Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 30
50
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
Leikhús
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sími 11200
Smiðaverkstæðið kl. 20.30.
Gestaleikurfrá Remould Theatre í
Hull:
„TOGAÐ Á NORÐUR-
SLÓÐUM“ eftir Rupert Creed og
Jlm Hawkins.
Leikrlt með söngvum um lif og störf
breskra togarasjómanna.
2. sýn. i kvöld, 3. sýn. fim. 27/5,4. sýn.
fös.28/5.
Aðeins þessar sýnlngar.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning hefst.
Utlasvlðlðkl. 20.30.
RÍTA GENGUR
MENNTAVEGINN
eftir Willy Russsel.
í kvöld, uppselt, fös. 28/5, uppseit
Aðeins þessar 2 sýningar eftir.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning hefst.
Stóra sviðið kl. 20.00:
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon.
8. sýn. ó morgun, uppseiL 9. sýn. mán.
31/5, uppselt, fim. 3/6, örfá sæti laus,
fös. 4/6, uppseh, lau. 12/6, örfá sæti laus,
sun. 13/6, örfá sæti laus.
MYFAIR LADY söngleikur
eftir Lerner og Loeve.
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Fös. 28/5, fáein sæU laus, lau. 5/6,
næstsiðasta sýnlng, fös. 11/6,
siðasta sýnlng.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir
Thorbjöm Egner.
Sun. 6/6 kl. 14.00, sun. 6/6 kl. 17.00.
ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR
ÞESSA LEIKÁRS.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Aðgöngumlðar greiðist vlku fyrir sýningu
ella seldir öðrum.
Mlðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13-18 og fram
að sýningu sýningardaga.
Mlðapantanlr frá kl. 10 virka daga i sima
11200.
Grelðslukortaþj. - Græna línan 996160.
LEIKHÚSUNAN 991015.
Þjóðlelkhúslð - góða skemmtun.
Tilkyrmingar
i Kvenfélagið Freyja,
Kópavogi
spilar félagsvist finuntudagmn 27. maí
ld. 20.30 á Digranesvegi 12. Kaffiveitingar
og verðlaun.
Karl T. Sæmundsson
sýnir í Eden
Karl T. Sæmundsson hefur opnað mál-
verkasýningu í Eden í Hveragerði. Hann
sýnir þama 28 verk, olíu-, vatnslita- og
pastelmyndir. Þetta er fjórða einkasýn-
ing Karls auk þátttöku í samsýningum.
Sýningin stendur yfir frá 25. mai til 7.
júni og er sölusýning.
BÓKA3AFNIÐ
Tímaritið Bókasafnið
Út er komið tímaritið Bókasafnið, 17. ár-
gangur 1993. Að útgáfu blaðsins standa
Bókavaröafélag íslands, Félag bóka-
safnsfræðinga og bókafulltrúi ríkisins. í
þessu hefti Bókasafnsins ber mest á um-
fjöilun um tölvukerfi fyrir bókasöfn og
eru í blaðinu umsagnir um þau kerfi sem
algengust eru í bókasöfnum hérlendis.
Einnig er fjallað um þjónustumælingar í
bókasöfhum, bama- og unglingabókaút-
gáfuna. Þá er í blaðinu stór kafli með
, bókarýni. Blaðiö er 70 síður í A-4 broti
og til sölu í þjónustumiðstöð bókasafna,
Laugavegi 163, Reykjavík. Kostar það lu-.
550.
Leikfélag Akureyrar
Óperetta
Tónlist
Johann Strauss
Fös.28. maikl. 20.30.
Lau. 29. mai kl. 20.30.
Fös. 4. júni ki. 20.30.
Lau. 5. júní kl. 20.30.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Gestaleikurfrá Remould Theatre i Hull.
TOGAÐí NORÐURHÖFUM
eftlr Rupert Creed og Jim Hawkins.
Leikrit með söngvum um iif og störf
breskra togarasjómanna á fiskimið-
umútafíslandi,
Grænlandi og Rússlandi.
