Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1993 9 Utlönd Samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna: Stríðsdómstóll í Haag ■ Bosniskir íslamar og Krótar hafa slíðrað sverðin í Mostar og munu skiptast á fóngum. Þetta er haft eftir króatíska útvarpinu. Seint í gærkvöldi samþykktu aðOd- arlönd Örygisráðs Sameinuðu þjóð- anna einróma að setja á fót stríðs- glæpadómstól í Haag sem myndi rétta í málum þeirra sem eru sakaðir um morð, nauðganir, pyndingar og önnur voðaverk í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Sendiherra Bandaríkjanna, Madel- eine Albright, viðurkenndi að erfitt gæti reynst aö hafa hendur í hári þeirra sem eru grunaðir um stríðs- glæpi en sagði að um leið og ákæra hefði verið gefin út á hendur þeim myndu hinir grunuðu verða alþjóð- leg úrhrök. ' „Þó að þessir einstakhngar geti fal- ið sig innan landamæra Serbíu eða hluta Bosníu eða Króatíu munu þeir verða fangar í eigin landi svo lengi sem þeir lifa,“ sagði Albright. Tahð er að öryggisráðið eigi enn eftir að samþykkja tvær ályktanir. Önnur hefur það að markmiði að auka gæslu á griðasvæðum Samein- uðu þjóðanna og hin gerir ráö fyrir að eftirlitsmenn muni sjá til þess að Bosníu-Serbar fái ekki vopn og elds- neyti frá Serbíu. Hermenn Bosníu-Serba fjarlægðu í fyrrinótt í skjóh myrkurs lík elsk- endanna sem reyndu að flýja Sarajevo fyrir viku en þeir voru skotnir á flóttanum. Sögðust her- mennirnir hafa gert þetta til að sýna að þeir væru mannlegir. Svæðið, þar sem líkin lágu, þykir svo hættulegt yfirferðar að eitt lík hefur legið þar í fimm mánuði. Reuter Vorum að opna eftir breytingar nýtt og betra kaffihús. Allar veitingar frá morgni til kvölds. Kaffitorg Lækjartorgi sími 11021 Félagar þessa Bosniu-Serba fjarðlægðu lík elskendanna I fyrrinótt. Símamynd Reuter Grænfriðungar hlekkja sig við norska hvalbáta Sex grænfriðungar hlekkjuðu sig í morgun við tvo hvalbáta í útgerð- arstaðnum Skrova í Norður-Noregi í morgun. Talsmaður grænfrið- unga í Ósló, Ingrid Berthinussen, sagði í viðtah við NTB-fréttastof- una norsku að aðgerðin væri hður í að gefa norskum stjómvöldum síöasta tækifærið tfi að breyta um stefnu í hvalveiðimálum. Um leið og fréttist af atburðinum fór lög- reglan á bát á staðinn. Annar hvalbátanna sigldi strax til Svolvár með þrjá grænfriðunga um borð. Skipstjórinn, Tore Krane, átti að mæta á fund þar klukkan átta og lét ekki grænfriðungana trufla sig. „Við höfðum þó samráð við lögregluna," sagði skipstjórinn. Hann kvað aUt rólegt um borð. „Það er gott veður og svolítið kalt en stúlkurnar eru vel klæddar. Þær eru velkomnar inn í messa ef þeim verður kalt. Við erum búnir að bjóða þeim kaffi og mat en þær vhja ekkert þiggja. Stúlkurnar trufla okkur ekkert við vinnuna og þeim er velkomið að vera hlekkjaðar hér þangað til þær verða leiðar. Það er langt þangað tíl við förum á hrefnu- veiðar," sagði Krane í morgun. NTB Ítalía: De Mita grunaður um misferli Fjórum fyrrverandi forsætisráð- herrum ítaUu hefur nú verið tilkynnt af yfirvöldum að þeir séu grunaðir um aðUd að íjármálaspihingu. í gær var Ciriaco de Mita, sem var forsæt- isráðherra 1988 og 1989, tilkynnt að ástæða væri til að ætla að hann væri viðriðinn misferU vegna fjárveitinga til endurreisnar á Suður-Ítalíu í heimahéraði de Mita eftir jarð- skjálfta 1980. RannsóknaraðUar telja að hluti íjárhagsaðstoðarinnar frá ítölskum yfirvöldum og Evrópubandalaginu hafi farið í vasa stjórnmálamanna, flokka og skipulagðra glæpaflokka. Nokkrir hafa verið handteknh’ vegna málsins, þar á meðal bróðir de Mita sem er byggingaverktaki. í gær var einnig skýrt frá því að næstæðsti maður Fiat-verksmiðj- anna væri grunaður um að hafa brot- ið lög um fjármögnun stjórnmála- flokka auk þess sem hann væri grun- aður um aðUd að alvarlegu spilhng- Ciracio de Mita, fyrrverandi forsæt- isráðherra Ítalíu. Símamynd Reuter armáh. Fimm háttsettir menn hjá Fiat hafa verið handteknir að und- anfornu vegna rannsóknar yfir- valda. Reuter NÁMSKEIÐ FYRIR HRESSA KRAKKA Skemmtileg sumarnámskeið fyrir fróðleiksfusa krakka tölvunotkun. Við viljum vekja athygli ykkar á að enginn annar skóli heftir jafnmikla reynslu afþví að kenna börnum og unglingum á tölvur. Við bjóoum því reyndustu kennarana og spennanai námskeið sem er aðlagað að þörlum krakkanna. Kennd er tölvufræði, vélritun, ritvinnsla, notkun geisladiska og skanna, teikning, upplýsingasöfnun og úrvinnsla og margt fleira. Þau geta sótt 2ja eða 3ja vikna námskeið á morgnana eða eftir hádegi og þau geta valið um hvort þau læra á Macintosh eða PC tölvu. Þátttökugjaldi er stillt mjög I hóf. Námskeið hefjast 1. júní, 21. júní, 19. júlí, 3. ágúst og 16. ágúst. Leitaðu nánati upplýsinga hjá okkur. Andreos Wecker sýningunni. Kjörin skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mætið tímanlega til að fá sæti! ÍÞRÓTTAHÚSIÐ DIGRANESI, MIÐVIKUDAGINN 26. MAÍ, KL. 20:00 \SJ f A íikar - Fögitf íþrótt SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.