Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Page 20
20
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
íþróttir
Jón Kristján Siguxdss., DV, Lúxemborg
Á leikinn á inorgun er búist við
3.000 til 4.000 áhorfendum. Á síð-
asta leik Lúxemborgar, gegn
Rússum, komu á fimmta þúsund
manns, heimamenn fengu skell
og af þeim sökum búast forráöa-
menn knattspymusambandsins
ekki við fleiri áhorfendum.
EndurgerðurvöHur
Municipal leikvangurinn í Lúx-
emborg var endurbyggður fyrir
þremur árum, samkvaemt tilskip-
un frá Knattspymusambandi
Evrópu, og tekur hann 10 þúsund
áhorfendur í sæti. Þetta var
kostnaðarsöm framkvæmd og
em skuldú’ eftir hana talsverðar.
Flestir landsliðsraanna Lúxem-
borgar eru áhugamenn, aðeins
þrír þeirra leika sera atvinnu-
menn hjá erlendum félagsliðum,
tveir í Sviss og einn í Belgíu.
Landshðsmenn hafa almennt séð
fram að þessu ekki sýnt atvinnu-
mennsku mikinn áhuga þvi að
laun eru almennt góð í landinu
og atvinnuleysi hverfandl
Dómari frá Portúgal
Dómaratríó leiksins á morgun
kemur frá Portúgal. Dómari á
leik 21 árs liðanna í kvöld verður
hins vegar Daninn Peter Micha-
elsen sem er íslendingum að góðu
kunnur og hefur dæmt leiki á ís-
landi.
íslendingarávöllinn
Eins og flestum er kunnugt búa
flölmargir íslendingar i Lúxem-
borg. Þeir munu öragglega ekki
liggja á hði sínu á morgun og fjöl-
menna á leikinn. Einnig er vitað
um aðra sem hér eru á ferðalagi
sem ætla á völhnn og námsmenn
í Þýskalandi sem koma og ekki
er tahð óliklegt að um 100-200
íslendingar verði á vehinum.
Þjálf arínn vinsæll
Þjálfari Lúxemborgara heitir
Paul Phíllipp og hefur verið með
liðið í flögur ár. Philhpp var at-
vinnumaður í mörg ár og lék
meöal annars með Standard Li-
ege í Belgíu. Almcnn ánægja er
með störf hans þrátt fyrir mis-
góðan árangur.
Ekkiunniðí21ár
Knattspymuáhugamenn í Lúx-
emborg eru orðnir langeygir eftir
sigri á stórmóti í knattspymu.
Þeir hafa ekki unnið sigur í for-
keppni Evrópumóts eða heims-
meistaramóts síðan 1972 eða í 21
ár. Finnst mörgum vera tími til
kominn að breyting verði á.
Gott í Saarbríicken
íslenska Uðíð dvaldi í æfinga-
búöum í Saarbrúcken í Þýska-
landi frá sunnudegi þar til í gær.
Þar var æft í 25 stiga hita og menn
voru mjög ánægöir meö allar að-
stæður og sögðu að islensk lið
mættu athuga með æfingaferðir
þangað.
Ólafur meiddtir
Ólafur Gottskálksson úr KR,
annar markvarða íslands, meidd-
ist á tá í Saarbrúcken. Hann er
haltur en úflitið var þó betra en
áður á æfingunni í gærkvöldi.
HaraMurogAmar
Haraldur Ingólfsson og Amar
Grétarsson hafa einnig ekki
gengið heilir tíl skógar, gömul
meiðsli tóku sig upp hjá þeim í;
Saarbrúcken en líklega verða
þeir í lagi þegar á hólminn er
komið.
DV
Lúxemborg - ísland í undankeppni HM1 Lúxemborg á morgun:
Mikilvægt að sigra
-1 baráttunni um aö komast upp um styrkleikaflokk
Join Kristján Sigurösson, DV, Lúxemborg;
íslendingar mæta Lúxemborg í for-
keppni heimsmeistaramótsins í knatt-
spymu í Lúxemborg á morgun. Leikur-
inn hefur geysilega mikla þýðingu fyrir
íslenska landsliðið en með sigri aukast
líkurnar fyrir því að hækka um einn
styrkleikaflokk.
