,- kr. eða 98.400 9" stgr. Margvísleg greiðslukjör, til dæmis VISA-raðgreiðslur til 18 mánaða, en þá verður mánaðargreiðslan um 6.490,- kr. á mánuði. Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (91) 624800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.