Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1993 Útiönd rannsókn Baltneska gtofnunin í Stokk- hólmi vísar því á bug að hafa verið KGB-hreiður og krefst hlut- lausrar rannsóknar. Sænska rík- isútvarpiö greindi á mánudagínn frá starfsemi sovéskra leyniþjón- ustumanna í stofnuninni og vitn- aði í skjðl í Moskvu frá 1987. Sænska öryggislögreglan vissi af starfsemi Sovétmanna og var mörgum aðilum vísað úr Iandi, að sögn fyrrum yflrmanns sænsku öryggislögreglunnar. uðuLíbíumemt Bandaríkin sendu á níunda ára- tugnum hundruö líbískra stjóm- arandstöðumanna til íraks til : þess aö undirbúa valdarán gegn Gaddafi Líbíuleiðtoga. Þetta kem- ur fram í nýrri bók eftir Howard Teicher sem var einn af ráðgjöf- um Ronalds Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta. Fengu irösku stjómarandstæö- ingar þjálfun í neöanjarðarstarf- semi og ráð um hvemig hægt væri að steypa Gaddafi. Teicher segir yfirvöld í írak hafa samþykkt þjálfunina í hefndarskyni þar sem Líbía studdi írana í stríði íraks og ír- ans. Samkværat upplýsingum Teichers gerðu líbískir uppreisn- armenn valdaránstilraun 1984 en þeim mistókst. Samkvæmt frá- sögn annars embættismanns í sijómartíð Reagans reyndu fimmtán Líbíumenn aö ráöast á Gaddafi sjálfan. Voru þeir vopn- aðir eldflaugum og sjálfvirkum vopnum. Þeir vom allir drepnir eða fangelsaðir og teknir af Jífi seinna. Vöraskortur Notaðir vömbílar, glæsilegir fólksböar, bátar og gröfur eru meðal þess vamings sem er að verða uppurinn í Sviþjóð, Útlend- ir kaupendur nota tækifærið vegna gengisfellingar sænsku krónunnar og hafa hreinlega ryk- sugað sænska markaðinn. Yfir tvö hundruð notaðir Porc- he-bílar hafa verið seldir úr landi síðasta hálía árið. Það þykir há tala i samanburði við að það sem af er árinu hafa selst þrettán nýir Porche-bíiar í Sviþjóð en verðiö á þeim er auðvitað hátt. Hæm matarreiKtt- ingurhjá körium Nú hafa kannanir sýnt fram á það sem konur hafa alltaf vitaö aö matarreikningurinn hækkar þegar eiginmenn þeirra gera inn- kaupin. Þeir eyða að meðaltali ura fimm prósentum meira en konurnar og ástæðan er sögð sú að þeir falla fyrir dýrum vamingi sem ekki er á innkaupalistanum. Sumir eyöa allt aö helmingi meira en konumar. Karlarnir kaupa til dæmis smjör, kex, steikur ogvínenkon- urnar halda sig við heösnsam- legri fæðu svo sem viöbit með lágu fituínnihaldi, salöt, gróf brauö og annaö t þeim dúr. Þegar freistingar bera þær ofurliði eru það helst blóm eöa tímarit sem um er aö ræða. Það var auglýsingastofa 1 Bret- landi sem stóö fyrir könnuninni til að komast að þvi hvort beina ætti auglýsingum stórmarkaða meira til karlmanna. Meðal þess sem fram kom í könnuninni var að karíar standa í þeirri trú að þeir séu nákvæmari og Qjótari í innkaupunum en konur auk þess sem jæim finnst þeir eiga skilið að veita sér ýmislegt þar sem þeir þéni betur. „Þeir eru ekki aldir upp eins og konur viö þaö að hafa hagsmuni annarra ífyrír- rúmi,“ segja aðstandendm- könn- unarinnar. -TT.Reuter. Neytendur í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi eru hvattir til að kaupa ekki færeyskar fiskafurð- ir vegna grindhvaladráps Færeyinga. Alþjóðleg herferð gegn færeyskum fiskafurðum Alþjóðleg herferð er nú hafin í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakk- landi og Þýskalandi gegn færeyskum fiskafurðum vegna grindaveiða. Á bak við herferðina standa meðal annars dýravemdunarsamtökin WSPA. Fulltrúar þriggja alþjóðlegra dýravemdunarsamtaka em nú í Kaupmannahöfn til að reyna að fá dönsk yfirvöld til að stöðva grinda- ’ veiðarnar. í herferð sinni nota dýravemdun- arsamtökin kvikmynd sem tekin var við grindaveiðar í júlí í fyrra. Sjálfir viðurkenna Færeyingar að einmitt þær veiðar hafi ekki verið nein fyrir- mynd því notuð hafi verið bönnuð tól við veiöarnar. Færeyingar benda á að í níu af hveijum tíu tilfellum sé um réttar veiðiaðferðir að ræða. í Englandi og Skotlandi hefur her- ferðin gegn færeyskum afurðum staðið í mánuð en Færeyingar fnll- yrða að hún hafi ekki haft nein áhrif. Færeyingar selja Bretum fisk fyrir um fimm milljarða íslenskra króna á ári og nemur sú sala um 20 prósent- um af fiskútflutningi Færeyja. Ritzau Þýsk verslunarkeðja stöðvar innílutning frá Noregi: Áhyggjur í Noregi vegna viðskiptabannsins Ákvörðun þýsku verslunarkeðj- unnar Tengelmann um að hætta aö selja norsk matvæli vegna hrefnu- veiða Norðmanna veldur miklum áhyggjum í Noregi. Bæði sjávarút- vegsráöherra Noregs, Jan Henry T. Olsen, og viðskiptaráðherra Noregs, Bjöm Tore