íslendingar hafa leikið flóra leiki til
þessa í riðlinum, unnið einn og tapað
þremur. Sigur vannst á Ungverjum í
Búdapest, 1-2, og er það einn stærsti sig-
ur sem ísland hefur unnið á erlendri
gmndu. Leikurinn gegn Grikkjum í
Aþenu tapaðist, 1-0, og einnig leikurinn
við þá í Reykjavík með sömu markatölu.
Fyrri leikurinn gegn Rússum tapaðist
einnig með minnsta mun, 1-0, í Moskvu.
Nú er viðureignin gegn Lúxemborg
að renna upp og eins og dæmið snýr
að íslenska liðinu er hann sá mikilvæg-
asti til þessa í riðlinum. Lúxemborgarar
hugsa líka gott til glóðarinnar en þeir
hafa ekki unnið leik í riðlinum. í síð-
asta leik sínum á heimavelh töpuðu
þeir fyrir hinu sterka hði Rússa, 0-4.
Leikurinn er því þeim jafn mikilvægur
og íslenska liðinu og má því búast við
hörkuviðureign.
Ásgeir Ehasson landshðsþjálfari var
með létta æfingu í gær á leikvanginum
sem spilað verður á á morgun. Að venju
var létt yfir íslensku strákunum og
sögðust þeir vera staðráðnir í að gera
sitt besta.
En hvernig skyldi leikurinn leggjast
í landshðsþjálfarann?
„Það er auðvitað stefnan að vinna sig-
ur. Það er hins vegar alveg ljóst að við
ramman reip verður að draga. Ég legg
mikið upp úr þessum leik, ekki síst fyr-
ir þær sakir að með sigri getum við
hækkað um styrkleikaflokk. Það er
hætta á því með tapi á morgun að við
fáum fáa áhorfendur á heimaleikina
sem eftir era í riðlinum.
Beitum sóknarleik
eins og kostur er
„Við munum leika með tvo menn
frammi en svo verður að koma í ljós
hvernig það gengur en sóknarleik verð-
ur beitt eins og kostur er,“ sagði Ásgeir
Elíasson við DV eftir æfinguna i gær-
kvöldi.
Ásgeir sagðist vera búinn að sjá þrjá
leiki með Lúxemborg í riðhnum og
þeirra sterkasti hlekkur væri vamar-
leikurinn. Þeir hefðu til að mynda ekki
sótt mikið gegn Rússum en lagt þess í
stað áherslu á vörnina.
„Að mínu mati á sigur að vinnast ef
hðið leikur af eðlilegri getu. Það er hins
vegar ekkert launungarmál að erfttt er
aö leika á útivöhum og ekkert má út
af bera. Lúxemborgarar eru í þeirri
stöðu að þeir verða einnig að vinna og
má því ætla að þeir sæki meira en þeir
era vanir. Það gæti hugsanlega orðið
okkar hagur, ef eitthvað er,“ sagði Ás-
geir Elíasson við DV.
Tímamótaleikur
hjá fyrirliðanum
- Guöni leikur sinn 50. landsleik
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Lúxemborg:
Guðni Bergs-
son, fyrirliði ís-
lenska lands-
liðsins í knatt-
spyrnu, nær
þeim merka
áfanga á morg-
un að leika sinn
50. landsleik.
Guðni sagði í
samtali við DV
að þetta væri
ánægjulegur
áfangi og ferfll-
inn í landslið-
inu væri búinn að vera skemmtileg-
ur tími.
„Það yrði óneitanlega gaman á
þessum tímamótum að sigra Lúxem-
borgara. Það er í raun mjög mikil-
vægt fyrir okkur aö leggja Lúxem-
borg aö velli og það verður mark-
miðið að ná í tvö stig. Ef viö náum
Með glæsilegum sigri á opna Flug-
leiðamótinu í golfi um síðustu helgi
tók Þorsteinn Hallgrímsson, GV, for-
ystuna í stigakeppninni tfl landsliðs
karla ssem keppir á Evrópumótinu í
næsta mánuði. Sex manna sveit fer
á mótið og þrír efstu kylfingarnir á
stigamótunum, sem verða flögur
talsins, tryggja sér sjálfkrafa sæti í
landsliðinu.
Landsliðseinvaldurinn í karla-
flokki, Jóhann Benediktsson, velur
hina þrjá kylfingana í sveit íslands.
