Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1993 Fréttir 25 ára afrnæli hægri umferðar: Aðalatriðið að breyta hugsunarhættinum Það var klukkan sjö að morgni fyr- ir réttum aldarfjórðungi sem Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður lýsti því yfir í útvarpi að nú væri hægri um- ferð í gildi á íslandi. „Þetta var enda- punkturinn á starfi sem staðið hafði Valgarð Briem: Mikilvægt var að fræða almenning eins vel og kostur var. DV-mynd ÞÖK frá því um haustið 1966,“ segir Val- garð, sem þá var formaður hægri- nefndarinnar, en hún sá um fram kvæmd þessara víðtæku breytinga. „Við komumst fljótt að því að undir þúningurinn var mun umfangsmeiri en ætlað var. í upphafi var ekki gert ráð fyrir miklum fiárútlátum vegna breytinganna en undirbúnings- nefndin gerði sér fljótt grein fyrir því að meira þurfti til en breytingar á samgöngutækjum og umferðar- merkjum. Aðalatriðið var nefnilega aö breyta hugsunarhætti fólks því allir þurftu að breyta gömlum vana og taka upp nýjan, bæði ökumenn og gangandi vegfarendur." Sænska fyrirmyndin „Svíar höfðu skipt yfir í hægri - segir Valgarð Briem sem lýsti formlega yfir hægri umferð umferð haustið 1967 og þegar við höfðum samband við hægri nefndina þar voru þeir boðnir og búnir til að aðstoða okkur. Við sem störfuðum að þessu hér vorum boönir til Stokk- hólms til að fylgjast með hægri deg- inum þar og þá gerðum við okkur grein fyrir mikilvægi þess að fræða almenning eins vel og kostur var. Mótmælabylgja Þegar líða tók að H-deginum kom upp mikil andstaða gegn breyting- unni. Menn töldu að í kjölfarið myndi fylgja aukning umferðarslysa og sumir gengu svo langt að spá helm- ingsfjölgun dauðaslysa í umferðinni. Mótmælin og umræðumar voru hvað'heitastar um sumarið og haust- ið 1967 og í desember var borin upp á Alþingi tillaga um þjóðaratkvæða- greiöslu. Sú tillaga var felld og eftir það var undir búningsstarfið sett í fullan gang enda ekki mikill tími til stefnu. En höfðu þessi mótmæli ekki neikvæð áhrif? „Nei,“ segir Valgarð, „því fólk gerði sér grein fyrir hættunum sem óhjá- kvæmilega fylgdu þessu og ég held að almennt hafi fólk kynnt sér þetta mjög vel. Við lögðum líka áherslu á að allir væm jákvæðir og tækju hlut- unum með ró og það hafði þau áhrif að þegar aö breytingunni kom settu allir upp hægra brosið!“ Stundin stóra Klukkan sex að morgni sunnu- dagsins 26. maí var boðað umferðar- bann og klukkutíma síöar, eftir að skipt hafði verið um umferðarmerki, var því formlega lýst yfir að hér gilti hægri umferð. Fólk hafði verið hvatt til að fara út að keyra og vera með frá byrjun, til þess að allir vendust breytingunni. „Ég minnist þess að hafa ekið eftir Hringbrautinni og séð Akstur á vinstrl vegarhelmingi Laugavegar rétt fyrir breytingu 26. maí 1968. raðir af bílum sem mjökuðust áfram. En allir bflsfjóramir vom skælbros- andi!“ Óhapp í Lækjargötu Þó að margir hafi spáð slysaöldu eftir breytingarnar kom þó annað á daginn. Ohöppum fækkaði verulega í umferðinni og sem dæmi má nefna að árið 1968 vom aðeins 6 dauðaslys í umferðinni, miðaö við 24 árið áður. Fyrstu dagana á eftir kom fyrir að menn gleymdu sér en smáóhöppum var tekið með bros á vör. „Tveimur dögum eftir breytinguna henti það mig að keyra inn á vitlausa akgrein á Lækjargötunni," segir Valgarð. „Sá sem var svo óheppinn að keyra fram- an á mig var auðvitað brosandi í umferðinni eins og allir aðrir en hann hefrn- sennilega aldrei brosað breiðar en þegar hann sá að þaö var formaður hægrinefndarinnar sem hafðigertþessimistök!" -bm I dag mælir Dagfari DV segjr um síðustu helgi að Jó- hannes í Bónusi hafi keypt inn tvö tonn af smjörlíki frá útlöndum og hafi þurft að henda smjörlíkinu á haugana af því að hann fékk ekki að selja það. Sagt er að Jóhannes sé ævareiður út af þessu