Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Page 31
LAUGARDAGU
43
Baldvin J. og Glódís, sambýliskona hans, áttu peninga, ágæta bíla, ibúð, troðfulla skápa af tískuvarningi og
voru tíöir gestir á Bíóbarnum, þar sem fallega fólkið átti heima um helgar.
Rútsíbani
tilfinn-
inganna
Baldvin J. hafði starfað við sölu-
mennsku um nokkurra ára skeið.
Hann hafði selt bíla, alfræði-
orðabækur, snyrtivörur og eld-
húsáhöld með misgóðum árangri.
Sambýliskona hans, Glódís, vann
við hjúkrunarstörf og flest virtist
leika í lyndi. Þauáttu peninga,
ágæta bíla, íbúð, troðfulla skápa af
tískuvamingi og voru tíðir gestir á
Bíóbamum, þar sem fallega fólkið
átti heima um helgar. Einn mið-
vikudag um haust leitaði Baldvin
læknis að áeggjan Glódísar. Henni
fundust geðsveiflur Baldvins allt
ofkrapparog brattar. „Hann
minnir mig stundum á rútsíbana í
erlendum tívólíum,“ sagði hún við
vinnufélagasína.
Miklar og
örar sveiflur
Baldvin var kæruleysislega
klæddur í viðtalinu í Armani-galla-
buxur, Harley Davidson stígvél,
stuttan jakka og bol. Um hálsinn
hékk digur gullkeðja. Á úlnliðnum
tikkaði ekta Cartier úr. Hárið var
Ijóst og stuttklippt. „ Já, það er
satt,“ sagði Baldvin, „ég hef alltaf
veriö sveiflóttur og talað um góð
og slæm tímabil i lífi mínu. Slæmu
tímabilin standa í eina til tvær vik-
ur; þá sef ég 12-14 tíma á sólarhring
og vantar alla orku og kraft. Allt í
einu er eins og ég komi til sjálfs
mín. Ég verð hressari og fyllist
sjálfstrausti og get farið að vinna
eins og berserkur. í 2-3 vikur er
ég fullur af orku og vinnugleði en
síðan sigli ég niður á við aftm:.
Svona hefur þetta verið lengi. Ég
er annaðhvort hátt uppi eða langt
niðri." Hann þagnaði og burstaði
ósýnilegt kusk afjakkanum. „Ertu
aldrei í jafnvægi á milli?" spurði
læknirinnþreytulega. „Jú,“ sagði
Baldvin. „Stundum koma slík
tímabil en þau standa sjaldnast
lengi sem betur fer, enda eru þau
hundleiðinleg. Þegar ég er hátt
uppi eru mér allir vegir færir. Ég
Á læknavaktírmi
Óttar
Guðmundsson
læknir
vinn mikið, boröa lítiö og sef eigin-
lega ekkert. Þessa daga er ég á bör-
unum, drekk mikið og stunda
kvennafar. Sölumennskuna valdi
ég vegna þessara sveiflna. Ég
stjórna vinnutímanum sjálfúr,
vinn í skorpum en sef þess á milli.“
„Hvernig gekk þér í skóla?" sagði
læknirinn. „Það réðst alveg af
sveiflunum. Oft gekk mér allt í
haginn og var með 9 og 10 í öllum
greinum en stundum var allt í
skötulíki og einkunnimar féllu nið-
ur í ekki neitt." Læknirinn talaði
næst við Glódísi um ástandið á
Baldvin. Hún sagði aö sveiflumar
stjórnuðu lífi þeirra. Þegar Baldvin
fyndi fyrir vondu dögunum frestaði
hann öllu og vandamálin hlæðust
upp. Hann talaði þá ekki við neinn
og mætti ekki í vinnu. Á öðrum
tímum væri hann mjög virkur og
gæti unnið sólarhrignum saman.
En skapið væri oft mjög sveiflótt
og oft hefði hann misst ágæta við-
skiptavini vegna óþolinmæði og
skapofsa.
Sveiflusjúkdómur
Það er greinilegt að Baldvin er
haldinn vægum sveiflusjúkdómi.
