Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 39 Afmæli Jóhann G. Þorbergsson Jóhann Gunnar Þorbergsson lækn- ir, Heiðarlundi 13, Garðabæ, er sex- tugurídag. Starfsferill Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR 1953, cand. med. frá HÍ1961, hlaut íslenskt lækningaleyfi 1963 og sænsktlækningaleyfi 1966. Jóhann var viðurkenndur sér- fræðingur í lyflækningum í Svíþjóð 1969 og á íslandi 1970. Hann hlaut sérfræðiréttindi í gigtarsjúkdómum árið 1971. Eftir að hafa starfað sem náms- kandídat á Landspítalanum var Jó- hann um tíma héraðslæknir í Stykkishólmi, á Hvammstanga, á Raufarhöfn og á Kópaskeri. A árun- um 1963-71 var hann aðstoðarlækn- ir, sérfræðingur og settur aðstoðar- yfirlæknir á sjúkrahúsum í Eskils- tuna, Karlskrona og í Lundi í Sví- þjóð. Hann starfaði sem sérfræðingur á stofu í Reykjavík og í Hafnarfirði 1971-72 og stundaði jafnframt heim- ihslækningar í Hafnarfirði. Jóhann hefur verið sérfræðingur við Grens- ásdeild Borgarspítalans frá 1973 og jafnframt unnið sérfræðistörf á stofu í Domus Medica í Reykjavík. Jóhann hefur verið í stjóm Gigt- sjúkdómafélags íslenskra lækna frá 1972, var formaður heilbrigðis- nefndar Garðabæjar 1975-82, full- trúi í læknaráði Borgarspítalans frá 1981- 85, félagi í Rotaryklúbbnum Görðum og í stjóm klúbbsins 1982- 83. Frá árinu 1977 hefur Jó- hann verið fulltrúi starfsgreinar sinnar í nefnd (ESCISIT) á vegum Evrópusambands gigtarfélaga (EULAR). Hann hefur ennfremur ritað greinar um læknisfræðileg efni í innlend og erlend blöð og tímarit og sótt þing og námskeið um gigtsjúk- dóma og endurhæfingu bæði hér heima ogerlendis. Fjölskylda Jóhann kvæntist 20.2.1960 Ágústu Óskarsdóttur, f. 13.2.1940, húsmóð- ur og sfjórnarráðsfulltrúa. Hún er dóttir Óskars Ólasonar, f. 7.11.1916, fyrrum yfirlögregluþjóns í Reykja- vík, nú móttökustjóra í utanríkis- ráðuneytinu, og Ástu Einarsdóttur, f. 7.2.1919, fyrmm verslunarmanni, nú húsmóður. Jóhann og Ágústa eiga fjóra syni, þeir em: Óskar Þór, f. 27.8.1960, við doktorsnám í krabbameinslækning- um við Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíþjóð, kvæntur Helgu Gunnlaugs- dóttur, f. 24.9.1963, matvælafræð- ingi, í doktorsnámi á sama stað, og eiga þau dótturina Kristínu, f. 2.10. 1992; Kristinn, f. 3.5.1964, rafeinda- virki í Reykjavík, kvæntur Hallfríði Bjarnadóttur, f. 30.8.1967, stúdent, nú skrifstofustúlku í Reykjavík; Ól- afur Einar, f. 7.6.1967, er að ljúka viðskiptafræði frá HÍ, í sambúð með Helgu Guðmundsdóttur, f. 22.4.1966, sem er að ljúka læknisfræði frá HÍ og eiga þau dótturina Ástu Sól, f. 10.8.1992; og Jóhann Gunnar, f. 6.3. 1973, sem er að ljúka stúdentsprófi fráMR. Bróðir Jóhanns er Kjartan Oddur, f. 2.7.1936, tannlæknir í Reykjavík, í sambúð með Svölu Haukdal Jóns- dóttur, f. 31.5.1952, og eiga þau dótt- urina Sif Haukdal, f. 14.3.1987. Fyr- ir átti Kjartan Þorberg, f. 1.11.1961, Þórdisi, f. 19.6.1965, Björgu, f. 5.1. 