Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. t - Dreifing: Sími 63270§ Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993. Símabilanimar: Engar skýring- arþráttfyrir ítrekaða leit „Það hefur ekkert fundist enn þrátt fyrir mikla leit. Hingað komu dansk- ir sérfræðingar á íimmtudagskvöld og þeir hafa verið að vinna við rann- sókn síðan. Auk þess hefur verið unnið við leit að biluninni í Dan- mörku, Stokkhólmi og í Ástralíu. Hugbúnaðurinn er samsettur úr mörgum einingum og ákveðnir aðil- ar bera ábyrgð á hverri einingu fyrir sig. Vegna sérhæfmgar er verkinu skipt niður á hina ýmsu staði,“ sagði Brandur Hermannsson, yfirtækni- fræðingur hjá Pósti og síma, við DV. Endurteknar bilanir í miðbæjar- stöð símans valda sérfræðingum miklum heilabrotum. Þrátt fyrir ít- rekaða leit virðist ekki hægt að finna sökudólginn. Engar visbendingar hafa komið fram um orsakir og því standa menn ráðþrota. Svipaðar bil- anir hafa komið fram í símstöðvum í öðrum löndum, í Danmörku og víð- ar. Hins vegar hafa hvergi orðið jafn tíðar bilanir og hér á landi. Síðast kom upp bilun á fimmtudag og stóð hún yfir í þrjú kortér. „Það er unnið að þessu á öllum sviðum. Starfsmenn okkar hafa yfir- farið hvern hlut í húsinu með tíiliti tíl utanaðkomandi truflana, bæði varðandi rafmagn, jarðtengingar og fleira. Við erum í rauninni að yfir- fara allt kerfið og leita á öllum hugs- anlegum stöðum að einhverju sem hægt er að betrumbæta," sagði Brandur. -ELA Sýndu hnefaleika: Búum okkur undir alvöru- keppni - segir Benedikt Oddsson „Við erum búnir að æfa hnefaleika síðan í ágúst hjá þjálfara í Reykjavík. Það er mjög mikill áhugi á hnefaleik- um hér á landi og menn bíða eftir að löggjöfinni verði breytt," sagði Benedikt Oddsson í Keflavík við DV. Benedikt sýndi hnefaleika ásamt Guðjóni Vilhelm á veitingastaðnum Þotunni í Keflavík um helgina. „Það var mjög vel tekið á mótí okk- ur og fólkið sýndi þessu mikinn áhuga. Þetta var meiri sýning en al- vöruhnefaleikar," sagði Benedikt. „Ef lögunum verður breytt og hnefaleikar leyfðir munum við vera undir það búnir að byrja að keppa. Við erum með hlífar á æfingum og því er þetta ekkert hættulegt. Það er mikill agi á æfingunum og þær eru vissulega erfiðar en þetta er mjög skemmtilegt," sagði Benedikt. -ELA Skemmtístaðuriim Barrokk við Laugaveg hefur verið kærður fyrir hávaða. Kæran barst frá fjölskyid- um við Hverfisgötuna sem erfitt átti með svefit vegna hávaöa þaðan. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í morgun hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavlkur heimild til að loka staðnum ef forsvarsmenn Bar- rokks hafa ekki framkvæmt þær úrbætur sem þeim var gefinn frest- ur til að gera. Oddur Rúnar Hjart- arson, framkvæmdastjóri Heil- brigöiseftirlitsins, neitaði að gefa upplýsingar um máliö í morgun. Einn fjögurra eigenda Barrokk, Fabio Patizini, kannaöist viö að staðurinn hefði fengið á sig kæru þegar DV hafði samband við haim. „Við fengum þessa kæru fyru nokkrum mánuðum. Það hefm- ekkert komið út úr henni ennþá. Lögreglan kom og bað okkur um að lækka tónlistína. Við ætlum ekki að gera það því þá er þetta náttúrlega ekki neinn skemmtí- staður. Það er ekki hægt að hafa skemmtistað án tónlistar,“ segir Fabio. Að sögn Fabios fengu þeir félagar : skemmtanaieyfi frá lögreglustjóra- embættinu til þess að reka skemmtistað að Laugavegi 73. Menn frá Heilbrigðiseftírliti Reykjavíkur mældu hávaðann á heimili kærenda og mældist hann hátt i 80 deslbel sem er langt yfir svokölluðum hættumörkum. Eftír það fengu forsvarsmenn skemmti- staðarins frest til að framkvæma úrbætur. Þær hafa ekki verið fram- kvæmdar ennþá. