Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Spumingin
Hvaö ætlar þú aö gera á
uppstigningardag?
Þorsteinn Hannesson: Fara í golf.
Einar Þorsteinsson: Slappa af.
Guðmundur Hansson. Það er ekkert
ákveðið.
Hclga Lára Pálsdóttir: Sofa.
Jóhanna Þórðardóttir: Ég verð að
vinna.
Kristinn Arnar Diego: Skoða fuglana
á Tjöminni.
Lesendur
Undir kverkatökum og hótunum:
Óskastaða íslendinga
á alþjóðavettvangi
Þorsteinn Sigurðsson skrifar:
Við íslendingar höfum ætíð hátt.
Það á við um hvaðeina sem við ger-
um. Við erum háværir heimafyrir, á
mannamótum og í átökum innbyrðis
um mestu hagsmunamál okkar
sjálfra. Á alþjóðavettvangi viljum við
láta að okkur kveða og horfum ekki
í kostnað við að senda fjölmennar
sendinefndir til að ota okkar tota
þótt einsýnt sé að við getum sem
best fylgt í fótspor grannþjóða sem
ná viðunandi niöurstöðu.
Hvalamálið er enn á ný orðið að
deiluefni. Við áteljum Bandaríkja-
menn fyrir að hóta viðskiptabanni á
ísienskar afurðir látum við ekki af
hvalveiðum að fullu. Höfum við þá
aldrei sjálfir hótað viðskiptabanni?
Eða hvaða þingmenn stóðu í pontu á
Alþingi hér um árið og heimtuðu
áframhaldandi viðskiptabann á Suð-
ur-Afríku?
Nú hafa Bandaríkin snúið sig úr
kverkatakinu sem íslendingar hafa
sannanlega haft á hinum fyrmefndu.
Engin þjóð í Vestur-Evrópu hefur
haft jafn lengi og eins fast kverkatak
á Bandaríkjunum og íslendingar.
Þetta er nú gleymt í bih. Það sem
verra er, íslendingar halda í alvöru
að þeir geti enn hótað Bandaríkja-
mönnum með Keflavíkurflugvelli.
Allir vita að sá flugvöllur er allur
þegar Bandaríkjamenn ákveða að
hann sé ekki lengur mikilvægur.
Borgaralegt flug flyst þá einfaldlega
til Reykjavíkur þaðan sem viö mynd-
um fljúga með Fokker-vélum til
næsta nágrannalands, Skotlands.
Getum við ætlast til að Bandaríkja-
menn sópi flugbrautir hér eða haldi
úti slökkviliði fyrir ferðaglaða ís-
lendinga?
Ég held að tími sé kominn til fyrir
okkur íslendinga að huga að stöðu
okkar í heiminum, hvar við búum
og hvað aðrar þjóðir hugsa um okkur
í raun. Það er ekkert sjálfsagt að
aðrar þjóðir hafi hér dýr sendiráð
eða sendiherra nema fyrir náin sam-
skipti á báða vegu. Það sýnist sem
íslendingar séu ómeðvitaðir um aö
þeir eru engir aufúsugestir í alþjóö-
legu samstarfi. Þar hefur óskastaða
þeirra verið sú að geta haft í hótun-
um og að ná kverkataki á hverjum
viðmælanda sem þeir komast í tæri
við. - En hvað hvalveiðum viðvíkur
er engin eftirsjá að þeim, og aðstand-
endur þeirra hafa ekki skilað neinum
fjármunum í þjóðarbúið. í besta falli
tekjuauka af sumarvinnu fyrir sína
nánustu.
„En hvaö hvalveiðum viðvíkur er engin eftirsjá að þeim og aðstandendur þeirra hafa ekki skilað neinum fjármunum
í þjóðarbúið," segir í grein bréfritara.
Af hverju var sýningartíma breytt?
Brynhildur hringdi:
Ríkissjónvarpið hefur yfir vetrar-
tímann sýnt bamaefni klukkan 18 á
daginn sem er góðra gjalda vert. Á
mínu heimili er þetta ipjög vinsæl
stund hjá yngstu kynslóðinni og ég
veit aö sama gjldir um mörg heimili.
Þetta er yfirleitt prýðisefni og sjón-
varpið á hrós skihð fyrir að sinna
börnunum.
Þaö kemur afskaplega á óvart þeg-
ar Ríkissjónvarpið tekur upp á því
að breyta sýningartímanum og sýna
klukkan 19 í staðinn fyrir 18. Sá stað-
ur í dagskránni er afskaplega óheppi-
legur fyrir mig og eflaust marga aðra.
Klukkan 19 eru flestir landsmenn
sestir að borðum við kvöldmat, eða
í þann veginn. Það kemur því upp
leiðindastríð þegar fá þarf bömin að
matarborðinu.
Eins og skiljanlegt er kemur upp
mikil óánægja hjá bömunum þegar
rífa á þau frá sjónvarpsefninu. Ég
skil ekki tilganginn með þessari
breytingu sjónvarpsins og vona að
hægt sé að breyta aftur í fyrra horf.
Ég trúi því ekki að sjónvarpið vilji
vera ábyrgt fyrir því aö raska rónni
á heimilum landsmanna.
