Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. MAI1993 11 Sviðsljós . . ¦ v ¦ . .-¦'¦¦ '- . ¦ ¦- .'.'. Viðurkenningarh '}' Samfok, samband foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, afhenti nýlega nokkrum adilum viðurkenningu, sem að mati stjórnar félagsins hafa unnið gott starf í þágu foreldra og barna i grunnskólum borgarinnar. F.v.: Árni Sigfússon, Þóra Melsted, Kári Arnórsson, Sigríður Heiða Braga- dóttir, Ragnar Gíslason, Anna Jack, Kristbjörg Ingvarsdóttir, Hávarður Emilsson og Unnur Halldörsdóttir, frá Samfok. Rúna Gísladóttir og Margrét Kjærnested virtust heillaðar af sýn- ingunni. DV-myndirJAK Mary Ellen Marká Kjarvals- stöðum Á annað hundrað ljósmyndir eftir bandaríska ljósmyndarann Mary Ellen Mark eru nú sýndar á Kjar- valsstöðum. Sýningin spannar aldar- fjórðungs feril ljósmyndarans en Mary Ellen Mark er nú einn þekkt- asti fréttah'ósmyndari heims. Ásiaug Snorradóttir, Páll Stefánsson og Einar Falur Ingólfsson f hrókasam- ræðum um myndir Mary Ellen Mark en sá litli, Stefán Pálsson, hafði öllu meiri áhuga á Ijósmyndara DV. Kór Félagsstarfs aldraðra i Reykjavik, undir stjórn Sigurbjargar Hólm- grimsdóttur, var einn þeirra kóra sem komu fram á söngskemmtuninni. Nokkrir kórar eldri borgara víðs vegar af landinu héldu söng- skemmtun í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Tilefnið var að nú stendur yfir ár aldraðra í Evrópu en að auki verður kóramót eldri borgara í Evrópu haldið hér á landi á næsta ári. Fjölmenni kom i Hallgrímskirkju til að hlusta á kórana. DV-myndir JAK Hún Júlíana B. Sigvaldadóttir, sem er ekki nema 1 árs, skemmti sér greini- lega konunglega á sýningunni. DV-myndir GS Aldarminning Ásmundar Sveinssonar I Ásmundarsafni við Sigtún stend- ur nú yfir sýning sem ber yfirskrift- ina „Náttúran í list Asmundar Sveinssonar". Eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu Ustamannsins og er sýningin sett upp af því tilefni. Sýnd eru um 50 verk og eru þau elstu frá 1913-14 en þá var listamað- urinn um tvítugt. Yngstu verkin eru hins vegar frá 1975 og sýningin spannar því allan hans feril. FJðlmenni var vlð opnun sýningarinnar á uppstigningardag en fremst á myndinni má m.a. þekkja fyrrverandi háskólarektor, Sigmund Guðbjarna- son, og konu hans, Margréti Þorvaldsdóttur. Menning Elísabet Þórisdóttir og Helgi Hákonarson skoðuðu verk Asmundar. Ekkinema miðlungs... „Það er svo sárt/að elska" segir í hóðinu Jörð í nýútkominni hóðabók Önnur Kristínar Úlfars- dóttur, Rauðum þyrnum, og er þessari staðhæfingu fylgt fast eft- ir í mörgum ljóðum bókarinnar. Höfundinum verður tíðrætt um fláráðar ástir, menn sem koma og fara, elska og svíkja, hjarta- bana sem tæla og afvegaleiða trú- gjarnar og saklausar'stúlkur: Mig langar til að brenna öllbréfin sem innihalda ekkert nema gyllt loforö og glæsta drauma. Hvernig gat ég vitað að hvert orð var til í rjölriti? spyr skáldið í ljóðinu Biturð (15) og á öðrum stað reynist hinn „eini og sanni engul" vera úlfur í sauðargæru: „í hrifningu minni/tók ég ekki eftir/að undan kjólfaldinum/sást í klaufir" (19). Það verður að segjast eins og er að þegar lesandinn hefur innbyrt slatta af ljóðum í þessum anda fer píslarvættið að verða nokkuð yf- irþyrmandi og ljóðin einungis endurtekning sama stefsins, von- brigða og sársauka sem nær ekki nema miðlungs dýpt. Sumsé; ást- ar- og saknaðarljóðin eru fremur „þreytt" þó vissulega megi flnna smellnar myndir innan um eins og t.a.m. í Bakþönkum: Á hverju hjarta er gluggi. En þegar ég sá að fyrir þínum var svört rúllugardína var ég ekki lengur viss hvort ég vildi draga frá. (14) Kannski hefur fyrri reynsla gætt h'óð'mælandann þeirri var- færni sem hér verður vart, vark- árni sem litar í raun mörg ljóð bókarinnar. Það er líkt og að á milli lesandans og hóðanna hafi Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir verið dregin ósýnileg rúllugard- ina. Skáldið heldur aftur af til- finningum sínum svo ljóðin verða mörg hver yfirborðskennd og lítt eftirminnileg, sérstaklega þau Ijóð þar sem ástin kemur við sögu. Og myndmálið vill verða flatt og heldur dauflegt, gamal- kunnugt og margþvælt eins og „löngu gleymdar minning- ar/blómstra í læstum bakgarði", „vondaufir sólargeislar" og blóð sem drýpur „eins og tár/niður sttlkinn". Höfundinum tekst mun betur upp í þeim hóöum þar sem hann lætur ástina lönd og leið og snýr sér að því að lýsa jafn hvers- dagslegu fyrirbrigði og kyrrlátu sunnudagssíödegi í húsi þar sem klukka tifar á vegg, kona hrýtur í sófa og lífið ólmast fyrir utan (38). Og í Kvöldstund er okkur boðið upp á kyrrláta náttúru- stemningu, myndrænt og um leið dálítið kankvíslegt h'óð: Eins og einmana strá á rofabarði virðir fyrir sér gylltan hafflöhnn um leið og sólin vefur landið örmum sínum stend ég og velti fyrir mér hvort hann eigi ekki eftír að rigna. (43) Sömu sögu má segja um b'óð eins og Svefnbæ, Jólanótt, Eyði- merkursögu og Fórnir en í því h'óðfer regndropunum líkt við orrustuþotur sem fljúga „niður/í rauðann dauðann ogfláta lífið fyrir/málstaðinn" (32). Þetta eru engin dúndurhóð sem halda kyrru fyrir í huganum en þau eru vonandi fyrirheit um Ijóð skálds sem á eftir að vaxa og þroskast. Rauðlr þyrnar. Anna Krlstín Úlfarsdóttir. Reykjavik 1993. (Setnlng og umbrot: hölundur).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.