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu í morgim hefur heilbrigðiseftírlitið því heimild til að loka staönum - með hjálp lög- reglu ef á þarf að halda. „Við erum ekki búnir að lækka tónlistina og ætlum okkur ekki aö gera það. Eftir 1. desember er búið aö hóta okkur að loka staðnum ef við lækkum ekki. Við leigjum stað- inn sem skemmtistað og ef ekki er hægt að hafa skemmtistað þarna mun samningur okkar við eiganda falla niður,“ segir Fabio. Benedikt Oddsson og Guðjón Vilhelm sýna hnefaleika í Keflavík. DV-mynd Ægir Már Tíminn: Hættir stjórnin „Það er stjórnarkjör á dagskrá stjórnarfundar í dag. Ég þykist viss um að þaö verði kjórin ný stjórn Mótvægis hf. á þessum fundi. Fram- hald mitt sem ritstjóra Tímans fer alveg eftir því hverjir verða kjörnir í stjómina. Það eru hins vegar get- gátur að ég hafi þegar ákveðið að segja upp störfum," sagði Þór Jóns- son, ritstjóri Tímans, í samtali við DV í morgun. Bjarni Þór Óskarsson, stjómar- formaður Mótvægis, vildi í morgun ekkert tjá sig um máhð en útilokaði ekki að hluti stjórnar segði af sér á hluthafafundi í dag. Aðspurður um fjárhagsstöðuna sagði hann von til þess að það tækist að afla nýs hluta- fjár þó ekkert væri borðleggjandi í þeimefnum. -S.dór/kaa Kringludeilan: Dapuriegtfyrir neytendur „Ég vil nú ekki blanda mér í innan- hússdeilur þarna uppi í Kringlu. Hins vegar er greinilegt að einhverjir aðilar virðast eiga dáhtið erfitt með að þola ákveðna samkeppni við sig,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, um deil- umar vegna plötusölu Sævars Karls. „Það er að sjálfsögðu afskaplega dapurlegt þegar forsvarsmenn frjálsrar verslunar og frjáls framtaks líða ekki samkeppni. Það er að sjálf- sögöu dapurlegt fyrir neytendur að það skuli lokað á möguleika að fá geisladiska á ódýrari máta. Neytend- ur hljóta að hafa þetta í huga í fram- tíðinni, bætir Jóhannes við. -IBS - sjá bls. 2 Brunaæfingin varðaðmartröð t „Húsið fuðraði upp á skömmum tíma og það varð ekki við neitt ráðið. Um tíma varð geysilegt hættuástand og æfingin broyttist í martröð," sagði Þorbjöm Sveinsson, slökkviliðsstjóri á ísafirði, við DV. íbúðarhús á ísafirði skemmdist af vatni og reyk og rúður sprungu í nærliggjandi hús- um, báti og bíl þegar gamalt timbur- hús, sem slökkvihðið ætlaði að æfa sig á, fuðraði upp á örskammri stundu sl. laugardag. Slökkvihð ísafiarðar hafði fengið leyfi til að kveikja í gömlu timbur- húsi við Fjarðarstræti. í upphafi æf- ingar var hægur suðaustan andvari en á örskammri stundu snerist vind- áttin til hánorðurs. íbúðarhús við Norðurvegvarístórhættu. -bjb LOKI Þetta er sannkallað brunalið á ísafirði! Veðrið á morgun: Frostum allt land Á morgun verður norðlæg eöa norðaustlæg átt, líklega strekk- ingsvindur á Vestfiörðum og allra austast á landinu. Éljagangur um norðan- og austanvert landiö en nokkuð bjart veður sunnanlands. Frost um aht land. Veðrið í dag er á bls. 52 lll ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ Lágmúla 5, s. 681644 Þegar til lengdar lcetur I í í í í í í í í í í í í í í í í i í i r i í i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.