Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 49 I I ! Merming Góður gítarleikur Pétur Jónasson, gítarleikari, hélt tónleika í Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins á laugardag. Á efnisskránni voru spænsk einleiksverk fyrir gítar eftir Francisco Tárrega, Federico Moreno Torroba, Manuel de FaUa, Federico Garcia Lorca, Enrique Granados og Isaac Albeniz. TónJist Finnur Torfi Stefánsson Engin þjóð hefur tekið sliku ástfóstri við gítarinn sem Spánveijar. Þar er að finna glæsilegustu leikhefðina og þar hafa þau tónskáld lifað sem fundið hafa sér eðlilegastan farveg í hljóðlátum enlitríkum hljóðheimi þessa eldfoma strengjahljóðfæris. Gítartónlist á Spáni hefur átt hljómgrunn með öllum stéttum samfélagsins og alls ekki siður meðal alþýðufólks. Verkin á þessum tónleikum höfðu því flest á sér alþýðlegt yfirbragð. Mörg eru í dansformi og skýr og grípandi hrynjandi sem víða bregður fyrir, ásamt með einföldu greinilega afmörkuðu formi, eru einkenni þess. Laglínur era margar faUegar og hitta vel í mark. Öll era verkin sérlega vel úttsett fyrir gítarinn og er það einn helsti styrkur þeirra. Þar fer ekki fram hjá neinum að byggt er á ríkri hefð og þróuðum smekk. Tónamál verkanna að öðra leyti var hefðbundið tónamál síðrómantísku stefnunnar enda era verkin flest frá þeim tíma. Undan- tekning vora lögin eftir Torroba. Þar era gerðar var- færnislegar en vel heppnaöar tilraunir með efniviðinn og koma einkar skemmtilega út. Meðal þeirra verka sem hvað best hljómuðu á þessum tónleikum má nefna verk de Fallas sem höfðu yfir sér sterkan mjög faUeg- an fomlegan brag. Þá má nefna síðustu verkin á tón- leikunum eftir Granados og Albéniz sem eru mjög vel gerð. Þessi tónhst fékk góða meðferð í höndum Péturs Jónassonar. Leikur hans var mjög öruggur og sýndi gott vald bæði á hljóðfæri og efnivið. Blæbrigði Uta og hljómstyrks nutu sín sérstaklega vel og voru notuð af smekkvísi og yfirvegun sem gáfu túlkuninni í heild auðugan og vandaðan svip. Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins hefur ekki fram til þessa verið í hávegum haft tU tónleika. Ef til viU breytist það nú. Hljómburð- ur virðist vera býsna góður þarna. Salurinn var fullset- inn og sat undirritaður aftast en heyrði samt greini- lega hvert smáatriði hins hljóðláta gítarleiks. Kammertónlist í úrvalsflokki Tónleikar voru í Bústaðakirkju í gærdag. Þar lék tríó skipað þeim Monu Sandström, píanó, Auöi Haf- steinsdóttur, fiðlu, og Bryndísi HöUu Gylfadóttur, seUó. Á efnisskránni voru verk eftir Max Brach, Ludw- ig van Beethoven og Felix Mendelsohn. SennUega er Max Bruch best þekktur hér á landi fyrir Skoska fantasíu fyrir fiðlu og hljómsveit. Eftir hann Uggur töluvert af öðram tónsmiðum.m.a. aU- mörg ágæt kórverk. Af tríói hans í es moU má heyra að hann hefur einnig haft gott vald á kammertónUst. Tríóið er í safaríkum rómantískum stíl og lætur eink- ar vel í eyrum. Tríó Beethovens í Es dúr er klassíkst í anda og yfirbragði þótt séreinkenni höfundarins leyni sér ekki. Eitt þeirra er sérlega skemmtilegt krómatískt stef sem er eins og það vUji brjóta sig út úr viðjum tónamálsins án þess þó að takast það. Svipuðu stefi bregður fyrir hjá gamla Bach í einum af fugunum í Das Wohltempierte. Hvort það er fyrirmynd Beethovns skal hins vegar ósagt látið. Eftir hlé var Uutt tríó í d moU eftir Mendelsohn sem að mörgu leyti er athyglisvert verk. Yfirleitt er tónUst þessa þýska meistara