Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1993 49 Afmæli Jónas Ámason Jónas Ámason, rithöfundur og fyrr- verandi alþingismaður, til heimilis aþ Kópareykjum n, Reykholtsdals- hreppi, verður sjötugur nk. fóstu- dag. Starfsferill Jónas fæddist á Vopnafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1942 og stundaði nám við HÍ og í Bandaríkj- unum. Jónas var blaðamaður við Fálk- ann og Þjóðviljann, ritstjóri Land- nemans og síðan sjómaður 1953-54. Hann var gagnffaeðaskólakennari í Neskaupstað, í Flensborg og í Reyk- holti á árunum 1953-65 og alþingis- maður 1949-53 og l%7-79. Jónas hefur m.a. samið eftirtaldar bækur og leikrit: Fólk, 1954; Sjór og menn, 1956; Fuglinn sigursæli 1957; Veturnóttakyrrur 1957; Delerímn Búbónis, (ásamt Jóni Múla) 1961, leikrit; Tekið í blökkina, 1961; Sprengjan og pyngjan, 1962; Syndin er lævís og hpur, ævisaga Jóns Sig- urðssonar kadetts, 1962; Undir fonn, 1963; Jámhausinn, leikrit 1965; Þið munið hann Jömnd, leikrit 1970; Skjaldhamrar, leikrit 1975; Valmú- inn springur út á nóttinni, leikrit 1978; og Halelúja, 1981. Þá kom út viðtalsbók við hann sem Rúnar Ár- mann Arthúrsson tók saman 1986. Fjölskylda Kona Jónasar er Guðrún Jóns- dóttir, f. 22.9.1923, húsfreyja. For- eldrar hennar vom Jón Bjamason, héraðslæknir á Kleppjámsreykjum í Borgarflrði, og kona hans, Anna Kristín Þorgrímsdóttir húsfreyja. Böm Jónasar og Guðrúnar eru Jón, f. 8.10.1945, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, kvæntur Þórdísi Thoroddsen; Ingunn Anna, f. 30.8.1948, kennari á Akranesi, gift Engilbert Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra við samnorræna stofnun við þróunarhjálp; Ragn- heiðm-, f. 8.2.1950, umhverfisffæð- ingur í Reykholti í Biskupstungum, gift Unnari Þór Böðvarssyni skóla- stjóra; Birna Jóhanna, f. 18.3.1956, nemi við KHI, gift Hákoni Bjama- syni, starfsmanni við gistiheimih í Reykjavik; Ámi Múh, f. 14.5.1959, lögfræðingur hjá Fiskifélaginu, kvæntur Amheiði Helgadóttm- kennara. Systkini Jónasar: Valgerður, f. 8.12.1918, húsmóöir í Reykjavik; Jón Múh, f. 31.3.1921, tónskáld og út- varpsmaður í Reykjavík; Guðríður, f. 26.5.1925, d. 21.10.1988, húsmóðir í Reykjavík; Ragnheiður, f. 26.5. 1925, húsmóðir í Bandaríkjunum. Foreldrar Jónasar vom, Ámi Jónsson ffá Múla, f. 24.8.1891, d. 2.4.1947, alþingismaður í Reykjavík, og kona hans, Ragnhildur Jónas- dóttir, f. 16.11.1892, d. 27.11.1957, húsmóðir. Ætt Ami var sonur Jóns, alþingis- manns í Múla í Aðaldal, bróðir Sig- ríðar, langömmu Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. Jón var sonur Jóns, skálds á Hehuvaði í Mývatnssveit, Hinrikssonar, b. á Heiðarbót í Aðaldal, Hinrikssonar. Móðir Hinriks var Katrín Sigurðar- dóttir. Móðir Katrínar var Þórunn Jónsdóttir „harðabónda" í Mörk í Laxárdal, Jónssonar. Móðir Jóns í Múla var Friörika Helgadóttir, b. á Skútustöðum í Mývatnssveit, Ás- mimdssonar, ættfoður Skútustaða- ættarinnar. Móðir Áma í Múla var Valgerður Jónsdóttir, þjóðfundarmanns á Lundarbrekku, Jónssonar, prests og ættfoður Reykj ahhðarættarinn- ar, Þorsteinssonar. Móðir Valgerðar var Kristbjörg Kristjánsdóttir, b. á fllugastöðum í Fnjóskadal, Jónsson- ar. Móðurbróðir Jónasar var Helgi frá Brennu. Ragnhildur var dóttir Jónasar, steinsmiðs í Reykjavík, Guðbrandssonar, sjómanns í Reykjavik, Guðnasonar, b. í Reynis- holti í Mýrdal, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Guðný Jóns- dóttir, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Jónssonar, sýslumanns