máli. Við- skiptaráðherrann, Jón Sigurðsson úr Alþýðuflokknum, hafi lofað honum aö þetta mætti selja. Mikill voðalegur kjáni er Jó- hannes í Bónusi ef þetta er rétt eft- ir haft. Veit ekki kaupmaöurinn að það er bannað að flytja inn land- búnaðarvörur eða hliðstæðar vör- ur, sem keppa við landbúnaöinn? Veit hann ekki aö viðskiptaráð- herra hefur ekkert með viðskipti frá útlöndum að gera, hvað þá ef landbúnaðurinn í landinu hefur um það minnstu grunsemd að inn- flutningur geti dregið úr sölu á is- lenskri landbúnaðarframleiðslu? Og það er jafnvel ennþá verra ef verð á þessari innfluttu vöru er lægra en verð á sambærilegri vöru sem framleidd er hér á landi. Þá er verið að ögra hagsmunum land- búnaðarins og þá er landbúnaðar- ráðherra að mæta. Landbúnaðarráðherra ræður því sem ráða þarf í þessum málum. Og landbúnaðarráðherra er enginn Smjörlíki á haugana smákall. Eftir því sem Moggi segir er Halldór Blöndal orðinn foringi landsbyggðarmanna í Sjálfstæðis- flokknum enda frændi Bjama heit- ins Benediktssonar og líkist að mörgu leyti Ingólfi Jónssyni og öðrum fomum köppum í Sjálfstæð- isflokknum sem stjómuöu lands- byggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn er tveir flokkar samkvæmt þessari skil- greiningu. Annar er á höfuðborg- arsvæðinu og Moggi hefur ekki beinlínis kveðið upp úr með það hver sé foringi þess flokks. En svo er Sjálfstæðisflokkur landsbyggð- arinnar og Halldór Blöndal er orð- inn ókrýndur foringi þess flokks eftir að hann stóð í rimmunni um það hver ráði, hvort innflutningur sé leyfður á vamingi, sem ógnar landsbyggðinni og landbúnaðin- um. Þá orrastu vann Halldór Blöndal gegn skrípinu honum Jóni Baldvin og Jón Sigurðsson á ekki að vera gefa kaupmönnum undir fótinn með einhvem innflutning þegar ljóst er að þeir kratamir og skrípin í ríkisstjóminni með Sjálf- stæðisflokki landsbyggðaiinnar ráða engu, alls engu. Ef menn era svo vitlausir að taka mark á ráðherrum, sem ekki era í landsbyggöarflokki Sjálfstæðis- flokksins, þá geta þeir hér eftir ekið sínum innfluttu vörum bein- ustu leið á haugana án þess að ómaka sig á frekari viðtölum við ráðherra eða ráðuneytisstjóra sem ekkert hafa með mál landsbyggðar- flokks Sjálfsætðisflokksins að gera. Smjörlíkið hans Jóhannesar í Bónusi var hættulegt landbúnaðin- um. Það var bæði ódýrara heldur en smjörlíkið sem landsbyggðar- flokkurinn framleiðir og það var að sumu leyti betra og svoleiðis innflutningur kemur ekki til greina á þeim tímum, þegar landbúnaður- inn berst fyrir því með kjafti og klóm að þjóðin kaupi innlenda framleiðslu á því verði sem lands- byggðarflokkurinn hefur ákveðið. Smjörlíki frá útlöndum er best geymt á haugunum. Það hefur það óhagræði í fór með sér að neytend- ur og launafólk fái ódýrara smjör- líki og það stríðir gegn þeirri opin- bem stefnu landsbyggðarflokksins í Sjálfstæðisflokknum að halda vömverði sem hæstu í þágu lands- byggðarinnar sem tryggir þannig völd Halldórs Blöndals og annarra foringja úr Sjálfstæðisflokknum, sem halda völdum sínum út á stuðning frá landsbyggðinni. Án þessara manna væri enginn Sjálf- stæðisflokkur og án Sjálfstæðis- flokksins væri hér enginn stjóm- málaflokkur sem berðist fyrir frelsi í innflutningi og lögmálum mark- aðarins og hagsmunum neytendá. Hvaöa gagn er að slíkum stjóm- málaflokki ef hann berst ekki gegn stefnumálum sínum til að geta bar- ist fyrir stefnumálum sínum? Flokkurinn væri þá óþarfur og til slíks má ekki koma. Þess vegna eiga kaupmenn sem styðja Sjálf- stæðisflokkinn að hætta innflutn- ingi sem stefnir tilveru Sjálfstæðis- flokksins í hættu. Sérstaklega landsbyggðarfiokksins, en út á hann fær Sjálfstæðisflokkurinn at- kvæði til að viðhalda völdum sín- um til að beijast fyrir stefnumálum sínum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.