Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Side 15
LAUGARDAGUR 6. NÖVEMBER 1993
15
Föndrað við lífið
Vísindamenn, og kaupsýslumenn,
sem hafa hæfileikann tíl að finna
eða búa til markað fyrir nýjungar,
eru sífellt að breyta daglegu um-
hverfi mannkynsins - til góðs og
ills.
Árangur þeirra er sjáanlegur um
alla jörðina en þó einkum í ríkari
hluta heimsins þar sem íbúamir
hafa peninga til að kaupa annað en
brýnustu lífsnauðsynjar.
ÁIls kyns hjálpartæki daglegs lífs
eru almenningseign í okkar heims-
hluta. Neftia má nokkur dæmi sem
allir þekkja: bíla, tölvrn-, sjónvörp,
myndbandstæki, geislaspilara, ör-
bylgjuofna, frystikistur. Fyrir fá-
einum áratugum var þetta annað-
hvort ekki til eða þá á fárra manna
höndum, eins og reyndin er enn í
ýmsum fátækustu ríkjum jarðar-
innar.
Neikvæðar
afleiðingar
Jákvæð áhrif tækniframfara eru
ekki síður augljós í margvislegri
þjónustu við almenning. Nægir þar
að nefna sjúkrahúsin sem hafa
gjörbreyst síðustu árin vegna
tölvu- og tæknibyltingar.
Tækniöldin hefur vissulega bætt
efnaleg lífskjör manna og auðveld-
að dagleg störf við framleiðslu og
þjónustu.
En margir fylgifiskar tæknibylt-
ingarinnar eru til skaða. Vísindin
hafa ekki aðeins fætt af sér mörg
gagnleg tæki og tól heldur einnig
ógnvekjandi drápsvopn sem valda
ómældri óhamingju. Gífurleg bíla-
eign og stóraukin iðnaðarfram-
leiðsla hefur ekki aðeins gert ein-
staklinga og þjóðir ríkari heldur
einnig stórlega mengað umhverfi
mannsins. Nýjar vörur, sem reynd-
ust nytsamlegar og vinsælar, sköp-
uðu um leið margvíslegar hættur,
til dæmis vegna áhrifa á ósonlagið
sem ver manninn gegn hættuleg-
um geislum.
Þannig er það því miður oft að
gagnlegar nýjungar siyallra vís-
indamanna eru nýttar með þeim
hætti að til tjóns er fyrir lífið á jörð-
inni.
Lokuð sýn
Oft er það svo að vísindamenn-
imir sjálfir átta sig ekkert á hugs-
anlegum áhrifum þess sem þeir eru
að fást við. Þeir sjá rannsóknir sín-
ar í afar þröngu Ijósi. Þeir virðast
sjaldan leiða hugann að þeim víð-
tæku breytingum sem rannsóknir
þeirra kunna að hafa í för með sér.
Ráðstefna sem haldin var í Mon-
treal í Kanada fyrir skömmu á veg-
um American Fertihty Society er
táknræn fyrir þessa lokuðu sýn
sumra vísindamanna.
Þar flutti bandarískur vísinda-
maður, Jerry Hall, erindi um til-
raunir sem hann hafði stundað að
undanfomu ásamt yfirmanni sín-
um, Robert Stillmann, við George
Washington-háskólann. Áheyrend-
ur tóku erindinu vel, hvöttu hann
til frekari dáða og verðlaunuðu rit-
gerð hans. Engum vísindamann-
anna datt hins vegar í hug að ræða
þessar tilraunir út frá siðfræðileg-
um forsendum eða líta á þær í víð-
ara samhengi, hvað þá aö mótmæla
þeim sem siðlausum.
Slík mótmæli komu ekki fram
fyrr en fjölmiðlar í Bandaríkjunum
og víðar fluttu fréttir af rannsókn-
um Halls og Stillmanns. Þá fyrst
hófst umræða um tilraunimar frá
öðm sjónarhorni en hinu þrönga
faglega viðhorfi vísindamannsins.
Fjölfjöldun
mannsins
Það var auðvitað full ástæða fyrir
vísindamenn að horfa upp úr til-
raunaglösunum að þessu sinni og
staldra við vegna þess að fondur
þeirra félaga snerist um ekkert
minna en fjölfóldun mannsins.
Hall og Stifimann höfðu sum sé
verið að þróa aðferð til þess að taka
egg úr konu og fjölfalda það líkt og
náttúran gerir sjálf þegar eineggja
tvíburar verða til. Á máli sérfræð-
innar heitir þetta einræktun.
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðsioðarritstjóri
Þeir höfðu til ráðstöfunar sautján
egg og tókst með tilraunum sínum
að fjölga þeim í fjömtíu og átta.
Þeir sýndu þar með fram á að hægt
væri að taka slík egg, fijóvga þau
og fjölfalda.
Næsta skref, sem enn hefur ekki
verið stigið, er að koma slíkum „af-
riturn" eggja fyrir í móðurlífi
kvenna og búa þannig til einstakl-
inga sem em erfðalega séð ná-
kvæmlega eins.