í Holti í Mýrdal, Sigurðssonar. Móðir Jónas- Jónas Árnason. ar var Ragnheiður Pálsdóttir, timb- urmarms í Reykjavík, Guðnasonar. Móðir Ragnhildar var Guðríður Jónsdóttir, sjómanns í Reykjavík, Ingimundarsonar. Vísnavinir, leikarar, Þijú á palh og fleiri munu heiðra afmælisbamið með sérstakri dagskrá sem nefnist Á landinu bláa en hún verður flutt. í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 21.00. Þá verður boðið upp á kaffiveiting- ar í tilefni afinælisins í matsal Reyk- holtsskóla í Borgarfirði fostudaginn 28.5. nk.kl. 20.30. lilj a Vigfúsdóttir Hjaltalín Amdal Lilja Vigfusdóttir Hjaltalín Amdal, Álfaskeiði 80, Hafnarfirði, verður níræðámorgun. Starfsferill Lilja fæddist í Brokey á Breiðafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var einn vetur í Reykjavík í tungumálanámi og starfaði jafn- framt á saumastofu. Eftir að Lilja gifti sig hefur hún búið í Hafnar- firði, lengst af á Brekkugötu 9 en síðan að Áifaskeiði 80. Ásamt heim- ihsstörfunum stundaði Lilja ýmis störf utan heimihsins. Hún var t.d. matselja í mörg ár, auk þess sem hún hafði kostgangara í fóstu fæði en margir borðuðu hjá henni árum saman. Fjölskylda Lilja gjftist 1.1.1930 Finnboga J. Amdal, d. 1966, fuhtrúa bæjarfóget- ans í Hafnarfirði og síðar forstjóra Sjúkrasamlagsins í Hafnarfirði. Hann var sonur Jóhanns Jónsson- ar, b. í Ósgröf á Landi, og konu hans, Sigríðar Eiríksdóttur frá Stöðlakoti. Böm Lilju og Finnboga era Jón Hjaltahn F. Amdal, f. 1930, svæðis- stjóri Vátryggingafélags íslands í Hafnarfirði, kvæntur Margréti Jó- hannsdóttur frá Siglufirði og eiga þau tvo syni, Hlyn, f. 1957 sem kvæntur er Auði G. Eyjólfsdóttur, og ívar, f. 1959, en maki hans er Elín H. Káradóttir en þau eiga eina dóttur, Margréti Helgu, f. 1992; Finn- bogi, F. Amdal, f. 1933, fram- kvæmdastjóri umboðs Sjóvár- Almennra í Hafnarfirði, kvæntur Hjördísi Stefánsdóttur frá Siglufirði, og eiga þau tvo syni, Stefán, f. 1958 sem er kvæntur Þórdísi Eiríksdótt- ur og eiga þijú böm, Eddu Margr- éti, f. 1983, Axel, f. 1986 og Eirík, f. 1989, og Hreinn, f. 1965; Kristjana Vigdís Laufey F. f. 1939, hstmálari á Akureyri, gift Þorgeiri Þorgeirssyni frá Laugum í Reykjadal og era böm þeirra íjögur, Bergur, f. 1958, kvænt- ur Sigríði Kristinsdóttur en þau eiga eina dóttur, Bergþóra, f. 1991, Lhja, f. 1959 en unnusti hennar er Sigur- jón Bragason, Finnur, f. 1967 og Fjóla, f. 1972. Lilja átti fimm systur og tvo bræð- ur en þijár systur hennar era látn- ar. Foreldrar Lhju vora Vigfús Jóns- son Hjaltalín, stórb. í Brokey á Breiðafirði, og kona hans, Kristjana Guðbjörg Kristjánsdóttir. Ætt Vigfús var sonur Jóns Hjaltalín, stórb. í Brokey, Bergssonar Hjalta- lín, b. í Öxney, Jónssonar Hjaltahn, skálds og prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Oddssonar Hjaltahn lrm. í Guhbringusýslu, á Rauðará við Reykjavík, Jónssonar Hjaltahn, sýslumanns í Kjósasýslu, Oddsson- ar. Móðir Odds lrm. var Metta Mar- ía Jensdóttir Jóhannessonar, fógeta á Jótlandi. Móðir Jóns skálds var Oddný Erlendsdóttir, lrm. í Reykja- vík, Brandssonar. Móðir Bergs í Öxney var Guðrún Jónsdóttir, prests á Bjamamesi, Bergssonar. Móðir Jóns í Brokey var Soffía Jóns- dóttir frá Brokey. Móðir Vigfúsar var Hhda Vigfúsdóttir, b. í Brokey, Sigurðssonar, stúdents frá Geitar- eyjum. Kristjana var dóttir Kristjáns, hreppstjóra á Gunnarsstöðum, Guð- brandssonar, b. á Hólmlátri á Skóg- arströnd, Magnússonar, frá Tungu, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Jófríður Jónsdóttir. Móðir Kristjáns var Kristín Bjamadóttir úr Trékylhsvík. Móðir Kristjönu var Guðbjörg Hákonardóttir, stórb. áGunnarsstöðum. Lhja tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn, 27.5., á Hótel Loftleiðum, milhkl. 