Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Qupperneq 26
38
MÁNUDAGUR 3. MAÍ1993
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á skrifstofu embættisins
að Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir: Sunnu SU-266 (1814), þing-
lýst eign Jóhannesar Gíslasonar, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, miðviku-
daginn 5. maí kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI
------------------------\
Útboð
Styrking Siglufjaröarvegar 1993
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu
4,0 km kafla á Siglufjarðarvegi.
Magn: 11.500 rúmmetrar.
Verki skal lokið 15. september 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal-
gjaldkera), frá og með 3. maí nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 17. maí 1993.
Vegamálastjóri
WúmÝGGjÁíömm'
Vegna breytinga í sýningarsal okkar seljum
vio nokkur elahús, böo og fataskápa með
40 % AFSLÆTTI
T.d. Eldhús frá kr. 152.000.- m/ VSK.
Einnig böð og fataskápa af lager á
góðum verðum.
SjÁUMST í H-GÆÐI H.F.
Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík
\_______ sfmi 91-678787_____/
■
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í
Reykjavík, óskar eftir tilboðum í endurnýjun leikskólalóðar.
Verkið nefnist: Leikskólar við Sunnutorg. Helstu magntölur eru:
Tilflutningur á jarðvegi 500 m3.
Grúsarfylling 630 m3.
Snjóbræðsla 525 m2.
Hellulögn 649 m2.
Grasþakning 420 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík frá og með þriðjudeginum 4. maí, gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboðin veröa opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. maí 1993
kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, sími 68-77-02.
Meiming
Farsans kæti og fjör
„... og hamagangur á Hóli,“ stóð einhvers staðar í
vinsælum dægurtexta endur fyrir löngu.
Á sviöi Þjóðleikhússins er ekki minni hamagangur
um þessar mundir en forðum á Hóli. Þar var Kjafta-
gangur, leikrit eftir Neil Simon, frumsýndur sl. fóstu-
dagskvöid, lauflétt stykki, sem hlítir þeim lögmálum
farsans að byggja sem mest á fyndnum uppákomum
og hraða.
Misskilningur og lygaflækja
Verkið, sem er uppfullt af gríni og orðaleikjum, er
þýtt og staðfært af Þórarni Eldjárn. Það gerist kvöld
eitt úti á Nesi, nánar tiltekið heima hjá þeim Kalla og
Svandísi. Vinir þeirra ætla að samfagna húsbóndanum
sem er nýbúinn að fá góða stöðu hjá ráðherranum.
Strax og fyrstu gestirnir mæta er ljóst að ekki er allt
með felldu í húsi hjónakornanna og upphefst nú yfir-
klór, misskilningur og lygaflækja sem erfitt reynist
að greiða úr.
Ekki er vert að spilla ánægju væntanlegra leikhús-
gesta með því að rekja efni verksins nánar en hitt er
víst að áhorfendur veröa að vera tilbúnir að meðtaka
grínið hrátt án þess að pæla um of í innihaldi og efni
því það er næsta rýrt.
Leikstjórinn, Asko Sarkola, er góður gestur frá Finn-
landi sem á að vonum marga aðdáendur meðal leiklist-
arunnenda hér á landi. Hann byggir upp hraða og fjör-
uga sýningu þar sem jafnræði er á milli leikara og
allt byggist á nákvæmum tímasetningum. Leikendur
hlaupa inn og út, upp og niður og hvergi má skeika
innkomu eða tilsvari. Þetta tekst oftast vel, það er
mikil hreyfmg á sviðinu og staðsetningar vel úthugs-
aðar.
í byijun eru þijú pör nefnd til sögu, leikin af Lilju
Guðrúnu Þorvaldsdóttur og Emi Ámasyni, Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur og Sigurði Siguijónssyni, Tinnu
Gunnlaugsdóttur og Pálma Gestssyni. Seinna bætast
þau Halldóra Bjömsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í
partíið.
Mikið hlegið
Á frumsýningu náðist upp góð stemning og það var
mikið hlegið í húsinu þó að ruglið yrði næsta einhæft
þegar til lengdar lét og leikararnir héldu ekki fullum
dampi þar sem handritið er veikast.
En í lokaatriðinu fór Sigurður á kostum og endaði
sýninguna með elegans. Honum er það lagið að leika
út fyrir textann og bæta við tilbrigðum og tjáningu sem
lyfta svona hlutverki upp úr rútínuleik hins sleipa
fagmanns.
Eftir þessa frammistöðu kom söngurinn í framkall-
inu eins og skollinn úr sauðarleggnum og var alveg á
skjön við það sem á undan var gengið.
