Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 19 Meiming Kynning á ritum Nýja testamentisins Mikil aðsókn í Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar síö- astliðin þrjú haust sýnir svo ekki verður um villst að mikO þörf er fyrir aðgengileg kennslurit um kristna trú og þá ekki síst leiðbeiningar við lestur Biblíunnar. Svo dæmi sé tekið hefur engin bók um inngangsfræði Nýja testamentisins komið út síðan Magnús Jónsson dósent sendi frá sér ritið „Saga Nýja testamentisins. Saga ritsafnsins og textans" árið 1932. Áður hafði Jón Helgason Prestaskólakennari gefið út „Inngangsfræði Nýja testamentisins" árið 1904. Hvorugt þessara rita var þó sérstaklega við hæfi leikmanna. Nú hefur hins vegar verið bætt úr þeirri brýnu þörf. Út er komið í íslenskri þýðingu ritið „Leiðsögn um Nýja testament- ið“ eftir íúnn kunna skoska nýjatestamentisfræðing William Barclay (1907-1978) sem einkum er þekktur fyrir hæfileika sinn til að búa biblíufræðin í búning við hæfi hins almenna lesanda. Bókin „Leiðsögn um Nýja testamentið" skiptist í 22 kafla þar sem fjallað er um einstök rit Nýja testamentisins og leitast við að vekja athygli á sérkennum hvers rits. Hér er ein- ungis unnt að nefna örfáa fróðleiksmola úr ritinu. Um Mattheusarguðspjall segir Barclay aö þaö sé sönnun þess að við getum aldrei hafnaö Gamla testamentinu. Lúkas er sagður menntamaðurinn meðal höfunda Nýja testamentisins og guðspjall hans í mestu uppá- haldi hjá bókarhöfundi. Ef Postulasagan væri ekki til staðar væri frumsaga kirkjunnar hulin í myrkri. Ræt- ur siðhótarinnar liggja í Galatabréfinu því það lagði homsteininn að trúarskilningi Lúthers. Ekkert rita Nýja testamentisins greinir eins glögglega frá hlut- verki kirkjunnar og Efesusbréfið. Það hefur sennilega verið dreifibréf sem Páll sendi til margra safnaða. Bréfið til Fílemons er á hinn bóginn eina einkabréf Páls sem varðveist hefur. Barclay er óneitanlega í íhaldssamari kantinu meðal hiblíufræðinga. Það birt- ist meðal annars í því þegar hann ræðir um Jóhannes- arguðspjall sem almennt er talið yngst guðspjallanna. „Menn höíöu haft tíma til að leggja orð og atburði á minnið," segir hann og vill með því móti undirstrika trúverðugleika þess. Hætt er við að slík röksemda- færsla höfði ekki til margra en yfirleitt er rit hans mjög læsilegt og veitir góða leiðsögn um þann frum- skóg sem nýjatestamentisfræðin era óneitanlega orð- in. Sr. Hreinn Skagfjörð reynist vera lipur þýðandi. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson Hann á sérstakt hrós skilið fyrir að hafa tekið saman lista með skýringum á nokkrum mannanöfnum, heit- um og hugtökum, og er sá viðauki til þess fallinn að auka enn á notagildi bókarinnar. Nokkra athygli vek- ur að hann notar þýðinguna „grautartrú" yfir hugtak- ið „syncretismus" sem felur í sér trúarbragðablöndun. Ef mig misminnir ekki mun það vera sr. Heimir Steins- son sem fyrstur stakk upp á þeirri þýðingu í ritdeilu. Sú þýðing á ágætlega við í þeim tilfellum þar sem „syncretismus" er greinilega notað í neikvæðri merk- ingu en svo er alls ekki ætíð og þá er þessi þýðing óneitanlega óheppileg. Það er ástæða til að fagna þessu riti. Sá mikli áhugi sem hefur komið í ljós meðal leik- manna í kirkjulegu starfi á að auka við þekkingu sína í guðfræði kallar heinlínis á rit sem þetta. William Barclay, Leiðsögn um Nýja testamentið Hreinn S. Skagfjörð þýddi Skálholtsútgáfan 1993 (143 bls.) ÓDÝRI SKÓMARKAÐURINN Opið mánud.-föstud. 12-18 Frábært verð - Góðir skór SKÓMARKAÐUR RR skór JL EURO SKO Skemmuvegi 32 - s. 75777 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Langholtsvegur 17, hluti, þingl. eig. Edvarð Karl Sigurðsson, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, 10. desember 1993 kl. 15.30. Leifsgata 28, hluti, þingl. eig. Þor- steinn H. Einarsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásborg sf. og íslandsbanki hf., 10. desember 1993 kl. 14.30. Hverfisgata 85, þingl. eig. Höíðaleigan hf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Grímur Valdimarsson, Hallfreður Emilsson og Lánasjóður ísl. námsmanna, 10. desember 1993 kl. 15.00. Mávahlíð 7, risMð, þingl. eig. Ás- mundur J. Hrólfsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., 10. desember 1993 kl. 16.00. Höfðabakki 1,0001,0002,0003, OOD4, þingl. eig. Snævar ívarsson, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 10. desember 1993 kl. 16.30. Iðufell 12, 2. h. t.h., merkt 2-3, þingl. eig. Kristín S. Markúsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður verka- manna og Gjaldheimtan í Reykjavík, 10. desember 1993 kl. 14.00. Krummahólar 5, 0101, þingl. eig. Ás- dís Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Is- landsbanki hf., 10. desember 1993 kl. 13.30. Skeljagrandi 3,024)3, þingl. eig. Alma J. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Nóatún hf„ 10. desember 1993 kl. 11.00. Sörlaskjól 76, hluti, þingl. eig. Birgir Gunnarsson, gerðarbeiðendur Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissj. starfsmanna rílusins, Sameinaði lífeyrissj óðunnn og Sparisjóður Hafnarfjarðar, 10. des- ember 1993 kl. 10.30. SÝSLUMAÐUMN í REYKJAVÍK Kr. 21.900 stgr. Ferðatæki með geislaspilara, tvöföldu segulbandi og útvarpi. HUómmikið og fallegt tæki. Verö kr. 21.900 stgr. AIWA CSD-EXIO Ferðatæki með geislaspilara, segulbandi og útvarpi. Frábært tæki á einstöku jólatilboði. Verð kr. 17.980 stgr IWriO-HIT RR-6480 Allt tll hljómflutnlngs fyrir: HEIMILIÐ - BÍLINN OG DISKÓTEKIÐ NdQlO ÁRMÚLA 38 (Selmúlamegin), 105 Reykjavík SÍMAR: 31133 813177 PÓSTHÓLF 1366 wsaniii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.