Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Side 17
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993
17
Fréttir
Milljónakröfur á Akraneskaupstað:
Orlof á yf irvinnu
aftur í tímann
Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi:
Svo kann aö fara aö Akraneskaup-
staður verði að greiða milljónir
króna í orlof á fasta yfirvinnu 20-30
starfsmanna, sem ekki hefur verið
greitt í tæpan áratug. Bæjaryfirvöld-
um hefur borist bréf frá Jóni Sveins-
syni lögmanni, fyrir hönd skjólstæð-
ings síns, þar sem Akraneskaupstað-
ur er krafinn um orlofsgreiðslur á
fasta yfirvinnu viðkomandi.
Samkvæmt heimildum DV greiða
ríki og flest sveitarfélög orlof á yfir-
vinnu nema þar sem um sérstaka
samninga við einstaka starfsmenn
er að ræða. Akraneskaupstaður
hætti þessum greiðslum 1984. Nokkr-
ir starfsmenn Akraness, sem eru
með samninga um fasta yfirvinnu,
óskuðu eftir þvi að bærinn innti af
hendi orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnu,
sem þeir töldu að þeim bæri sam-
kvæmt lögum. Bæjarstjórn hafnaði.
í kjölfar synjunarinnar hefur bæn-
um nú borist bréf Jóns, þar sem hann
krefur bæjarsjóð um orlofsgreiðslur
á yfirvinnu skjólstæðings síns. Bæj-
aryfirvöld hafa leitaö eftir lögfræði-
legu áhti á réttarstöðu sinni.
Erfitt er að meta hversu háa fjár-
hæð hér um ræðir. Samkvæmt heim-
ildum DV hleypur hún á milljónum.
í sumum tilvikum er um að ræða
orlof á yfirvinnugreiðslur allt aftur
til ársins 1984 en í öðrum skemmra
aftur í tímann eða til áranna 1988/89.
Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
sagði að hér væri um prófmál að
ræða. Yrði niðurstaðan sú að bærinn
þyrfti að greiða viðkomandi aðfia
orlof á yfirvinnu sagðist hann telja
ólíklegt annað en máhð hefði for-
dæmisgildi gagnvart öðrum starfs-
mönnum bæjarins í sömu aðstööu.
Albert Kemp, oddviti Búðahrepps, færði skipinu mynd af Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir Kristinsson
Fáskrúðsfi örður:
Nýjum frystttogara fagnað
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Frystitogarinn Ottar Birting kom
tíl heimahafnar á Fáskrúðsfirði um
helgina. Mikih íjöldi fólks fagnaði
skipinu þegar það lagðist að bryggju.
Skipstjóri og áihöfn, sem sigldu skip-
inu heim frá Danmörku, fengu stóra
og mikla ijómatertu frá Verkalýðs-
og sjómannafélagi Fáskrúðsíjarðar
og Albert Kemp, oddviti Búðahrepps,
færði skipinu mynd af Fáskrúðsfirði
að gjöf frá bæjarbúum. Skipshöfn-
inni barst einnig mikið af blómum
með óskum um bjarta framtíð.
Frystitogarinn Ottar Birting er um
800 tonn að stærð og í áhöfninni
verða 24 menn. Skipstjóri verður
Guðmundur Kr. Guðmundsson. Ekki
er ákveðið hvenær skipið fer á veiðar
en að óbreyttum lögum má það ekki
veiða í íslenskri lögsögu.
Blóma- og gjafavöruverslun
í stóru íbúðarhverfi er til sölu. Verslunin hefur stöðug
og trygg viðskipti. Verðið er hagstætt og bjartirfram-
tíðarmöguleikar.
Uppl. aðeins gefnar á skrifstofunni.
Fyrirtækjasala Húsafells,
Langholtsvegi 115, s. 681066.
Halldór Svavarsson sölustjóri.
J
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum á Akranesi verður háð á
þeim sjálfum sem hér segir:
Akurgerði 11, efri hæð, gerðarþoli
Böðvar Björgvinsson, gerðarbeiðandi
sýslumaðurinn á Akranesi, mánudag-
inn 15. nóvember 1993 kl. 11.00.