Útreikningurinn varðandi stigin er
nokkuð flókinn. Frímann Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri Golf-
sambands íslands: „í fyrsta lagi er
reiknað út erfiöleikamat viðkomandi
vaflar hvem keppnisdag. Það var 69
fyrri daginn í Hafnarfirði og 73 seinni
daginn. Það gera 142 og sú tala er
granntala sem lagt er út frá. Hver
kylfingur fær 25 högg á 18 holur og
þar með 50 högg á holumar 36 sem
leiknar vora í Hafnarfirði um síðustu
helgi. Granntalan 142, að viðbættum
þessum 50 höggum er því 192 og þaö
er tala mótsins. Skor Þorsteins var
143 högg. Það er síðan dregið frá 192
og út kemur talan 49. Síöan fær sig-
urvegarinn 5 aukastig fyrir sigur og
settu takmarki opnast möguleikar á
að ná þriðja sætinu í riðlinum og ég
vil meina að á góðum degi eigi okkur
að takast að vinna Lúxemborg.
Við lékum síöast gegn Lúxemborg
fyrir þremur áram og unnum þá í
baráttuleik. Þeir hafa bætt sig síðan,
og við einnig, að sjálfsögöu," sagði
Guðni Bergsson fyrirliði eftir æfingu
liðsins á Municipal-leikvanginum í
miðbæ Lúxemborgar í gær.
Guðni sagðist alveg gera sér grein
fyrir því að leikurinn yrði mjög erfiö-
ur og það yrði að duga eða drepast
fyrir íslenska liðið. „Við erum ekki
enn farnir að ræða hvaða taktík við
beitum í leiknum, gera má ráð fyrir
að fyrstu mínúturnar fari í þreifing-
ar. Eitt er aiveg vist, leikurinn vinnst
ekki nema við skorum mörk og að
því verður stefnt. Við munum sækja
eftir bestu getu og ég er handviss um
að ef liðið nær sér vel á strik í byrjun
þá munum við sigra,“ sagði Guðni í
samtah við DV.
Þorsteinn hlaut þvi 54 stig fyrir sig-
urinn um síðustu helgi," sagði Frí-
mann Gunnlaugsson.
Skor ræður meiru um stigafjölda
kylfinganna á hverju móti en endan-
leg röð þeirra á viðkomandi móti.
Efstu menn í stigakeppninni era nú
þessir:
1. Þorsteinn Hallgrímsson, GV....54
2. Sigurjón Amarsson, GR.........45
3. Björgvin Sigurbergsson, GK....43
4. Jón H. Guðlaugsson, GKj......42
5. BirgirL.Hafþórsson, GL.......42
6. Sveinn Sigurbergsson, GK.....41
7. SigurðurHafsteinsson,GR......41
8. EinarLong, GR................39
Þórdís langefst
í stigakepni kvenna er Þórdís Geirs-
dóttir langefst og er með 40 stig.
Næst kemur Ólöf María Jónsdóttir,
GK, með 29 stig og þriðja er Ragn-
hildur Sigurðardóttir, GR, með 21
stig, Herborg Amarsdóttir, GR, er
með 15 stig, og þær Svala Óskarsdótt-
ir, GR og Anna J. Sigurbergsdóttir,
GK, 12 stig. Landsliðseinvaldur
kvenna er Kristín Pálsdóttir.
-SK
Jón Kristján Sígurðsson
íþróttafréttamaður DV
skrifar frá Lúxemborg
: • ..'!<EI
Stuttfréttir
Carí J. skaut best
Carl J. Eiriksson sigraði á ís-
landsmóti í enskri keppni innan-
húss í skotfimi. Hann iflaut 594
stig af 600 mögulegum. Sveinn
Siguijónsson varð annar með 570
stig og Gylfi Ægisson þriöji með
569 stig.
Reykvíkingarunnu
Jóhannes Jensson sigraöi á
landsmóti í haglabyssuskotfimi.
Hann hlaut 77 stig. Annar varð
Björn Halldórsson með 70 stig og
þriðji Hannes Haraldsson með 69
stig. í sveitakeppninni sigraði
A-sveit Skotfélags Reykjavikur.
SigurgeirogÓskar
Sigurgeir Guðjónsson, GG, sigr-
aði í keppni með forgjöf á opna
Fiskimjöls og lýsis mótinu í golfi
sem fram fór í Grindavík á
sunnudaginn. Óskar Sæmunds-
son, GR, sigraði í keppni með
forgjöf.