1967, Rögnu Völu, f. 23.1.1970, og Auði Elfu, f. 20.5.1975, frá hjóna- bandi meö Oddnýju Björgvinsdótt- ur, f. 25.2.1940, en þau skildu. Faðir Jóhanns var Þorbergur Kjartansson, f. 26.8.1891 í Skál á Síðu, V-Skaft., d. 20.4.1979, fyrrum kaupmaður sem rak Parísarbúðina um árabil ásamt bróður sínum, Runólfi. Móðir hans er Guðríður Þórdís Sigurjónsdóttir, f. 13.4.1911 í Reykjavík, húsmóðir. Ætt Þorbergur var sonur Kjartans Ól- Jóhann Gunnar Þorbergsson. afssonar bónda og k.h., Oddnýjar Runólfsdóttur húsmóður. Bróðir Þorbergs var Jón, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins og síðar sýslumað- ur í Vík í Mýrdal og alþingismaður V-Skaftfelhnga. Annar bróðir Þor- bergs var Ólafur kennari sem lengi var búsettur í New York. Guðríður er dóttir Siguijóns Kristjánssonar vélstjóra og k.h„ Hjálmfríðar Marsibilar Kristjáns- dóttur húsmóður. Bræður Guðríðar eru Kristján, sem lengi var yfirvél- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, og Sigurgeir hæstaréttarlögmaður. Jóhann verður að heiman á af- mæUsdaginn. Haraldur M. Sigurðsson Haraldur Axel MöUer Sigurðsson íþróttakennari, HUðarlundi 2, Ak- ureyri, er sjötugur í dag. Starfsferill Haraldur er fæddur á Hjalteyri við Eyjafjörð og ólst upp bæði þar og á MöðruvöUum í Hörgárdal. Hann er íþróttakennari að mennt, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal og við íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugar- vatni. Á sínum yngri árum var hann keppnismaður í frjálsum íþróttum oghandbolta. Á árunum 1947-88 kenndi Harald- ur við Gagnfræðaskóla Akureyrar og var lengst af fararstjóri í vor- og fjaUaferðum nemenda. Hann hefur gegntfjölda félags- og trúnaðarstarfa, var formaður Knattspyrnufélags Akureyrar 1952-55 og 1974-75, sat í íþróttaráði Akureyrar og var formaður Knatt- spyrnuráðs um fjögurra ára skeið. Haraldur var formaður Fram- sóknarfélags Akureyrar 1952-55 og framkvæmdastjóri Kjördæmisráðs Framsóknarfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra í sjö ár. Hann var kosningastjóri á Norðurlandi eystra í framboðum Kristjáns Eld- járns og Vigdísar Finnbogadóttur til forseta, einn af stofnendum Iions- klúbbsins Hugins á Akureyri og fyrsti formaður hans. Fyrir störf sín í þágu íþróttahreyf- ingarinnar hlaut Haraldur heiðurs- kross KSÍ1974 og heiðurskross ÍSÍ 1978. Hann er einnig heiðursfélagi Knattspymufélags Akureyrar og Ungmennafélags Möðruvallasókn- ar. Fjölskylda Haraldur kvæntist 23.9.1944 Sig- ríði Kristbjörgu Matthíasdóttur, f. 10.8.1924, verslunarmanni. Hún er dóttir Matthíasar Einars Guð- mundssonar, fyrrum lögregluvarð- stjóra í Reykjavík, og Kristínar Kristjánsdóttur sauinakonu en þau erunúskilin. Börn Haraldar eru: Sverrir, f. 18.5. 1941, b. í Skriðu í Hörgárdal; Sigurð- ur Friðrik, f. 10.2.1944, d. 22.11.1991, veitingamaður; Einar Karl, f. 17.12. 