Evróvisjón:
Atkvæði til frændþjóða
Helga skrifar:
Ég hef aldrei getað skilið fólk sem
heillast af þessæi vesælu Evróvisjón
söngvakeppni. Ég hef hina megnustu
skömm á þessari keppni en hef samt
sem áður neytt sjálfa mig til þess að
horfa á keppnina. Ástæðan er sú að
ég vil fá það staðfest hverju sinni að
keppnin sé marklaus með öllu, svo
ég geti rökstutt skoðun mín fyrir vin-
um og kunningjum. Það er hægt að
sanna fánýti keppninnar með því að
grannskoða einkunnagjafir þjóð-
anna. Ef hún væri hlutlaus og fyrst
og fremst væri kosið um gæði lagsins
sem sungið er væri dreifing atkvæð-
anna allt önnur en hún er.
Hringið í síma
63 27 00
milli kl. 14 og 16-eóa skrifið
Nafn Oj{ slmanr. veröur aö fýlgja bréfum
Sannleikurinn er sá að einkunn-
imar dreifast fyrst og fremst til ná-
grannaþjóöa eða helstu viðskipta-
þjóða landanna. Ef einhver á þáttinn
á myndbandi getur hann sannreynt
Bréfritari er ekki hrifinn af Evró-
visjón söngvakeppninni.
þetta með því að skoða einmitt þetta
atriði.
Ég vil einnig benda á annað atriði
sem sýnir hve sigurinn í keppninni
er Utils viröi. Fyrir tveimur árum
voru tvö lög efst og jöfn í keppninni,
sænskt dúkkulísulag og síðan lag eft-
ir frönsku Ustakonuna Aminu sem
er af arabískum ættum. Sænska lagið
var dæmt sigurvegari keppninnar á
grundvelU þess að það hafði hlotið
fleiri toppeinkunnir en það franska.
Síðan þessi atburður gerðist, hefur
sænska lagið verið týnt og tröUum
gefið, en það franska nýtur enn vin-
sælda, tveimur árum síðar.
Franska lagið var uppreisn gegn
hefðbundnum Eurovisjón-lögum og
frammistaða þess því sigur gegn
keppninni í heild sinni. Betur að
ráðamenn áttuðu sig á því og legðu
þessa endaleysu niður svo við íslend-
ingar gætrnn sparað þær miUjónir
sem við heUum í keppnina á hverju
ári.
æmiiga*iiciianna
clillVðriilæinaVina
S.N. skrifar:
í þáttum Baldurs Hemianns- ;
sonar hefur heldur betur verið
deilt á bændur og meðferð þeirra
á smælingjum í þeirra umsjá. Ég
held að nú verði að snúa sér bet-
ur aö sannleikanum, ef hann á
ekki allur að verða sniðgenginn
í þessum þáttum. Það hefur
nefhUega ekki enn verið núnnst
áembættismcnn f>Trí tíma, þ.m.t.
presta, dómara og sýsiumenn,
; sem á beinan hátt arðrændu
landslýð og létu greipar sópa,
jafnt hjá bændum sem íbúum við
fiskislóð og sjávarsíðu.
Það var á ábyrgð embættis-
manna og landsstjórna, er hér
ríktu, sem ánauö íslendinga reis
sem hæst. Ekki bænda, sem lítíls
máttu sín gagnvart ofurvaldi
embættismannanna. Og það sem
verra er; aíkomendur þessara
sömu embættismanna eru enn
við kjötkatlana. Margir afkom-
endur þeirra eru enn í mörgum
af bestu embættum landsins í dag
og draga lappimar gegn framfór-
um og frískum straumum sem'
löngu eiga að vera viðtcknir hér
sem annars staðar.
Baldvin hringdi:
Það er orðin lenska hjá íþrótta-
fréttaríturum þessa lands að tala
um „ítalska boltann“ og „enska
boltann". Hvernig líiur þessi bolti
út? mér er spurn. Ég geri ráð fyr-
ir að það sem raennirnir eru að
tala um sé ítölsk knattspyma eða
ensk knattspyrna. Ekki veit ég
hvaðan þessi vitleysismállýska
er komin en lútt veit ég, að hún
er röng.
Frelsi til
aðvelja
Sigurbjörn hringdi:
Það er ekki annað hægt en að
fagna þvi þegar fréttir berast af
því að áformaö sé að hefja endur-
varp erlendra sjónvarpsstööva
hérlendis. Það var tími til kominn
að íslendingar ættu þess kost að
geta valiö úr sjónvarpsrásum
enda vorum við hreinlega aö daga
uppi í þessum málum. fjöldi fólks
er fyrir sérstaka tegund sjón-
varpsefnis. EkM er að efa að þeir
fagni tilkomu alþjóðlegra sjón-
varpsstöðva eins og Music TV,
Sky sport-rásarinnar eða ann-
arra viölíka.
IISI I vt
sýndbeint
Svavar hringdi:
Það var mikils virði aö sjá leik
ensku liðanna Arsenal og Sheffi-
eld Wednesday í beinni útsend-
ingu í úrslitum bikarsins síðastl-
iðinn laugardag. Vegna þess aö
jaíntefli varð í þeim leik verður
að spila annan leik á fnnmtudag.
Ég vona aö aðstandendur ríkis-
sjónvarpsins geri sér grein fyrír
mikilvægi þess aö sá leikur verði
einnig sýndur beint. Þeir eru
margir sera myndu horfa á þá
útsendingu.
Japanskur
matur
Vilhjálmur hringdi:
í Reykjavík er mikill fjöldi stór-
góöra matsölustaða sem em af
rnörgum stæröum og gerðum.
Hægt er að fá hefðbundinn mat,
ýmiss konar evrópskan, suður-
amerískan, japanskan og ind-
verskan mat og jafnvel frá fieiri
löndum. Ég skil því ekki afh verju
hér hefur aldrei veríð opnaður
matsölustaður með japönskum
mat, eins og hann er nú góður.