Það sem gerir rannsóknir þeirra
einstakar og ógnvekjandi er auðvit-
að að hér er verið að föndra við líf
mannsins. Vísindamenn hafa áður
gert tilraunir af þessu tagi með
jurtir og dýr og þróað þar aðferðir
til að fjölfalda t.d. nautgripi.
Enginn hafði hins vegar gert til-
raunir af þessu tagi á mönnum
fyrr, enda em slíkar rannsóknir
stranglega bannaðar í mörgum
ríkjum öðrum en Bandaríkjunum.
Fagra nýja veröld
Tilraunir þeirra félaga færðu
nær raunveruleikanum hugmynd-
ir um einræktun eða fjölfóldun
manna sem lengi hafa verið við-
fangsefni vísindaskáldsagna.
Frægust shkra bóka er vafalaust
Fagra nýja veröld sem enski höf-
undurinn Aldous Huxley samdi á
millistríðsárunum. Þar eru menn
beinhnis framleiddir til að gegna
ákveðnu hlutverki í þjóðfélaginu -
til dæmis sem vinnudýr eða her-
menn.
Með þessum nýju tilraunum hef-
ur martröðin um slíka veröld
vissulega færst nær. Hall og Stih-
mann hafa rofið ákveðna bann-
helgi og haldið inn á braut sem
öðrum mun fyrr en síðar þykja
gimileg til ffóðleiks og gróða.
Eftirlíkingar
af sjálfri sér?
Ef vísindamenn feta í fótspor
þeirra félaga af fullri alvöru og
stíga skrefið til fuhs gæti framtíðin
boðið upp á marga satt best að segja
óhugnanlega möguleika.
Lítum á dæmi:
Egg er tekið úr konu, það frjóvgað
og síðan fjölfaldað. Upprunalega
egginu er komið fyrir í konunni
aftur eins og við glasafrjóvgun sem
nú tíðkast og hún fæðir barn sitt.
Einnig verður hægt að setja eitt
„afritanna" í konuna og þá getur
hún ahð tvíbura sem eru alveg
eins.
Eins mætti setja shkt afrit í aðra
konu. Þá ala þær báðar börn sem
eru spegilmynd hvort af öðru
erfðalega séð.
Loks geta vísindamenn geymt
afrit af egginu í frysti, svipað og
nú er gert í svoköhuðum sæðis-
bönkum víða um heim. Ef móður-
inni líkar vel við bamið sitt gæti
hún því nokkrum árum seinna
notað eitt afritanna til að búa til
annað nákvæmlega eins bam.
Segjum að barnið hennar þurfi
af einhveijum ástæðum á líffæra-
flutningi að halda. Þá væri hægt
að nota afrit af upphaflega egginu
th að búa th nýjan einstakling sem
hefur líffæri sem passa því líkamar
beggja barnanna eru erfðalega al-
veg eins. Þannig yrði um eins kon-
ar varahlutaframleiðslu að ræða.
Þegar fram hða stundir yrðu
möguleikarnir enn makalausari.
Dæmi:
Fijóvgað egg er fjölfaldað og afrit-
in geymd í frysti. Upprunalega egg-
ið verður að stúlkubami. Þegar
hún vex úr grasi getur hún fengið
eitt þessara frystu eggja og fætt
eftirhkingu af sjálfri sér.
Hvar liggja mörkin?
Augljóst er að á þessu sviði, eins
og reyndar ýmsum öðmm, er
tæknin og thraunir vísindamanna
komin langt á undan nauösynlegri
umræðu um siðferðhegan rétt
manna th slíkra athafna.
Sú háværa gagnrýni sem fylgdi í
kjölfar frétta fjölmiðla af rann-
sóknum félaganna viö George
Washington-háskólann hefur að
visu orðið th þess að þeir hafa
hætt frekari thraunum. En freist-
ingin th að halda áfram er vafa-
laust mikh, bæði fyrir þá og aðra
vísindamenn.
Áður en fleiri faha fyrir freisting-
unni verður auðvitað að svara
þeirri spurningu hvort maðurinn
hafi siöferðhega nokkurn rétt th
að grípa með þvíhkum hætti inn í
líf mannsins. Samrýmist slíkt sið-
ferðhegum viðhorfum okkar th
mannlífsins?
Og hvað með rétt einstaklingsins?
Á hann ekki sitt erfðaefni sjálfur?
Er hægt að fótumtroða mannréttindi
einstaklingsins rækhegar en með því
að fjölfalda hann eins og bh eða ein-
hverja aðra fjöldaframleidda vöru?
Ýmsar aðrar framfarir í læknavís-
indum að undanfomu hljóta líka að
vekja þá spumingu hvort þeir tímar
séu hugsanlega skammt undan að
htið veröi á manninn eins og hveija
aðra skepnu sem sjálfsagt sé að
„laga“, til dæmis með því að fóndra
við erfðaefni hans. En er þá ekki orö-
ið harla stutt í gamlar siðlausar hug-
myndir nasista um kynbætur?
Hvar liggja mörkin?