Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjörn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 63 2700 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993. Hafrannsóknastofnun: Þorskkvóta- skerðing upp á 6 til 7 millj- arðakróna Hafrannsóknastofnun mun kynna tillögur sínar um hámarksafla á næsta fiskveiðiári á morgun. Fréttir hafa lekið út frá stofnuninni um aö lagt verði til að þorskkvótinn verði 175 þúsund lestir. Jakob Jakobsson, forstjóri stofn- unarinnar, þvertók fyrir að staðfesta þessa tölu í morgun. Sé talan rétt og ef farið verður eftir henni mim það þýða tekjuskerðingu fyrir þjóðarbúið upp á 6 tit 7 millj- >-arða króna á ári. Hver tíu þúsund tonn af þorski eru 1,5 prósent af út- flutningsverðmæti sjávarafuröa en þær nema 68 milljörðum króna, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. í fyrra lögöu fiskifræðingar til að þorskkvótinn á fiskveiðiárinu frá 1. september til 31. ágúst í ár yrði 190 þúsund lestir. Það svaraði til 175 þúsund lesta á yfirstandandi alman- aksári. Leyft var að veiða 205 þúsund lestir en nú stefnir í að heildarþorsk- aflinn fari í 235 þúsund lestir. -S.dór Konalésterhún féll af hestbaki „Sýslumannsmáliö“: Yfirlögregluþjóni vikiðúrstarfi Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: LOKI Hún er skrítin hesta- mennskanáSigló! ,.Ég tel ekki að fulltrúaráð Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík sé að ýta einhverri óánægju með nýgerða kjarasamninga inn á borð ríkisstjórnarinnar með þessari samþykkt sinni. Ráðið er einfald- lega að láta x Ijós áliyggjur sinar um að kjarasamningpnir verði allt of dýrir fyrir ríkissjóð. Þeir eru nú ekki einir um það. Sumir ráðherrar Alþýðuflokksins hafa gert það sem og öármálaráðherra. Menn verða að svara þeirri spuraingu, ef láta á rikið borga þaö sem atvinnuliflð geturekki borgað, hvaðan á að taka peningana? Hver á aö greiða þann reikning? islendingar eru enn á því stigi að Ixalda að rentukameriö sé í Kaupmannahöfn. Það sem ríkið borgi, borgi engixm,“ sagði Sighvat- Björgvinsson heílbrigðis- og ur tryggingaráðherra um Ixarðorða ályktun fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík um þátt ríkisstjórnarinnar í nýgerðum kjarasamningum. „Það þarf ekki mjög greindan mann til að sjá að það eru aðeins þrjár lausnir í boði varðandi vax- andi halla ríkissjóðs. Ein er að hækka skatta, önnur að taka lán og sú þriðja að skera niður. Fleiri vopn eru ekki til í vopnabúrinu. Svo eru auðvitað hægt að stinga hausnum í sandinn og gera ekki neitt og eða reiöast þegar á þetta er minnst eins og þeir VSÍ-menn,“ sagði Sighvatur. Hann sagöi að menn yrðu að horfa á það að ef þess er krafist að ríkið skeri niöur, hljóti það að koma niður á velferðarkerfmu. „Hvað erum við aö tala um þegar við nefnum velferðarkerfið, jú, það er svona 60 prósent af ríkisútgjöld- unum. Það er því ótrúlegt að hægt sé að skera ínður hjá ríkinu án þess að hreyfa við þessum 60 pró- sentum,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson. -S.dór Ung kona lést er hún féll af hest- baki í Þorlákshöfn síðdegis á mánu- dag. Konan hét Stefania Guðbjörg Stefánsdóttir, til heimilis að Norður- byggð 24b í Þorlákshöfn. Stéfanía var 29 ára gömul og lætur hún eftir sig eiginmann og 2 börn. Að sögn sjónarvotta var Stefanía að ríða iim götuna Heinaberg þegar hesturinn stansaði snögglega með þeim afleiðingmn að hún féll fram ' af hestinum á götuna og fékk höfuð- högg. Hún var flutt í skyndi í sjúkra- hús í Reykjavík en var látin þegar þangaðvarkomið. -pp Innflutiúngurinn á jeppakerrunni frá Þýskalandi, sem fyllt var smygl- vamingi, reiðtygjum og áfengi, hefur leitt til þess að sýslumanninum á „Siglufirði og yfirlögregluþjóni stað- arins, sem er æðsti maður tollgæslu þar, hefur verið vikið úr starfi tíma- bundið. Fylgi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks - samkvæmt skoðanakönnunum á árinu 1993 - Q Sjálfstæðisfl. ■ Framsókn Janúar Mars DV DV Spá : Januar Febrúar Mars April Febrúar mars Gallup Gallup GallupGallup FVS FVS: Fólagsvísindastofnun ítrekuö niöurstaöa skoðanakannana: Framsókn stærst Krakkarnir kunna svo sannarlega vel að meta það þegar sólin skín eins og var á Akureyri í gær. Þá er gaman að fara í sundlaugina og ekki er verra að hafa mömmu með ef maður er svo lítill að maður þorir ekki að vera einn á ferð. DV-mynd gk Skoðanakannanir eftir áramótin hafa nú þrisvar sinnum leitt til þeirr- ar niðurstöðu að Framsóknarflokk- inn sé stærsti flokkurinn, nú síðast skoðanakönnun Félagsvísindastofn- irnar Háskólans. Á meðfylgjandi grafi eru sýnd hlut- föllin milli fylgis Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í þessum könn- unum. Framsókn virðist því hafa tekið forystuna af Sjálfstæðisflokkn- um sem stendur. Framsókn varð fyrst fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn í kosningaspá DV sem var byggð á skoðanakönnun DV í janúar. Síðan hefur fylgið mikið sveiflast og Sjálfstæðisflokkurinn oftast verið ofan á. Nú síðast varð Framsóknárflokkurinn fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönn- un Gallups í apríl. í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, sem er birt er í Morgunblaðinu í dag, er Fram- sóknarflokkurinn með 27,5 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 25,7 prósent, Kvennalistinn með 13,1 pró- sent, Alþýðubandalagið með 17,7 prósent og Alþýöuflokkurinn 10,2 prósent. Urtakið var 1200 manns, slembiúrtakúrþjóðskrá. -HH Veðriðámorgun: Léttskýjað sunnan heiða Á morgun verður norðvestlæg átt, gola eða kaldi og kólnandi veður, einkum norðanlands. Léttskýjað verður sunnan heiða og einnig sums staðar á Austur- landi en skýjað og þokuloft meö norðurströndinni. Veðrið í dag er á bls. 52 ■ 4 I 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.