Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Fréttir Sævar Karl fær ekki að selja geisladiskana ódýrt í Kringlunm: Sagt að loka í dag mun halda áfram að selja þrátt fyrir það „Ég opnaöi litla búö til reynslu í Kringlunni þar sem ég ætla aö selja bindi, geisladiska og annan smá- vaming, Þó maöur eigi plássiö þarf sérstakt leyfi hjá sijóm húsfélagsins fyrir alls kyns starfsemi og um þaö sótti ég og fékk. Viö opnuðum búöina á fóstudag og þá birtust menn sem selja plötur í húsinu, skutu á fundi og allt í einu var leyfiö afturkallaö," sagði Sævar Karl Ólason kaupmaöur sem er heldur óhress með aö mega ekki selja geisladiska í plássi sínu í Kringlunni. „Mér var sagt aö loka ekki seinna en á mánudag. Eg fékk leyfi fyrir þessari tilraun og tel aö hún sé varla komin af staö þannig aö ég mun halda áfram að selja,“ sagöi Sævar Karl í samtali við DV í gær. Hann taldi aö skýringin væri ekki síst sú að hann gæti boðiö íslenska geisladiska á 1795 krónur sem kosta 1990 krónur hjá öðrum plötusölum. „Þessum mönnum líkar ekki sam- keppnin enda hafa þeir sennilega samráö sín á milli um verð.“ Sævar Karl sagöi aö hann heföi fengið geisladiska í gegnum Japis en Skífan haröneitar að selja honum. Spor vildi selja diska á of háu heild- söluveröi miöaö viö þaö sem gengur og gerist. „Fyrir mér á öll verslun á íslandi að vera ftjáls og lögmál mark- aöarins að ráöa. Þannig er það ekki í Kringlunni," sagði Sævar Karl. „Viö höfum beint því til Sævars Karls aö hann haldi sig viö þann vaming sem hann fékk leyfi til og þaö voru fyrst og fremst bindi og síö- an klassískir geisladiskar," sagði Einar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar. „Sævar Karl sótti mn aö hafa búö með bindum í meiri- hluta en nú eru geisladiskar í meiri- hluta og það samræmist ekki því leyfi sem hann fékk. Ef hann kemur þessu ekki í lag munum við ftalla um það á fundi okkar. Þaö eru ákveönar reglur sem gilda í Kringlunni eins og í öðrum húsfélögum og þar á meöal hvaö er verslað með. Málið snýst ekki um verö, aöeins að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru,“ sagði Einar. Hann þrætti ekki fyrir aö aðrir plötusalar í Kringlunni heföu sýnt óánægju sína með plötusölu Sævars Karls. -ELA Tveir menn hröpuðu tíu metra: Geysilegt högg þegar við lentum - segir Ágúst Erlingsson sem slapp óbrotinn „Viö vorum uppi á bómunni aö fella hana og taka í sundur þegar viö hrundum allt í einu niöur. Þetta var um tíu metra fail en gerðist mjög hratt. Ég er allur blár og marinn en félagi minn fór verr þvi hann lær- brotnaði," sagöi Ágúst Erlingsson sem hrapaði tíu metra meö kranbómu á laugardagsmorgun. Hann var ásamt starfsfélaga sínum efst uppi í kranabómunni þegar veriö var að fella hana saman. Fyrir mann- leg mistök, eins og Ágúst oröar það, var annar endinn ekki stagaður niö- ur og því fór sem fór. Atburöurinn varö viö Eggertsgötu þar sem KS-verktakar eru aö reisa stúdentaibúöir. „Þetta var geysilegt högg þegar viö lendum á krananum tíu metrum neö- ar. Þegar viö lentum varð félagi minn undir og ég lenti ofan á honum sem hefur ekki veriö þægilegt fyrir hann svona lærbrotinn," segir Agúst sem heimsótti félaga sinn á sjúkrahús í gær og sagöi aö hann