Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1993
Spumingin
Ætlarðu í útilegu
í sumar?
Helgi Helgason: Nei, ég er búinn að
skoða landiö síðustu 20 árin og í sum-
ar ætla ég til útlanda.
Túlía Segatta: Já, ég fer örugglega í
útilegu með Tvíburafélaginu.
Steinþórunn Kristjánsdóttir: Ég ætla
til Danmerkur og Svíþjóðar í sumar.
Það getur líka vel verið að ég fari í
útilegu hér heima en það fer bara
eftir veðrinu.
Þórunn Lilja Stefánsdóttir: Já, alveg
örugglega.
Soffia Karen Grímsdóttir: Jú, jú, ætli
maður elti ekki góöa veðrið eitthvaö.
Bjarni Birgir Hákonarson: Ég ætla í
Þórsmörk með Þórunni og Sofííu.
Lesendur
Feigðarmerki á íslenskri ferðaþjónustu:
Ofurseld verkföll
um og háu verðlagi
Bréfritari telur aö ferðaiönaðurinn á íslandi sé það veikburða að hann
megi varla við aðgerðum flugvirkja.
Bjarni skrifar:
Það virðist vera sama til hvaöa
ráöa gripið er í málefnum ferðaþjón-
ustu hér á landi (sem hefur þó aðal-
lega falið í sér ráðstefnur á ráöstefn-
ur ofan, og nefndaskipanir þar sem
mestan part sérvitringar og loftkast-
alamenn hafa verið tilnefndir). Virð-
ist þessi atvinnugrein, sem víðast
annars staðar er talin ein sú lífseig-
asta, sífellt eiga undir högg að sækja
hér. Það er beinlínis lagður steinn í
götu hennar hér og greinin er ofur-
seld verkfóllum og háu verðlagi
þannig að erlendir ferðamenn koma
aldrei hingað til lands nema með
hálfum huga og dvelja hér eins stutt
og þeir frekast mega.
Reyndar hefur okkur enn ekki tek-
ist að fá hingað neina ferðamenn
nema fátæka námsmenn, náttúru-
skoðara, skeggjaða útilífsmenn og
staurblanka stafkarla í stormblússu
og strigaskóm. En hvað eiga menn
aö halda þegar upphaf feröamanna-
vertíðar hefst með boðun verkfalla í
samgöngum eins og nú hefur verið
hótað? Auðvitaö eru öfgahópar sem
starfa hjá Flugleiðum, svo sem flug-
virkjar, flugfreyjur, flugmenn og af-
greiðslumenn. Allir þessir hópar
starfsfólks hafa sýnt ferðamönnum
klæmar hvað eftir annað, boðað
verkfall og látið af því verða.
Þessar stéttir gefa dauðann og djöf-
ulinn í það þótt fyrirtæki þeirra og
aörir sem atvinnu hafa af móttöku
og flutningi erlendra ferðamanna
verði fyrir skakkafóllum. Raunar er
þeim sama um þótt þeir sjálfir missi
atvinnuna, annars legðu þeir ekki í
að leggja flugforum á jörðu niðri fyr-
ir kannski 4 eða 6% launahækkun
eða þaðan af minna.
Hvað verður nú, þótt þessi síðasta
verkfallshótun hjaðni, veit enginn.
Hitt er staðreynd að það er engin
einasta leið fyrir þá sem ætla að upp-
hefja ferðaþjónustu til skýjanna hér
að reikna með neinum varanlegum
leiöum til þess að gera þessa grein
þjónustu að alvöruatvinnugrein. Til
þess er verðlag alltof hátt hér og
verkfóll of ofarlega í huga hinna
vinnandi stétta.
Kjötvinnslan Austmat, Reyðarf irði
Regína Thorarensen skrifar:
Eg talaði við Jón Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Austmats á
Reyðarfirði, og skoðaöi öll hin stóru
og tignarlegu hús og sá fólkið í fullri
vinnu viö að pakka inn kjötmat sem
átti að fara víös vegar um landið og
meira aö segja á Reykjavíkurmark-
aöinn. Þama er gott starfsfólk sem
kann vel til verka og útbúnar vand-
aðar landbúnaðarvörur sem em
15-25% ódýrari enn annars staöar.
