Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1993 13 Neytendur A meðal þess sem finna má á tilboðsverði hjá stórmörkuðunum yfir hvítasunnuna eru ýmsar tegundir af kjöti, gosdrykkir, brauð, grillkol, súkkulaði og bleiur svo eitthvað sé nefnt. Sértilboð og afsláttur: Fjölbreytt úrval af vörum á tilboði Um hvítasunnuhelgina, sem nú er framundan, bjóða stórverslanimar upp á mikið og fjölbreytt úrval af vörum á tilboðsverði. Bónus Sértilboðin í Bónusi gilda frá fimmtudegi til laugardags. Á tilboðs- verði eru S.Ö. framhryggjarsneiðar á 679 krónur kílóið, Búrfellsborgarar (4 stk.) með brauði á 199 krónur, Royal Oak grillkol (4,5 kg) á 199 krón- ur, uppkveikilögur, 1 lítri, á 97 krón- ur og servíettur (300 stk.) á 99 krón- ur. Ef keyptar eru 20 Goðapylsur fást 10 pylsubrauð, sinnep og tómatsósa frítt með. Þá er SS tilboðsbakki með 10 pylsum, 8 hamborgurum og hrá- salati og sinnepi á 899 krónur. Þá eru 15 dósir af kóki eða diet kóki á 690 krónur, (46 krónur fyrir dósina), Sír- íus ijómasúkkulaöi (100 g), á 89 krón- ur, MS sumarpakki, 15 íspinnar, á 349 krónur og Bónus diet kók, 2 lítr- ar, á 79 krónur. í Bónusi er veittur 10% afsláttur af öllum kjötvömm, t.d. grillkjöti, pylsum, áleggi og fersku kjöti. Kjöt og fiskur Tilboðin í Kjöti og fiski í Mjódd gilda frá fóstudegi til laugardags. Á tilboðsveröi er hamborgari með brauði á 59 krónur stk., kryddaður eða ókryddaður svínahnakki á 735 krónur kílóið, Sól appelsín, 2 lítrar, á 119 krónur, svínarif á grillið á 490 krónur kílóið og Libero bleiur á 898 krónur pakkinn. Þá er Sun appels- ínusafi, 1 lítri, á 79 krónur, Viktoríu vanillu- og súkkulaðikex (300 g) á 89 krónur pakkinn, Boland sítrónukex (150 g) á 56 krónur pakkinn og Ritz kex (200 g) á 67 krónur pakkinn. Fiskur er ávallt á tilboðsverði á mánudögum hjá Kjöti og fiski. Á þriðjudögum er kjötfars á tilboðs- verði og saltkjöt á miðvikudögum. Á fimmtudögum em svo 10-15 tegundir af grænmeti á lækkuðu verði. Fjarðarkaup Tilboðin í Fjarðarkaupum í Hafn- arfirði taka gildi í dag, miðvikudag, og standa yfir helgina. Á tilboðsverði eru bökunarkartöflur á 69 krónur kílóið, perur á 89 krónur kílóið, gular melónur á 115 krónur kílóið og hvít- ur, skorinn aspas á 59 krónur. Þá em nauta T-bein á 998 krónur kílóið og einnig nautakótelettur á 998 krónur. Hálfúrbeinað og marinerað læri er á 848 krónur kílóið, ískóla, 2 lítrar, á 99 krónur og fin og gróf samloku- brauð á 98 krónur stykkið. Nautaveisla kúabænda: „Gæðaátakið" veldur deilum - kaupmenn ekki ánægðir með verðið Nautaveisla nefnist ný pakkning með nautakjöti sem nautgripabænd- ur hafa komið á markaðinn en hún inniheldur 6 kíló af sérvöldu nauta- kjöti í kössum. Nautgripabændur segja vöruna vera allt að því 30% ódýrari en sam- bærilegt nautakjöt á markaðnum en skiptar skoðanir em um þá fullyrð- ingu. „Ef kjötið væri keypt í lausu hjá okkur myndi verðið vera 3.620 í staö 4.194 krónur eins og kúabændur bjóða upp á. Þannig að það er enginn akkur í þessu fyrir okkur,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, sölustjóri í Bónusi. Hagkaup hefur heldur ekki sýnt tilboði nautgripabænda áhuga. Á blaðamannafundi, sem naut- gripabændur héldu fyrir skömmu, kom fram að töluverð vonbrigði hefðu orðið vegna þess að fleiri versl- anir hefðu ekki sýnt nautaveislunni áhuga. Guðmundur Lámsson, for- maður Landssambands kúabænda, telur að hér sé um samráðsaðgerðir ýmissa kaupmanna að ræða. Alls em um 30 (200 g) máltíðir í hverjum kassa sem kostar 139,80 krónur hver. Nautgripabændur nefna einkum fiögur atriði sem gert hafi þeim kleift að bjóða neytendum þetta verð. Þ.e. tiltekin sláturhús lækkuðu slátur- kostnað sinn umtalsvert á því kjöti sem fer í nautaveisluna, hagstæðir samningar hafi náðst við kjöt- vinnsluaðila um kostnað við úrbein- ingu, pökkun og dreifingu á vör- unni, smálsöluálagningu verslana sé stillt í hóf og í síðasta lagi að naut- gripabændur hafi lagt fram tiltekna fiármuni í sérstakan kynningaraf- slátt. -KMH DV-mynd Óli Jóhann, Hveragerði Risagúrka í Hveragerði Þeir urðu steinhissa í verslun Kaupfélags Ámesinga í Hveragerði á dögimum þegar þeim barst gúrku- sending frá Óttari Baldurssyni, Gróðurmörk 4 í Hveragerði. Þar var risagúrka, sú stærsta sem sést hefur í þeim bæ. Halldór Halldórsson kaupfélagssfióri setti gúrkuna strax á vigtina og reyndist hún 2 kg - eða helmingi þyngri en venjulegar gúrk- ur. Gúrkan er jafnvel lengri en fram- handleggur kaupfélagssfiórans. í Neskaupstað var nýlega eftrt til átaks gegn slysum bama á reiðhjól- um. Að átakinu stóðu ýmsir aðilar í bænum en þátttakendum, nemend- um Nesskóla, var skipt í (Jóra hópa þar sem horft var á myndband um hjólreiðar og hjólreiðahjálma. Einnlg var tarið f hjólreiðatúr um bælnn þar sem skoðaðir voru þeir slaðír sem öðrum fremur eru hættulegir í umterðínni. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson, Neskaupstað Leirlist á Kjarvalsstöðum Sigmar Knútsson og Svandis Grétarsdóttir voru við opnun sýningar Rögnu Ingimundardóttur á Kjarvalsstöðum en leirlistakonan sýnir þar vasa, skálar og lampa sem hún hefur verið að móta og mála undanfarin ár. DV-mynd JAK íslenskt skart Laugavegi 92 - s. 91-626355 Félagsfundur Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina Félagsfundur um nýgerða kjarasamninga verður haldinn miðvikudaginn 26. maí 1993 kl. 20.00 í Ing- ólfsbæ, Ingólfsstræti 5 Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar lagðir fram til afgreiðslu. Sýnum samstöðu, mætum á fundinn. Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.