heföi þaö þokkalegt. Sjálfur ætlar Ágúst aö láta sjá sig á vinnustaönum í dag þótt hann sé nokkuöstirðureftirfaliiö. -JJ Fallln bóman ó bygglngaretað vlö Eggertsgötu skömmu eftir slyslð. Ágúst Erllngsson slapp meö mar og skrámur en félagi hans I fallinu lær- DV-mynd Sveinn brotnaöl og llggur nú á sjúkrahúsl. DV-myndÞÖK Bátur brann og sökk vestan Homarflarðaróss: Var lengi að finna hníf inn í miklum reyk og svartamyrkri - segir Bjami Garðarsson sem komst um borð í gumbát Júlia bnsland, DV, Homafiröi; Eldur kom upp 1 flskibátnum Kiöey SF 60 þegar hann var nokkrar mílur vestan Homafjaröaróss síödegis á laugardag. Einn maöur var í bátnum og komst hann í gúmbát. „Ég var á heimleiö úr róöri um sexleytiö á laugardag þegar mikill reykur gaus upp og raftnagniö fór af bátnum," sagöi Bjami Garöarsson. „Mér tókst ekki aö ná sambandi í farsímanum og fór aö reyna aö ná gúmbátnum en það var erfltt, reyk- urinn var svo mikill og svartamyrk- ur og ég var lengi að finna hníflnn. En þegar ég var loksins kominn upp í bátinn skaut ég upp blysi. Einar Bjöm Einarsson á Flóka SF151 varð fyrstur á staöinn og þó aö ekki hafi liðiö nema tæp klukkustund frá því aö kviknaði í bátnrnn fannst mér þaö langur tími. Þetta er mikil lífsreynsla og manni finnst aö svona komi bara fyrir aöra. Þaö er ansi margt sem kemur upp í hugann meðan beðiö er eftir hjálpinni." „Ég var í bátnum mínum viö bryggjuna og var aö hífa dót í land. Þá sá ég hvar bátur fór á fullri ferð út úr höfhinni. Mér datt strax í hug aö eitthvaö heföi komið fyrir og setti því í gang og fór á eftir honum,“ sagöi Einar Bjöm Einarsson á Flóka SF 151 sem bjargaöi Bjama. „Ég heyrði í talstöðinni aö kallaö var á Bjama og aö fólk á Skálafelli í Suöursveit heföi séö neyðarijós. Staösetning á því var allgóð og því nokkuö auðvelt aö finna bátinn. Ég sá ekki eldinn í bátnum fyrr en ég átti um 2 mílur ófamar aö honum því reykurinn var svo mikill. Þaö gekk vel aö finna gúmbátinn og ná Bjama um borö.“ Einar Bjöm hefur áöur bjargað manni úr sjávarháska. Þaö var þegar hann náöi aö bjarga skipveija af fær- eyska bátnum Gula kletti sem fórst í Homafjarðarósi fyrir rúmu ári. Einar Bjöm er meö krókaleyfi á bát sínum og veröur því aö halda sig í landi þaö sem eftir er ársins. Veðrið var gott, um 3 vindstig, og lægöi um þaö leyti sem Bjami fór í gúmbátinn. Menn úr slökkviliði Homafjarðar fóm út aö Kiöey en þegar á staöinn var komið var lítiö annaö að gera en aö slökkva glæð- umar í botni bátsins. Reyna átti aö draga flakiö til Haftiar en festingar rifnuöu og áöur en tókst aö gera aöra tilraun sökk Kiöey. Kiöey var rúmlega 9 tonna plast- bátur, smíöaöur 1988 hjá Mótun í Hafnarfiröi. .1 næstu sætum voru Friörik Amason Þorvaldsson kennari meö 51 atkvæöi í fyrstu 4 sætin og Katrin Gísladdttir nuddfheö- könnun Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir bæjarstjómar- kosningarnar. SigurÖur hiaut 82^% atkvæða. Næstur kom Páll Magnússon með 77% atkvæöa í annaö sæti Stuttar fréttir iöndum^eim^og tSandi^RÚV sérstakt gjald fyrir, samkvæmt MmillUalni avmuyoijpt SIUHMHUiw Friðrik ----- ” skatteftiriits um 50 mifljónir Betraárferðispáö Koipáffsstaða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.