Áf öðrum leikendum má nefna Olafíu Hrönn sem
bætir við sig í hverju hlutverki sem hún tekst á við
og sýnir hér prýðilegan gamanleik. Pálmi siglir fyrir-
hafnarlaust með sínu lagi í gegnum hlutverk Önna
og þau Lilja Guðrún og Örn fara mikinn og eru góðar
týpur, samvalin í fuminu og flaustrinu sem einkennir
atburðarásina þetta kvöld. Tinna fær það hlutverk að
leika Kíkí, sem er svo bakveik að hún er í vinkil mest-
allt kvöldiö. í kringum þetta spinnast svo alls konar
farsakenndar uppákomur og Tinna lætur engan bilbug
á sér finna þrátt fyrir ýkjurnar í hlutverkinu.
Ingvar og Halldóra leika parið sem mætir síðast og
þau Randver Þorláksson og Þórey Sigþórsdóttir tvo
lögregluþjóna sem mæta á svæðið. Þessi hlutverk gefa
ekki sömu tækifæri til tilþrifa en eru snyrtilega af
hendi leyst.
Leikmynd Hlínar Gunnarsdóttur nýtist sýningunni
Halldóra Björnsdóttir og örn Árnason í hlutverkum
sínum í Kjaftagangi. DV-mynd GVA
Leiklist
Auður Eydal
vel, stofan eins og hún „á að vera“ samkvæmt for-
múlu uppanna, útgönguleiðir margar og svigrúm nóg.
Búningar kvennanna eru ýktir og farsakenndir sam-
kvæmiskjólar en karlmennirnir eru í hefðbundnum
smókingfötum.
Sýningin á Kjaftagangi er vel samhæfð og leikararn-
ir, klassalið, gera nákvæmlega það sem maður býst
við af þeim, hver með sínu lagi, en þó án þess að fara
fram úr sjálfum sér.
Farsi er farsi og vilji fólk sjá lauflétt grín unnið af
fagmennsku og hvergi til sparað svona í lok leikársins
þá er þetta tækifærið.
Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviðinu:
Kjaftagangur
Höfundur: Neil Simon
Þýðing og staðfærsla: Þórarinn Eldjárn
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Búningar: Hlin Gunnarsdóttir og Þórunn Maria Jónsdóttir
Leikmynd: Hlín Gunnarsdóttir
Leikstjórn: Asko Sarkola
Aóstoöarleikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir
Beethoven Messa í C
Fyrir flestum er Beethoven einkum tónskáld sinfón-
ía, píanóverka og kammertónlistar. Afrek hans á þess-
um vettvangi eru slík að mönnum hættir til að láta
önnur verk hans falla í skuggann. Nýlega var fjallað
um hið frábæra verk hans Missa Solemnis í pistlum
þessum, en virðist seint ætla aö fá sinn verðuga sess
Tórúist
Finnur Torfi Stefánsson
í hugum tónlistaráhugafólks. Nú er til í hljómplötu-
verslunum annar diskur með tónlist Beethovens af
svipuðum toga þar sem er Messa í C dúr ásamt með
kantötunni „Meerestille und gluckliche Fahrt" og kon-
sertaríunni „Ah perfido- Per pieta“.
Verk þessi eru flutt af The Monteverdi Choir ásamt
Orchestre Revolutionnaire et Romantique. Einsöngv-
arar eru Charlotte Margiono, Catherine Robbins, Will-
iam Kendall og Alastair Miles. Stjórnandi er John
Eliiot Gardiner.
Konsertarían minnir mjög á sumar aríur Mozarts.
Hún er löng og fjölbreytt að stemningu og hið skemmti-
legasta verk. Kantatan lætur lítið yfir sér en er engu
að síður ágætt verk. Beethoven var mikill aðdáandi
Göthes, sem er höfundur textans, og tileinkaði honum
verkið. Göthe lét hins vegar ekki svo litið að þakka
fyrir og virðist ekki hafa kunnað að meta tiltækið.
Besti hluti verksins er túlkun Beethovens á hinu lygna
úthafi, sem ekki er vitað til að hann hafi haft mikil
kynni af nema í ímyndun sinni.
Messan í C er samin 1807, á svipuðu tímabili og
fimmta og sjötta sinfónían og fleiri verk í líkum anda.
Messan er hins vegar mun hógværara verk. Beethoven
sagðist hafa reynt að nálgast textann á nýjan hátt.
Ekki virtist mönnum líka það vel í þá daga því viðtök-
urnar sem verkið fékk við frumflutning voru heldur
dræmar. Nú til dags hljómar verkið einlægt og per-
sónlulegt. Þetta var í fyrsta sinn sem tónskáldið samdi
messu og athyglisvert að engin tilraun er gerð til að
skrifa sinfónískt trúarverk. Ahrifamestu staðirnir eru
hjá kómum þótt einsöngvarar og hljómsveit fái einnig
næg tækifæri til að spreyta sig.
Flutningur á þessum diski er með ágætum, einkum
er útkoma The Moneverdi Choir góð. Hljómsveitin
leikur á uppranaleg hljóðfæri eins og er í tísku nú til
dags og kemur það ágætlega út. Þetta er einkar eiguleg-
ur diskur.