Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 Bjargvætturinn breytir um lífsstíl eftir veikindi: Var orðinn þreyttur á þrekleysinu - segir Einar Oddur Kristjánsson sem verið hefur í endurhæfíngu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði „Ég er búinn að vera hér í fjórar vikur og er að útskrifast. Ástæða þess að ég kom hingað er sú að ég veiktist í vor, fékk blóðtappa í höfuð- ið, sem ruglaði mikið jafnvægið hjá mér. Ég var heilan mánuð á Grensás- deildinni að byggja mig upp en var ansi lengi á fætur,“ segir Einar Odd- ur Kristjánsson, bjargvætturinn svo- kallaði, sem hefur undanfarnar vik- ur verið að vinna upp fyrra þrek og orku á Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélagsins í Hveragerði eftir mikil veikiiídi. Einar Oddur rekur útgerðarfyrir- tækið Hjálm á Flateyri og var um tíma formaður Vinnuveitendasam- bands íslands. Þá var hann í for- stjóranefndinni sem fyrri ríkisstjórn setti á laggirnar til að bjarga þjóöar- skútunni. Upp frá því varð til þjóðar- sáttin fræga. Einar Oddur telúr ekki að hann hafi veikst vegna mikils álags eða stress. „Þeir sögðu að ég væri of feit- ur og reykti of mikið. Hins vegar væri þetta fyrst og fremst arfgengt," segir hann. „Ég var margbúinn að fara í Hjartavernd og alls kyns próf en aldrei fannst neitt að mér enda hafði ég aldrei fundiö til. Þetta gerð- ist bara allt í einu án nokkurs fyrir- vara.“ Einar Oddur var á annan mánuð á sjúkrahúsi áður en hann fór á Grensásdeildina. „Þaö var eins og hleypt væri vindi úr blöðru. Mér fannst ég algjörlega þreklaus eftir veikindin. Eg var heima á Flateyri í sumar og reyndi að þjálfa mig en fannst mér ganga mjög seint að ná mér. Ég vildi því gera átak í mínum málum og fara á Heilsustofnunina í Hveragerði. Ég lét strákana heima um fyrirtækið, ákvað að fara frá öllu og nota tímann til að byggja mig upp. Eg er hvort eð er búinn að reka fyrirtækið í tuttugu og fimm ár og orðinn leiður á þvi,“ segir Einar Oddur hress að vanda. Staðurinn kom á óvart „Ég vissi lítið um þennan stað en sagði lækninum heima að ég væri orðinn pirraður á sjálfum mér og vildi því komast í Hveragerði. Hann tók því vel og hafði samband hingað. Ég ákvað að vera í mánuð. í fyrst- unni var ég þolprófaður og síðan byrjaði uppbyggingin sem felst í leik- fimi, göngutúrum, sundi og annarri líkamrækt en hér eru öll fullkomn- ustu tæki. Ég er mjög hrifmn af þrek- hjólinu og finnst notalegt að vera héma vegna þess hversu umhverfið er rólegt og afslappað. Hér er ekki til stress," segir Einar Oddur. „Ég fer í langan göngutúr á hverj- um degi en hægt er að velja um lengd því nokkrir hópar eru í gangi. Við höfum verið mjög heppin með veður hér undanfarinn mánuð þannig að það hefur verið gaman að ganga hér um.“ Einar Oddur segir að fyrst þegar hann kom til Hveragerðis hafi hon- um fundist allt mjög „gamalt'‘ í um- hverfinu en síðan hafi hann séð að svo var alls ekki. „Hér er fólk á öllum aldri. Það eru aliir mjög afslappaðir og maður getur ráðið því sjálfur við hverja maður á samneyti. Menn spila biiliard hér og gert ýmislegt sér til dægrastyttingar." Finnur mikinn mun Einar Oddur segist finna mikinn mun á sér eftir þessar fjórar vikur. Einar Oddur Kristjánsson, bjargvætturinn frá Flateyri, hefur byggt sig upp andlega og líkamlega á Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði undanfarnar fjórar vikur eftir veik- indi. Hann prófaði meðal annars hið fræga leirbað og líkaði vel. Með honum á myndinni er Elísabet Svein- björnsdóttir, eiginkona Þorsteins Steingrímssonar, en hún prófaði einnig leirbaðið. Þorsteinn Steingrimsson fasteignasali fékk kransæða- stíflu og er nú að byggja sig upp. Hér er Guðmundur Björnsson yfirlæknir að þolprófa hann. Þorsteinn sýndi gífurlega framför eftir þriggja vikna dvöi á stofnuninni. Einar Oddur nýtur hér stuðnings sjúkraþjálfara við æfingatækin. „Ég hef styrkst heilmikið. Mér fannst líka mataræðið mjög spennandi. Ég hef fengiö tilsögn í mataræði alla ævi og ekki viljaö fara eftir viðvörunum í þeim efnum. Hins vegar fékk ég strax áhuga á því fæði sem hér er og finn mun á mér, er léttari og far- inn að borða miklu minna en ég gerði. Maður verður fljótt saddur af heilsufæðinu og líður vel af því,“ seg- ir Einar Oddur og segir af og frá að hann sæki í mat annars staðar. „Bragi í Eden sagöi mér að hann tæki iqjög eftir því að fólk kæmi miklu minna til sín en áður var. Oft kom hópur fólks til hans frá Heilsu- stofnuninni og fékk sér að borða en svo er ekki lengur. Tíðarandinn hef- ur því breyst mikið varðandi heilsu- fæði.