Jörundarholt 12, gerðarþoli Sigríður
Andrésdóttir, gerðarbeiðendur Húsa-
smiðjan hf. og Húsnæðisstofnun ríkis-
ins, mánudaginn 15. nóvember 1993
kl. 11.30._______________________
Garðabraut 45. 1. hæð nr. 4, gerðar-
þoli Kristín Ósk Kristinsdóttir, gerð-
arbeiðandi Tannlækningastofan hf.,
mánudaginn 15. nóvember 1993 kl.
13.00.
Garðabraut 45, 03.06, gerðarþolar
Magnús Sigurðsson og Svanhildiir
Skarphéðinsdóttir, gerðarbeiðandi ís-
landsbanki hf., mánudaginn 15. nóv-
ember 1993 kl. 13.30.
Suðurgata 103, efri hæð, gerðarþoli
Valur Þór Guðjónsson, gerðarbeið-
endur Búnaðarbanki Islands, Eftir-
launasjóður SS, Lífeyrissjóður sjó-
manna og sýslumaðurinn á Akranesi,
mánudaginn 15. nóvember 1993 kl.
14.30.
Sýslumaðurinn á Akranesi
10. nóvember 1993
Fyrirtæki - verslanir - heildsalar
er kjörin leið til að koma afsláttartilboðum
á framfæri við hagsýna neytendur.
Kjaraseðill DV er öflug nýjung
fyrir auglýsendur sem birtast mun í blaðinu
þriðjudaga til föstudaga.
Hafið samband við Sigríði Sigurðardóttur,
auglýsingadeild DV.
Sími: 63 27 00 Bréfasími: 63 27 27
Auglýsingadeild
OlafsQörður:
Verktaki mótmælir
aðgerðum lögreglu
Helgi Jónsson, DV, ÓlaMröi:
Mikiö hitamál blossaði upp á dög-
unum er Siglingamálastpfnun sendi
bréf til sýslumannsins í Ólafsfirði og
sagði að grunur léki á að lög um
kafarastörf við höfnina væru brotin.
Siglingamálastofnun krafðist þess að
lögreglan stöðvaði framkvæmdir ef
reglugerðir væru brotnar. Reyndar
sagði í bréfinu að kafarar væru aö
vinna við hafnarmannvirki í Ólafs-
víkurhöfn.
Upphaf þessa máls var að Tréver
hf„ stærsti verktakinn hér í bænum,
hefur verið að fjarlægja ker sem voru
undir gömlu steinbryggjunni og fékk
Einar Kristjánsson kafara sér til að-
stoðar.
Vigfús Skíðdal, framkvæmdastjóri
Trévers, hefur harðlega gagnrýnt
þessa aðgerð lögreglunnar og vinnu-
brögð sýslumannsins þegar hann lét
stöðva framkvæmdina. Segir Vigfús
það hafa verið ólöglegt. Lögreglan
eigi að kynna sér bréf Siglingamála-
stofnunar betur, þar standi Ólafsvík-
urhöfn en ekki Olafsfjarðarhöfn.
Vigfús segir ennfremur að Sigl-
ingamálastofnun banni fyrirtækjum
úti á landi að gera það sem hún leyfi
í Reykjavík.
Tréver gerði hlé á verkinu eftir að
lögreglan komst í máhð. Kjartan Þor-
kelsson sýslumaður segir að viðkom-
andi kafara hafi verið kynnt bréfið
frá Siglingamálastofnun og kannast
ekki við aö hafa stöðvað fram-
kvæmdir.
MISSISSIPPI
MASALA
Mississippi Masala fjallar um ástir og örlög
ungs fólks. Óskarsverðlaunaleikarinn Denzel
Washington er hér í stórgóðu hlutverki, en
hann fékk mikið lof í erlendum blöðum fyrir
leik sinn í myndinni Mississippi Masala.
í
ó