Þriðjudag 1. júní kl. 20.30.
Miðvikudag 2. júni kl. 20.30.
Fimmtudag 3. júni kl. 20.30.
AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR.
Miðasala er í Samkomuhúsinu,
Hafnarstræti 57, alla virka daga kl.
14 tíl 18 og sýningardaga fram að
sýningu.
Símsvari fyrir miðapantanir allan
sóiarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Simi i miðasölu:
(96)24073.
leikLýstarskóli ÍSLANDS
C77-----1
Nemenda
______ leikhúsið
UNDARBÆ simi 21971
eftir Emmerich Kálmán.
AUKASÝNINGAR
VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR:
íkvöldkl. 20.00.
ALLRA SÍÐASTA SÝNING ARHELGI.
Miðasalan er opin frá kl.
15.00-19.00 daglega en til kl.
20.00 sýningardaga. SÍM111475.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
LEIKHÚSLÍNAN 99-1015.
Líffræðifélag íslands
Fimmtudaginn 27. maí mun prófessor
Silvano Benvenuti frá háskólanum í Písa
á Ítalíu halda fyrirlestur á vegum Líf-
fræöifélags íslands. Fyrirlesturinn fer
fram á ensku og nefnist „Lyktarkort bréf-
dúfunnar (The olfactory map of the hom-
ing pigeon). í fyrirlestrinum verður fjall-
að um niðurstöður tilrauna er hófust 1971
og hafa leitt í ljóð að lyktarskyn gegnir
miklu hlutverki í fari dúfha. Fyrirlestr-
urinn verður haldinn í Odda, húsi Há-
skóla íslands, stofu 101 og hefst kl. 20.30
stundvíslega. Prófessor Silvano Benven-
uti hefur um árabil unnið við rannsóknir
á fari fugla og er staddur hér á landi
vegna rannsókna á fari margæsa en sú
rannsókn er unnin í samvinnu við Nátt-
úrufræðistofnun íslands og háskólann í
Lundi.
Útskriftatónleikar Söng-
skólans í Reykjavík
Erla Þórólfsdóttir sópransöngkona og
Jórunn Viðar píanóleikari halda ein-
söngstónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði,
fimmtudaginn 27. mai kl. 20.30. Tónleik-
amir eru lokaáfangi einsöngvaraprófs
Erlu, L.R.S.M. frá Söngskólanum í
Reykjavík.
Laugardalslaug lokuð
vegna viðgerða
Laugardalslaug veröur lokuð 27., 28. og
hugsanlega 29. mai nk. vegna viðgerða
og viðhalds.
Helgaratskákmót
Taflfélag Kópavogs, Taflfélagið Hellir og
Skákfélag Hafnarfjarðar standa fyrir
helgaratskákmóti dagana 28. og 29. mai
nk. Mótið hefst föstudag, 28. maí kl. 20
og verður framhaldið laugardaginn 29.
maí kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir
Monrad. Fyrstu verðlaun veröa kr.
15.000, önnur verðlaun kr. 9.000 og þriðju
verðlaun kr. 6.000. Þátttökugjöld er kr.
800 fyrir félagsmenn en kr. 1.200 fyrir
aðra. Mótið verður haldið í húsnæði Tafl-
félagfs Kópavogs, Hamraborg 45. Mótið
er öllum opiö og veröur reiknað til at-
skákstiga.
Stjórnunarstíll kvenna
Hafa konur sérstakan stjómunarstil?
Hver em áhrifrn af uppeldi kvenna? Hafa
konur sérstaka reynslu sem nýtist vel í
stjómun? Em fordómar gagnvart kven-
kyns stjómendum? í dag, 26. mai, mun
Kvenréttindafélag íslands standa fyrir
námsstefnu um stjómunarstíl kvenna í
Komhlöðunni viö Bankastræti kl. 18-21.
Allir em velkomnir.
Sumarstarf Sjálf-
boðaliðasamtaka
um náttúruvernd
Sjálfboðaliðasamtök um náttúmvemd
skipuleggja 8 vinnuferðir í sumar sem
standa allt frá einum og upp í 10 daga.