1947, framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins; Haraldur Ingi, f. 12.11. 1955, forstöðumaður Listasafns Ak- ureyrar; og Jakob Örn, f. 17.11.1957, kjötiðnaðarmaður. Systkini Haralds eru: Ingibjörg, f. 24.10.1917, gift Ögmundi Jónssyni; Elísabet, f. 27.12.1920, gift Símoni Símonarsyni; Sólborg, f. 12.1.1926, var gift Steinþóri Sæmundssyni sem nú er látinn; Kristín, f. 24.3.1927, gift Jóhannesi Sigfússyni; Pétur, f. 26.8.1924, kvæntur Arnheiði Hjart- Haraldur Axel Möller Sigurösson. ardóttur; og Ragnar, f. 7.5.1931, kvæntur Höllu Ottósdóttur. Foreldrar Haralds voru Sigurður G. Jónsson, f. 6.8.1895, d. 28.6.1938, sjómaður á Hjalteyri, og Jakobína Kamilla Friðriksdóttir, f. 16.6.1895, d. 30.7.1934, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Jóns á Miðmó- um í Fljótum, Jónssonar á Stóra- Grindh í Fljótum, Guðmundssonar. Kona Jóns Jónssonar var Sólborg Sigurðardóttir frá Kjartansstööum í Skagafirði, dóttir Sigurðar Jónas- sonar á Hamri í Hegranesi. Jakobína var dóttir Friöriks yngra á Gjögri, Friðrikssonar. Kona Frið- riks var Ingibjörg Magnúsdóttir, b. á Óspaksstöðum og Kjörseyri, Magnússonar. Haraldur verður að heiman á af- mælisdaginn. mai Stigahlíð 30, Reykjavik. Albert Sigurðsson, Laugarvegi 10, Siglufirði. Ásmundur Kiriksson, Ferjunesi I, Villingaholtshreppi. Jóhann Jörundsson.; -;f SkjólvangJ, Hrafiústu í Hafnarflrði. Guðrún Valdimarsdóttir, Aðalgðtu 18, Súgandafirði. Stefón Ólufsson vélvirki, Hringbraut 84, Reykjavík. Kona hans var Þor- bjórg Sturlaugs- dóttir seni lést 1982. Stefán verður aö heimah á afmæl- isdaginn. BjÖrg Sveinsdóttir, : Miðbraut 12. Vopnatlrði. ; Ragnheiður Einarsdóttir, Hraunhraut 29, Kópavogi. Vilborg Jónsdóttir, Háteigsvegi 9, Reykjavik. Unnur Jóhannsdóttir, Reykhóli I, Skeiðahreppi. Björn Pálsson, ; Aðallandí 1, Reykjavik. Óskar Guðmundsson, Sunnubraut 41, Kópavogi. Hjördís Síguijónsdóttir, Nesbala 17, Seltjarnamesi. Hjördís tekur á móti gestum á heimili sínu milli kl. 17 og 19 á almælísdagínn. Hvamtni. Skefilsstaðahreppi. Björn Jóhannsson, Þingási 39, Reykjavík. Ólafur Pétursson,:: : Nýlendugötu 41, Reykjavik. Kona hans er Guðbjörg Guömundsdótt- ir sem einnig er fimmtug á árinu. Þau eru stödd erlendis um þessar mundir. Hulda Fjóla Magnúsdóttir, Víkurflöt 9, Stykkishólmi. Birgir Guömundsson, Fiyörugranda 18, Reykjavík. Sveinn Kjartansson, Sólheimum, Grímsneshreppi. Baldur Heiðdalsson, Bárustíg 9, Sauöárkróki, Ósk ÞórhaDsdóttir, Garðabraut 65, Garði. Ósk tekur á móti gestum í verkalýös- húsinu Sæborg í Garði á afmælísdag- inn, milli kl. 17 og 21. Margrét Einarsdóttir, Þórdís Glisdóttir, Skarðshlíð 28 D, Akureyri. Guðmundur Viihelmsson, Nikoiai Ignatiev, Sogavegi 69, Reykíavik. Guðný Margrét Kjartansdóttir, Hjallaseli 3, Reykjavík. Gústaf Adolf Nícisson, Logafold 69, Reykjavik. Áslaug Eiriksdóttir, Grafarbakka 1B, Hrunamannalireppi. Jón