Það vinna þama rúmlega 25
manns. Jón framkvæmdastjóri áður-
greinds félags kom til K.H.B. 1973 þá
útskrifaöur fyrir réttu ári sem kjöt-
iðnaðarmaöur frá Reykjavík þar sem
hann er fæddur og uppalinn. Hann
vildi að kaupfélag Héraðsbúa setti
upp kjötvinnslu en blessaður kaupfé-
lagsstjórinn og öll sijórnin vom á
móti því og máttu ekki heyra það
nefnt, þeir voru svo ánægðir með að
vera búnir að fá kjötsög og geta sagað
kjötið eftir vild kaupenda.
1980 stofnuðu sex bjartsýnir Reyð-
firðingar kjötvinnslu og keyptu hús
SR, Reyöarfiröi, 200 fermetra og þar
byijaði kjötvinnslan. Jón fram-
kvæmdastjóri var eini lærði kjötiðn-
aðarmaðurinn og veitti hann fyrir-
tækinu forstöðu og mnnu kjötvör-
umar út eins og heitar lummur. Árið
1984 stækkuðu þeir við sig og bættu
viö 300 fermetrum.
Fólk kunni aö meta hina góöu vöm,
til þess að vera fljótlegra aö útbúa
matinn þegar það kom úr síldinni.
Fljótlega eftir þetta stækkuðu þeir
síðan um 1700 fermetra svo nú er
allt undir sama þaki á 2200 feímetr-
um. Allt hreinlegt og glæsilegt, bæði
úti og inni. Bráðlega bætast við 10
manns í vinnu því Austmat er búið
að kaupa grænmetisverksmiðju frá
Sól hf. í Reykjavík sem hinn dug-
mikli maöur Davíð Scheving er bú-
inn að selja þeim sem framleiðir um
70 tonn á ári. Ég spurði Jón fram-
kvæmdastjóra í lokin hvemig hann
hefði fariö að því að koma þessu af
stað. Hans svar var aö þetta hefði
veriö þrotlaus vinna hjá þeim hjón-
unum og svo hefði starfsfólki verið
bætt viö smátt og smátt og það væri
bæði duglegt og ábyggilegt í alla
staði.
Bjami Fel. er bestur
Bréfritari telur Bjarna Felixson vera besta iþróttafréttamann landsins.
þá sem hana iðka. Hann fylgist með
því sem fram fer af lifandi áhuga og
sá áhugi kemst til skila til áheyrenda
og áhorfenda. Það eina sem ég vil
setja út á Bjama og það á við um
aðra íþróttafréttamenn einnig; ég sé
ekki ástæðu til að nefna leikmenn
með nafni og fóðurnafni nema tveir
heiti sama nafni sem taka þátt í
leiknum.
Mér er ekki grunlaust um að Bjami
hafi oft haft góð áhrif á landa sína
sem keppt hafa við íþróttamenn ann-
arra þjóða. Niðrandi orð um hann
em þannig af mörgum ástæðum
ómakleg.
Sigurður E. Haraldsson skrifar:
Enn sem komiö er hafa dagblöð í.
þessu landi ekki náö að hífa sig upp
úr þeirri lágkúm að birta greinar án
þess að höfundar sé getiö, eða réttara
sagt höfundar eru í einhvers konar
felum.
Einn slíkur kveður sér hljóðs í
blaðinu 21. maí síðastliðinn og við-
hefur sá fúkyrði um Bjarna Felixson
íþróttafréttamann. Nú er ekkert í
heiminum eðlilegra en að fólk hafi
ólíkar skoðanir, jafnt á fréttamönn-
um sem öðrum. Ég er á öndverðri
skoðun við greindan huldumann
hvað varðar Bjarna Fel. Af annars
ágætu liði íþróttafréttamanna þykir
mér Bjarni skara fram úr.