Þar gefst fólki tækifæri til að vinna aö
náttúmvemd á fallegum stöðum í góðum
félagsskap sér að kostnaðarlausu. Fyrsta
ferðin er dagsferð laugardaginn 29. maí
aö Djúpavatni í Reykjanesfólkvangi.
Næst verður unniö 4 daga við Grábrók í
Borgarfirði 10.-13. júní. Lengsta vinnu-
tömin á vegum Sjálfboöaliðasamtakanna
verður í Dimmuborgum og við Leirhnjúk
í Mývatnssveit 17.-26. júlí. Nánari upp-
lýsingar veita Jóhann Guöjónsson, s.
91-52119, Rannveig Þorvaldsdóttir, s.
91-43232, Sigrún Þórólfsdóttir s. 91-43960
og Þorvaldur Öm Ámason s. 91-684241.
Vináttufélag íslands og
Lettlands stofnað
Latvija, vináttufélag íslands og Lettlands,
var stofnað í Reykjavik 24. apríl sl. og er
tilgangur félagsins að auka og efla sam-
skipti íslendinga og Letta. Markmið fé-
lagsins em: Efnahagsleg aðstoð, menn-
ingarvinna og félagsleg tengsl. Þeir sem
vfija ganga í félagið geta tilkynnt sig til
gjaldkera félagsins, Guðrúnar Halldórs-
dóttur skólastjóra, í símum 14862 og
23541. Þeir sem ganga í félagið fyrir 1.
ágúst munu teljast stofnfélagar. Aðrir
stjómarmeðlimir eru Amór Hannibals-
son formaður, Hrafn Harðarson, Tryggvi
V. Líndal, Dagur Þorleifsson, Árni Waag
og Iveta Geidane.
Eðalsteininn, ný
verslun
Þann 30. apríl sl. opnaði Alfred Wolfgang
Gunnarsson gullsmíöameistari skart-
gripaverslunina Eðalsteininn að Lauga-
vegi 72. Eðalsteinninn hefur verið starf-
ræktur frá 7. september 1985, á Akranesi
frá byrjun til júníloka á síðasta ári, þá í
Hafnarfirði, þar til nú að verslunin var
opnuð á Laugavegi 72. Áhersla verður
lögö á viðgerðarþjónustu á skartgripum
og sérsmiöi eftir óskum hvers og eins.
Einnig er úrval handsmiðaðra skartgripa
og trúlofunarhringa.
Fréttir
Dagsbrún samþykkti
„Ég skal játa það að mér var þungt
fyrir bijóstí þegar ég undirritaði
þennan kjarasamning. Ég tel hann
þann lélegasta sem ég hef skrifað
undir. Samt legg ég til aö þið sam-
þykkið hann vegna þess samtaka-
leysis og þróttleysis sem nú er í ís-
lenskri verkalýðshreyfingu."
Þannig hóf Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Dagsbrúnar,
ræðu sína á fjölmennum félagsfundi
í félaginu í gær. Þar voru nýju kjara-
samningarnir teknir til afgreiðslu og
samþykktir með 288 atkvæðum gegn
153. Hann viðurkenndi líka að því
færi fjarri að hann treysti loforðnm
rikisstjómarinnar varðandi samn-
ingana.
„Hún er vís til að svikja þetta allt.
Það verður bara að koma í ljós og
þá eigum við opnunarákvæði samn-
ingsins inni,“ sagði Guðmundur.
Hcum sagði að svo mikið þróttleysi
væri nú í verkalýðsfélögunum að
þau hefðu skrifað undir mun verri
kjarasamning, en þann sem fyrir
lægi fyrir löngu ef mótstaða Dags-
brúnar hefði ekki komið til. Hann
sagði að opnunarákvæði samnings-
ins væru komin inn í kjarasamning-
inn fyrir tilstilli Dagsbrúnar. Einnig
það loforð ríkisstjómarinnar að
fulifrágengin íjárlög skuli liggja fyrir
í byrjun októher vegna endurskoð-
unar kjarasamningsins í nóvember.