Mótámorgun
: Aftur verða kylfingar áferðinni
á Húsatóftavelli í Grindavík á
morgun, fimmtudag, en þar fer
fram opna Landsbankamótið,
höggleikur með og án forgjafar.
Skráning er í golfskálanum i dag
í síma 92-68720.
ParísSGvann
París Saint Germain sigraði
Bordeaux, 2-4), í 8 liða úrslitum
frönsku bikarkeppninnar í knaít-
spymu í gærkvöldi.
Islandsmeistarar Keflvíkinga í
knattspyrnu árið 1973 verða heið-
ursgestir ÍBK á fyrsla heimaleik
félagsins i 1. deildinni í knatt-
spymu, gegn Fylkiá sunnudags-
kvöldiö. Þá mun stuðningsklúbb-
ur ÍBK hita upp með því að koma
saman í vaflarhúsinu á fóstu-
dagskvöldið.
-GH/ÆMK/VS
Þorsteinn hefur
tekið forystuna
EMundir21árs:
ísland mætir
Lúxemborg
íkvöld
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Lúxemborg:
íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs
og yngri, mætir Lúxemborg í kvöld en leikurinn
er liður í forkeppni Evrópumóts þessa aldurs-
flokks. Leikurinn verður í bænum Grevenmac-
her, skammt fyrir utan höfuðborgina.
Gústaf Bjömsson, þjálfari liðsins, sagöi við
DV í gærkvöldi að hann væri þokkalega bjart-
sýnn á leikinn.
„Við höfum ekki hlotið stig til þessa en Lúx-
emborgarar hafa aftur á móti fengið eitt stig.
Okkur finnst vera komiiyi tími til að snúa blað-
inu við en til þess þurfum við að vinna sigur.
Markmið okkar með þátttöku í keppninni er
umfram aflt að strákamir öðlist þroska og
aukna keppnisreynslu."
Gústaf valdi byrjunarlið íslands í gærkvöldi
og er þaö þannig skipað: Ólafur Pétursson, ÍBK,
Lárus Orri Sigurðsson, Þór, Pétur Marteinsson,
Leiftri, Sturlaugur Haraldsson, ÍA, Þórhallur
Dan Jóhannsson, Fylki, Steinar Guögeirsson,
Fram, Finnur Kolbeinsson, Fylki, Ásgeir Ás-
geirsson, Fylki, Ágúst Gylfason, Val, Kristinn
Lárusson, Val, og Þórður Guðjónsson, ÍA.
íslandsmet
hjá Sigríði
Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK, setti ís-
landsmet í þrístökki kvenna á vormóti HSK í
frjálsum íþróttum sem haldið var á Varmár-
velli í gærkvöldi. Sigríður stökk 11,87 metra og
bætti eigið met um 14 sentímetra. Hún sigraði
einnig í langstökki, stökk 4,63 metra.
Einar Þór Einarsson, Ármanni, náði mjög
góöum tíma í 100 metra hlaupi karla, sigraði á
10,79 sekúndum og þó var mótvindurinn 1,57
m/sek.
Geirlaug Geirlaugsdóttir, Ármanni, var einn-
ig á góðum tíma í 100 metra hlaupi kvenna en
hún sigraði á 12,12 sekúndum.
Aörir sigurvegarar: Hástökk kvenna: Jó-
hanna Jensdóttir, UBK, 1,60 m. 300 m hlaup
kvenna: Sunna Gestsdóttir, USAH, 42,20 sek.
300 m hlaup karla: Geir Sverrisson, Ármanni,
36,64 sek. Hástökk karla: Magnús Aron Hall-
grímsson, Selfossi, 1,85 m. Kringlukast kvenna:
Hafla Heimisdóttir, Armanni, 37,98 m. Kúlu-
varp karla: Pétur Guðmundsson, KR, 17,29 m.