Gunnlaugur Halldórsson, Mikiatúni við Hvanneyri, Andakils- hreppi. Þóra B. Guðmundsdóttir Þóra Bergný Guðmundsdóttir arki- tekt, til heimilis að Farfuglaheimil- inu, Seyðisfirði, verður fertugá uppstigningardag. Starfsferill Þóra fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MT1974 og lauk prófií arkitektúr við Arkitektskolen í Árhus í Dan- mörku 1985. Þóra hóf rekstur farfuglaheimilis á Seyðisfirði 1975 og hefur starfrækt það síðan, auk þess sem hún starfar sem arkitekt og vinnur að bók nm húsakost á Seyðisfirði. Hún sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1985-89 Fjölskylda Maður Þóru er Axel A. Beck, f. 21.9.1953, stjómmálafræöingur. Hann er sonur Axels Beck, forstöðu- manns Teknologisk informations- center í Ringkobing, og konu hans, Idu Beck húsmóður. Sonur Þóru er Dýri Jónsson, f. 22.7.1975, nemi við MH, en faðir hans er Jón Sigfús Sigurjónsson lög- maður. Systkini Þóru eru Kristbjörg Guö- mundsdóttir, f. 27.12.1954, nemi við Þóra Bergný Guömundsdóttir. Myndíðaskóla íslands, gift Áma Kjartanssyni arkitekt og eiga þau fjögur börn; Hugi Guðmundsson, f. 21.10.1966, starfsmaður við Reykja- víkurhöfn. ForeldrarÞóru: Guðmundur Þórðarson, f. 24.11.1928, kennari á Seyðisfirði, og Steinvör Jónsdóttir, f. 24.1.1928, húsmóðir. Þorbjörg Guðlaugsdottir Þorbjörg Guðlaugsdóttir, leikkona með leikhópnum Perlunni, Blesu- gróf 29, Reykjavík, verður fimmtug á morgun, uppstigningardag. Starfsferill Þorbjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtunum. Hún hefur starfað á Bjarkarási, vinnu- heimili Styrktarfélags vangefinna, um margra ára skeið og starfar þar enn. Þorbjörg hóf leiklistarferil sinn þegar leikhópurinn Perlan var stofnaður af Sigríði Eyþórsdóttur. Hún hefur ferðast víða um lönd og tekið þátt í leiksýningum á vegum Perlunnar. Fjölskylda Þorbjörg á fjóra bræður: Þeir em: Sigurður, f. 7.2.1939, vélstjóri, bú- settur á Seltjamamesi, kvæntur Mögnu Baldursdóttur húsmóður og eiga þau fjögur böm; Ingólfur, f. 18.9.1944, framkvæmdastjóri, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Rann- veigu Liiju Pétursdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm; Jón G„ f. 7.12. 1949, landmælingamaður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Lám Jóns- dóttur garðyrkjumanni og eiga þau tvö börn, og Bárður, f. 4.6.1955, . Þorbjörg Guðlaugsdóttir. framreiðslumaður, búsettur á Sel- Ijamamesi, kvæntur Guðnýju P. Einarsdóttur verslunarmanni og eigaþauþrjúböm. Foreldrar Þorbjargar vom Guð- laugur EyjólfsSon, f. 5.8.1915, d. 16.9. 1992, fyrrum kaupfélagsstjóri á Fá- skrúðsfirði, og Valgerður H. Sigurð- ardóttir, f. 19.7.1916, d. 6.11.1988, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Þorbjörg tekur á móti gestum í AKOGES-salnum, Sigtúni3, Reykja- vík, á milli kl. 16 og 18 á afmælisdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.