Hann sekkur niður í skammvinnt
þunglyndi meö aukinni svefnþörf
og miklum kvíöa og orkuleysi en
þess á milli er hann ofvirkur og
ákaflega spenntur. Sveiflurnar eru
þó ekki nægilega miklar til að kall-
ast maníó-depressífur sjúkdómur.
Ákveðið var að gefa honum efni
sem heitir litíum og virkar mjög
vel á sveiflur sem þessar. Litíum
er eitt af steinefnum líkamans sem
virðist hafa þau áhrif að koma í veg
fyrir geðsveiflur hjá fólki sem á
vanda til að fá sveiflukenndan
þunglyndissjúkdóm. Geðheilsan
varð mun betri á þessari lyfiameð-
ferö. Hann kvæntist Glódísi og allt
virtist leika í lyndi. Eftir 3 ár hætti
hann þó að taka lyfið og sveiflurnar
tóku að stjóma lífi hans á nýjan
leik. Hann hélt ítrekað framhjá
Glódisi og þau skildu eftir nokk-
urra mánaða stríð. Baldvin missti
vinnuna og leitaöi þá hjálpar á
nýjan leik. Hann fór að taka litíum
aftur og geðhöfnin varð stöðugri
og betri. Þau Glódís og Baldvin gift-
ust á nýjan leik við hátíðlega at-
höfn og opnuðu eigin bílasölu eftir
nokkra mánuði sem þau kölluöu
Litíumvagna.
Fyrirtæki til sölu,
t.d. sérhæfður skyndibitastaður.
Um er aö ræöa fyrirtæki á fjölförnum stað.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Fyrirtækjasalan Varsla,
Síðumúla 15, Rvík, sími 812262.
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til
starfa á neðangreinda leikskóla:
Leikgarð v/Eggertsgötu, s. 19619
Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810
Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólana:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488
Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Kópavogi skorar hér með á
gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum,
sem voru álögð 1990, 1991, 1992 og 1993 og
féllu í gjalddaga til og með 1. nóvember 1993
og eru tíl innheimtu hjá ofangreindum inn-
heimtumanni, aö greiða þau nú þegar og ekki
síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar
þessarar.
Gjöldin eru þessi: tekjuskattur, sérstakur tekju-
skattur, útsvar, aóstöðugjald, eignarskattur, sér-
stakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iönlánasjóðs- og
iönaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20.
gr. I. nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurek-
enda skv. 36. gr. I. 67/1971, atvinnuleysistrygg-
ingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í fram-
kvæmdasjóö aldraðra, skattur af verslunar- og
skrifstofuhúsnæöi, launaskattur, bifreiðaskattur,
slysatryggingagjald ökumanna, þungaskattur
skv. ökumælum, viðþótar- og aukaálagning
söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtana-
skattur og miðagjald, virðisaukaskattur af
,skemmtunum, skipaskoðunargjald, lestagjald
og vitagjald, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innl.
framleiðslu, aóflutningsgjöld og útflutningsgjöld
og útflutningsráðsgjald, verðbætur á ógreiddan
tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Einnig
virðisaukaskattur, ásamt gjaldföllnum virðis-
aukaskattshækkunum, staögreiðsla opinberra
gjalda og staðgreiösla tryggingagjalds, ásamt
vanskilafé, álagi og sektum.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir
vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna aö liðnum
15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar, sam-
kvæmt heimild í 9. tl. 1. mgr. 1. gr„ sbr. og 8.
gr. laga nr. 90/1989 um aóför.
Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur
fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnaó
fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt
að kr. 10.000,- fyrir hverja gerð. Þinglýsingar--
gjald er kr. 1.000,- og stimpilgjald 1,5% af heild-
arskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum.
Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til aö foröast óþægindi og kostnað.
Jafnframt tilkynnist aö gjaldendur viröisauka-
skatts, staögreiðslu og tryggingagjalds mega
búast við því að atvinnurekstur þeirra veröi
stöðvaður af lögreglu án frekari fyrirvara.
Kópavogi, 5. nóvember 1993,
Sýslumaðurinn í Kópavogi