Fáir tóku til máls og flestir hvöttu
til þess að kjarasamningurinn yrði
samþykktur enda þótt þeir lýstu sig
óánægða með innihald hans. Menn
töldu almennt að ekki yrði lengra
komist án átaka og að þar myndi
Dagsbrún standa ein.
Þrír ræðumenn skomðu á fundar-
menn að fella þessa samninga. Þeir
em allir úr „órólegu deildinni", sem
hópurinn, sem hauð fram gegn sitj-
andi stjóm í félaginu fyrir tveimur
árum, er gjaman kallaður. -S.dór
Menning_________________
Gítarleikarar
og fleira fólk
Á öðrum degi RúRek-hátíðar lék Doug Raney á gítar sinn ásamt Jazz-
kvartetti Reykjavíkur á Sóloni íslandusi. Þeir vom greinilega orðnir nokk-
uð vel samæfðir og spilamennskan pottþétt. Raney er svona klassískur
gítarleikari, þ.e.a.s. leikur klassískan djass eða hefðbundið hopp eða hvað
er hægt að kalla það. Tveir gítarleikarar er sátu við sama borð og frásagn-
armaður nefndu Jim Hall í þessu sambandi sem er örugglega ekki fjarri
lagi. En Raney er búinn að vera ferlega góður ámm saman og var þegar
orðinn mjög góður, er hann kom við hér á landi fyrir mörgum árum með
Horace Parlan, þá aðeins nítján ára, og spilaði sig inn í hjörtu áheyrenda
þá sem nú. Hami var á ívið rólegri nótum í sólóum en meðlimir kvartetts-
ins sem hafa stundum tilhneigingu til að spana hlutina óþarflega mikið
upp þótt alltaf sé gaman þegar keyrt er á fullu og sveiflan nær hámarki.
Hún var virkilega góð sveiflan í „Invitation“, sem að þessu sinni var leik-
in sem hröð djass-samba og hver silkihúfan upp af annarri í einleiksköfl-
um. Raney átti þarna eitt lag sjálfur, „Blues on a Farm“ held ég að það
hafi heitið. Mjög skemmtileg smíð og vel leikin. Það var líka gaman að
heyra bossanova lagið „Estate" sem er reyndar samið af ítalanum Bruno
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Martino og varð fyrst þekkt í flutningi Brasihumannsins Joao Gilberto.
Jon Hendricks söng það reyndar í Háskólabíói í fyrra sællar minningar.
í Djúpinu lék Tríó Bjöms Thoroddsen og með þeim söng Linda Walk-
er. Þar var sumri fagnað með laginu „Ó blessuð vertu sumarsól" og féll
það merkilega vel að bossanovataktinum sem það var leikið í. Eða er það
öfugt? Féll takturinn vel að laginu? Hvað sem því líður þá söng Lánda
þama í lokin „Alfie" án undirleiks sem hún gerði vel eins og einhvern
tíma áður og „Fly Me to the Moon“ sem var mjög þægilegt. Án söngs
voru fluttar mjög flnar útgáfur af „Autumn Leaves" og „I’ll Remember
April“. Gott grúv og gott sánd. Má sletta svona? - Hljómburður Djúpsins
er alla vega meira aðlaöandi en Sólons fyrir þessa tegund tónhstar.
í Djassklúbbi Sólons léku Ólafur Stephensen, Tóms R. og Guðmundur
R. sem fyrr og með þeim Rúnar Georgs. Einnig komu þar fram píanóleik-
arinn Hiroshi Minami og bassaleikarinn Masa Kamaguchi en þeir leika
á sama stað einmitt í kvöld ásamt Matthíasi Hemstock trommara. í Djúp-
inu verða Brennuvargar. í Kringlukrá danska hljómsveitin Jazztalk og
hljómsvetin Stuð-ull verður á Sóloni eftir klukkan ellefu.
Doug Raney ásamt Sigurði Flosasyni sem lék með honum á tónleikun-
um á Sóloni íslandusi.