Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1993 / 41 DV Fyrsta verslunarhús KH á Blönduósi: Breytt í upplýs- ingamiðstöð fyrir f erðamenn Magnús Ólafesan, DV, Húnaþingi; Fyrsta verslunarhús Kaupfélags Húnvetninga var flutt á tjaldstæðið á Blöndubökkum á dögunum. Þar er því ætlað að þjóna sem upplýsingam- iðstöð fyrir ferðamenn og afdrep fyr- ir gesti á tjaldsvæðinu. A næstu dögum verður klæðning hússins endumýjuð og eitt herbergi standsett til afnota í sumar. Síðar verða aðrir hlutar hússins endur- byggðir. Leitast verður við að halda upprunalegri mynd á þessu nær hundraö ára húsi. Það eru áhugamenn um varðveislu gamalla húsa á Blönduósi sem standa fyrir endurbyggingu þessa húss. Ýmsir aðilar hafa styrkt verkið með flárframlögum. Áætlaður kostn- aður við endurbygginguna er 2 millj. kr. og hefur þegar safnast um helm- ingur þeirra upphæðar. Nýtt hús Sérleyf isbíla Selfoss. DV-mynd Kristján Sérleyfisbílar Selfoss: Húsnæðið tífaldað Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Nýtt og glæsilegt verkstæðishús hjá Sérleyfisbílum Selfoss var form- lega tekiö í notkun sumardaginn fyrsta. Um er að ræða 765 m2 stein- steypt iðnaðarhúsnæði með kjallara og risi, samtals 1378 m2. Bílar frá S.B.S. hafa alla tíö þótt snyrtilegir og bera eigendum sínum gott vitni. Með tilkomu nýja hússins verður mun auðveldara fyrir starfs- menn fyrirtækisins að halda þessu aðalsmerki á lofti. „Nýja húsið er 10 sinnum stærra en húsið sem við höfum verið í und- anfarin ár. Það verður mun auðveld- ara að fást við þá 19 bíla, sem við eigum, í nýja húsinu. Við höfum ver- ið í því gamla frá því við keyptum fyrirtækið árið 1976. Það var stofnað árið 1972,“ sagði Steinn Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri S.B.S. Hjá fyrirtækinu vinna 25 menn við akstur, afgreiðslu og viögerðir. Viö hópinn bætist á sumrin. S.B.S. hefur sérleyfl á leiðinni Sel- foss - Eyrarbakki - Stokkseyri - Hveragerði - Þorlákshöfn - Laugar- vatn - Geysir og Gullfoss. Auk þess sér fyrirtækið um skólaakstur og er öflugt á hópferðamarkaðnum. Far- gjald með rútu frá Selfossi til Reykja- víkur er í dag 460 krónur. „Já, það er rétt að fram til 1970 kostaði jafn mikið fyrir karlmann að láta khppa sig og að taka sér far til Reykjavíkur eða Selfoss með rút- unni. í dag kostar klipping 1200 kr. Annaðhvort er khpping orðin svona dýr eða við svona ódýrir, alla vega hefur dregið í sundur á hðnum árum,“ sagði Steinn Hermann hjá Sérleyfisbílum Selfoss. Skóframleiðsla á Skagaströnd Þórhallur Ásmundssan, DV, Sauðárkróki: „Við vonumst til að geta hafið framleiðslu um mánaðamótin. Þetta fer rólega af stað hjá okkur. Byrjaö verður að framleiða svokahaða hehs- uskó, þar sem þeir eru frekar einfald- ir í framleiðslu, og samhhða verður fólk þjálfað upp í gerð annarra teg- unda. Við verðum fá sem störfum hér th að byija með en ég reikna með að þegar þetta verður komið vel af stað verði starfsmenn 10-12, jafn- vel 15,“ segir Pétur Ingjaldur Péturs- son, framkvæmdastjóri skóverk- smiðjunnar Skrefsins á Skagaströnd. Skrefið mun framleiða skó undir vönnnerkinu „Fet“ og er hönnun skótegunda komin vel á veg. Auk heilsuskósins, verða framleiddir götu- og kuldaskór. Starfsmenn Skrefsins voru nýlega á Akureyri að taka síðustu vélamar úr þrotabúi Striksins sáluga og flytja þær vestur. „Þetta er eins og að flytja heht frystihús á mihi staða. Síðan tekur við að koma vélum fyrir og ganga frá húsnæðinu. Mikið bras í kringum þetta og tekur töluverðan tíma að koma þessu í gang,“ sagði Pétur. Fréttir Með stórvirkum tækjum gekk vel að flytja húsið á nýja grunninn. DV-mynd Magnús Taiaðu við okkur urh BÍLARÉTTINGAR ' ASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 Sófi í nýju stofuna Björn Anton og Thelma eru farin að búa. Þau hafa keypt sér íbúð og eiga lítið barn. Þau verða að fara vel með fjármuni sína til að endar nái saman. Þau hafa selt ýmislegt sem þau töldu sig vel geta verið án en nú vantar þau sófa í nýju stofuna. Til þess að gera sem mest úr því sem þau hafa handa á milli ákváðu þau að kaupa notaðan, vel með farinn sófa gegnum smáauglýsingar DV núna og bíða með að kaupa nýtt út úr búð þar til þau hafa komið betur undir sig fótunum. Þú getur gert afbragðs kaup á notuðum, vel með förnum munum gegnum smáauglýsingar DV. Efþig vantar peningl SMÁAUGLÝSINGAR irrra SMÁAUGLÝSINGADEILD DV. Sími 91-632700. Bréfasími 91-632727. Græni síminn 99-6272. 0PIÐ: Virka daga frá kl. 9-22, laugardaga frá kl. 9-16 og sunnudaga frá kl. 18-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.