slétt og feUd. Hún hrífur með þokka sínum og léttum glæsUeik frekar en þar sé að finna krefjandi átök. Þetta tríó er hins vegar að þessu leyti undantekning. Þar er að vísu að finna hina af- slöppuðu snUld hins hæfileikaríka aðalsmanns sem fékk í vöggugjöf Restar þær gjafir sem menn láta sig dreyma um. Hér er eins og honum Uggi meira á hjarta en venjulega. Verkið er rómantískara en mörg önnur verk hans og mun átakameira. Þær ungu konur sem þarna stóðu fyrir hljóðfæraleik eiga mikiö hrós skiUð fyrir frammistöðu sína. Öryggi og nákvæmni fór þarna saman með tilfinningaríkri og fjölbreyttri túlkun. Þær höfðu aUar fullkomið vald Tónlist Finnur Torfi Stefánsson á viðfangsefnunum og sýndu sem einstaklingar óað- Rnnanlegan leik. Mest af kammertónUst hér er flutt af hópum sem myndaðir eru fyrir eina tónleika eða tvenna. Þótt einstaklingar seu góðir viU oft skorta á að sú fuUkomnum samleiks náist sem reglubundið langvarandi samstarf býður upp á. Þær stöUur kom- ust hins vegar býsna langt að þessu leyti. Gaman væri ef þeim tækist að halda hópinn áfram og þróa samstarfið frekar. Þá væri góðs að vænta. ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Mlð. 29. des. kl. 17.00. Mlðasala Þ|óðlelkhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýnlngardaga. Teklð á mótl pöntunum í síma 11200 frá kl. 10 virka daga. Grœna linan 996160 Gjafakort á sýningu í Þjóðleikhúsinu er handhæg og skemmtiieg jóiagjöf. Tilkyriningar Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Frjáls spilamennska, kaffi og spjall. Margret Thoroddsen er til viðtals á þriðjudag. Panta þarf tíma í síma 28812. Taflfélagið Hellir heldur mánaðamót í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Veitingahúsið Prag Margrét R. Einarsson hefur tekið við rekstri veitingahússins Prag við Hlemm. Lögð verður áhersla á alþjóðlegan mat- seðil og lipra þjónustu. Fram í miðjan desember verður opið daglega frá kl. 18. En frá og með 15. desember og fram til jóla verður veitingahúsið opið frá kl. 12 á hádegi alla virka daga. Fréttir Viðbrögð við skoðanakönnun DV um landið sem eitt kjördæmi: Hugmyndin á langt í land Akureyri: Tónleikar Kristjáns í stað Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Aflýsa hefur orðið flutningi á Sálu- messu Verdis sem flytja átti á Akur- eyri næsta sumar með Kristjáni Jó- hannssyni í aðalhlutverki. Stafar það af ýmsum erfiðleikum, s.s. við að fá stóra hljómsveit til flutningsins. Akureyringar fá þó væntanlega að hlýða á söngvarann í íþróttahöflinni nyrðra því verið er að athuga með möguleika á aö halda minni tónleika í íþróttahöllinni á Akureyri næsta sumar. Ef marka má áhuga Akur- eyringa á nýútkomnum geisladiski Kristjáns, sem hann áritaði nyrðra fyrir helgi, er víst að Akureyringar bíða þess spenntir að heyra og sjá hann syngja í heimabæ sínum. Elliðaámar: Óbreytt verð áveiðileigu Borgarráö hefur samþykkt að halda óbreyttu vérði á veiðileigu fyr- ir laxveiði í Elliðaánum næsta sum- ar. Veiðileyfi í Elliðaánum kemur þá tfl með aö kosta 14.700 krónur stöng- in en það er sama verð og var í sum- ar. -GHS „Þetta kemur mér ekki á óvart. Hugmyndin á töluvert langt í land með að njóta meirihlutafylgis í landinu og er aðeins einn kostur af mörgum sem til greina koma. Nú er ákveðin hreyfing í þá átt að ná fram breytingum á - kosninga- skipaninni og ég tel brýnt að eitt- hvaö liggi fyrir í þeim efnum fyrir næstu