17.00 og 20.00. Ásta Sigrún Einarsdóttir Ásta Sigrún Einarsdóttir, bóndi á Grímsstöðum í Kjós, er fimmtug í dag. Starfsferill Ásta Sigrún fæddist á Heiðarbæ í Þingvahasveit og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1959-61 og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hún hefur unnið á búi sínu frá 1966. Þá hefur hún starfað með Kvenfélagi Kjósarhrepps frá 1967. Fjölskylda Ásta Sigrún giftist 17.6.1966 Hreið- ari Grímssyni, f. 9.12.1936, bónda á Grimsstöðum. Hann er sonur Gríms Gestssonar og Kristínar Steinadótt- uríReykjavík. Börn Ástu Sigrúnar og Hreiðars era Kristín, f. 20.6.1967, húsmóðir í Reykjavík, gift Hauki Þorvaldssyni og eru synir þeirra Hreiðar, f. 18.5. 1988, og Þorvaldur Aðalsteinn, f. 27.10.1989; Sigrún, f. 30.5.1969, nemi; Einar, f. 21.6.1975, nemi; Unnur María, f. 23.8.1979, nemi. Systkini Ástu Sigrúnar eru Anna María, f. 5.2.1941, húsmóðir í Kópa- vogi, gift Kjartani Gunnarssyni og eiga þau þrjú böm; Sveinbjöm Frí- mann, f. 22.4.1949, b. á Heiðarbæ, kvæntur Ingibjörgu Jónu Stein- dórssdóttur og eiga þaufjögur böm. Foreldrar Ástu Sigrúnar: Einar Sveinbjörnsson, f. 10.9.1917, d. 14.11. 1974, b. á Heiðarbæ, og Unnur Frí- Ásta Sigrún Einarsdóttir. mannsdóttir, f. 23.5.1910, húsfreyja. Ásta Sigrún tekur á móti gestum í Félagsgarði í Kjós á afmæhsdaginn milhkl 20.00 og 23.00. Guftrún Þorleifsdóttir frá Móhúsum í Garði. Guðrún dvelur nú á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði. Sigríftur Þorleifsdóttir, Skjólvangi á Hrafnistu í Hafnar- firði. 80 ára Kristján Jósefsson, Hjahabrekku 43, Kópavogi. 75 ára Ema J. Helgadóttir, Aðalstræti 8, Reykjavík. Rósa Pétursdóttir, Miðnesi fl, Höföahreppi. Friftfinnur Gíslason, Sæborg, Akureyri. Margrét Óskarsdóttir, Safamýri 95, Reykjavík. Svanhildur Guðmundsdóttir, Arnarhrauni 48, Hafnarfirði. Svaia Bragadóttir, Sfillholti 13, Akranesi. Ingibjörg Mjöh Einarsdóttir, Klapparholti 7, Hafnarfirði. lTrciðar Olgeirsson, Baldursbrekku 16, Húsavík. Hanna Kristin Páimarsdó ttir, Miðvangi 137, Hafnarfirði. Svanur Eiríksson, Heiðariundi 8 A, Akureyri. Guðmundur H. Jónsson, Unufelh 21, Reylqavík. Elisabet Guttormsdóttir, Sólvallagötu 41, Reykjavfk. Eiríkur Ágústsson, Króktúni4, Hvolsvelli Eiríkur tekurá móti gestum i Fé- lagsheimilinu Hvoli, laugardagjnn 5.6. eftirkl 20.00. Guftrún Jóna Guðmundsdóttir, Heiöargerði 80, Reykjavik. Guörún Sigmundsdóttir, Eyjabakka26, Reykjavík. EinarM. Árnason, Efstasundi91, Reykjavík. 40ára PáU Benediktsson, Sjávargötu 29, Bessastaðahreppi. Haukur Stefánsson, Karfavogi 35, Reykjavík. Gestur Ragnar Bárðarson, Miklubraut 46, Roykjavík. Ásdis Lára Rafnsdóttir, Ásenda 14, Reykjavík.' Sigríftur Jónsdóttir, Hjahabraut 1. Hafnarfirði. Nikulás Magnússon, Holtagerði 54, Kópavogi. Haraldur Reynir Jónsson, Sævangi 48, Haöiarfirði. Kristján Jónsson, Fellshlíð, Eyjaíjaröarsveit. Baidvin Halidór Sigu rftsson, Möðruvallastræti 9, Akureyri. Ragnheiður Þormar, Hafnarbraut 12, Kópavogi. Jóhanna Sigríður Guðjónsdóttir, Látraseh 11, Reykjavík. ▼▼▼▼▼▼▼▼'▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼TTTTTTTTTVTTTT' Pað borgar sig að vera áskrifandi í sumar! Áskriftarsíminn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.