Þrístökk karla: Hafsteinn Sigurðsson, UBK,
13,41 m. Kúluvarp kvenna: Guðbjörg Gylfadótt-
ir, ÍR, 14,00 m. Langstökk karla: Jón Oddsson,
FH, 6,55 m. Kringlukast karla: Eggert Bogason,
FH, 56,12 m. Mfluhlaup kvenna: Anna Cosser,
ÍR, 5:27,45 mín. Mfluhlaup karla: ísleifur Karls-
son, UBK, 4:30,81 mín. Spjótkast karla: Unnar
Garðarsson, ÍR, 70,58 m. Spjótkast kvenna: Vig-
dís Guðjónsdóttir, HSK, 46,92 m.
Keppendur voru um 70 í þokkalegu veðri.
-VS
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
29
DV
Landsbanka-
hlaupiðá
laugardaginn
Hið árlega Landsbankahlaup
fer fram í 8. sinn á laugardaginn.
Hlaupið verður haldið á 37 stöð-
um á landinu, þar sem Umds-
banki íslands hefur útibú og hefst
það á flestum stöðum klukkan 11.
I fyrra Mupu 5380 krakkar á 34
stöðum víðs vegar um landið.
Rétt tfl þátttöku hafa krakkar á
aldrinum 10-13 ára. Allir þátttak-
endur-fá viðurkenningarskjal og
derhúfu og-þrír fyrstu Iflaupar-
amir í hveijum riöli eða aldurs-
hópi fá verðlaunapening. Þeir
sem ætla að vera með í Lands-
bankahlaupinu þurfa að drífa sig
i næsta Landsbanka og láta skrá
Fimleikasýning
hjáBjörkunum
Vorsýning Fimleikafélagsins
Björk verður haldin í íþróttahús-
inu við Strandgötu í Hafnarfirði
í kvöld og hefst hún með glæsi-
legu opnunaratriði sem um 180
börn taka þátt i klukkan 20. Auk
þess verða 17 önnur sýningaratr-
iði á dagskrá þar sem hver ein-
stakur hópur, sem iðkar æfingar
hjá félaginu, sýnir.
-GH
Fyrstastórmót
ársins í tennis
Fyrsta stórmót ársins í tennis
verður haldið á tennisvöllum
Þróttar 2.-6. júní. Skráning fer
fram í félagsheimili Þróttar og
lýkur 23. maí.
-GH
4-4 hjá Arsenal
ogMan. Utd
Arsenal og Manchester United
skildu jöfn, 4-4, í ágóðaleik fyrir
David O’Leary leikmann Arseanl
til margra ára á Highbury á
mánudaginn. 25 þúsund manns
mættu og leitónn og.hylltu O’Le-
ary sem fær nú frjálsa sölu frá
Arsenal eftir dyggilega þjónustu
við félagið. Það var eínmitt O’Le-
ary sem gerðifiórða mark Arsen-
al og jafnaöi leikínn.
-GH
Rennibrautar-
keppni í Kópavogi
Á fimmtudaginn fer fram
keppni í hver verður fyrstur nið-
ur hröðustu rennibraut landsins.
Þetta er fyrsta keppni sinnar teg-
undar hér á landi og verður hún
haldin í Sundlaug Kópavogs.
Keppt verður í þremur aldurs-
flokkum, þannig að alhr geta ver-
ið með í keppnmni, jafnt börn
semfullorðnir. Skráningferfram
í Sundlaug Kópavogs.
-GH
Maradonaá
Diego Maradona, argentínski
knattspyrnumaðurinn, er enn í
vandræðum. Hann þarf nú að
mæta fyrir dómstól í Sevflle á
Spáni vegna ofsaaksturs. Hann
var handtetónn síðasta fimmtu-
dag fyrir að aka á miklum hraða
í gegnum miöborg Seville og fara
yfir á rauðu Ijósi.
Þetta verður ekki eina mæting
Maradona fyrir dómstóli á árinu
því í október á hann aö koma fyr-
ir rétt íRóm á Ítaiíu vegna ásak-
ana um dreiflngu kókaíns. Sú
ákæra kom upp í kjölfar þess aö
hann var á sínum tíma dæmdur
í 15 mánaöa keppnisbann vegna
neyslu efnisins.
Guðrún best á
Norðurlöndum
- bætti Islandsmet sitt 1100 m grindahlaupi
Guðrún Arnardóttir úr Ar-
manni bætti íslandsmet sitt í 100
metra grindahlaupi um síðustu
helgi þegar hún hljóp vegalengd-
ina á 13,39 sekúndum á sterku
svæðismóti sem fram fór í Knox-
ville í Tennessee-fylki í Banda-
ríkjunum.