Hann hefur mikla þekkingu á
knattspymu og þekkir manna best
Hringiö í síma
7 OO
I6-eðaskrifið
ura
Ferjörðin
umsóiu?
Ólöf Þorsteinsdóttdr skrifar:
Viö erum öfl afln upp í þeirri
trú að jörðin okkar fari í kringum
sólu. Hvetju svara menn ef ég
held því fram að svo sé hreint
ekki? Að jörðin iári alls ekki í
kringum sólu, heldur að hún sé
samsíða henni. Plánetumar aflar
fari ekki í kringum sólina, heldur
séu á ská við hana og að jörðín
fari tvo hringi í kringum sjálfa
sig áður en lmn færist nær sól-
inni. Jafhvel að það sé önnur jörð
meö jarðarbúum fyrir ofanokkar
sérstaka land ísland, í innri vidd.
Nú hafa menn fundið stjörnu,
stjörnur, fyrir aftan Plútó, svo-
kallað frystigeymslu, segja þeir.
Ég á við að alheimurinn sé
óplægður akur ennþá og margt
er ólært um fræðina og himin-
geiminn. Ég held því og einnig
fram, líkt og Helgi Pétursson sál-
ugi, að til sé líf á öllum plánetum
í ýmsu formi.
Lélegar
veðurspár
Örn skrifar:
Ég get ekki orða bundist lengur
yfir því hve óáreiðanlegar veður-
spámar hjá Veðurstofu íslands
eru. Veðurfræðingar kepptust við
hver um annan þveran um síð-
ustu helgi að lýsa því yfir að sól-
ríkt yrði í vestur- og norðurhlut-
um landsins, en til dæmis hér á
höfuðborgarsvæðinu sást aldrei
til sólar á því tímabili. Þeir gáfust
ekki upp, blessaðir veðurfræð-
ingarnir, og spáðu sól á mánudeg-
inum þar á eftir en sú gula lét
heldur ekki sjá sig þá.
Fyrir hvað fá þessir menn
kaup? Ég geri mér fullkomlega
grein fyrir því að það er almenn-
ingur í landinu sem borgar laun
þeirra (úr því þeir eru ríkisstarfs-
menn) og þvi ætti það að vera
sjálfsögð krafa að eitthvert gagn
sé aö hafa af þessum mönnum.
Clinton byrjaði
Sverrir hringdi:
Þær eru skrítnar fréttirnar sem
maöur heyrir um að Bandaríkja-
menn séu sármóðgaðir yfir um-
mælum Þorsteins Pálssonar þar
sem hann lýsti því yfir að Bill
Clinton hefði horft á of margar
mafíumyndir.
Menn verða að hafa það í huga
í hvaða samhengi orðín voru
sögð. Áður hafði borist bréf frá
forsetanum þar sem íslendingum
var hótað öilu iflu ef þeir hæfu
hvalveiöar að nýju. Með þeim
orðum Bandarikjamanna ætluðu
þeir að hundsa Alþjóða hvalveiöi-
ráðið og beita okkur ólögmætum
viðskiptaþvingunum. Ég spyr því
bara eins og litlu börnin, hver
móðgaöi hvern og hver byyjaði?
Lofsvert
framtak
Brynja hringdi:
Tilkoma kvenfataverslunar-
innar Vero Moda hefur mjög já-
kvæð áhrif á verðlag kvenfatnað-
ar fyrir neytendur, á þvi leikur
engirrn vafi. Verslunareigendum
hefur tekist að stórlækka verð á
grundvelli hagstæðari innkaupa
og þar með sanna aö þaö var
hægt. Megi aðrir verslunareig-
endur taka hana sér til fyrir-
myndar.
Hjólreiðamenn
tillitslausir
Valdimar hringdi:
Þaö er alltaf veriö að kvarta und-
an því hve bílstjórar séu tiliitslaus-
ir í umferðinni en þaö mætti aflt
eins beina þeim orðum til hjól-
reiðamannanna. Þeir sýna bíl-
stjórum oft mikið tfllitsleysi og enn
frekar gangandi vegfarendum.