Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993 35 dv Fréttir Bæjarstjóri Selfoss: Skilagjöld mikilvæg við f lokkun sorps „Aðalverkefni okkar er að koma sorpmálunum í lag. Við höfum ekki skoðað þetta til hlítar en við fylgj- umst með flokkun sorps hjá þeim í Hveragerði og ef þetta gengur vel munum við að sjálfsögðu gera eitt- hvað í máhnu hjá okkur. Það geta ekki alhr farið í þaö sama,“ segir Karl Björnsson, bæjarstjóri á Sel- fossi, en Hvergerðingar sækja nú um styrk úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði til að flokka pappír úr sorpi og nýta hann við jarðrækt. „Þetta er ókeypis flokkun hjá þeim í Hveragerði þar sem íbúamir verða látnir flokka sorpið þegar innan veggja heimilisins. Framhaldið ræðst svo af því hvernig Hvergerð- ingar geta nýtt sér það sem til fehur og hvort þeir nýta sér það á skynsam- legan hátt. Ég held að skilagjöld skipti geysilegu máh í þessu sam- bandi og held að ef þau væru tekin upp yrðu viðbrögðin góö,“ segir Karl. Selfossbær er eitt þeirra níu sveit- arfélaga sem hlutu staðfestingu tryggingamálaráðherra um styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði nýlega. Selfyssingar höfðu sótt um styrk vegna skógræktar- og umhverfis- verkefna. Ætlunin er að ráða átta menn í þrjá mánuði til að vinna í Hellisskógi, innan bæjarins, og við uppgræðslu við flugvölhnn. Þá er á dagskránni að ráða sex menn í fjóra mánuði til að vinna við grisjun skóga í Þjórsárdal í samvinnu við Skógrækt ríkisins. -GHS Útigengið fé: Júgrinfullaf mjólk Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavilc Enn flnnst fé útigengið í Nauteyr- arhreppi í N-ísafjarðarsýslu. Nokkr- um dögum eftir að Jón bóndi Guð- jónsson á Laugabóh fann fjórar úti- gengnar kindur á Laugabólsdal - þar af eina borna tveimur lömbum - fann hann við leit eina kind útigengna nýboma. Hefur hún verið í hópi hinna í vetur en vikið frá þeim ný- verið. Nú sáust engin lömb, hvorki hfandi né dauð, en júgur hennar voru fuh af mjólk svo ekki hefðu þau átt að deyja úr næringarskorti hefðu þau komist á legg. Jón heyrði tvær tófur gagga þar í dalnum svo hugsanlega er þar komin skýringin á hvarfi lambsins eöa lambanna að áhti hans. Jón Guðjónsson telur líklegt að ekki sé langt um hðið síðan þetta fé kom norður yfir fjöllin úr Austur-Barða- strandarsýslu. Tjamargata: Tilboðitekið Borgarráð hefur samþykkt að taka tilboði verktakafyrirtækisins Gunn- ars og Guðmundar sf. í Tjarnargötu og Tjamarbakkann, jarðvinnu og lagnir, en fyrirtækið bauð rúmar 23 milljónir króna í verkið eða 84,5 pró- sent af kostnaðaráætlun. -GHS Akureyri Egilsstaðir Hornafjörður Húsavík ísafjörður Patreksfjörður Sauðárkrókur Þingeyri Vestmannaeyjar 6.230 8.200 7.270 7.010 5.830 5.660 5.630 5.600 4.160 Miðað er við að greitt sé fyrir báðar leiðir, fram Fokker 50 flyturþig og til baka, með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og að á ftjúgandi ferð milli Reykjavtkur dvalið sé lengur en þrjár nætur. Bókunum er ekki hægt og níu áfangastaða að breyta. Flugvallarskattur, 330 krónur, er. inni- á íslandi á ótrúleguAPEX verði falinn og sætaframboð er takmarkað. Það hefur aldrei verið jafnhagstætt að fljúga innanlands. FLUGLEIDIR þjóðbraut innanlands ‘ I ofninn, grillið pottinn eða pönnuna, aðeins 484^ í næstu verslun BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.