Guðrún setti met í byrjun þessa
mánaðar þegar hún hljóp á 13,50
sekúndum og þá bætti hún sjö ára
gamalt met Helgu Hallsdóttur
sem var 13,64 sekúndur. Hún
varð önnur í hlaupinu en sigur-
vegarinn, bandarísk landsliðs-
kona, hljóp á 13,15 sekúndum.
Þetta er besti árangur á Norö-
urlöndum í ár, samkvæmt upp-
lýsingum frá Fijálsíþróttasam-
bandi íslands, og yfir besta ár-
angri Norðurlandaþjóðanna í
fyrra.
Guörún hefur þegar náð B-
lágmartó fyrir heimsmeistara-
mótið í Stuttgart í sumar og nálg-
ast A-lágmarkið óðfluga en það
er 13,30 sekúndur.
Stuttfréttir
Revine á lausu
Alexander Revine, Rússinn sem
varði mark Víkinga í 1. deildinni
í handknattleik í vetur, er hættur
meö Víkingi en vill leika áfram á
íslandi.
ScKofráToríno
Enzo Scifo, Belginn sem leikur
með Torino á Ítalíu, hefur ákveð-
ið að yfirgefa herbúðir Torino
eftir tímabihð. Lið Juventus og
Parma á Ítalíu hafa bæði sýnt
þessum snjalla miðvallarspilara
áhuga auk franska félagsins
Monaco.
Clough til Liverpool?
Sögusagnir eru um það í Bret-
landi að Nigel Clough gangi til
hðs við Liverpool frá Nottingham
Forest fyrir 2 mflljónir punda.
Arnar í byrjunarliði
Arnar Gunnlaugsson var í
fyrsta skipti í byrjunarliði Fey-
enoord þegar liðið gerði jafntefli,
1-1, við Vitesse Arnheim í hol-
lensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu um helgina.
Vormót Aftureldingar
Vormót Aftureldingar í fijáls-
um íþróttum fer fram á Varmár-
velli á laugardaginn og hefst
klukkan 13.30.
Venablesvaltur
Staða Terry Venables sem
framkvæmdastjóri Tottenham
versnaði enn í gær þegar óskað
var eftir því að nánasti samstarfs-
maður hans segði sig úr stjórn
félagsins.
-GH/VS
Patrick Ewing hjá New York skorar eina af fáu körfum sínum gegn Chariotte
i nótt án þess að Larry Johnson komi nokkrum vörnum við.
Símamynd Reuter
NBA körfuboltinn í nótt:
New York í úrslit
- eftir sigur á Charlotte - Phoenix og Seattle unnu bæði
Þrír leikir fóra fram í úrslita-
keppni NBA-defldarinnar í körfu-
knattleik í nótt. New York Knicks
sigraði Charlotte, 105-101, og saman-
lagt, 4-1. Seattle lagði Houston að
vefli, 120-95, og leiðir, 3-2, og Phoen-
ix Suns vann sigur á San Antonio
Spurs, 109-97, og þar er staðan 3-1
þannig að Seattle og Phoenix þurfa
einn sigur enn tfl að tryggja sér sæti
í úrslit á vesturströndinni.
New York mætir Chicago Bulls í
úrslitum austurstrandarinnar og
verður fyrsti leikurinn í New York á
sunnudagskvöld. New York þurfti að
taka á sínu öllu tfl að leggja Charl-
otte í nótt en þetta var 25. sigur hös-
ins í röð á heimavelli. Charles Oakley
skoraði 21 stig og tók 11 fráköst og
John Starks var meö 20 stig. Stór-
stjarna hðsins Patrick Ewing náði
sér hins vegar ekki á strik og gerði
aðeins 9 stig og fór að velli með 6
villur þegar rúmar 3 mínútur voru
eftir. Kendall Gfll skoraði 26 stig fyr-
ir Charlotte og Alonzo Mourning 22.
Toppleikur hjá Barkley
Charles Barkley átti toppleik fyrir
Phoenix, skoraði 36 stig, þar af 19 í
síðasta fiórðungi í sigrinum á SA
Spurs. Dan Majerle gerði 17 stig og
Kevin Johnson 15 stig. Hjá Spurs var
David Robinson að vanda atkvæða-
mestur, skoraði 24 stig og tók átta
fráköst og Dale Ellis gerði einnig 24
stig. Sjötti leikurinn fer fram á
heimavefli Spurs aðra nótt.
