Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 fc> ó k a b ú ð u m 3 Fréttir MLsnotaði stúlkubam kynferðislega: Afrýjaði tvisvar og refsing þyngd í bæði skiptin - 12 mánaða fangelsi niðurstaða Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í fyrradág Hafnfirðing í 12 mánaða fangelsi fyr- ir að hafa misnotað frænku sína kyn- ferðislega í nokkur skipti á árunum 1989 og 1990 en þá var stúlkan 5 og 6 ára. Dómurinn þyngdi verulega dæmda refsingu Héraðsdóms Reykjaness frá því í vor en þar var níu og hálfur mánuður refsingarinn- ar skilorðsbundinn. Héraðsdómur var upphaflega kveðinn upp í september 1992. Þá fékk maðurinn 8 mánaöa fangelsi en 6'A mánuður var skilorðsbundinn. Sakborningurinn áfrýjaði þeim dómi. Hæstiréttur felldi héraðsdóm- inn síðan úr gildi í janúar og vísaði aftur heim í hérað. Þörf þótti á því að félagsmálastjóri Kópavogs og tveir læknar kæmu fyrir héraðsdóm en það hafði ekki verið gert í fyrstu dómsmeðferðinni í héraði. Framburður þremenninganna hafði síðan þau áhrif að maðurinn var sakfelldur í maí fyrir fleiri brot en hann hafði verið dæmdur fyrir í héraði í september og fékk 12 mánaða fangelsi en 9A mánuður var skil- orðsbundinn eins og fyrr segir. Sak- bomingurinn áfrýjaði máli sínu öðru sinni í sumar. Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að refs- ing sé hæfileg 12 mánaða fangelsi - allt óskilorðsbundið. Maðurinn er skyldur umræddri stúlku og leitaði hann á hana jafnt utan klæöa sem innan í nokkur skipti á nær tveggja ára tímabili. Afleiðingar brotanna urðu alvarleg- araðálitihéraðsdóms. -Ótt Ureldingartogarar Skagstrendings. DV-mynd Þórhallur Skagstrendingur: Togarar seldir og Nami- bíu-ráðherra í heimsókn Þórhalhir Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Góðar líkur 'eru á að Skagstrend- ingi á Skagaströnd takist að koma báðum úreldingartogurum sínum í verð. Hjörleifur hefur verið seldur og góðir möguleikar eru taldir á að gamh Arnar fái kvóta í Namibíu. Verður hann þá seldur til útgerðarfé- lags sem Skagstrendingur stofnaði með Namibíumönnum með sam- vinnu um fiskvinnslu og útgerð í huga. Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings, vildi ekki gefa upp kaupanda Hjörleifs en sá aðili hefur þegar greitt upp í kaupin. Sjávarútvegsráðherra Namibíu kemur til Skagastrandar á sunnu- dag. Hann er í fylgdarliði forseta Namibíu sem er í opinberri heim- sókn hér á landi. Ráðherrann endur- geldur þar með heimsókn fulltrúa Skagstrendings til Namibíu á síðasta hausti. Sveinn sagði að menn vonuð- ust til að ráðherrann tryggði kvóta á Amar og að verðlagning á skipinu yrði þannig að menn gætu sætt sig við hana. Hugmyndin er að verð skipsins renni sem hlutafé í ráðgjaf- ar- og útgerðarfyrirtækið Nísi. Tveggja mánaða fangelsi fyrir árás á opinberan starfsmann: Kýldi lögreglumann inn um hliðarrúðu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára Reykvíking í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið lögreglumann hnefahöggi inn um opna hliðarrúðu lögreglubifreiðar á Lækjartorgi þann 27. júlí síðastlið- inn. Lögreglumaðurinn hlaut heila- hristing og bólgu yfir kinnbeini við höggið. Hér er um að ræða líkamsárás á opinberan starfsmann. Sakboming- urinn hafði tvisvar áður verið dæmd- ur fyrir líkamsárás og fékk hann þá sektir í bæði skiptin. Þá haíði ákær- um á hendur honum verið frestað tvisvar vegna auðgunarbrota. Héraðsdómur taldi árás mannsins á lögreglumanninn tilefnislausa og ófyrirleitna. Allan Vagn Magnússon kvað upp dóminn. -Ótt t í S b o ð Snilldarleg verð frá og meö 1. desember: 2.850- skáldsaga eflr Gunerg Bergsson st í næstu bókabúó I í kjallaraherbergi úti í bæ kúrir miðaldra maður og bíður þess að ástin berji að dyrum. Þar leitar hann nautnar sem er ósýni- | leg heiminum, rammflæktur í íslenskum hnút innst í völundar- húsi ástarinnar. Hvert nýtt skáldverk frá hendi Guðbergs Bergssonar sætir tíðindum í íslenskum bókmenntaheimi. í þessari meistaralegu skáldsögu leiðir hann okkur um völundarhús ástríðnanna, og þar fáum við að gægjast í hugskot mannsins sem ráfar einn í rökkrinu og leitar að Ijósinu. En rökkrið er eldfimt og kveikir sterkar tilfinningar hjá lesandanum. F O R L /V G I M Á L OG M E N N I N G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.