Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Page 10
10
36 MÁNAÐA GREIÐSLUKJÖR
M MC Galant GLSi
2,0 ’90, sjálfsk., 4ra
d., grænn, ek.
64.000,
v. 1.190.000.
Jeep Cherokee La-
redo4L’88, sjálfsk.,
5 d., blár, ek.
80.000,
v. 1.650.000.
m•■■■
Dodge Ramcharger
4x4 V8 318 ’82,
sjálfsk., 3jad.,blár,
v. 600.000.
Ford Fiesta 1,0 ’86,
5 g., 3ja d., grár,
v. 170.000.
Peugeot 2f)5 XR 1,4
’90, 3ja d., rauður,
ekv -37.000,
v. 550.000.
Mazda 323 LX 1,3
’88, 3ja d., hvítur,
ek. 88.000,
v. 450.000.
NOTADIR BÍLAR
virka daga frá 9-18.
laugardaga frá 12-16.
SÍMI:
642610
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993
Útlönd_______________________________________________ða/
Norðmenn á slóð Tistedals-morðingjans:
Sextugur maður
í haldi lögreglu
Tæplega sextugur atvinnuleysingi
er í haldi lögreglu í Noregi og þykir
margt benda til þess aö hann sé við-
riðinn eitt eða fleiri af fjórum óupp-
lýstum morðum í Tistedal. Maðurinn
situr inni vegna gruns um að hafa
framið bankarán í Halden í apríl í
fyrra.
Ann Kristin Olsen, lögreglustjóri í
Halden, sagði í samtaii við NTB að
maðurinn yrði væntanlega úrskurð-
aður í gæsluvarðhald í dag. Hann var
handtekinn snemma á föstudags-
morgun og til þessa hefur hann að-
eins verið yfirheyrður um bankarán-
iö.
Lögreglustjórinn vísar því á bug
sem sögusögnum að maðurinn hafi
að hluta til játað hlutdeiid sína í
Tistedalsmorðunum.
NTB hefur fengið það staðfest eftir
áreiðanlegum heimildum að líklega
sé hægt að selja manninn í samband
við eitt eða fleiri af morðunum fjór-
um. Maðurinn hefur áður verið yfir-
heyrður nokkrum sinnum vegna
morðanna og eftir því sem NTB hefur
frétt hafa skýringar hans ekki alltaf
verið þær sömu.
Hinn grunaði býr í næsta nágrenni
við Mattis S-markaðinn þar sem
verslunarstjórinn Karl-Johan Hage-
vik var skotinn til bana um jólaleytið
í fyrra. Skammt þar frá er einnig
heimili Pers Röds ellilífeyrisþega
sem var barinn tfl bana á heimfli sínu
þann 1. september í fyrra.
Rúmlega þrítugur sonur mannsins
var einnig færður til yfirheyrslu á
fostudag en honum var sleppt um
kvöldið. Hann hefur einnig margoft
verið yfirheyrður vegna morðanna.
Samkvæmt heimfldum NTB er að-
altilgáta lögreglunnar sú að maður-
inn hafi farið í felur heima hjá syni
sínum eftir að morðin voru framin.
NTB
Blll Clinton, forseti Bandarikjanna, vissi ekki hvaðan á sig stóö veörið er ung stúlka, nemandi viö Georgetown
University, stökk á hann og kyssti hann á hægri kinnina. Til að bæta um betur þrýsti hún lófanum á kinn hans til
að pressa varalitinn betur á. Forsetinn var á skemmtiskokki um skólasvæðið er atburðurinn gerðist. Simamynd Reuter
Fyrrum forsætisráöherra Frakklands þoldi ekki gagnrýnina
Stytti sér aldur með
byssu lífvarðarins
Sjálfsmorð fyrrum forsætisráð-
herra Frakklands, Pierre Bérégovoy,
hefur komið af stað mikilli umræðu
í Frakklandi um siöferði stjómmála
og dagblaða þar í landi. Sagt er að
Bérégovoy hafl stytt sér aldur vegna
þess að hann hafi ekki þolað árásir
fjölmiðla og annarra á mannorð hans
og stjórnmálaferil. Margir franskir
stjómmálamenn haida því fram að
Bérégovoy hafi tekið þessa ákvörðun
tfl að binda enda á gagnrýni fólks á
þá aðfla sem sinna opinberum störf-
um.
Bérégovoy, sem var 67 ára gamall,
skaut sig í höfuðið á laugardaginn
með byssu lifvarðar síns. Atburður-
inn gerðist í heimabæ hans, Nevers,
og þar mun hann verða jarðsettur á
Fyrrum forsætisráðherra Frakk-
lands, Pierre Bérégovoy, en hann
lést á laugardaginn eftir að hafa
skotið sig í höfuðið. Simamynd Reuter
þriðjudaginn. Ættingjar Bérégovoys
og aðrir sem þekktu hann halda því
fram að það hafi haft mikil áhrif á
hann er honum var brigslað um
óheiðarleika en hann fékk að láni
vaxtalaust lán upp á eina milljón
franka hjá vini sínum sem síðar fékk
dóm fyrir svik.
Bérégovoy haföi verið mjög langt
niðri frá því í mars er flokkur hans,
Sósíalistaflokkurinn, stórtapaði í
þingkosningunum í vor og varð
stjórn hans að fara frá eftir aðeins
eitt ár við völd. Vinir Bérégovoys
haida því fram að hann hafi talið það
mjög óréttlátt að stjórn hans skyldi
hafa verið kennt um aukið atvinnu-
leysi í Frakklandi og gífurlegan fjár-
lagahalla. Reuter
+