Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Norðmenn hefla hvalveiðar í júní: Holst krefst breyttrar hval- veiðistefnu EB Útlönd Bandarískar konurhlynntar Bandarlskar konur eru hlynnt- ar þeirri afstöðu sem Hillary Clinton hefur tekið, þ,e.a.s. að taka vh*kan þótt í störfum í Hvíta húsinu. Það voru túnaritið McCall’s og kapalsjónvarpsstöðin Lifetime sem stóðu fyrir skoðanakönnun meðal bandarískra kvenna og þar kom íram að 69 prósent voru ánægðar með frammistöðu Hill- arys og þar af sögðu 46 prósent að hún væri mjög góð fyrirmynd nútímakonunnar. Sökkominnar Dómari í Ástraliu heiúr komist að þeirri niðurstöðu að kona, sem var nauðgað, hefði getað sjálfri sér um kennt þar sem hún féllst á að fa far með þremur ókunnug- um mönnum. i dómnum segir að konan hafi ekki orðiö fyrir alvarlegu áfalli og aö hún stundi enn kynlif. Hafhaðl því dómarinn kröfu kon- unnar um skaðabætur. Morðingi látinn laus Ungur portúgalskur maður hef- ur verið látinn laus úr fangelsi þó að hann hafi drepiö bróður sinn, ömmu og frænda. Rétturinn taldi að hann hefði verið sjúklega drukkinn þegar morðin voru framin og því ekki vitað hvað hann var að gera. Geðlæknir sagði að maöurinn hefði þjáðst af áfengiseitrun. Reuter Noregur krefst þess að hrefnan verði strikuð út af lista Evrópu- bandalagsins, EB, yfir þær dýrateg- undir sem eru í útrýmingarhættu. Johan Jörgen Holst, utanríkisráð- herra Noregs, lýsti því yfir í gær við Hans van den Broek, talsmann Evr- ópubandalagsins í samningaviðræð- um við möguleg aðildarríki, að nauð- syn væri á að taka tillit til vísinda- legrar niðurstöðu. Holst vísaði á bug hótunum land- búnaðarráðherra Breta um að Nor- egur gæti þurft aö velja á milli aöild- ar að Evrópubandalaginu og hval- veiða. „Þetta eru ummæli sem ekki eiga að koma frá ráðherra. Ef hann er upptekinn af dýravemdunarmál- um ætti hann að huga að málum sér nær eins og til dæmis refaveiðum,” sagði Holst. Norsk yfirvöld ákváðu í gær að leyft yrði að veiða 296 hrefnur á þessu ári, þar af 160 í ábataskyni. Tilkynnt var að veiðamar hæfust í fyrsta lagi í maílok og í síðasta lagi í júníbyrjun. Eftir er að veita hval- veiðibátunum leýfi en alls uppfylla Johan Jörgen Holst, utanríkisráð- herra Noregs. DV-mynd BG 35 bátar þau skilyrði sem þarf. Hvalveiðimenn í Noregi em ánægðir yfir því að hvalveiðar skuli vera að hefjast að nýju en þeir hafa lýst yfir óánægju sinni með kvótann sem þeir segja of lítinn. Formaður hvalveiðimanna, Steinar Bastesen, kveðst hafa átt von á að kvótinn yrði um 500 hvalir. „Mótmæli hvalavina verða jafnmikil, hvort sem við veið- um 300 eða 800 hrefnur. Þar sem vit- að er með vissu að stofninn þolir aö veiddar séu 800 hrefnur hafði ég að minnsta kosti reiknað með kvóta upp á 550.“ Stjómmálaleiðtogar í Noregi lýstu í gær yfir fullum stuðningi við hval- veiðistefnu stjórnarinnar. Menn tóku það þó fram að þeir gerðu sér grein fyrir að stefnan gæti kostaö Norðmenn talsvert. Leiðtogi hægri manna, Kaci Kullmann Five, fór fram á umfangsmeiri upplýsingaher- ferð af hálfu Norðmanna en Carl I. Hagen lýsti eftir aðgerðum til aðstoö- ar útflutningsgreinum sem geta orð- ið fyrir barðinu á mögulegum refsi- aðgerðum. Talsmenn fyrirtækisins Norske Mejerier gera ráð fyrir minnkandi sölu á Jarlsberg-osti. Fyrirtækinu hafa borist um 20 þúsund bréf frá einkaaðilum og hópum sem hóta her- ferð gegn Jarlsberg-ostinum hefji Norðmenn hvalveiöar í ágóðaskyni. Hingað til hefur fyrirtækið ekki orð- ið vart við minnkandi sölu á ostinum áBandaríkjamarkaði. ntb Síðasti þátturinn afStaupasteini Síðasti þátturinn af Staupasteini, eða Cheers, verður sýndur í Banda- ríkjunum á morgun. Gert er ráð fyr- ir að fleiri muni horfa á þáttinn en nokkurn annan sjónvarpsþátt fyrr eða síðar. Sjónvarpsstöðin NBC, sem sýnir þættina, hefur auglýst þáttinn alveg gífurlega mikið, bæði með útvarps- og sjónvarpsauglýsingum og get- raunum. Þegar síðasti þátturinn af MASH var sýndur fyrir rúmlega tíu árum sat 77 prósent bandarísku þjóð- arinnar við tækin. Er ætlunin að slá það met annað kvöld þó að viður- kennt sé að það geti reynst erfitt. Bob Meyers, talsmaður NBC, sagði að sjónvarpsstöðin geröi ráö fyrir að um 47 milljónir heimila munu horfa á lokaþáttinn. Meðal áhorfenda verða gestir krá- arinnar Bull and Finch í Boston sem er fyrirmynd Staupasteins. Reuter Loksins er hún koniin stórmyndin „Malcolm Xfcfc, sannkallað þrekvirki og meistarastykki frá leikstjóranum Spike Lee. Denzel Washington var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Malcolm X. „Malcolm X“ einfaldlega stórkostleg mynd! Aðalhlutverk: Denzel Washington, Angela Bassett, Spike Lee og Albert Hall. Framleiðendur: Marvin Worth og Spike Lee. Leikstjóri: Spike Lee.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.