Seattle vann öraggan sigur á
heimavefli sínum gegn Houston.
Ricky Pierce skoraði 24 stig fyrir
Seattle, Gary Payton 24 og Shawn
Kemp 19 og tók 12 fráköst. Hakeem
Olajuwon var allt í öllu hjá Houston,
skoraöi 25 stig og tók 14 fráköst og
Otis Thorpe kom næstur með 16 stig.
Sjötti leikurinn fer fram í Houston
aöra nótt.
-GH
__________ íþróttir
Fimleika-
___ ■»_
landsinsídag
Andreas Wecker frá Þýska-
landi, einn þekktasti fimleika-
maður heims, kemur til íslands í
dag í boði _ Gerplu og Finfleika-
sambands íslands. Wecker hefur
tvívegis orðið Evrópumeistari á
svifrá, Iflotið sflfur og brons á
ólympíuleikum, og sex silfur-
verðlaun á heimsmeistaramót-
um. Wecker kemur tfam á af-
raælissýningu og afraælismóti
FSÍ i Laugardalshöll á morgun
og laugardag og á vorsýningu
GerpluíDigranesí26.maí. -VS
Ungverjarunmi
íslandiSióvakiu
Ungveijaland sigraði ísland,
2-1, í fyrstu umferð á alþjóölegu
móti unghngalandsliða i knatt-
spyrnu sem hófst í Slóvakíu i
gær. Ungverjar náðu tveggja
marka forystu en Eyjamaðurinn
Bjai-nólfur Lárusson minnkaði
muninn fyrir ísland undir lokin.
íslenska liöið mætir Ítaiíu í dag
ogSlóvakíuáfóstudaginn. -VS
Yiallirædirekki
viðblaðamenn
Guániundur R Siguröason, DV, Ílalíu:
Gianluca Vialli hefur átt erfltt
uppdráttar hjá Juventus eftir að
hafa gengið til hðs við félagið frá
Sampdoria. Hannneitaðiað ræða
við þýska blaðamenn sem vildu
fá álít hans á úrslitaleik UEFA-
bíkarsins gegn Dortmund í kvöld.
„Ég tala ektó við ítölsku pressuna
og finnst ekki viðeigandi aö gera
undantekningar þar á hvað varö-
ar blaðamenn frá öðrum lönd-
um,“ sagði Vialli.
Effenberg þurffté
aðflýja
Þaö hitnaði heldur betur undir
áhangendum Fiorentina eftir
ósigurinn gegn Atalanta um síð-
ustu helgi. Þeir gerðu aðsúg að
heimili Stefan Eflenberg, fyrir-
liða liðsins, og hótuðu honum í
síma. Effenberg þurfti að flýja
heimfli sitt á mánudagsnóttina
með flöldskyldu sína og og dvaldi
hún á hóteli þegar síðast fréttist.
Walter Zenga, markvöður Inter
Mflan og fyrrum landsliðsmark-
vörður ítala, segir ekkert til fyrir-
stööu að hann leiki með landslið-
inu aö nýju en hann var settur
út úr Hðinu í fyrra. „Ég á skflið
að vera valinn í liðið aö nýju og
leika með því á HM í Bandaríkj-
unum á næsta ári,“ segir Zenga
sem er oröinn 33 ára gamall.
Juventussýnír
Bobanáhuga
Juventus hefur sýnt áhuga að
klófesta Króatann Zvonimir Boh-
an sem leikur með AC Milan.
Eoriáðamenn Mflan era að at-
huga þessi mál en ekki er ósenni-
legt að þeir samþykki að láta
haim fara tfl Juventus.
ekkiShalimov
Jean Pierfe-Papin; franski
landsliðsmaðurinn,; sem leikur
með AC Milan, leikur nieð liöi
sínu gegn Cagliari á fóstudaginn
en hann hefur misst úr síðustu
leiki vegna meiðsla. Aðalkeppi-
nautar AC Milan, nágrannar
þeirra í Inter, verða hins vegar
án Rússans snjalla Igor Shalimov
en liann þarf aö leika með Rúss-
um gegn Grikkjum í undan-
keppní HM á morgun.