Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Side 7
LAUGARDAGUR 6. NÓVÉMBER 1993 7 Fréttir Ungur maður dæmdur fyrir að stofha M fólks 1 hættu og líkamsárás: Skaut úr haglabyssu inn um rúðu á nágranna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára ReykvíMng í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi fólks í hættu þegar hann hleypti af haglabyssu inn um stofu- glugga hjá nágrönnum sínum í fjöl- býlishúsi að Seilugranda aðfaranótt síðastliðins nýársdags. Hann er jafn- framt dæmdur fyrir líkamsárás sömu nótt og fyrir að hafa skotið úr byssunni á íbúðarhurð í húsinu og á mannlausan jeppa fyrir utan. Maðurinn, sem var ölvaður, tók fyrst konu kverkataki fyrir framan íbúð hans og hélt henni lengi þannig en hrinti henni síðan meö þeim af- leiðingum að konan lenti á báðum olnbogum og hlaut við það meiðsl, m.a. á hálsi. í framhaldi af þessu tók maðurinn haglabyssu og skaut úr henni beint inn um stofuglugga í næstu íbúð viö hans íbúð. Glugginn er þrískiptur og fóru höglin inn um miðhlutann en fyrir innan til hliðar stóð maður. Annað fólk sem var innandyra hafði beygt sig niður og slapp þannig við höglin þegar glerbrotunum rigndi yfir. Með þessu stofnaði ákærði lífi fólks í augljósan háska. Eftir þetta skaut maðurinn úr byss- unni út úr íbúð sinni eftir ganginum á hurð að annarri íbúð fyrir hinum enda gangsins. Hurðin varð fyrir höglimum og skemmdist þannig. Því næst skaut maðurinn á framan- greindan jeppa fyrir utan húsið sem skemmdist nokkuð, aðallega á fram- hurð og hliðarspegli. Héraðsdómur tók mið af því við refsiákvörðun að konan sem kærði framangreinda líkamsárás dró hana til baka og greiddi maðurinn henni 65 þúsund krónur í skaðabætur. +<5TU&fyZy, V * V * meðdagfn*** ★ ★ * ***** p Borði í veisluna 6 metrar ÚTGEFANDI SÍMI 629166 Hann greiddi einnig 275 þúsund krónur í skaðabætur til eiganda jepp- ans vegna skemmdanna á bílnum. Dómurinn tók auk þessa mið af því að maðurinn, sem er ungur að aldri, gekkst greiðlega við brotum sínum - hann hefði bætt fyrir þau eftir mætti og því þóttu skilyrði vera til að skil- orðsbinda refsinguna. Vopn og skot- færi sem maðurinn hafði undir höndum eru hins vegar dæmd til upptökutilríkissjóðs. -Ótt „Lengi býr að fyrsta banka" Gjafabref er gott veganesti! Nú gefst œttingjum og öörum velunnurum kostur á oð leggja grunn aö sparnaöi barna og ung- menna á mjög I viöeigandi hátt, / meö gjafabréfi frá íslandsbanka. Þau geta ýmist veriö skírnargjafabréf eöa gjafabréf sem tengjast einhverju ööru tilefni s.s. afmœlis-, brúökaups- eöa útskriftargjöf. Gjafabréf frá íslandsbanka er skemmtilegur möguleiki ef þú vilt gefa gjöf meö vöxtum. _ L AG A R ______jS|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.