Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993
19
Meiming
Hækur Öskars
Hækur er japanskt ljóðform, ákaf-
lega knappt, sem ýmsir Vestur-
landabúar hafa lagt stund á, allt frá
því Ezra Pound fór að kynna þeim
þær í upphafi aldarirmar. Undanfar-
in ár hafa æ fleiri íslendingar ort
undir þessum hætti. Þær yfirgnæfa
í þessari fiórðu ljóðabók Óskars
Árna, en eru með ýmsu móti. Upp-
haflega japanska formiö er þrjár lín-
ur, fyrsta og þriðja fimm atkvæði
hvor, en miðlínan sjö. Ekki voru Jap-
anir þó mjög stífir á þessari talningu
og því síður er það hægt í svo ólíku
tungumáli sem íslensku. Eftir sem
áður er þetta þó mjög knappt form
þar sem gefið er í skyn og dregin upp
ópersónuleg mynd, í stað þess t.d. að
Ijóðmælandi komi með persónulegar
likingar.
Helmingur þessarar bókar er þýð-
ingar, einkum á hækum, 25 eftir jap-
önsku stórmeistarana og 100 eftir
Bandaríkjamenn. Og þar finn ég
mést sláandi dæmin, t.d. þetta eftir
Jack Cain (bls. 52):
autt herbergi
dinglandi heröatré
vegur kyrröina
Þama næst sérkennileg mynd í
mjög stuttu máli, tómt herðatréð
minnir á vog að uppbyggingu og
hreyfingu, en hvað ætti það að vega?
Á svipaðan hátt er önnur hæka
byggð eftir Nic Avis (bls. 51):
nýfallinn snjór -
opna nýjan pakka
af vélritunarpappír
Hér er það hvíti liturinn sem teng-
ir alóskylda hluti, svo ímyndunarafl
lesenda fer að glíma við að finna
tengsl. En þetta er mikil nákvæmn-
islist, þegar naumhyggjan sker ljóðin
niður f sem allra minnst, og stundum
sýnist mér að tilefni til slíkra pælinga
gefist ekki í textanum, hann sé nokk-
um veginn flatur, t.d. þetta eftir
Gustave Keyser (bls. 54):
regnvott sumarkvöld ...
skuggi af fiðrildi
innan á lampaskerminum
Fmmort ljóð Óskars fara bil beggja
þegar best tekst til. Þá á ég við að
einstakar hækur rúmi ekki veruleg-
ar andstæður en saman í bálki myndi
þær seiðandi skáldskap. Þar verða
minnisstæðir Tindátar háloftanna,
sem Óskar sendi frá sér 1990, og hér
finnst mér þetta takast vel í fyrsta
bálki þessarar bókar, en hann er
samnefndur henni. Við reynum að
koma honum fyrir hér í lokin. Þarna
raðast saman einstakar ferðamynd-
ir. Athugið að á’sviðinu er sjaldnast
fólk, heldur yfirgefið drasl, og mikið
um orð með neikvæðum blæ. Fjar-
vera er það stef sem í ýmsum blæ-
brigðum tengir myndirnar. Þessi
eining sundurleitra hluta heillar:
hvítasunna -
brotinn regnbogi yfir
Umferöarmiöstööinni
Hvalíjaröarþokan -
sálmasöngl
aftast í rútunni
eyðibýlið -
tuskudúkka starir út
um kvistglugga
höndin skelfur
þegar hann bendir á leiði
systkina sinna tólf
harmonikuhurðin
dregin fyrir matsalinn
í Hreðavatnsskála
ryðgað bílhræ á heiðinni -
hugsa um rigninguna
á Þingvöllum ’44
afleggjarinn
upp að Sveðjustöðum
en engir Sveðjustaðir
ekki séð sólarglætu
í heila viku
fyrr en nú í Hrútafirðinum
Svartárdalur -
einhver gleymt vasaljósi
á brúsapallinum
kirkjugarðshliðið
hnýtt aftur
með svörtu hálsbindi
snjófól...
lóur á túnum,
Tröllaskagi í ijarska
rofar til
yfir Heljardalsheiði -
nýkveikt tnngl
Bókmenntir
örn Ólafsson
lít upp úr Issa
í Haganesvík -
hrossafluga á rúðunni
rigning
í Strákagöngum -
spáir sólskini
Nýja Bíó á Siglufirði -
bláar teiknibólur í tómum
útstillingarkassa
Hótel Hvanneyri -
fægir siifrið
meðan ég skoða matseðilinn
marrið
í járnrúminu -
Siglufjarðarmáninn
Þetta er þriðja bókin í ljóðaklúbbi
Máls og menningar, og hefur hann
farið vel af stað. Vonandi verður út-
breiðslan eftir því, þar gerði fólk góð
kaup.
Óskar Árni Óskarsson:
Norðurleið.
Mál og menning 1993, 77 bls.
Oskar Arni Oskarsson.
I fyrstasánn
tvöfaldur
l.viimingur
Spilaðu með fyrir kl. í
16 á miðvikudaginn.
Veröurhaim
4
kr.?