Godal, segja að norsk yf- irvöld líti málið alvarlegum augum. Hins vegar sé ekki ástæða til að breyta um stefnu í hvalveiðimálum. Tengelmann verslunarkeðjan er fimmta stærsta matvælakeöjan í Þýskalandi og á hún hluta í stærri keðjum í Bandaríkjunum og Eng- landi. Verslunarkeðjan hefur árlega flutt inn norskar vörar fyrir um milljarð íslenskra króna, þar af 95 prósent fiskafurðir. Soussjef Dag Koteng hjá landssam- tökum norska sjávarútvegsins segir að Tengelmann kaupi á milli 2 og 3 þúsund tonn af laxi á ári. Samtök laxútflytjenda hafa þegar fengið við- vörun frá erlendum kaupendum. Koteng segir ástæðu tíl að óttast frekara viðskiptabann á Noreg og þá sé ástæða fyrir norsk stjómvöld að endurskoða ákvörðunina um hval- veiðar. ntb Astarmál Díönu prinsessu: Dularf ulli maðurinn var sápuóperuleikari Dularfullur maður olli miklu upp- þoti í Bretlandi er bresku slúðurblöð- in birtu mynd af honum þar sem hann átti hádegisverðarstefnumót við Díönu prinsessu. Nú hafa blöðin komist aö því hver þessi óþekkti maður er. Komiö hefur í ljós að maðurinn, Peter Settelen, leikur í sápuóperum, þar á meðal Coronation Street. Hann hefur nú tekið að sér að kenna Díönu rétta framsögn og beitingu raddar- innar. Settelen er 42 ára, en þeir sem fylgj- ast grannt með bresku konungsfjöl- skyldunni leita nú haukfráum aug- um að manni sem gæti hugsanlega verið elskhugi hinnar 31 árs gömlu Díönu. Sagt er að Díana hafi mikinn áhuga á að bæta framsögn sína til þess að hún verði tekin alvarlega sem kon- ungleg persóna. Hún veröur þá að láta sig hafa það aö tala með glerkúl- ur í munninum, eins og sagt er að Settelen vilji láta nemendur^sína gera. Reuter Diana prinsessa sást nýlega á ferli með dularfullum manni. Nú er Ijóst að hann kennir henni framsögn. Símamynd Reuter fyrírum- Norska stjórain hefúr lagt til að refsingar við umhverfisgiæp- um verði hertar. Ef tillaga stjóra- arinnar verður samþykkt í Stór- þinginu getur refsing fyrir alvar- legan urahverfisglæp orðið allt þeim tiifellum sem lifríki skaðast verulega vegna mengunar. Hafi menguninn leitt til dauðs- falla eöa skaðað heilsu einhvers verulega er hægt að dæma í allt að fimmtán ára fangelsisvist. LitMen: Rússar sondu aöeins helming af vanalegu gasmagni til Litháens á sunnudaginn. Gasilutmngarnir 'geta stöðvast alveg ef yfirvöld i Litháen greiða ekki tveggja og hálfs milljarðs dollara skuid. Ut- í gær. notkun í Litiiáen undanfamar vikur og nokkm* fyrirtæki hafa skipt yíir í olíu. Rússland: 1500morð eftir pöntun Glæpum í Rússlanöi; hefur flölgað um 30 prósent á ári und- anfarin ár og er jafnvei búist við að flöldi afbrota nemi 3,5 milljón- um í ár og verði þar með tvöfalt meiri en 1989. Það nýjasta i undirheimum Rússlands er að nýtasér þjónustu leigumorðingja sem hægt er að fá fyrir 300 til 500 þúsund ís- lenskra króna. Innanríkisráðu- neytið í Moskvu giskar á að ár- lega séu um 1500 raorð framin eftir pöntun. í Rússlandi starfa nú um4þús- und vel skipulögð glæpagengi og eru mörg þeirra bundin við þjóö- flokka. Það eru þau sem talin era hættulegust. Innanríkisráðherra Rússlands hefur sagt að stór hluti hópanna hafi beint samband við spillta embættismenn, ekki síst innan Iögreglunnar. Níu glæpagengi hafa skipt Moskvu niður í svæði og berjast hópamir um völdin. Það sem af er árinu hafa sex látiö lífið í upp- gjöri tnilli ýmissa hópa. Fundudóttursína eftir níu ár Gyðingastúlkan Menhala var bara fimm ára þegar foreldrar hennar týndu henni; í eyðimörk- ínni í Súdan. Fjölskyldan, sem liafði búið í Eþíópíu, var á leið i gegnum Súdan til að komast með leynilegu flugi til ísraels. Faðir litlu stúlkunnar og leiðsögumað- ur skiptust á að bera' hana á ferðalaginu um eyðimörkina sem tók mánuð. Nótt eina hvarf barn- ið og var talið að það hefði dottið af baki leiðsögumannsins. For- eldrarnir leituöu árangurslaust í tvo daga en leiðsögumaðurinn hvatti þá siðan til aðhalda áfram. Það mætti ekki stofna öryggi alls hópsins í hættu. Foreldramir töldu iitla von um að barniö hefði lifað af en gáfu samt aldrei upp vonina um að það væri á lífi. Fyrir nokkrum mán- uðum fór flölskyldumeðlimur tti Eþíópíu og frétti þá af barni sem hefði fundist í eyðimörkinni íyrir níu árum. GömuJ kona sagði barniö hafa birst við hús sitt en fyrir ári hefði því verið rænt. Menhala fannst í ööram bæ þar sem hún var í ánauö. Hún þckkt- ist meðai annars af fæöingar- blettí viö annað augað og nú er hún komin heim í faðm flölskyld- unnar, Reuter.BT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.