“ Heilsustofnun NLFÍ hefur á und- anfömum árum verið að þróast í fullkomna endurhæfingarstöð, ekki ósvipaða og Reykjalundur er. AIls kyns meðferðarprógrömm eru í gangi jafnt fyrir þá sem vilja fyrir- byggja veikindi eða þá sem eru að stíga upp úr veikindum. Þannig er sérstök meðferð fyrir krabbameins- sjúkhnga, önnur fyrir hjartveika, bakveika eða þá sem eiga við offitu- vandamál að etja. Einnig þá sem þjást afofþreytu og álagi og vilja leita sér lækninga. Stofnunin tekur 160 dvalargesti og kostar frá 1000-1800 krónur sólarhringurinn. Nokkur DV-myndir GVA rúm eru þó algjörlega greidd af Tryggingastofnun ríkisins. Gestirfrá sextán ára aldri Margir standa sjálfsagt í þeirri trú að Heilsustofnunin sé fyrir aldraða einstakUnga en svo er ekki. Dvalar- gestir eru frá sextán ára aldri. Þor- steinn Steingrímsson, fasteignasaU á Fasteignaþjónustunni, fékk krans- æðastíflu í vor og dvelur nú í Hvera- gerði til að byggja upp þol og þrek. „Mér finnst ég vera allt annar maður síðan ég kom,“ sagði hann í samtaU við DV. „Ég hef aUur styrkst, grennst og líður eins og nýjum manni,“ sagði hann ennfremur. „Ég var mikið fyrir sælgæti og drakk minnst tvær kók á dag en finn ekki fyrir því núna að mig langi í sætindi. Ég hef líka lést talsvert og húðin á mér er miklu betri en hún var,“ sagði hann. Eigin- kona Þorsteins er með honum og notaði tækifærið til að stunda Uk- amsrækt og fara í öll þau heilsuböð sem boðið er upp á. YokoOno vildi prófa leirbaðið Leirbaðið er sérstaða stofnunar- innar og það var Einar Oddur að prófa þegar helgarblaðið kom í heim- sókn. Hann lét vel af því en þess má geta að Yoko Ono og Nina Simon gerðu sér báðar ferð í Hveragerði tU að prófa leirbaðið þegar þær heim- sóttu landið. Að sögn Gunnhildar Valdimarsdóttur hj úkrunarforstj óra er talsvert af fyrirspurnum erlendis frá um leirbööin. Leirinn er tekinn í nágrenni HeUsustofnunarinnar og eftir UtiUega meðhöndlun er hann settur í ker og hitaður upp í 35 gráð- ur. Gestir Uggja síðan í leirnum í fimmtán mínútur. Sjálfsagt gera margir sérekki grein fyrir því mikla starfi sem þarna fer fram. Á HeUsustofnuninni starfa fyr- ir utan lækna og hjúkrunarfólk fimm sjúkraþjálfarar, tveir íþróttaþjálfar- ar og sjö sjúkranuddarar. Nýr mat- salur hefur nýlega verið tekinn í notkun en þar er hinn frægi franski matreiðslumeistari Francois L. Fons ” viö völd en hann starfaði á Hótel Sögu um langt árabil. Hann segir að í framtíðinni muni 85% landsmanna hafa breytt mataræði sínu þannig að kjöt verði ekki á borðum. Einar Oddur segist ekki hafa lést nema um þrjú kíló þótt fótin hans sýni allt annað því þau eru öll orðin of víð. Yfirlæknirinn, Guðmundur Björnsson, segir að það sé ekki að marka hversu mörg kíló fjúka: „Hann hefur brennt minnst fimm kílóum af fitu á þessum tíma en þyngst á móti í vöðvum," segir hann. Held áfram þegar heim kemur Einar Oddur segist hafa heyrt það hjá mörgum að þeir léttist ekki í sam- ræmi við hversu fötin virðast mikið of stór. „Það er allt annað að sjá þig í útliti," sagði læknirinn við Einar Odd og hann segist hafa fengið að heyra það víðar undanfarið. „Þótt ég fari heim á Flateyri núna er ég ekkert hættur. Ég ætla mér að léttast meira, að minnsta kosti um sex kíló í viðbót. Ég er búinn að breyta um mataræði en konan mín hefur hamraö á því árum saman þannig að þaö verður ekki vanda- mál. Þaö er heldur ekkert mál að fá heilsufæði og grænmeti á Flateyri þótt einhverjir haldi það. Líkams- ræktarstöð er líka heima þannig að það er ekki mikiö mál,“ segir Einar Oddur. Bjargvætturinn þvertekur fyrir að hann sé að byggja sig upp fyrir vænt- anlegt framboð. „Það hefur aldrei staðið til og í þeim efnum hefur ekk- ert breyst," segir hann. „Ég er búinn að ljúka herskyldu minni fyrir at- vinnurekendur og nú eru vextimir loksins komnir niður sem ég hef bar- ist fyrir í mörg ár,“ segir hann. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.