kosningar," segir Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki. „Ég held að það sé óskynsamlegt að gera landið að einu kjördæmi. Það myndi stuðla að auknu flokks- ræði og íjölga smáflokkum. Núver- andi kjördæmaskipan miðar að því að ná fullu jafnvægi milli flokka en persónukjörið er of lítið,“ segir Páll Pétursson, Framsóknarflokki. „Kjördæmaskipan í landinu hef- ur verið bundin við héraðavitund og búsetuhagsmuni. Lítfl umræða hefur farið fram um en það er merkilegt hve margir á höfuðborg- arsvæðinu styðja hugmyndina miðað við hve fltið hún hefur verið rædd. Mismunur á afstöðu lands- byggðar og höfuöborgarsvæðis er í senn eðlilegur og kemur ekki á óvart vegna þess að hin hefð- bundnu skipti í kjördæmamálinu alla þessa öld hafa legið milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis," segir Ólafur Ragnar Grimsson, Al- þýðubandalagi. „Umræða um breytingu á kjör- dæmaskipaninni á eftir að fara fram í þjóðfélaginu. Það er ljóst að núverandi vægi atkvæða er ekki réttlátt og íbúar á landsbyggðinni óttast um sinn hag. Breyting hlýtur að eiga sér stað en spumingin er hversu langt eigi að ganga," segir Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista. „Ég er ekki hissa á þessari niður- stöðu. Þetta er umræöa sem á eftir að taka nokkur ár og ég held að sé talsvert í land með að landið verði eitt kjördæmi. Menn munu ef til vill breyta kosningalöggjöfinni áð- ur en ég hefði getað sagt til um þessa niðurstöðu fyrirfram," segir Sigbjöm Gunnarsson, Alþýðu- flokki. -GHS - sjá könnunina á bls. 4 Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stórasviðkl. 20.00. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach Flm. 30. des. Litlasviðkl. 20.00. ELÍN HELENA eftir Árna Ibsen Fös. 10/12, laugard. 11/12, flm. 30. des. Ath.l Ekkl er hœgt að hleypta gestum Inn i salinn eftir að sýning er hafln. Stórasvlðiðkl. 14.00. ÍSLENSKT - JÁ, TAKK! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á móti miðapöntunum í sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. Greiöslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar, tilvalin tækifærfsgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús. FRÆÐSLULEIKHÚSIÐ: GÚMMÍENDUR SYNDA VÍST, 25 min. leik- þáttur um áfengismál. Pöntunarsiml 688000. Ragnhelður. Leikfélag Akureyrar Viltu gefa jólagjöf sem gleður? Einstaklingar og fyrirtæki JÓLAGJAFAKORT LA ertilvalin jólagjöf. Jólagjafakortið veitir aðgang að spunkunýja hláturvæna gaman- leiknum GÓÐVERKIN KALLA! sem frumsýndur verður á jólunum. Höfum einnig til sölu nokkur eintök af bókinni SAGA LEIKLISTARÁ AKUR- ÉYRI 1860-1992. Haraldur Sigurðsson skráði. Falleg, fróðleg og skemmtileg bók prýdd hundruðum mynda. Miöasalan er opin alla virka daga kl. 10-12 og 14.-18. Simi (96J-24073. Greiðslukortaþjónusta. II ÍSLENSKA ÓPERAN É VGENl ÓNEGÍ eftir Pjotr I. Tsjajkovský Texti effir Púshkin í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Frumsýnlng flmmtudaglnn 30. desember kl. 20. Hátiöarsýning sunnudaglnn 2. janúar kl. 20. 3. sýnlng föstudaglnn 7. janúar kl. 20. Verð á frumsýnlngu kr. 4.000. Verð á hátfðarsýnlngu kr. 3.400. Boðlð verður upp á léttar veltingar á báðum sýnlngum. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega. Sýningardaga til kl. 20. SÍM111475- GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEtKFÉLAG MOSFELLSSVEtTAR „ÞETTA REDDAST!" f Bæjarleikhúslnu Mosfellsbæ 8. janúar 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.